Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 10
10 M 0*>nn *»«* f AOfO Fimmtudagur 18. ágúst 1966 Óiafur Ólafsson kristniboði skrifar um: Norska biblíufélagið 150 ára ÁRIÐ 1539 markar tímamót í menningarsögu íslendinga og Noðmanna, vegna skyldra orsaka Oddur Gottskálksson vann þá að undirbúningi fyrstu útgáfu Nýja testamentisins á íslenzku. Sú bók varð hornsteinn hinnar miklu Guðbrands Biblíu oð þýð andinn forustumaður þeirra, er forðuðu íslendingum frá að bók menntum siðaskiptaaldarinnar yrði að þeim haldið á erlendri tungu. Um sama leyti og Oddur norski vann hið mikla þarfa verk fyrir ísland í Kaupmannahöfn, voru þar gefin út lög um danska j kirkjuskipan fyrir Noreg. Þrátt t fyrir markverða mótspyrnu þjóð arinnar fengust ekki aðrar bæk ur en danskar löggiltar í norsku kirkjunni, svo sem hin ágæta danska útgáfa Nýja testamenti- sins frá 1531, Biblía Kristján III. handbók, sálmabók og kristin | fræði. Norsk börn urðu að læra Faðirvor á dönsku, til þess að geta svarað prestinum. ★ Á þessu varð ekki veruleg breyting fyrr en lauk yfirráðum Dana í landinu, 265 árum síðar og Noregur komst undir Svíþjóð Það skeði 1814, sama ár og Ebenezer Henderson kom til ís- lands og vann að því að hvetja íslendinga til að stofna sitt eigið Biblíufélag, „er sjá skyldi þjóð inni sífelldlega fyrir Heilagri Ritningu á tungu landsins“. Þá voru tíu ár liðin frá stofnun Brezka og erlenda Biblíufélags- ins — BEBF — í London. Full- trúar þess félags ferðuðust víða um lönd og glæddu skilning og áhuga presta og heldri manna fyrir nauðsyn og möguleikum frjálsra samtaka leikmanna kirkjunnar til þess m.a. að ráðin yrði bót á tilfinnalegum skorti á Biblíum. Þannig voru 40 Biblíu félög stofnuð á fáum árum. Á- hugamenn meðal norskra presta voru þessari hreyfingu ekki ó- kunnir. Nú höfðu stórpólitiskir atburðir hrundið verkefninu þeim í hendur: Norskri útgáfu norskrar Biblíu. Saga norsku biblíunar hófst þegar stofnað var Hið norska Biblíufélag — NBF — 26. maí 1816, eða 232 árum eftir að fyrsta íslenzka Biblían var gefin út á Hólum í Hjaltadal. Kristnir áhugamenn í landinu einkum prestar og aðrir mennta- menn, beittu sér fyrir stofnun félagsins. Heimsókna hinna ágætu full- trúa BEBF, E. Hendersons og J. Patersons, sem mikið höfðu starfað í Danmörku og Svíþjóð, fóru Norðmenn á mis. Því má um kenna, þar sem lög félagsins brutu í veigamiklum atriðum í bág við sumar meginreglur móð urfélagsins í London. Samkvæmt þeim skyldi Biblíu félag gefa út Biblíuna eina bóka án nokkura skýringa og án apo krýfu.bóka, svo að ekkert skyldi verða því til fyrirstöðu að evan gelísk kristnir menn sameinuð- ust um útgáfu og dreifingu hennar. Þessi atriði setti BEBF að skil yrði fyrir stuðningi og samstarfi við Biblíufélög yfirleitt. Samkvæmt 1. grein laga NBF var markmið þess að gefa út, auk Biblíunnar, kristilegar smá bækur. Ennfremur skyldu apo- krýfu bækur Gamla testamentis ins ekki fyrir borð bornar. Þann ig gaf félagið út á fyrsta ári Fræði Lúthers , og Skýringar Pootoppidans, en þær svó mjög eftir, sóttu bækur voru hartnær ófáanlegar og rándýrar. .