Morgunblaðið - 10.08.1966, Síða 3
Miðvikudagur 10. ágúst 1960
MOKQU N B LAVItf
o
Sunnu-ferð að sumri með
,,Fritz Heckert"
ÁKVEÐIÐ hefur verið, að ferða-
Kkrifstofan Sunna taki á leigu í
hálfan mánuð næsta sumar
þýzka skemmtiferðaskipið „Fritz
Heckert“ sem kom til Reykja-
víkur í vikunni, — og verður þá
farið með islenzka skemmtiferða-
menn til Noregs, Danmerkur,
Hollands og Englands. Skýrði
forstöðumaður ferðaskrifstofunn-
ar, Guðni Þórðarson, blaðamönn-
lun frá þessu sl. mánudag og
bauð þeim jafnframt að skoða
Skipið.
Að því er Guðni sagði, kemur
skipið, hingað með ferðamenn frá
Norðurlöndum um miðjan ágúst
naesta sumar. Munu þeir hafa
tveggja vikna viðdvöl á íslandi,
xneðan Sunna hefur skipið á
leigu. Verður siglt fyrst til Berg-
en, þar sem höfð verður eins
dags viðdvöl, þaðan siglt innan
skerja til Oslóar, þar sem einnig
er tanzað í einn dag; þá er siglt
yfir nótt til Kaupmannahafnar
og þar höfð fjögurra daga við-
dvöl, síðan til Amsterdam, þar
sem verður þriggja daga viðdvöl
og ioks til London, þar sem
stanzað verður í tvo daga. Búið
verður um borð í skipinu allan
tímann, eins og hótel veeri.
Skipið tekur 367 farþega, en
þar sem ætlunin er að nota alla
klefa sem tveggja manna klefa,
nema þar sem um fjölskyldur
verður að ræða, verða aðeins 320
farþegar í þessari ferð. Kostnað-
ur á mann verður eitthvað um
12.000,- krónur íslenzkar, að því
er Guðni sagði, 50% afsláttur
veittur börnum á aldrinum
tveggja til tólf ára og fyrir börn
innan tveggja ára greiðist 10%
af kostnaðarverði. Hægt verður
að nota íslenzka peninga til alls
sem þarf um borð í skipinu og
á hverjum viðkomustað munu
koma menn frá bönkum til að
annast skipti á gjaldeyri eftir
því sem farþegar óska.
SJ0UATRVGGT
ER UEL TRYCGT
SÍM111700
sjnafflAGiMsw
„Fritz Heekert" er nýlegt skip
— var smíði þess, að sögn Guðna,
hafin árið 1960. Það er rúmar
8000 brúttólestir, búið vistlegum
kiefum, stórum matsölum, setu-
stofum, spila-herbergi, danssal,
sóldekkjum og öðrum þægindum.
Sundlaugar eru tvær í skipinu,
önnur úti á sóldekki. Er sjór í
báðum 23—25 stiga heitur og
skipt um á hverjum degi. Þá er
á skipinu spítali þar sem starfa
læknir og tvær hjúkrunarkonur.
Eru þar þrjár sjúkrastofur með
sex sjúkrarúmum, skurðstofa og |
fleiri lækningastofur. Loks má
geta þess, að í skipinu er verzlun
með tollfrjálsum varningi og
bókasafn. að mestu þýzkar bæk-
ur, en ferðaskrifstofur er taka
skipið á leigu hverju sinni, geta
bætt í safnið að vild bókum á
viðkomandi tungumálum, til þess
að nota meðan á ferðum þeirra
stendur.
í danssal skipsins ,sem tekur
120 manns í sæti leikur hljóm-
sveit fyrir dansi á hverju kvöldi
og er ætlunin, að í ferð Sunnu
verði íslenzk hljómsveit og ís-
lenzkir skemmtikraftar, sem sjá
um að halda uppi gleðskap. þá
er í skipinu aðstaða til kvik-
myndasýninga.
