Morgunblaðið - 18.08.1966, Side 14
14
MORCUNBLADIÐ
Fimmtudagur 18. ágúst 1966
Hjartans þakkir til bama minna, ættingja og vina
fyrir gjafir, blóm og skeyti á 75 ára afmæJi mínu 12. þ.m.
Jakob Narfason, Ullarnesi.
Hjartans beztu þakkir fyrir ógleymanlega vináttu,
sem ég naut margvíslega á 85 ára afmælinu 8. þ. m.
Dagurinn var hlýr og bjartur bæði utan húss og innan
og gat ekki verið yndislegri. — Guð og gæfan annist
ykkur, kæru vinir.
Emil Tómasson.
LONDON
DOMUDEILD
Austurstræti 14.
Sími 14260.
LOIMDON, dömudeild
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður
og ömmu,
MÖGDU MARÍU JÓNSSON (f. Balzeit)
Sérstaklega þökkum við íækni, Stefáni P. Björnssyni,
systur Appalóníu og öðru starfsfólki á Landakotsspítala.
Ágúst Jónsson,
Geir Ágústsson, Torfi Ágústsson,
Ágústa Ágústsdóttir, Helgi Ágústsson,
Guðríður Ágústsdóttir, Gunnar Jónsson,
Hans Ágústsson, Jóhanna Þórarinsdóttir,
Jón Ágústsson, Hulda Jósefsdóttir,
og barnaböm.
Útför
HRAFNHILDAR PÉTURSDÓTTUR
sem andaðist 13. ágúst fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 19. ágúst kl. 13,30. — Blóm afbeðin.
Sigríður Marta Sigurðardóttir,
Ellert Guðtnundsson.
Jarðarför eiginkonu minnar,
SOFFÍU, fædd WEDHÓLM
verður gerð frá Dómkirkjunni. laugardaginn 20. þ.m.
kl. 10,30 f.h.. — Blóm afbeðin, en þeir, sem vilja
minnast hennar eru vinsamlega beðnir að láta Krabba-
meinsfélagið njóta þess.
Maríus Jónsson:
GUÐRÚN ÞORFINSDÓTTIR
frá Brandsstöðum,
verður jarðsett frá Bólstaðarhlíðarkirkju laugaröaginn
20. ágúst nk. — Athöfnin hefst kl. 2 e h.
Vandamenn.
HELAICA
siðbuxur
HELANCA
skiðabuxur
f ú r v a I i .
— PÓSTSENDUM —
Hilmor Þór Magnús
son — Minning
Átakanleg sorgarfregn eins og
sú, sem blöðin flúttu þann 12.
þ.m., er Hilmar Þór Magnússon
fórst af slysförum í Kaupmanna
höfn, lætur engan ósnortinn. Má
þó geta nærri, hve sárt slíkt
hlýtur að nísta nánustu ástvini
og þá einkum foreldra, sem missa
son á þeim aldri, er foreldrakær-
leikurinn vakir með sérstakri um
hyggju og stundum nokkrum
kvíða yfir vegferð sonarins í
eftirvæntingum, hvernig taka3t
muni í umróti erfiðra æskuára.
Við, sem starfað höfum meðal
drengja og unglinga í KFUM,
geymum margar myndir, —
myndir efnilegra, bjartra, bros-
mildía drengjaandlita, sem gáfu
fögur fyrirheit um heillaríka
framtíð, er skapa myndi þeim og
lífsförunautum gæfu, ef komizt
rrði skaðlaust framhjá skerjum,
sem margur hefir því miður
steytt fleyi sitt á á æskuárum.
Hilmar Magnússon var fyrir
um tveim árum kominn af
„drengjadeildaraldri“ og á
„Unglingadeildaraldur“ eins og
við í KFUM skiptum starfsdeild
um. Þá skilja oft leiðir, því líf
og störf kalla. Sjaldgæft er þó
að sjá á eftir drengjum á þess-
um aldri inn um dyr dauðans
og það eins sviplega og nú varð.
Eftir er minningin um hressileg-
an, ferskan dreng, sem alltaf var
eitthvað gott og glaðlegt við
mitt í atorku og ríkri athafnaþrá,
en eitthvað á þá Ieið mæltist ein
um starfsmanna KFUM, er hann
heyrði um andlát þessa fimmtán
ára unglings,
Þessi fáu erð eru fyrst og
fremst rituð til þess að færa for-
eldrum samúðarkveðju í sárri
sorg við fráfall Hilmars. Mann-
leg orð verða alltaf fátækleg og
lítilsmegnug við slíkar aðstæð-
ur. Því er gott að mega benda á
þann eina, sem með nærveru
sinni og náð veitir huggun og
leggur smyrsl á sárin. Drottinn
Jesús Kristur er sá, sem er Guð
allrar huggunar. Þess vegna er
játningin hin sama í dag og um
aldir frammi fyrir honum:
„Jafnvel þótt ég gangi um dimrn
an dal, óttast ég ekkert illt, því
að þú ert hjá mér.“ Það er ó-
hagganlegur sannleikur, sem
sannreynist á erfiðleikastund, er
mannleg hjálp stoðar ekki.
