Morgunblaðið - 27.08.1966, Side 8

Morgunblaðið - 27.08.1966, Side 8
9 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. ágúst 196b Greinagerð bæjar- fógeta á Seyðisfirði „Vatnsstríðið44 á Seyðisfirði I GÆR hófust lögbannsgerðir 1 íógetadómi Seyðisfjarðar þar e® 5 fyrirtæki á staðnum hafa krafizt þess, að lagt yrði lög- bann við því að Seyðisfjarðar- kaupstaður léti loka fyrir vatn til fyrirtækjanna. Er þarna um að ræða tvær síldarverksmiðj- ur og þrjár söltunarstöðvar, þ.e. Síldarverksmiðja ríkisins, Haf- sild hf., Sunnuver hf., Haföld- una hf. og Borgir hf. Lögfræð- ingur þeirra er Benedikt Sveins son héraðsdómslögmaður en lögfræðingur bæjarins Vilhjálm ur Þórhallsson hæstaréttarlög- maður. Fyrir hádegi í gær var málið tekið fyrir en frestað til þess Ibúð, Áreiðanleg stúlka óskar eftir 2>a herb. íbúð á leigu sem fyrst. Uppl. í síma 19529 frá kl. 13—18 í dag og á morgun. að unnt væri að afla gagna. Eftir hádegi í gær varð ég þess var að bæjarstjórinn á Seyðis- firði var að tilkynna þessum fyrirtækjum að lokun færi fram án frekari dráttar. Skrifaði ég honum bréf og sagði honum að ég teldi fyrirhugaða lokun fyrir vatn óheimila meðan verið væri að skera úr því fyrir fógetadómi hvort umbeðin lögbönn ættu að ná fram að ganga. Jafnframt tilkynnti ég honum að ég mundi láta lögregluna veita vatnsnot- endum aðstoð til þess að halda uppi rétti sínum meðan á þessu stæði og benti á að ofbeldis- verk gæti bakað refsiábyrgð og skaðabótaskyldu. Síðan gerðist það um kl. 22 í gærkvöldi að lokað var fyrir vatn hjá a.m.k. báðum síldarverksmiðjunum. í nótt framkvæmdi ég rannsókn að nokkru leyti og benda líkur til að bæjarstjóri og bæjarfull- trúar hafi sjálfir lokað fyrir vatnið. Vatnsveitukerfi bæjar- ins er svo flókið áð ég tel mér ekki fært að opna fyrir vatnið aftur án aðstoðar fagmanna, sem mér hefur ekki enn tekizt að fá, svo að báðar síldarverk- smiðjurnar eru óvirkar og mér sagt að mikið hráefni liggi und- ir skemmdum. Segja S.R., að það hráefni sem liggur undir skemmdum hjá þeim einum sé 7 millj. kr. virði. HINN mikli síldariðnaður, sem risið hefur upp hér á Seyð isfirði á nokkrum árum bjó orð- ið við svo alvarlegan vatns- skort vegna gamallar og ófull- nægjandi vatnsveitu, að bæjar- stjórn Seyðisfjarðar sá til til- neydda vegna sífelldra krafna, sérstaklega frá Síldarverksmiðj um ríkisins, að hefjast - handa um lagningu nýrrar vatnsveitu til að bæta úr vatnsskorti síld.- ariðnaðarins, sem annars hefði naumast geta haldið áfram rekstri sínum. >að hefur því frá upphafi leg ið ljóst fyrir, að vatnsveita sú, sem verið er að leggja á Seyð- isfirði var fyrst og fremst lögð vegna síldariðnaðarfyrirtækj- anna og þess vegna talið sjálf- sagt og eðlilegt að þau greiddu stærsta hluta stofnkostnaðar- ins. Með þetta í huga var það ákvæði sett í reglugerð fyrir vatnsveitu Seyðisfjarðar, sem staðfest var af félagsmálaráðu- neytinu 3. sept, 1965 að bæjar- stjórn skyldi heimilt að leggia á tengigjöld, en rneð þeim tekju stofni var ætlað að greiða stofn kostnað vatnsveitunnar niður örar en unnt væri með gjöldum fyrir vatnsnotkun einum sam- an. Samkvæmt áðurnefndri reglu reglugerð samþykkti bæjar- stjórn í apríl sl. upphæð tengi- gjalda þeirra, sem síldariðnað- arfyrirtæki skyldu greiða. Nam upphæðin samtals kr. 12.250.000 eða um % hlutum þeirrar upp- hæðar, sem líkur benda til að þessi hluti vatnsveitunnar kosii. Skyldi gjaldið greiðast á iimm árum. Virðist þetta ekki ósann- gjarnt þegar tekið er tillit til þess, að samkvæmt áætlun verk fræðinga