Morgunblaðið - 18.08.1966, Side 13

Morgunblaðið - 18.08.1966, Side 13
! Fimmtudagur 18. Sgúst 1966 MORGUNBLAÐID 13 Einar Þ. Guðjohnsen: Hornstrandir MÁNUDAGINN 18. júlí sl. safn- i aðist 13 manna hópur saman í Umferðamiðstöðinni. Þann dag skyldi haldið til ísafjarðar með áætlunarbíl Vestfjarðaleiðar. — Þessi fyrsti dagur var því eins- 'konar formáli að Hornstranda- ferðinni sjálfri. Veður var mjög gott þennan dag allt þar til kom vestur yfir Þingmannaheiði, en þá fór að þykkna upp og seinna að rigna aðeins. Á þessari leið var margt fagurt að sjá út um bílgluggann og ferðin í alla staði ánægjuleg þótt löng væri. Samt skulum við fara fljótt yfir sögu, eða þar til komið var til ísafjarð- ar. Þar tók. á móti okkur 14. þátttakandinn í ferðinni, en hann thafði hjálpað ísfirðingum að halda upp á 100 ára afmælið. Klukkan var orðin rúmlega 10 og allmargt að snúast áður en hægt var að ganga til náða. Fyrst var að koma sér fyrir í Skáta- heimilinu, en þar var okkur ljúf- lega veitt gisting. Þá var að skipta farangrinum í þrjá hluta. Tjöld og fleira, sem ekki þurfti að nota á Hornströndum, átti að skilja þarna eftir og færa okkur um leið og við yrðum sótt í farar- lok. Öðrum farangri og þá aðal- lega matnum þurfti að skipta í tvo hluta. Annan hlutann ætluð- um við að hafa með allan tímann, en aukamatarbirgðir áttu að flytjast í Furufjörð og bíða okk- ar þar. Það var því nóg að gera fram á nótt. Um áttaleytið næsta morgun héldum við með farangur okkar niður á bryggju, þar sem farkost- urinn „Gissur hvíti“ beið okkar. Skipstjórinn, Guðmundur Guð- jónsson frá Þaralátursfirði. ættl- aði að flytja okkur í Hornvík og svo aukafarangurinn áfram í Furufjörð. Veðrið var heldur drungalegt þegar lagt var af stað, en það rættist allvel úr því þeg- ar á daginn leið. Upphaflega hafði verið ætlunin að koma við á Látrum í Aðalvík og líta á staðinn, en vindáttin var þannig, að ekki var talið lendandi þeim megin í Aðalvik. Við héldum því áfram fyrir Straumnes örskammt frá landi, enda var tiltölulega sléttur sjór. Stutt innan við vit- ann á Straumnesi liggur flakið af gamla Goðafossi, ótrúlega heillegt eftir 50 ára barsmíð af brimi. Frá Straumnesi var stefnt beinustu leið fyrir Kögur og inn með honum að austanverðu. Það var farið allnærri landi allt inn að Kirfi yzt á Almenningum. Síð- an var stefnt fyrir Hælavíkur- bjarg, farið inn með því öllu og hringsólað um Súlnastapa. Þá var haldið inn í Höfn og far- angurinn settur þar í land. Veðr- ið var allgott og við ákváðum því að halda áfram með bátnum fyrir Hornbjarg og fara í land hjá vitanum í Látravík. Þessi sigling með Hælavíkur- bjargi og Hornbjargi á hálfri ferð nærri landi var stórfengleg og ógleymanleg. í Látravík kvöddum við svo bátverja og stigum í land. Jóhann vitavörður og frú hans tóku okkur sérlega vel og veittu af mikilli rausn m. a. svartfugl í súpu. Hafi þau beztu þakkir fyrir. Frá Látravik héldum við svo yfir Kýrskarð að Höfn í Horna- vík, þar sem farangurinn okkar var. Það var komið langt fram á kvöld, er þangað var komið. Gamla húsið stendur enn í Höfn og hefir því verið breytt í skip- brotsmannaskýli. Þarna dvöldum við næstu þrjá daga í góðu yfir- læti og gengum um nágrennið. Fyrsta daginn héldum við fyrir Hafnarnes í Reykjavík bak Höfn og áfram út í Hvannadal, sem er innst í Hælavíkurbjargi. Niður- undan dalnum eru Langikambur og Fjöl, berggangur sem skaga langt í sjó fram. Þarna var urmull af bjargfugli, langmest langvía en einnig