Við biðjum Guð allrar hugg-
unar að hugga syrgjendur og
blessa þeim minningu um elsk-
aðan son.
Bjarni Eyjólfsson.
F. 21./7. ‘51. — D. 10./8. ‘66.
Kveðja frá afa og ömmu.
Við heyrðum helfregn þunga
og húma virtist þá.
Við sveininn okkar unga
ei oftar megum sjá.
En líkn má í því eygja
ef örlög virðast köld.
Þeir einatt ungir deyja,
sem elska guðleg völd.
f heljarhörmum þungum
ei hulin skírast rök,
því öldnum jafnt sem ungirn
er opin feigðarvök,
en sárabótin sanna
er sigrar hel og gröf
er máttur minninganna:
sú mikla náðargjöf.
Sú vissa vonargjafar
má verma hrjáða lund
að handan helju og grafar
við hljótum endurfund.
Á lífsins leiðarmótum
hans lýsii- minning hrein.
Og klökk við kveðja hljótum
hinn kæra, ljúfa svein.
J.B.
Einur H.
Hnligrímsson
Kveðjn
Vinur Krists er kvaddur,
í Konungssalinn genginn.
Við gullna strauminn staddur,
á ströndu lít ég drenginn.
Skáldið horfna, hljóða
honum veginn greiddi.
Vís hinn vegamóða
í vinjar helgar leiddL
Heill þér, horfni vinur
hlýddir Drottins kalli.
Ilmar æðsti hlynur.
Efst á Guðafjalli
rís hún borgin bjarta,
blómin hlíðar skreyta.
Þar með hugprútt hjarta
heilags víns mátt neyta.
Heim þú kvaddir hljóður,
heyrðir sönginn óma.
slíkur innri óður
opnar helgidóma.
Nyrst í heiði háu
hrundi málið snjalla.
Það frá bergi bláu
barzt um heima alla.
Námfús varst og verður,
virtir Kristna Speki,
svo af Guði gerður,
gæddur hugarþreki.
í launhelgunum ljúfur
lind þú heyrðir niða.
Horfðir, aldrei hrjúfur,
til hærri stefnumiða.
Dulur varst á verði,
vaktir, hinir svéfu.
Girtur sannleikssverði,
sinntir réttri gáfu.
Blessun hlauzt og hlýtur,
helgast synir mildir.
Lausnaranum lýtur,
ljóma gullnir skildir.
Draumsins dís þig leiði,
dunar fossinn hái.
Á jarðar beð þinn breiði
blómstur, fræi sái.
kærleikshönd, er hlúir.
Hafnarfjörður megi
eignast örn, sem trúir,
á s — með jiýjum degi.
__________Sigfús Elíasson.
Kristín Oktovía Þor>
steinsdóttir - Minning
Fædd 18. október 1893.
Dáin 12. ágúst 1966.
— Kveðja frá sonardætrum -
Við kveðjum milda móður,
þín mund var hlý og traust.
Þinn hugur heill og góður
og hrein þín glaða raust,
með tryggð og von í vörnum
og viljans sterku lund,
sem hlúðir barnabörnum
við barm þinn hverja stund.
Óskum að ráða
reglusamar og röskar stúlkur (ekki yngri en 20—
25 ára) í sérverzlun í miðborginni, þurfa helzt að
vera eitthvað vanar afgreiðslustörfum. Einnig ung
an mann til sömu starfa o. fl. — Góð launakjör.
Tilboð ásamt uppl. um aldur, menntun og fyrri
störf, sendist afgr. Mbl., merkt: „Framtíð 4638“.
Þýzk verzlunnrbréf
Viljum ráða stúlku til að skrifa þýzk
verzlunarbréf eftir diktaphone.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
Árni Siemsen
Austurstræti 17.
Þú færðir allt til fórnar.
Þú fannst með öðrum til
og Guð, sem góðu stjórnar,
han gaf þér líknar il.
Við þökkum þínar dyggðir,
við þökkum ótal margt.
Þín störf og traustu tryggðir
og trúarljósið bjart.
L.S.
ATHUGIÐ
Þegar miðað er við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaöinu en öðrum
blöðum.