Morgunblaðið - 19.07.1966, Page 19

Morgunblaðið - 19.07.1966, Page 19
Þriðjudagur 19. júlí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 ÍÍíSvív ::x: íáðujp^ Sextugur: Sr. Þorst. L. Jónsson SEXTUOUR er í dag séra I>or- steinn L. Jónsson sóknarprestur í Vestmannaeyjum. Séra Þorsteinn vígðist til Miklaholtsprestakalls vorið 1934 og sat á prestsetursjörðinni Söðu'lsholti. Vorið 1961 var séra Þorsteinn skipaður sóknarprest- ur í Vestmannaeyjum, og þjónar inú því prestakalli í ágætri sam- vinnu við hinn sóknarprestinn þar, séra Jóhann Hlíðar. Meðan séra Þorsteinn dvaldist vestra lét hann sig miklu skipta menningar- og framíaramál hér- aðsins, hann var sýslunefndar- nnaður Eyjáhrepps í hrepps- nefnd, formaður skólanefndar o. fl. Kennslu og skólamál hafa sérstaklega verið honum hug- leikin. Kennari var hann í fjölmörg ár við farskóla sveitar sinnar, einn af aðalhvatamönnum sund- laugarbyggingar ásamit sundskýli við Kolviðarneslaug, og síðast en ekki sízt einn af upphafsmönnum þess, að við þá sundlaug er nú risinn fagur og veglegur heima- vistarskóli, „Laugagerðisskóli“, þó að séra Þorsteinn væri flutt- ur burtu áður en því mikla verki væri lokið. Kennimaður er séra Þorsteinn ágætur og þykja ræður hans sér- staklega vel samdar, en öll prests verk háns, bæði í kirkju og utan kirkjn, eru framkvæmd af mlik- illi andagt þess prests, er ber lotn ingu fyrir kirkju sinni og þeim helgu athöfnum, sem fram- kvæmdar eru í nafni kristinnar trúar. í Vestmananeyjum starfar séra Þorsteinn mikið, auk prests- starfsins að kennslu, því eins og áður er sagt, eru kennslumál og uppfræðsla ungmenna honum mjög hugleikin. í Vestmannaeyjum eins og í hinu fyrra prestakalli sínu, er ar. Þorsteinn velmetinn og virtur kennimaður og félagi. Ógetið er þess, að séra Þorsteinn er skemmtilegur og góður félagi, sem öllum iþykir gott að hafa hjá sér og umgangast, auk þess er hann allra manna greiðvikn- Hefi kaupanda að Volvo Amazon '65-66. Höfum verið beðnir að útvega bílkrana, minni gerðina með krabba loilasaki Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. SKtJLI J. PÁLMASON Sambandshúsinu, Sölvhólsg. 4. héraðsdómslögmaður Simar 12343 og 23338. astur oft á vestra, og eins og hjálpsamur, og reyndi það meðan hann dvaldist bæði ef veikfndi bar að, hvern þann annan greiða (ferðalög o.fl.) er hann gat í té látið, sem veittur var af þeim fúsleik sem einkennii góða menn. Kvæntur er séra Þorsteinn frú Júliu Matthíasdóttur Finnboga- sonar járnsmiðs í Vestmanna- eyjum, og eiga þau tvö kjörbörn. Frú Júlía hefur skapað manni sínum vistlegt og gott heimili, en bæði hafa þau frá fyrstu tíð látið hús sitt standa opið gest- um og gangandi, enda var í Söðulshölti óvenjumikil gesta- koma, ssm ekki var að undra, bæði hjónin sérstaklega skemmti leg heim að sækja, og allt þeirra viðmót einkenndist af þeirri hlýju og gestrisni, sem Komu- maður óskar sér helzt að mæta í hlaði. Við hjónin erum ein af þeim mörgu er ekki gátum farið fram- hjá Söðulsholti, enda nutum við oft í ríkum mæli gestrisni og vináttu þeirra hjóna, og eigum áreiðanlega oft eftir að njóta gestrisni þeirra þó þau hafi flutt sig um set, enda hafa mörg fyrr- verandi sóknarbörn þeirra farið í heimsókn til Vestmannaeyja, svo rík ítök eiga þau prestshjón- in í fyrrverandi sóknarbörnum sínum. Heill þér