— Hér á . landi stuðlaði E. Henderson að því, eins og kunn ugt er, að smábókaútgáfu sr; Jóas lærða i Möðrufelli hófst um líkt leyti og Biblíufélag var stofnað. ★ Misklíð vegna þessa milli BEBF og NBF leiddi til sundr- ungar meðal stjórnenda og stuðn ingsmanna norska Biblíufélags- ins. Og svo fór að félagið klofn- aði. E. Henderson var sendur til Noregs til þess að miðla máium en fortölur hans stoðuðu ekki. Brezka Biblíufélagið ákvað þá að taka málið í sínar hendur. Um og eftir 1832 kostar félagið út gáfu danskrar þýðinga Biblíunn ar í stórum stil, setur á laggir umboðssölu víðsvegar í Noregi og seiur bækurnar miklu lægra verði en norska Biblíufélagið gat boðið, og gerði því þannig erfitt fyrir svo að lág við gjaldþroti. En NBF lét þó ekki til leiðast að halla ser að barmi móður- félagsins í London, eins og til var ætlast. Heilbrigður þjóðar- metnaður og vaknandi trúarlíf í landinu kom í veg fyrir að og þá einnig Biblíufélagið. Undir lok aldarinnar lauk með öliu umboðssölu og samkeppni af hálfu BEBF. Nú er fyllilega viðurkennt að þrátt fyrir margs konar óþægindi '"m stöfuðu frá samkeppni umboðssölunnar í 63 ár (1832 til 1895), hafi brezka Biblíufélagið bætt úr brýnni þörf með útgáfu ódýrra bóka á tímum hinnar miklu kristilegu leikmannahreyfingar sem kennd er við leikprédikarann H. N. notkun Heilagrar Ritningar með- al landsmanna". Síðan BEBF hætti sinni um- boðssölu í Noregi, hafa ekki aðrir markverðari atburðir gerst í sögu NBF en sá er þessi laga- breyting bendir til. Eivind Berggrav biskup og for seti NBF í 20 ár var einn þeirra miklu áhugamanna, er beittu ,sér fyrir stofnun Sameinuðu Biblíufélaganna — SBF — 1946, Var hann forseti þess fyrsta ára Dr. M. Olivier Bégum aðalritari Sam- einuðu Biblíufélaganna. var gestur Hins ísl. Biblíufélags á 150 ára afmæii þess ’ s.l. ár. Dr. Evind Berggrav mun hafa orðið kunnastur og mest virtur norskra biskupa hér á landi og í öðrum löndum víðfrægastur. Biblía norsku þjóðarinnar yrði framar gefin út erlendis. — Brezka Biblíufélaginu gekk betur að tjónka við íslendinga, þegar svipaðir erfiðleikar steðj- uðu að í samsklptum við þá. Með friðsamlegu móti en rót- tækum aðgerðum þó kom það í veg fyrir að haldið væri áfram að „saurga íslenzku Biblíuna með reyfurum". Apokrýfu bækur voru í fimm útgáfum íslenzku Biblíunnar, síðast í Viðeyjar og Reykjavíkur útgáfum, 1841 og 1859. Upplag þeirrar stórmyndarlegu útgáfu var samtals 2000 eintök. Brezka Biblíufélagið brá þá skjótt við og fékk því til vegar komið að útgáfan flytti hrein- lega úr landi. Félagið sendi frá sér mjög vandaða útgáfu ís- lenzku Biblíunnar einum sjö ár- um síðar, London Biblíunna svo- nefndu 1866. Þótt lofsvert væri verður naumast sagt að það hafi verið gert til þess að bæta úr skorti, eins og á stóð. íslendingar fögnuðu þessu fyr irkomulagi. Þeir sáu