Morgunblaðið - 24.07.1966, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.07.1966, Qupperneq 28
28 MORGU NBLADtD Sunnu'dagur 24. Júlí 1966 FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER ■*ir COSPER — Fljótur nú — það er spurning um mannslif. FáSu þá ul þess að hlæja. Hún hélt áfram að mæla mig með augunum. Ég gat séð, að Toni var að hlera ofan úr stig- anum sínum. — Hvar borðarðu? spurði hún. — Á staðnum, sagði ég. — Þar er ágætis matur. Og til þess að gera fjarverusönnun mína enn sterkari, bætti ég við: — Þessir kunningjar mínir heita Pas- quale — Paolo og Caterina Pas- quale. Hún yppti öxlum. — Ég kem aldrei nærri þessum V og H — stúdentum. — En það var Toni, sem varð til þess að koma upp um mig. — Varstu að tala um Pasquale- systkynin? spurði hann, ákafur eftir að taka þátt í samtalinu. — Já. — Þá er ég hræddur um, .ajð al- manakið hafi eitthvað ruglazt hjá þér. Þau fara alltaf heim til San Marino á laugardögum. Og meira að segja sá ég þau leggja af stað í dag, þegar ég var að koma úr mat. Það var óheppi- legt! Hann glotti og gekk svo yfir þveran salinn til að ná í frakkann sinn, og hélt, að hann hefði verið að gera mér greiða. — Gott! sagði ofsækjandi minn. — Það þýðir sama sem, að þú ert laus. Ég sá sem snöggvast í anda Giuseppe Fossi á sjúkrabeði sín- um, en mundi þá, mér til mik- illar huggunar, að hann var tals- vert eldri en ég. Og þetta hefði getað verið af óhollum mat hjá honum. Ég setti upp fararstjóra- brosið mitt. — Já, ég er laus, sagði ég. — Þá borðum við á Hertogahótel- inu. Hún lyfti brúnum. — Til hvers er að vera að eyða stórfé í það? Og auk þess verður nú búið að loka þar, þegar við erum tilbúin að borða. Þessi athugasemd þótti mér öll hin ískyggilegasta. Hún gaf í skyn einhverja drepþreytandi setu, án þess að fá svo mikið sem eitt glas af einhverju, til að fá matarlyst. Ég var ekki viss um, að ég væri undir slíka áreynslu búinn. En væri þetta gamansemi — jæja, ég vil nú sjálfur velja stundina til slíks, og sú stund var ekki nú. — Hvað þá spurði ég. Hún lét augun reika til starfs- fólksins, sem var að fara, og beið eftir að ungfrú Catti kæm- istt út úr dyrunum. — Ég hef nokkuð í huga, sagði hún varkárlega. Við gengum saman út til dyr- anna. Ungfrú Catti leit undan og lokaði á eftir okkur og bauð okkur góða nótt, kuldalega. Svo gekk hún yfir húsagarðinn svo að small í hælunum. Lagskona mín beið þar til fótatakið heyrð- ist ekki lengur. Svo sneri hún að mér, brosandi, og ég varð var einhverrar spennu, sem lagði ekki einasta út frá augum henn- ar og munni, heldur frá henni allri. ;— Við erum heppin, sagði hún. Ég hef tvo miða, sem veita a_ð- gang að hertogasölunum. Ég sníkti þá hjá sjálfum formanni Listaráðsins. Það er mikill heið- ur, því að hann er mjög vand- látur. Ég glápti á hana. Þetta var einkennilegur snúningur. Eða kannski hafði ég verið offljótur á mér að geta til um hennar hugmyndir um dægrastyttingu. — Hertogasölunum? át ég eft- ir. — Þá getur maður séð, hve- nær sem er. Þú ferð þangað með stúdentahóp daglega! Hún hló og benti mér að gefa sér vindling. Ég gerði það og kveikti í hjá henni. — Það er öðruvísi á