álka og rita. Nokkrir lundar sáust einnig og allt var útgrafið eftir þá. í krik- anum utanvið Langakamb fellur hár og fallegur foss fram af bjargbrúninni í sjó niður. Jafn- vel í fossinúm sat svartfuglinn. Sumir héldu nú sömu leið til baka, en nokkrir héldu áfram vestur yfir Hvannadalsskarð og svo áfram úteftir hábjarginu út- fyrir Sigmundarfell. Þessi bjarg- ganga var stórfengleg ævintýri. Heimleiðis héldum við svo eftir mjöllunum Hælavíkurmegin og yfir Atlaskarð niður í Rekavík. Næsta dag notuðum við til göngu á Hornbjarg. Við héldum sem leið liggur yfir Hafnarós og gengum hjá eyðibýlinu Horni, þar sem sæimileg hús standa enn, allt út á yzta Horn. Þegar við lögðum af stað frá Höfn var veðrið heldur drungalegt og bjuggust flestir við rigningu, en þegar út á Horn kom var komið sólskin, sem entist meira eða minna allan daginn. Þennan sama dag rigndi sem mest hér sunnanlands. Við gengum inn bjargbrúnina, yfir Miðfell og. alveg upp í Jör- und, sem var bæði faðmaður og kysstur en samt ekki sigraður af okkur. Það er ófært uppgöngu norðan á Kálfatind, svo að við urðum að krækja vestur fyrir öxlina til að komast upp, en eftir það var leiðin greið. Gangan á Kálfatind var hápunktur Horn- bjargsgöngunnar og útsýni þaðan stórfenglegt yfir bjargið og allt inn til Geirólfsnúps. Framundan núpnum sköguðu Drangaskörð. Af Kálfatindi héldum við suður eftir bjargbrúninni, og sumir bættu Eilífstindi við í gönguna. Þessar bjarggöngur á Hælavíkur- bjarg og Hornbjarg urðu sann- Hæluvíkurbjarg. (Ljósm. Þorsteinn Jósepsson) Þriðja daginn í Hornvík not- uðu sumir til sólbaðs og sjóbaða, en aðrir héldu á austurenda Hafnarfjalls og svo áfram vestur eftir fjallinu. Það er hömrum girt á þrjá vegu, og héldum við vest- ur á brúnir Jökladala í Hlöðu- vík og svo suður í Hafnarskarð. Þaðan sér vel yfir Veiðileysu- fjörð til Grunnavíkur og til Bol- ungarvíkur. Þetta varð einnig góður dagur. Nú rann upp laugardagur, dag- ur göngunnar miklu í Furufjörð. Eldsnemma um morguninn dundi rigning á þakinu, svo að útlitið var ekki sem bezt. Um fótaferða- tíma hafði stytt upp, þótt enn héldist strekkingsvindur af norð- hefði verið lendandi. Nokkru sunnar komum við að fossinum Drífandi, sem fellur fram af háum björgum niður í sjóinn. Áður höfðum við áð um stund í Hólkabótum og fengið okkur vænan bita af nestinu. Baggarnir voru þungir og sigu drjúgum í. Það varð að gæta þess vel, að þeir sætu rétt á öxlunum og særðu ekki neinstaðar. Smiðjuvík er næsta vík fyrir sunnan Drífandisdal og hafði okkur verið sagt, að þaðan mætti auðveldlega þræða fjörur allt til Furufjarðar. en nú var sælöðrið það mikið út með Barði, að ekki var leggjandi í þá leið. Við kus- um því heldur tæplega 300 metra Á slóðum Ferðafélagsins kallaðar dýrðargöngur. Alstaðar þar sem fótfestu var að finna var svartfuglinn, ýmist á eggjum eða ungum. Jafnvel efst uppi í Kálfa- tindi (534 m) var hann innan um fýlinn. Árnar í Hornvíkinni eru kafli út af fyrir sig, Víðirsá, Torfdalsá, Selá, Gljúfurá, Kýrá og Drífandi. í þeim er fjöldinn allur af foss- um, stórum og smáum. í Víðirsá er einn, sem minnir á Fjallfoss, og Drífandi fellur fram af miðju klettanefi. Flestar árnar samein- ast svo í Hafnarós, sem við óðum margsinnis fram og aftur. vestri. Þann dag snjóaði fyrir norðan og austan. Eftir að húsið hafði verið þrifið og öllu komið í lag hlóðum við böggunum á okkur. héldum af stað þjóðleið- ina okkar austur yfir „Sahara“ og yfir vaðið okkar á Hafnarósi. Vindurinn