Morgunblaðið - 18.08.1966, Síða 3
MORCUNBLAÐIÐ
3
Fimmtudagur 18. ágúst 198®
33 íslenzkir málarar sýna í
herbergjum Loftleiöahótelsins
Fyrsto myndín seld fyrir 25000 krónur
SNEMMA á þessu ári
ákvað stjórn Loftleiða, að
herberg' nýja Loftleiða-
hótelsir.s skyldu prýdd
málverkum eftir íslenzka
listamenn, olíumyndum og
vatnslitamyndum. Þar sem
félagið taldi ekki hyggilegt
að kaupa samtímis allar þær
myndir, er síðar eiga að gefa
hugmyr.d um ísl. myndlist,
ákvað félagið að bjóða ís-
lenzkum myndlistamönnum
að hafa sölu og kynrúngar-
sýningu á myndum sínum í
herbergjum hótelsins. Leit-
uðu Loftleiðir til forystu-
manna íslenzku myndlistar-
félaganna tveggja og nokk-
urra listamanna utan þeirra
með þessum skilmálum:
„Myi.dirnar eru lánaðar
Loftleiðum -til óákveðins
tíma.
Lofthiiðir skulu tryggja
myndiiViar.
Listamenn annást um val
og uppsetningu í samráði
við Loitleiðir.
Mynoirnar eru allar til
sölu.
í herbergjunum verða upp
lýsingar á íslenzku og ensku
um feril listamanna, heimil-
isföng og simanúmer, svo
og hvert v.-entanlegir kaup-
endur eigi að leita vegna
verðs og kaupa þeirra
mynda, .sem til sýnis eru.
Listamenn láta Loftleiðum
skriflega í té þær upplýsing-
ar um sig, er þeir óska að
gefa, en Loftleiðir koma
þeim smekklega fyrir í her-
bergjunum.
Nú vill gestur kaupa
mynd og getur hann þá gert
það fyrir milligöngu mót-
tökustjórnar hótelsins, sem
biður listamanninn að láta
nýja mynd í stað þeirrar,
sem seld var.
Hver listamaður ber ein-
ungis ábvrgð á myndum í
þeim herbergjum, þar sem
hann sýnir, og er að því
leyti sjálfstæður og óháður
þeim, sem sýna myndir í
öðrum herbergjum hótelsins.
Gert er láð fyrir að sam-
komulag verði um það
milli Loftleiða og einstakra
myndlistarmanna, hvort
þeir sýni í einu, tveim eða
annað hundrað myndir á 96
af 108 herbergjum hótels-
ins. Eru myndirnar eins og
fyrr segir allar til sölu og
er verð þeirra frá 5000 —
25000 krónur.
Fyrir skömmu seldist fyrsta
myndin. Var hún eftir Svein
Þórarinsson listmálara og sölu
verð hennar 25.000 krónur.
Kaupandinn var Pierre Ham-
er, flugmálasíjóri Luxemborg
valdið beinni sölu án þess að
Loftleiðir viti um þa'ð. Lista-
mennirnir eða trúnaðarmenn
þeirra ráða algerlega tilhög-
uninni, hvaða myndir þeir
hengja upp, hvernig þeir
koma -þeim fyrir og hvort
þeir vilja skipta um með
vissu millibili. Loftleiðir telja
sér sóma í að sýna myndirn-
ar og er það félaginu næg
þóknun, sagði Sigurður.
Blaðamanni Mbl. gafst kost
ur á að koma inn í nokkur
herbergjanna og skoða mál-
verkin sem þar voru. Sáum
við þar m. a. verk eftir Nínu
Sæmundsson, Veturliða Gunn
arsson, Örlyg Sigurðsson. Val-
tý Pétursson og Svein Þórar-
Bertha Jóhannsson, gjaldkeri Loftleiðahótelsins, afhendir Einari Olafssyni, stöðvarstjóra Loft-
leiða í Luxemburg, myndina, sem hann fór með utan i gær.
þrem binna 108 herbergja
hótelsins
Listamer.n fá verð mynda
sinna greitt óskert við sölu
þeirra“.
Sigurður Magnússon blaða
fulltrúi Loftleiða skýrði
Mbl. frá því í gær, að undir
tektir listamannanna hefðu
verið mjög góðar. Alls sýna
nú 33 listamenn talsvert á
ar. Heitir myndin Vetur i
Reykjavík.