að öllu leyti um þýðingar og endurskoðun um þýðingar og endurskoðun textans, og vöndust ekki öðru á 97 árum en — enskri útgáfu ís lenzkrar B.blíu. Hvað sem um það má segja þá verður aldrei of mikið úr því gert að BEBF hafi únnið ís- lenzkri kristni, gagn þótt eigi væri á æskilegastan hátt. tuginn. Félögin skuldbundu sig til að samræma starf sitt að því markmiði, sem móðurfélagið, BEBF, hafði sett sér í upphafi: Útgáfu Biblíunnar á tungum allra þjóða heims. Einkum þótti nauðsyn bera til Hauge. Þá lærði norska þjóðin ag bæta úr brýnni þörf kristni- að meta Biblíuna og býr að þvi ' þoðslanda. enn. Hún varð eftirsótt bók um Norskt kristniboð var þá 100 land allt. Trúaðir menn voru í £ra gamalt, — elzt og mest á háðungarskini nefndir „lesere“. ! Madagascar — og norskir kristni I útgáfu hinna helgu bóka. Margir Biblíufélagið elfdist og varð boðar álíka margir og þjónandi J hafa orðið til að arfleiða félagi, brát þess umkomið að fullnægja prestar þjóðkirkjunnar. Þeir að dýrmætum gömlum Biblíum. nú til 14 kristniboðslanda. ★ 150 ára afmælis Hins norska Bibiiufélags var minnst um land allt, og í tilefni af því hafin fjár söfnun. í einu fylki söfnuðust 100 þús. n. kr. eða sem svara 600 þús. króna. Aðal hátíðahöldin fóru fram í Osló dagana 25.—27. maí þ.á. og hófust í hátíðasal háskólans að Ólafi konungi viðstöddum, fulltrúum rikisstjórnarinnar, innlendum og erlendum fulltrú um ýmsra félaga og stofnana og miklum mannfjölda. Forseti félagsins, Jóhannes Smemo biskup, gat þess í ræðu sinni að oft hafi sagt verið að stjórnarskráin og Biblían sem eru nær því jafnaldrar í Noregi •væru augnasteinar þjóðarinnar. Þakkarguðsþjónusta var hald inn í dómkirkjunni í Osló 27. maí, en á þeim stað og þeim mánaðardegi var félagið stofnað 1816. Smemo biskup minntist þess að kjörorð íélagsins hafi ávait verið „Lát orð Krists búa ríltu- lega hjá yður‘“ — Kól. 3,16 „M .s brestur hefur orðið á því“, sagði biskup, „en vér erum þó kir a Orðsins. Vér lifum af því Oröi, sem ótal margir fórnuðu lífi sínu fyrir“. Framkvæmdarstjóri NBF ósk- aði félaginu þeirrar afmælis- gjafar bestrar, að Biblían kæm- ist inn á hvert heimili í landinu og að því mætti auðnast a5 vinna í æ ríkari mæli að bví markmiði Sameinuðu Biblíu- félaganna, að útbreiðsla Biblí- unnar aukist að sama skapi og læsum mönnum í heiminuin fjölgar ár frá ári. ★ Síðan 1908 hefur NBF haft aðalbækistöðvar í eigin húsnæöi í Osló, — Bibelhuset. Þar fæst með auðveldu móti yfirlit um viðburðaríka fortíð og fjölþætta og víðtæka starfsemi. Frammi við anddyri er skýrsla yfir útbreiðslu Biblíunnar í Nor egi frá 1888 til 1985, en það ár seldust alls 130 þús. eintölc Biblíunnar og Nýja testamenti- sins. Hver vistavera hússins talar sínu máli: Bókaverzlun með hinar mörgu gerðir af norsku Biblíunni, sálma bækur o.fl. Skrifstofur, — afgreiðsla, — vörugeymsla. Rúmgóður fundarsalur stjórn arinnar. Áveggjum hanga mynd ir af stofnendum NBF, forsetum frá byrjun og helztu