„Fritz Heckert“ hefur oft kom-
ið til íslands á sl. þrem árum,
í fyrsta sinn kom það með
sænska kennara, er sátu hér
kennaraiþing. Guðni Þórðarson
sagði, að vel væri látið af skip-
inu, mikið væri þar lagt í mat,
til dæmis væri morgunverður
kalt borð með 20—30 áleggsteg-
undum. Ennfremur væri mikils-
vert, að flestir klefar væru
tveggja manna eða þá þannig úr
garði gerðir, að auðvelt væri
fyrir hjón að hafa hjá sér eitt
eða tvö börn. Sagði Guðni að
skipið væri eftirsótt mjög, —
hann hefði lagt drög að því að
fá það á leigu fyrir tveimur árum
og þó aðeins fengið þessar tvær
vikur.
Skákmótið i Los Angeles:
Spassky enn efstur
Santa Monica, Kaliforníu,
9. ágúst (AP).
í FJÓRTÁNDU umferð á
Piatigorksi skákmótinu í Los
Angeles lauk aðeins einni skák,
ieika á jafntefli, en sigur óhugs-
andi. Hin miður góða frammi-
staða heimsmeistarans vekur
hvað mesta athygli.
Staðan eftir 14 umferðir:
milli Spasskys og Portisch. L U J T Vinn
Rússinn hafði hvítt og lék Spassky 13 3 10 0 8
spánska leikinn, en komst ekk- Fischer 13 5 5 3 7%
ert áleiðis gegn Ungverjanum og Larsen 12 5 4 3 7
var samið jafntefli eftir 23 leiki. Najdorf 12 3 7 2 .6%
Fischer hafði svart gegn Unzick- Unzicker 12 2 9 1 6 V2
er, sem fékk brátt yfirráð á mið- Reshevsky 13 1 11 1 6%
borðinu og þjarmaði að Banda- Portisch 14 1 11 2 6%
ríkjamanninum, þangað til skák Petrosyan 13 1 10 2 6
inni var frestað eftír 41. leik. Donner 13 1 9 3 5%
Fischer er talinn hafa veika mögu Ivkov 13 1 6 6 4
Heildarsíldaraflinn orð
inn 191,2 lestir
Rúmum 8 Jbiís. lestum minni söltun
nú en / fyrra
MBL. hefur borizt skýrsla um heildaraflinn um sömu tölu. Eitt
sildveiðarnar norðanlands og íslenzkt skip lagði upp 186 lest-
austan vikuna 31. júlí til 6. ir í Færeyjum.
ágúst, sem Fiskifélag íslands Á sama tíma í fyrra var
hefur tekið saman. Fer skýrslan heildaraflinn sem hér segir:
hér á eftir: í sait 89.693 upps. tn. (13.095)
í vikubyrjun voru flest skip- í frystingu 5.875 uppm. tn.
in 20—60 sjómílur SSV og SSA (635 1.).
af Jan Mayen. Lóðaði þar tals- í bræðslu 1.220.188 mál
vert á síld en út úr því fékkst (164.725 1.).
engin veiði. Á þessum slóðum Samtals nemur þetta 178.455
var veður y'y leitt leiðinlegt, lestum.