kvöldin, inn úr borginni eða háskólanum, sem forstjórinn býður ekki sér- staklega. Ég skal segja þér, að þetta er sérstakur heiður fyrir okkur. Ég brosti. Þetta var ágætt. Það, sem í hennar augum var hátiðleg athöfn, var ekki annað eða meira en það, sem pabbi hafði gert á kvöldin, viku eftir viku. Mér þótti vænt um, að einn gamall siður, að minnsta kosti, skyldi hafa verið varðveitt ur. Þegar ég var krakki, hafði ég einstöku sinnum farið með Aldo eða mömmu og hlustað á pabba útskýra fyrir völdum vinahóp það sem eftirtektarverðast var í þessum sal eða hinum. — Hvað gerist þarna? spurði ég. — Stendur maður bara og steinþegir meðan forstjórinn set- ur fram einhverja kenningu? — Það get ég ekki sagt þér. Það er einmitt það, sem mig langar svo til að komast að. Ég býst við, að í kvöld ætli hann að gefa okkur einhverskonar for smekk af hátíðinni. Hún leit á miðana tvo, sem hún var með í hendinni. — Hér stendur hálfátta, sagði hún— en ég hugsa, að okkur sé óhætt að fara upp. Við getum alltaf beðið á svölunum ef dyrnar eru ekki opnar. Ég hafði hálfgaman af því, að boð frá forstjóra listaráðsins skyldi hafa svona mikil og há- tíðleg áhrif á fyrirlesara við há- skólann, og hann jafnveraldar- vanan og Carla Haspa var. Hún hlaut að vera í einhverju lægra metorðastigi en ég hafði haldið. Hún minnti mig mest á skemmti ferðamenn, sem ná sér í að- göngumiða að áheym hjá páfa. Hér vantaði ekkert nema and- litsblæjuna. Við gengum upp stigann og upp á svalimar fyrir ofan. — Hvað er þessi hátíð eigin- lega spurði ég. — Kektorinn stofnsetti hana fyrir nokkrum árum. Listadeild- in hérna við háskólann var lítil og á sér engan formlegan for- stöðumann, svo að hann hefur hana undir sinni stjórn. Svo heldur hann hátíðina í sam- vinnu við forstjóra Listaráðsins. Hún hefur verið afskaplega vel heppnuð. Á hverju ári velja þeir eitthvert sögulegt efni, sem stúdentamir leika svo í hertoga- sölunum, eða húsagarðinum, eða í gamla leikhúsinu fyrir neðan höllina. En í ár er rektorinn veikur, svo að hátíðin hvilir al- farið á herðum forstjóra Lista- ráðsins. Við vorum komin fram á stiga gatið. Þegar var dálítill hópur samansafnaður við dyrnar inn í hásætissalinn. Þetta voru allt unglingar — sjálfsagt stúdentar — flestir af karlkyninu. Þeir skröfuðu saman lágt og meira að segja stillilega, og þarna var ekkert af þessari uppskrúfuðu kæti, sem venjulega fylgir stúd- entahópum. Carla Raspa gekk að og heilsaði tveimur eða þremur með handabandi, Hún kynnti mig og íagði mér frá hlutverki þeirra. ' — Þetta eru allt þriðja- og fjórðaárs stúdentar, sagði hún. — Enginn er boðinn fyrr en á þriðja ári. Hvað margir ykkar eiga að leika á hátíðinni? — Við erum allir sjálfboðalið- ar, svaraði einn þeirra, síðhærð- ur og með barta og vafalaust hefðu Pasqualesystkinin flokk- að hann undir listadeildina. — En forstjórinn velur úr. Ef mað- ur uppfyllir ekki kröfurnar, er manni sparkað. — Og hvaða kröfur eru gerð- ar? spurði ég. Sá síðhærði leit á félaga sína. Þeir brostu allir. — Það er aðallega seiglan. Við verðum að vera vel á okkur komnir líkamlega, meðal ann- ars þurfum við að kunna að skylmast. Hversvegna. Ekki