Eins og kunnugt er hefur
fjöldi viðdvalargesta Loftleiða
stöðugt farið vaxandi og þar
af leiðandi verða margir til
að sjá verk íslenzku lista-
mannanna. Sagði Sigurður að
talsverð eftirspurn hefði ver-
ið eftir myndunum frá erlend
um gestum, og getur það haía
insson. Annars sýna þar eins
og fyrr segir 33 listamenn á
öllum aldri í mesta bróð-
erni. Setja myndirnar óneitan
lega mikinn svip á vistleg her-
bergi hótelsins.
Þess má að lokum geta að
Loftleiðahótelið er líklega
mest sótta listasafn íslands.
en tala gesta frá því að hótel-
ið var opnað 1. maí sl. mun
nú vera-um 10.000.
Þota steyptisf
niður í þorp
24 óbreyttir borgarar týndu Eífi
„Kafbáturinn reynd-
ist farþegaflugvéi"
1 Saigon 17. ágúst — NTB. - AP.
A.m.k. 24 Vietnambúar biðu
bana i dag er bandarísk þota,
hlaðin sprengjum, steyptist til
jarðar í þorpi einu skömmu eft-
ir að hún hafði hafið sig til
flugs af Da Nang-flugvelli. Tvær
450 kg. sprengjur sprungu um
leið og flugvélin skall í jörðina
og hluti skotfærabirgða hennar
hélt áfram að springa í hálftíma
eftir sÞsið. Flugvélin náði að-
eins um 45 m hæð áður en hún
steyptist til jarðar. Flugmann-
inum tókst að bjarga sér i fall-
hlíf.
Þetta var í sjötta sinn í þess-
um mánuði að óhöpp varðandi
bandarískar flugvélar valda
dauða óbreyttra borgara í S.-
Vietnam.
Nýir bardagar þlossuðu upp í
dag við landamæri S-Vietnam og
Cambodia. Réðst flokku-r skæru-
liða Viet Cong á sveit hermanna
Saigonsstjórnar um 3 km. frá
landamærunum.
í morgun gerðu skæruliðar
kommúnista sprengjuvörpuárás
á ástralska liðssveit, sem kom
til S-Vietnam fyrir þremur mán-
uðum. 4,500 manns eru í áströlsku
sveitinni. Kom árás þessi eins og
þruma úr heiðskíru lofti, en að-
eins nokkrar mínútur liðu þar
til bandarískt, nýsjálenzkt og
ástralskt stórskotalið hafði þagg
að niður í skæruliðum.
Þá gerðu skæruliðar sprengju-
vörpuárás á bílageymslu Banda-
ríkjahers skammt frá flugvellin-
um í Saigon í morgun. Banda-
rískur talsmaður sagði síðar i
dag að skothríðinni hefði þegar
verið svarað. Sagði talsmaður-
inn að einn Vietnambúi hafi beð
ið bana af völdum skæruliða og
nokkrir særzt. Enginn Banda-
ríkjamaður féll eða særðist, eú
hinsvegar skemmdust nokkrir
bíla-r litillega.
Talsmaður kanadisku lögregl-
unnar hefur skýrt frá því, að
maður sem að öllum líkindum
„er Joseph Papp“ hafi verið far
þegi um borð í flugvél, sem fór
frá Montreal til Amsterdam 10.
ágúst sl.
Joseph þessi Papp, Kanada-
maður af ungversku bergi brot-
inn, fannst í gúmmíbát í höfn-
inni í Brest í Frakklandi á föstu
dag. Kvaðst hann hafa farið
yfir Atlantshafið á heimatilbún-
um kafbát. — Ættingar Papps í
Helsingfors. —
Kekkonen Finnlandsforseti
heldur í næstu viku til Sovét-
ríkjanna í nokkurra daga einka
heimsókn í boði Kosygin, forsæt
isráðherra. Hyggst Kékkonen
stunda dýraveiðar og stangaveiði
í förinni.
| Montreal segja að hann hafi
farið heiman frá sér 10. ágúst.
Frysti börnin
Tofield, Alberta, Kanada,
17. ágúst — AP
22 ÁRA gömul ógift kona,
Patricia Florence Brown að
nafni, hefur verið ákærð fyrir
að hafa falið barnslík eftir að
móðir hennar hafði fundið lík
þriggja ungbarna í frystikistu
niðri í kjallara. Segir lögreglan,
að eitt barnslíkanna hafi verið í
frystinum í allt að þrjú ár. Lög-
reglan segir, að börnin hafi öll
verið vafin í brúnan umbúða-
pappír, og þau háfi öll verið
nokkurra mánaða gömul. —
Patricia Brown starfaði í Ed-
mohton, um 40 km. frá Tofield,
en faðir hennar er bóndi þar.