stóð í bakið og auð- veldaði okkur gönguna yfir 342 metra hátt Kýrskarð. Þaðan lá svo leiðin inn yfir Axarfjall og niður í Hrollleifsvík. Það var ekki alveg eins sléttur sjór og þegar við fórum i land í Látra- vík. Nú rauk sjórinn og slettist upp um öll björg, svo að hvergi hátt fjallið yfir í Barðsvík. Leiðin yfir Barðsvíkina reyndist bæði þung og drjúg, einkum fyrir þá, sem lögðu leið sína út í skip- brotsmannaskýlið syðst í víkinni. Skýlið var ekki nógu stórt til að hýsa allan hópinn, svo að ekki hafði verið reiknað með því að dvelja þar um nóttina, þótt sum- ir hefðu helzt kosið það. Sælöðrið var ekki árennilegt út með Straumnesi, svo að eftir að hafa hvílzt um stund og hitað okkur mat lögðum við í snar- bratta hlíðina upp í 366 metra hátt Göngumannaskarð í Skarðs- fjalli. Þetta var erfiður hjalli með þungan bagga eftir langan göngudag, en það tókst nú Samt. Sumir höfðu sleppt því að koma við í Barðsvíkurskýlinu og haldið á undan yfir Göngumannaskarð. Við sáum ekkert til þeirra þegar við fórum að sjá yfir Bolunga- vík, og töldum því líklégast, að þau hefðu náð að komast fyrir Furufjarðarófæruna í tíma, áður en of mikið flæddi. En þegar við komum að Ófærunni voru þau þar fyrir og höfðu ekki lagt í að sæta lagi fyrir forvaðann. Við nánari athugun reyndist þó auðvelt að fara eftir syllu uþpi í klettahlíðinni. Nokkur kærðu sig þó ekki um slíkt klifur jafn- vel ekki í köðlum, og ákváðu að bíða útfalls um morguninn. Þau dvöldu þarna í fjörunni til morg- uns í fögru veðri, hituðu sér mat og voru í góðu yfirlæti. Hin héldu áfram inn í Furufjarðar- skýlið og voru komin þangað um kl. 2 um nóttina. Þetta hafði verið langur og strangur dagur, en þó eftirminnilegur og góður á margan hátt. Við áttum því skilið að hvílast vel næsta dag og héldum að mestu kyrru |yrir. Það varð líka hálfgert dumb- ungsveður, er á daginn leið, svo að ekki örfaði það okkur til langra gönguferða. Sunnudagur- inn varð því með réttu hvíldar- dagur. Mánudagurinn rann upp bjart- ur og fagur og nú skyldi aftur tekið til við gönguferðir. Við héldum upp í Svartaskarð 363 metra hátt. Þar skiptist hópur- inn. Sumir kusu að fara styztu leið yfir Þaralátursfjörð í Reykja fjörð og ganga til laugar. Aðrir vildu kanna Drangajökul nokkuð og ganga svo til laugar í Reykja- firði. Úr Svartaskarði héldum við jökulfarar beinustu leið á Hljóða bungu. Neðarlega var jökullinn snjólaus og greiður yfirferðar. Ofar tók við vetrarsnjór, en göngufæri var samt ágætt. Strax og við komum á snjó bundum við okkur saman, enda þótt ekki bæri neitt verulega á sprungum. Það gekk vel að komast á Hljóðabungu, síðan á Reyðar- bungu og á Hrolleifsborg. Það var lengst af þokuslæðingur á Jökulbungu, en við vorum alltaf í sól og blíðu okkar megin á jöklinum og nutum ágætis útsýn- is inn yfir Strandir allt til Trölla- kirkju á Holtavörðuheiði. Austur yfir Húnaflóa sáum við hinsveg- ar ekki en allvel yfir til Glámu og nærliggjandi fjalla. Klukkan var um 5 þegar við lögðum af stað niður af Hrolleifs- borg, og miðaði okkur vel, eink- um eftir að búið var að leysa af okkur kaðlana. Héldum við nið- ur yfir Hálsbungu, og linntum varla ferðinni fyrr en niðri við sundlaugina í Reykjafirði. Hafði ferðin ofan af Hrolleifsborg tek- ið 2*4 tíma hjá þeim, sem hrað- ast fóru. Hin voru þá nýlögð af Framhald á bls. 11. Kanna. — í baksýn Furufjörð ur og Bolungarvík. — Gönguma nnaskarð er undir örinnL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.