þýðendum. Stórir bókaskápar eru fullir af Biblíum á ýmsum tungumálum og bókum um Biblíunna, ómetan leg hjálpargögn þýðenda og endurskoðenda hverrar nýrrar Miklar trúavakningar urðu í Noregi um og eftir miðbik 19. aldar. Efldist þá hverskonar sjálfboðastarf innan kirkjunnar t vinna að útgáfu, útbreiðslu og eftirspurn. Fyrstu bók sína gaf norska Biblíufélagið út 1819, eða þrem árum eftir að það var stofnað, —. Nýja testamentið aldanskt. Biblían var ekki gefin út í norskri þýðingu úr frummál- unum fyrr en 1904. — Oddur Gottskálksson og aðrir, sem fyrstir unnu að þýð- ingu biblíurita á íslenzku, studd ust við þraut-tamið ritmál ís- lenzkrar tungu. Biblíu þýðendur í Noregi háðu árum saman erfiða baráttu fyrir sköpun nýs ritmáls Og enn er sá vandi hvað mestur í starfi þeirra, að fylgjast með málþróun í landinu og gefa út Biblíuna á þrem málum: Ríkis- máli, nýnorsku og tungumáli Sama í Finnmörk. Árið 1951 var gerð breyting á þeirri grein f lögum norska Biblíufélagsins, er kveður á um tilgang þess og hún þá orðuð þannig: „Tilgangur félagsins er útbreiðsla Heilagrar Ritningar a. innanlands, b. meðal landsmanna í siglingum, c. í framandi lönd- um og á framandi tungumálum“. — Aður hafði sú grein í lög- um félagsins hljóðað nálega eins og samsvarandi grein nú er orð- uð í lögum íslenzka Biblíufélags ins: „Tilgangur- félagsins er að höfðu margir hverjir unnið að þýðingu Biblíunnar á framandi tungumál. Kristniboð hafði verið Bergg- rav biskupi kært allt frá æsku Og engum var það kærara en honum, sem forseta félagsins, að tengja starfsemi þess kristni boðinu. Reynsla þeirra tveggja áratuga, sem síðan eru liðnir, benda til þess að það happa- spor hafi öðru fremur stuðlað að endurnýjun hins gamla félags. Fáum árum eftir að NBF gerðist virkur aðili Sameinuðu Biblíufélaganna, höfðu tekjur þess aukist um 120%. Sala þess innanlands var hlutfallslega, meiri 1965 en nokkurt annað ár og samsvaraði því, hefðu hér á A efri hæðum hússins eru bækistöðvar margra kirkjulegra stofnana og félaga. — Bibelhuset er raunverulega Kirkjuhús nrr- sku þjóðkirkjunnar — og orku- ver. Fyrir nálega 20 árum hlotnað- ist Hinu íslenzka Biblíufélagi >ú viðurkenning að mega starla innan vébanda Heimssamban ts Biblíufélaga, kjósa sér sam- stöðu með þeim, sem hafa allan heiminn að vettvangi verks síns, vera smágrein þess mikla meiðs, sem þegar „breiðir sitt lim yfir lönd, yfir höf“. Okkar félag á margt ólært enn til þess að geta gengt því hlut- verki svo vel sé. Þá eru okkur landi selst það árið 2000 Biblíur náin kynni af starfsháttum og 5000 Nýja testamenti. Stuðn annarra Biblíufélaga nauðsyn- ingur NBF til þýðingarstarfs og leg. útgáfu Biblíunnar erlendis nær I Ólafur Ólafsson. IJtboð Tilboð óskast í sölu á 10.000 rúrtim. af fyllingarefni til gatnágerðar. Útboðsgögn eru áfhent i skrifstofu vorri, Vonarstræti 8.— Tilboðin verða opnuð á sama stað 22. ágúst nk. kl. 11.00 f.h. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.