Morgunblaðið - 18.08.1966, Síða 2
2
MORGU NBLAÐIÐ
Fimmtudagur 18. agúst 190
íslenzkt keramik
og silfurmunir
*
fá góða díima í Israel
í LOK júnímánaðar var haldin I um Norðurlandaþjóðunum. Héð-
stór vörusýning í Tel Aviv í an frá íslandi voru sendar vör-
ísrael og voru íslendingar þar ur frá fyrirtækinu Glit h.f. og
þátttakendur í samfloti með hin- ' Framhald á bls. 17.
Frá vinstri: Stefán Skaftason læknir, Vigdís Jónsdóttir, Friede Briem og Erlingur Þorsteinsson,
læknir.
Fyrirhuguð mikil stækkun á heyrn-
arstöð Heilsuverndarstöðvarinnar
Rætt við fru Friede Briem og
Stefán Skaftason lækni í Svíþjóð
HÉR á landi er staddur Stefán
Skaftason, aðstoðaryfirlæknir við
heyrnarstöð Centralsjúkrahúss-
ins í Kalmar í Sviþjóð. Blaða-
menn ræddu við Stefán Skafta-
son og Erling Þorsteinsson lækni
fyrir milligöngu Zontaklúbbsins
fyrir fáeinum dögum. Fyrir til-
stuðlan Zontaklúbbsins var opn-
uð heyrnarstöð í Heisluverndar-
stöð Reykjavíkur haustið 1962 og
hefur Erlingur Þorsteinsson ver-
ið læknir heyrnarstöðvarinnar
frá uphafi.
Frú Friede Briem, formaður
Margrétarsjóðs, tjáði blaðamönn-
um, að starfsemin hefði fyrst og
fremst beinzt að smábörnum, að
finna þau nógu ung, láta þau fá
heyrnartæki og leiðbeina foreldr
unum og brýna fyrir þeim
hversu mikið riði á því, að talað
væri vfð börnin. Með mikilli þol-
inmæði og góðri þjálfun þyrfti
svo að reyna að koma börnunum
í leikskóla með öðrum talandi
börnum og síðan í venjulegan
barnaskóla með sérkennslu. í
leikfimi, sundi og verklegum fög-
um yrðu þau með hinum börn-
unum í skólanum.
Frú Briem sagði ennfremur, að
nokkuð hefði áunnizt í málum
heyrnardaufra síðan stöðin var
opnuð. Takmarkið hefði frá upp-
hafi verið að koma upp fullkom-
inni heyrnarstöð með deild í
sjúkrahúsi, þar sem hægt væri
að leggja inn sjúklinga. Nú er
fyrirhuguð mikil stækkun á
heyrnarstöðinni, strax og Borg-
arspítalinn í Heilsuverndarstöð-
inni flytur í Borgarsjúkrahúsið
í Fossvogi.
Stefán Skaftason læknir sagði,
að mörg börn fengju slæma
heym snemma á skólaaldri og
því væri nauðsynlegt að rann-
saka heyrn allra skólabarna. —
Væri í Sviþjóð ágæt skipulagning
á slíkum rannsóknum. Eru öll
börn prófuð með heyrnarmælum
og komi heyrnardeyfa í ljós er
línuritið sent til heyrnarstöðvar
í léninu, sem Svíar nefna svo,
en Svíþjóð er skipt í lén á sama
hátt og íslandi er skipt í sýslur.
Sama fyrirkomulagi mætti
koma á hér á íslandi, sagði Stef-
án, en þáð mundi reynast erfitt,
ef ekki væri fyrir hendi nef-,
háls- og eyrnadeild með fullkom
inni heyrnarstöð.
>á sagði frú Briem, að stefna
bæri að því að fá íslenzka sér-
fræðimenntaða lækna heim og
veita þeim góð starfsskilyrði. fs-
land mætti ekki við því, að
missa svo dýrmæta starfskrafta,
enda vissu allir að aðrar þjóðir
sæktust eftir slíkum mönnum.
í þessu sambandi sagði Stefán,
að nú væru starfandi í Svíþjóð 6
nef-, háls- og eyrnalæknar og
það væri heitasta ósk þeirra allra
áð fá að starfa hér á landi, en
slíks væri enginn kostur, meðan
starfsskilyrðin væru ekki álíka
og þeir hefðu vanizt í Svílþjóð.
Þá skýrði frú Briem frá störf-
um Zontaklúbbsins á undanförn-
um árum. Klúbburinn auglýsti
styrk úr Margrétarsjóði, en sjóð-
urinn var stofnaður árið 1944 til
styrktar málefnum heyrnar-
daufra. Styrkurinn var veittur
Birgi A. Guðmundssyni kennara,
sem fór utan í ágústmánuði 1965
til náms í heyrnarmælingum.
Þá var samþykkt á aðalfundi
Zontaklúbbsins- í apríl sl., eftir
tillögu stjórnar Margrétarsjóðs,
Á kortinu hér að ofan er all
djúp' lægð norðaustur undir
Lófót í Noregi. Þaðan liggur
lægðardrag suðvestur um
sunnarvert ísland. Um suður
og austur hluta landsins var
því' hæg vestíæg átt, bjart-
viðrl og 10—14 stiga hiti, én
norðan og vestan lands var
norðaustan gola eða kaldi,
víða rigning og hiti 4—8 stig
kaldast við Hornbjarg.
■ 1 dag mun veður haldast
svipað, þó mun verða þurrt
að mestu norðan og vestan
lands.
að gefa tvð símamagnarakerfi. Á
það að gera heyrnardaufum kleift
að njóta hins talaða orðs, ef slíku
magnarakerfi er komfð fynr.