oftast kaldi og kvika. 1 vikunni
fékkst dálítið af góðri söltunar- Helztu löndunarstaðir eru
síld um 150 sjómílur NA af þessir:
Raufarhöfn og í vikulok var góð Lestir:
veiði við Hrollaugseyjar, en Reykjavík 23.477
skip fá á þeim slóðum. Bolungavík 4.094
Aflinn, sem barst á land í Siglufjörður 2.556
vikunni nam 18.095 lestum. Ólafsfjörður 3.755
Saltað var í 11.339 tunnur, í Hjalteyri 2.165
frystingu fóru 86 lestir og 6.354 Krossanes 8.106
lestir í bræðslu. Heildarmagn Húsavík 2.770
komið á land á miðnætti laugar Raufarhöfn 33.024
dagskvölds var 191.203 lestir og Þórshöfn 507
skiptist þannig eftir verkunar- Vopnafjörður 10.621
aðferðum. Borgarfjörður eystri 591
í salt 34.229 upps. tn. (4.997 1.) Seyðisfjörður 41.365
í frystingu 168 lestir. Neskaupstaður 27.697
1 bræðslu 186.038 lestir. Eskifjörður 13.777
Reyðarfjörður 7.403
Ef landanir erlendra skipa Fáskrúðsfjörður 7.115
eru taldar með hækkar bræðslu Breiðdalsvík 1.002
síldaraflinn um 1.483 lestir og Djúpivogur 2.494
STALSTEIMR
Skiptar skoðanir
Alþýðublaðið hefur á ný vak-
ið máls á fjárstuðningi af ríkis-
ins hálfu við dagblöð eða stjórn
málaflokka, og virðist blaðið nú
fremur hallast að síðarnefndu
leiðinni. Það er kannski vegna
þess að slíkt er fordæmi sænskra
jafnaðarmanna. En athyglisvert
er að lesa í Alþýðublaðinu í gær
grein eftir Ólaf Jónsson, bók-
menntagagnrýnanda þess, sem
að undanförnu hefur skrifaö
nokkrar greinar um dagblöðin,
en hann segir m.a.:
„Fimm dagblöð eru augljós-
lega of mörg blöð á íslandi. Með
an útgáfuhættir haldast óbreytt-
ir, eru að vísu litiar likur til að
þetta breytist, en vanhugsað væri
áreiðanlega að festa blöðin ó-
breytt í sessi með því til að
mynda að taka upp rikisstyrki
til flokksblaða, eins og fitjað
hefur verið upp á. Hins vegar
virðist augljóst, að tvö allstór
dagbiöð gætu þrifizt hér hlið við
hlið, sem að sjálfsögðu yrðu að-
eins að vera sjálfstæð, óháð
blöð, óbundin einstökum stjórn-
málaflokkum eða stofnunum."
Miðað við þann mikla áhuga,
sem Alþýðublaðið hefur sýnt
styrkjum til blaða eða
flokka, væri vafalaust gagn-
legt fyrir forráðamenn þess blaðs
að kynna sér rækilega greinar
Ólafs Jónssonar um dagblöðin
og þær niðurstöður, sem hann
kemst að í Alþýðublaðinu í gær.
Falskar forsendur
Tíminn birtir enn í gær for-
ystugrein, sem byggð er á al-
gjörlega röngum forsendum. —
Blaðið endurtekur skrif sín frá
sl. sunnudegi um vísitölu kaup-
máttar tímakaups og leggur út
af þeim, en eins og bent var á
í forystugrein Morgunblaðsins í
gær er sú vísitala, sem Tíminn
talar um miðuð við lægsta taxta
Dagsbrúnar, sem er nú orðinn
svo til óþekktur meðal verka-
manna eða annarra launþega.
Þess vegna eru allar þær álykt-
anir, sem blaðið dregur af þess-
ari vísitölu gjörsamlega mark-
lausar og er nú tími til kominn
að ritstjórar Tímans taki sig
saman í herðunum og stundi
heiðarlegri blaðamennsku og
fréttaflutning, en þeir hafa að
undanfornu gert.
Fyiirspum
Þjóðviljinn birtir enn eina i
smið í gær um greinar Fn
steins Þorbergssonar, sem bi
hafa í Morgunblaðinu,
segir þar meðal anna
að blaðakona Morgunblaðs
hafi lýst yfir því að hún t:
lítið mark á Tarsis. Af þessu 1
efni vill Morgunblaðið bei
þeirri fyrirspurn til Þjóðviljí
við hvaða blaðakonu Morgi
blaðsins er átt og hvar hún
að hafa gefið þessa yfirlýsin.