sextugum, kæri vinur. Sigurður Árnason. Hannes F. Jónosson Minningororð f DAG fer fram frá Akranes- kirkju minningarathöfn um Hannes F. Jónasson, verkamann, er lézt 12. júlí sl. í sjúkrahúsi Akraness eftir stranga sjúkdóms- legu. Með Hannesi F. Jónassyni er genginn einn af góðvinum mín- um ,sem ég kynntist og batzt við órjúfandi vináttuböndum á ungl- ingsárum mínum á Akranesi, og langar mig því til þess að minn- ast hans með örfáum orðum. Hannes F. Jónasson var fædd- ur í Fagradal á Hólsfjöllum 24. júlí 1902. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Kristjánsson og Sigríður Jóhannesdóttir, er þar bjuggu. Átta ára gamall fluttist Hannes með foreldrum sínum að Ytra-Núpi í Vopnafirði og nokkru síðar að Ljótsstö'ðum. Þar missti hann móður sína, er hann var á 12. ári. Eftir fermingu fór Hannes að heiman, svo sem þá var títt um unglinga, og var siðan vinnu- maður á ýmsum stöðum á Austur landi allt fram til 1930. Það ár réð Hannes sig til starfa suður í Borgarfjörð hj'á búnaðarfélagi sýslunnar. Árið 1932 kvæntist Hannes Ásthildi Torfadóttur á Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal. Fluttust þau ári síðar til Akra- ness, og þar hafa þau verið bú- sett síðan. Fljótlega eftir að Hannes settist að á Akranesi, festi hann kaup á húsinu Suður- götu 88, sem ber heitfð Norð- tunga. Var hann jafnan af Akur- nesingum kendur við húsið, enda þar búsettur í meira en 30 áiv Á Akranesi stundaði Hannes öll algengt störf. Var hann í nokkur ár hjá Haraldi Böðvars- syni og víðar. Er faðir minn var ráðinn verkstjóri við hafnargerð- ina á Akranesi árið 1943, var Hannes Jónasson einn af fyrstu verkamönnunum, sem hann réð til starfa. Unnu þeir síðan sam- an í mörg ár, og er mér kunnugt um, að faðir minn taldi Hannes einn af duglegustu og samvizku- sömustu mönnum, sem hann hefði haft í sinni þjónustu. 1 kringum 1950 réðst Hannes sv® til Rörasteypu Akranessbæjar og vann þar síðan til æviloka. Veitti hann stofnuninni forstöðu síðustu 10 árin. Hannes F. Jónasson var hinn mesti dugnáðar- og atorkumað- ur, sem sjaldan féll verk úr hendi. Hann var þreklega vax- inn og góðum kröftum búinn. Hann var ósérhlífinn með af- brigðum á meðan þrek og heilsa leyfðu, en síðustu tvö—þrjú árin var auðséð að þrekið var farið að gefa sig. í lund var Hannes léttur og kátur, hafði góða kímnigáfu og gerði oft að gamni sínu í sínum hópi. Hann gat verið harðskeytt- ur málafylgjumaður, ef hann taldi þess þurfa me'ð. Innst inni var hann ljúfur og hjartahlýr, enda þótt harður og strangur vinnudagur hafði fyrir löngu ver ið búinn að strjúka burt alla yfirborðsviðkvæmni. Þeir, sem kynntust Hannesi F. Jónassyni, munu ávallt minnast hans með hlýhug og þakklæti. Þar er góð- ur drengur genginn, sem skilað hefur miklu dagsverki. Hannes eignaðist 4 syni með eftirlifandi eiginkonu sinni. Einn son misstu þau barnungan. Hin- ir þrír, sem nú eru uppkomnir,- eru allir búsettir á Akranesi. Ég votta eftirlifandi eigin- konu, sonum og öðrum ástvinum hins látna dýpstu samúð. Árni Grétar Finnsson. Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6. S.: 1-2002, 1-3202 og 1-3602. I BLENfí * Hver stund með Camel léttir lund!“ Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN Ein mest selda sígarettan í heiminum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.