veit ég. Það er ný fyrirskipun. □----------------□ 24 □----------------□ Carla Raspa greip nú fram i. — Síðasta hátíð, sem rektorinn stjórnaði, var alveg dásamleg. Þá var leikinn heimsókn Klem- ensar páfa til Ruffano og Butali prófessor lék sjálfur páfann. Þá voru aðaldyrnar opnar út í húsa- garðinn, og stúdentarnir, sem voru búnir eins og varðlið páfa, urðu að bera páfann inn, þar sem hertoginn og hertogaynjan tóku móti honmp. Frú Butali lék hertogaynjuna og Rizzio prófessor, deildarstjóri kennslu- deildarinnar lék hertogann. Svo gekk allt í skrúðgöngu gegn um salina. Það var alveg stór- kostlegt. Við færðum okkur öll nær hásætissalnum, þegar við heyrð- um lyklinum snúið í skráargat- inu. Svo var vængjahurðunum hrundið upp. Einn stúdent — sem ég hélt vera — stóð við dyrnar og skoðaði aðgöngumiða okkar. Sá hlaut að hafa staðizt líkams- kraftaprófið. Hann var hold- grannur, hörkulegur og minnti mig á einn atvinnu-knattspyrnu- manninn okkar frá Torino. Kannski hafði Listaforstjórinn ráðið hann til að fleygja okkur út, ef við yrðum ekki Skikkan- leg. Við gengum inn í hásætissal- inn og svo inn í kerúbasalinn, en þaðan heyrðist suða af raanna sagði hún— Þá hefur almenn- ingur ekki aðgang, né heldur óviðkomandi stúdentar, og eng- an okkur. Andrúmsloftið þarna líktist nú enn meir þvi sem er við páfaáheyrnir og við dyrnar á kerúbasalnum stóð enn einn dyravörður, og sá tók af okkur miðana. Mér féll þétta illa, því að miðinn veitti einskonar rétt- indi, rétt eins og merki í jakka- horninu. En þá sá ég, mér til hálfgerðrar skelfingar, að raf- magnsljósin í kerúbasalnum voru slökkt. Salurinn var lýstur með blysum, sem vörpuðu óhugnan- legum Skuggum á loft og veggi og gáfu því einhvern skugalegan blæ, miðaldalegan en um leið einkennilegan og æsandi. Heljar- mikill viðareldur logaði í stóra arninum, undir hinni ómetan- legu arinhillu, sem var talin hei- lög í tíð föður míns. Og eld- blossarnir drógu að sér allra augu eins og seguU járn. Kyndlalogarnir og eldbloss- arnir, sem vörpuðu skuggum á veggina, lýstu aftur á móti ekk- ert upp þá, sem þarna voru staddir, svo að gestir urðu ekki greindir frá gestgjöfum. Allir virtust ungir og næstum allir karlmenn. Það lítið þarna var af kvenfólki, virtist fremur líðasi þarna en leyfast. Smámsaman fylltist stóri saÞ urinn, en þó varð þar aldrei troðningur, og þegar augun i mér höfðu vanizt kyndlaljósinu, sá ég, að við og nokkrir fleirij Sterkir, fallegir sokkar ARWA sokkarnir, sem eru mjög vel þekktir á meg- inlandinu, fást nú í fyrsta skipti á íslandi. Eru komnir í flestar tízkuverzlanir, verðið afar hagstætt. Nýjung i sokkaframleiðslu: ARWA STRETCHLON — fínlegir, þægilegir og fallegir stretchsokkar. — 20 den. ARWA PLUS 30 — 30 den. ARWA JEUNESSE — 20 den. Sokkarnir eru í tízkulitunum SOLERA og BAHAMA og eru með sléttri lykkju. Arwo þýðír ftdlegri fætnr Umboð: Andvari h.f. — Laugavegi 28. IMATIONAL RAFHLÖÐIJR Attkið ánægjuna í sumarleyfinu. Notið National i ferðatækin. Öruggustu rafhlöðurnar á markaðnum. Heildsölubirgðir: G. Helgason & IMelsteð hf. Rauðarárstíg L — Sími 11644.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.