Morgunblaðið - 24.07.1966, Page 4
4
MORCU N BLADIÐ
Sunnudagur 24. júlí 1966
BILALEICAN
FERÐ
Daggjald kr. 40«.
Kr. 3,50 per km.
SÍMI 34406
SENDU M
SÍM' 3-ÍÍ BO
m/tiFim
Volkswagen 1965 og ’66.
mmm"BíLA.LEICAN
Falur p
4
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022
LITLA
bíluleigon
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Simi 14970
Schannongs minnisvarSar
Biðjið um ókeypis verðskrá
0. Farimagsgade 42
K0benhavn 0.
Fjaðrir, f jaðrablöð, hljóðkútar
púströr o.fi. varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bilavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Sími 24180.
BOSCH
Flautur
6 volt, 12 volt, 24 volt.
Brœðurnir Ormsson
Lágmúia 9. — Sími 38820.
-A ísland og um-
heimurinn
Eins og allar fámennar
þjóðir, taka íslendingar mjög
vel eftir því, hvernig skrifað
er um þá og land þeirra í er-
lend blöð. Flestir útlendingar,
sem láta svo lítið að skrifa um
land og þjóð, okkar, þegar þeir
koma heim, eru fullir vinsemd-
ar í okkar garð. Hins vegar
gætir oft ýmiss konar misskiln-
ins, sem óþarfi er að taka nærri
sér, þótt hann sé okkur í óhag
að einhverju leyti. Allt er þetta
vel meint, en aftur á móti finnst
sumum, sem skrifa um stutta
dvöl sína á íslamdi, þörf á því að
krydda frásögnina með skrítn-
um smáatriðum og hlægilegum
viðburðum, sem þeir hafa orðið
vitni að eða tekið þátt í.
Velvakanda er minnistætt,
þegar frásögn birtist í víðlesnu,
frönsku blaði um íslandsferð
eini blaðamannsins. Hann sagði
vel, skynsamlega og réttilega
frá öllu því, sem fyrir sjónir
hans bar. Hann hafði orðið sér
úti um hagskýrslur og ýmsar
tölfræðilegar upplýsingar um
íslenzkan þjóðarbúskap og ís-
lenzk málefni, og hann fór rétt
með það allt saman, svo langt
sem það náði. Hins vegar var
augljóst, að hann hafði valið
það úr, sem einkennilegt var
og skrítið, jafnvel þótt það
væri ekkert sérkenni fyrir ís-
land. Svona eru samvizkulitlir
blaðamenn, og þýðir ekki að
fást um það. EN: Hann hafði
orðið vitni að fáránlegum at-
burði, sem ekki verður endur-
sagður hér, og hann skýrði ná-
kvæmlega (e.t.v. full-nákvæm-
lega) frá honum. I>essi at-
burður var íslendingum ekki
til sóma. Samt var það svo,
að þegar Velvakandi, sem þá
dvaldist í Frakklandi, las grein
blaðamannsins, tök hann varla
eftir frásögninni af þessum at-
burði, en um leið og minnzt var
á greinina við Frakka, mundu
þeir ekki eftir neinu úr henni
nema þessari niðrandi lýsingu
á ómerkilegu leiðinda-atvikL
A: Góð íslandsgrein
>ví rifjar Velvakandi
þetta upp, að honum barst í
hendur fyrir nokkru ágætt
tímarit, sem er gefið út i
Hollandi og heitir „Nederland
— Noord-Europa“. Þetta tíma-
rit er gefið út, til þess að efla
og treysta verzlun og menn-
ingarleg samskipti Hollands og
Norðurlanda. í seinasta tölu-
blaði þess, sem út kom 1. júlí í
ár, er ágæt grein um ísland
eftir A. J. van Dam. Greinin
heitir að vísu ekta „sjúrna-
listísku“ nafni: „De republiek
waar de natuur „majesteit" is.
Ijsland, stroom- en vuurland".
En hvað um það, greinin er
ágæt. Miðað við hrifningu okk-
ar á íslands-áhugamönnum um
víða veröld, gerum við allt of
lítið að því að treysta tengsl
okkar við sanna vini okkar 1
litlum löndum eins og
Hollandi.
Mega glæpamenn
?
• • • •
„Ólögfróður" spyr:
„Mega dæmdir glæpamenn
gefa út blöð hér á landi (til
dæmis vikublöð) og fylla þau
af skrifum geðbilaðra vesa-
linga? Fróðlegt þætti mér, ef
Velvakandi gæti upplýst mig
um þetta atriði.
ólögfróður**.
Samkvæmt þeim upplýisingv
um, sem Velvakandi hefur afl-
að sér, er ekkert því til fyrir-
stöðu, að glæpamenn, sem hafa
tekið út sína refsingu, haldi út
blaði, svo lengi sem þeir gera
það ekki að hreinu stéttarmál-
gagni, sem beitti sér t.d. fyrir
bættum starfsskilyrðum í fyrri
iðngrein þeirra. Forráðamönn-
um slíks blaðs væri og heim-
ilt að birta rugl geðveiklaðra
manna, ef þeim svo sýnist.
Heiðo Laugaveg 40
Rýmingarsalan er í fullum gangi, aðeins þessa viku.
Allt að helmings afsláttur af öllum vörum.
Sloppar, undirföt, blússur, sokkar, metravara í
miklu úrvali o. m. fl.
Allt fyrsta flokks vara. — Allt á að seljast.
Afvinna óskast
Ungur reglusamur maður óskar eftir atvinnu til
septemberloka. — Vanur alhliða sk; ifstofustörfum.
Hefur bílpróf. — Margt kemur til greina —
Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „4584“.
Mercedes Benz diesilvél 115 hö
Eigum fyrirliggjandi eitt stykki Mercedes Benz
145 hö. dieselvél, selzt í heilu lagi með gírkassa,
startara, dynamó og olíukerfi. Verð kr. 63.000.00.
Ennfremur eitt stk. Mercedes Benz 180 D, 43 hö. í
heilu lagi með gírkassa og öllu utan á liggjandi.
Vélm er ný upptekin.
Stilliverkstæðið Díesill
Vesturgötu 2. (Tryggvagötumegin). Sími 20940.
1 herbergi, ennfremur 2jn til 3ja
herbergja íbúð óskast.
Uppl. ó skrifstofu vorri.
HF. HAMAR
ALLT í viðleguna
tjöldin
eru gerð fyrir íslenka veðráttu. 5 manna fjöl-
skyldutjöldin með bláu aukaþekjunni eru hlý, þar
sem loftið á milli einangrar og inma tjaldið helzt
þurrt í vætutíð, kosta aðeins kr. 3.890,00.
Athugið — að tjaldið er heimili yðar meðan á
viðlegunni stendur. — Það er ill liðan að vera blaut-
ur og slæptur. — Vandið því valið.
Tjaldhælar, stög — rislaga tjaldsúlur.
Gas-ferðaprímusar.
Vönduð þýzk hústjöld, svefntjald og dagtjald,
krónur 5.850,00.
PALMA vindsængur. — Sólstolar irá kr. 560,00.
Sóltjöld. — Munið eftir veiðistönginni,
en hún fæst einnig í:
Laugavegt 13.
PÓSTSENDUM.