STAKSTEINAK
F iskveiðilögsagan
Landhelgismálið er eitt þeirra
hagsmunamála islenzkrar þjóðar,
sem miklu skiptir að full sam-
staða sé um milli stjórnmála- v
flokkanna allra. Öllum er enn í
fersku minni það hættuástand,
sem ríkti á fiskimiðunum undan
ströndum Islands frá því 12
milna fiskveiðilögsagan tók gildi
og þar til landhelgissamningarnir
við Breta voru gerðir 1961. Það
ástand var svo alvarlegt, að
hvenær sem var gat til þess
komið, að íslenzkir sjómenn
týndu lífinu vegna ofbeldisað-
gerða Breta. Núverandi rikis-
Stjórn tókst að koma á slíkum
samningum við Breta 1961, að
það var samdóma álit allra sann-
gjarnra manna, að þar hefði mik-
ill sigur unnizt fyrir Islands
hönd, einn stærsti stjórnmálasig-
ur, sem íslendingar nokkurn
tíma hafa unnið. En þótt full
viðurkenning hafi fengizt á 12 %
mílna fiskveiðilögsögu íslend-
inga, er enn óunnið verk á sviði
landhelgismála, en það er að
framfylgja yfirlýstum vilja Al-
þingis um rétt íslands til land-
grunnsins alls.
Skaðvænleg skiif
Málgagn Framsóknarflokksins
hefur að undanförnu rætt um
landhelgismálin á þann veg, að
það verður einungis talið skað-
samlegt fyrir málstað íslands í
þessu þýðingarmikla hagsmuna-
máli þjóðarinnar. Nú er aftur
tönnlazt á þeim áróðri, sem hafð-
ur var uppi gegn landhelgissamn-
ingunum við Breta 1961, sem
tryggðu okkur fulla viðurkenn-
ingu á 12 mílna fiskveiðilögsög-
unni og rangtúlkuð þau ákvæði
samningsins að ef ágreiningur
verði milli íslands og Bretlands
um frekari útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar megi visa þeim
ágreiningi til Alþjóðadómstólsins
í Haag. Er þó erfitt að skilja af
hverju Íslendingar eiga að skor-
ast undan því að leggja mál sín
undir úrskurð Alþjóðadómstóls-
ins. Ætti það að vera smáþjóðum
sérstakt kappsmál, að ágreinings-
efni milli þjóða verði almennt
lögð fyrir hann, enda hafa ailir
meðlimir hinna Sameinuðu þjóða
skuldbundið sig til að hlýta
úrskurði Alþjóðadómstólsins i
hverju því máli, sem þeir eru
aðilar að.
Málið undirbúið
Auðvitað munu Islendingar
halda áfram að undirbúa aðgerð-
ir til þess að afla viðurkenning-
ar á rétti íslendinga til land-
grunnsins alls. Unnið hefur ver-
ið að rannsóknum á fiskstofnum
á miðunum í kringum ísland, og
eru þær rannsóknir einn þáttur
í baráttu okkar fyrir landhelgis-
málinu. Annar þáttur þess er sá
að kynna mál okkar og afla
skilnings annarra þjóða á þeim
aðgerðum, sem við kunnum að
telja nauðsynlegar » framtíðinni.
En við höfum þegar orðið áþreif-
anlega varir við það, hve
miklu máli skiptir að allar að-
gerðir í Iandhelgismálinu séu vel
undirbúnar, og þess vegna verður
að skírskota til ábyrgðartilfinn-
ingar stjórnarandstöðuflokkanna,
og ætti að mega ætlast til þess,
að þeir geri nú ekki tilraun til *
þess að gera landhelgismálið að
flokkspólitísku máli, heldur verði
samstaða milli stjórnmálaflokk-
anna um þær aðgerðir sem nauð-
synlegar verða í framtíðinni.
Landgrunnið er takmarkið. Það
er yfirlýst stefna, bæði Alþingis
og ríkisstjórnar, en hyggilegt er
að undirbúa það mál vandlega
áður en til raunveruiegra að-
gerða kemur.