Þurfa menn þá að hafa heyrnar-
tæki með símabúnaði, en nýjustu
heyrnartækin hafa þann útbún-
að. Var ákveðið að færa Leikfé-
lagi Reykjavíkur slíkt kerfi að
gjöf. Hitt kerfið verður sett upp
í skólastofu einhvers barnaskól-
ans í borginni, þar sem siðan
verður hafin tilraun með
kennslu heyrnardaufra barna,
sem nota heyrnartæki.
Stjórn Zontaklúbbs Reykjavík-
ur skipa nú: Rúna Guðmunds-
dóttir, formaður, Vigdís Jónsdótt
ir, varaformaður, Sigríður Gísla-
dóttir, Guðrún Helgadóttir og
Jakobína Pálmadóttir.
Stjórn Margrétarsjóðs skipa:
Friede Briem, formáður, Ingi-
björg Bjamadóttir, gjaldkeri, ag
Auður Proppé, ritari.
Á BRAUT UM-
HVERFIS SÓLU
Kennedyhöfða, 17. ágúst.
— NTB — AP —
BANDARÍKJAMENN skutu í
dag gervihnettinum „Pioneer 7“
út í geiminn, en hann á að safna
upplýsingum um hina svonefndu
sólstorma", en það eru geislavirk
„ský“, sem stafa frá sólu og geta
reynzt geimförum framtíðarinn-
ar banvæn. Flutti Delta-eldflaug
„Pioneer“ á braut umhverfis
jörðu síðdegis í dag. Gervihnött-
urinn vegur 63,5 kg.
„Pioneer 7“ var fyrst á braut
umhverfis jörðu, en var þaðan
sendur áleiðis á braut umhverfis
sólu. Mun gervihnötturinn verða
á braut umhverfis sólu á milli
jarðar og reikistjörnunnar Mars.
Frá sólinni stafar geislaorka,
sem samsvarar því að margar
milljónir vetnisprengja væru
sprengdar I sömu andrá. Stund-
um ber svo við, að sólin sendir
geislavirk efni langt út í geim-
inn. Er þau koma nærri jörðu
verða þau fyrir áhrifum af segul
sviði hennar, og þessi geislavirku
efni geta reynzt geimförum hættu
xeg. Eitt af hlutverkum „Pioneer
7“ er að leggja sitt af mörkum
til þess að hægt veöði að sjá
fyrir sólgosin með nokkurri
vissu.
f desember sl. sendu Banda-
ríkjamenn annan gervihnött,
„Pioneer 6“, á braut umhverfis
sólu. Sendir þessi hnöttur enn
upplýsingar til jarðar.
Eftir að „Pioneer 7“ var send-
•ur af braut sinni um jörðu var
upplýst á Kennedyhöfða, að svo
virtist sem gervihnötturinn væri
á réttri braut. Hinsvegar mun
nokkur tími líða áður en hægt
verður að fullyrða það.
Fjölmenn útför
Ottós l\l.
Þorlákssonar
í GÆIR var gerð útför Ottós N.
Þorlákssonar skipstjóra, frá Foss-
vogskirkju. Séra Emil Björnsson
flutti líkræðu. í kirkjunni voru
fánar stofnfélaga Alþýðusam-
bandsins. þ. e. Dagsbrúnar, Verka
kvennafélagsins Framsóknar, —■
Hins íslenzka prentarafélags og
Sjómannafélags Reykjavikur, en
Ottó var fyrsti forseti Alþýðu-
sarabands íslands.
Fjölmenni var við útför hins
látna.
Sir Alec Guinnes til íslands?
BANDARÍSKA dagblaðið
„Daily News“ skýrði frá því
sl. mánudag, samkvæmt fregn
frá Hollywood, að brezki kvik
myndaleikarinn heimsfrægi,
Sir Alec Guinness, hafi í
hyggju að koma til íslands til
hvíldar.
Blaðið hefur orðrétt eftir
Guinness:
„ísland er bezti staðurinn,
sem ég get hugsað mér, til
þess að njóta fullkominnar
hvíldar og komast — burt frá
þessu öllu. — Ég þarfnast
hvíldar og næðis eftir hið
erilsama starf mitt í kvik-
myndinni „Dagbók Quiller’s“,
og einnig til þess að búa mig
undir enn erilsamara verk-
efni, hlutverk Maobeth’s, en
þar leikur Simone Signoret
hina undirhyggnu eiginkonu
mína. Leikritið verður sýnt í
Konunglega hirðleikhúsinu í
Lundúnum".
Blaðið getur þess ekki hve-
nær Sir Guinness muni vænt-
anlegur til íslands, en furðar
sig sýnilega á ákvörðun hans.
Fréttina um hingaðkomu
Guinness nefnir blaði'ð: „Kæl-
ir sig — á íslandi".
Systraféfagið Alfa í Reykja-
vik og systrafélög þess í öðrum
söfnuðum Aventista hér á landi
senda í ár 60 stóra fatakassa til
Grænlands, en þar munu sara-
tök Aðventista útbýta fatn-
aðinum meðal þurfandi lands-
búa. Varnarlið Bandaríkjanna
flytur kassana til Goodhab end-
urgjaldslaust. Myndin er af köss
unum þar sem verið var að
hlaða þeim á flutningsbifreið við
Ingólfsstræti 2, aðsetur Aðvent-
ista í Reykjavík.
(Ljósm. Mbl. Sveinn Þorm.)