nota síldariðnaðarfyr- irtækin a.m.k. 86% alls þess vatns sem notað er í kaupstaðn- um. Ennfremur ber að hafa það í huga í þessu sambandi að sá áfangi vatnsveitunnar, sem nú er unnið að, var ekki til dreif- ingarkerfisins í kaupstaðnum heldur er vatnsveituþörf síld- ariðnaðarins látin sitja í fyrir- rúmi. Er dreifingarkerfið þó bæði gamalt og lélegt það elzta frá 1903. Síðar mun verða unnið að endurnýjun dreifikerfisins í kaupstaðnum og verður það gert algjörlega á kostnað bæjar búa. Þrátt fyrir þessa forsögu máls ins hefur það ósennilega skeð, að nokkur síldariðnaðarfyrir- tæki þ.á.m. báðar síldarverk- smiðjurnar hafa algjörlega neit að að greiða löglega álagt tengi gjald. Hafa fyrirtækin fengið sér lögfræðing til aðstoðar og hefur málið staðið í þófi nú um alllangt skeið. Bæjaryfirvöldin hafa reynt að sýna alla sann- girni og lipurð aðra en lækkun tengigjaldsins. Samt hefur mál- um ekkert þokað í samkomulags átt. Bæjarráð leitaði til ríkis- stjórnarinnar og óskaði aðstoð- ar við lausn málsins. Tilburð- ir hennar til þess voru litlir og árangur enginn. Lögfræðingur síldariðnaðar- fyrirtækjanna kærði bæjar- Við framangreinda lögbanns- gerð hef ég vikið úr sæti sam- kvæmt eigin úrskurði, en Dóms málaráðnuneytið setti Sigur- hjört Pétursson fulltrúa fógeta í málum þessum. Talið er lík- legt að hann kveði upp úrskurð á morgun um það hvort lög- bann nái fram að ganga. stjórn Seyðisfjarðar fyrir félags málaráðuneytinu og krafðist ó- merkingar á gerðum hennar, en var ekki svarað. 16 milljónir króna er mikið fé fyrir bæjarfélag eins og Seyð isfjarðarkaupstað, sem ekki hef ur nema 850 íbúa og þegar þess er gætt að þetta fé er nær ein- göngu varið til að tryggja hag og rekstur nokkurra síldariðnað arfyrirtækja þá getur varla tal- izt ósanngjarnt þótt þeim sé gert að greiða verulegan hluta kostnaðarins. Þessu hafa þau hins vegar neitað og er nú svo komið að bæjarráð samkvæmt fyrirmælum bæjarstjórnar hef- ur ákveðið að loka fyrir allt vatn til fyrirtækja þessara. Bæjarráði er vel ljóst að með ákvörðun þessari hefur verið stigið stórt og örlagaríkt spor, sem vel getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, en bæjarráð er jafnframt reiðubú- ið að taka afleiðingum gerða sinna og leggur óhrætt undir dóm Seyðfirðinga og annarra sanngjarnra manna, hvort það hafi ekki gert rétt með því að reyna að knýja síldariðnaðar- fyrirtækin til að greiða sinn hluta af stofnkostnaðinum við þann hluta vatnsveitufram- kvæmdanna, sem kemur þeim einungis til góða.“ Þessi bíll er til sölu, af sér- stökum ástæðum, 10 mánaða gamall, með drif á öllum hjól- um, ekinn 12.000 km. Til sýnis að Austurbrún 2. Uppl. hjá húsverði. Dælur Höfum jafnan fyrirliggjandi ýmsar gerðir af dælum. =HÉÐINN= Véloverzlun . Siml 24260 Rafmagnssmerglar góðir og ódýrir. =HÉÐINN = Vélaverzlun . Slml 2 42 60 V IO ÓÐ I N STORG S í M I 2 0 4 9 0 Húsbyggjendur - Verktakar Kynnið yður verð og vörugæði Dúðaeinangrunar áður en þér ákveðið kaup á einangiun í hús yðar. Allar nánari upplýsingar fúslega veittar Söluumboð fyrir Reykjavík og nágrenni: Rögnvaldur Hjörleifsson Lauíási 1 Garðahrepp sími heima 51529 eftir kl. 5. Á Húsavík Sigurður Hallmarsson sími 41123. Á Siglufirði Einar Jóhannsson & Co. sími 71128. Á Sauðárkróki Plastgerðin Dúði sími 198. Almennur afgreiðslutími apótekanna í Reykjavík verður framvegis, sem hér segir: mánudaga- fimmtudaga kl. 9.00 — 18.00 föstudaga kl. 9.00 — 19.00 laugardaga kl. 9.00 — 12.00 aðfangadag og gamlársdag kl. 9.00 — 12.00 Kvöld- laugardaga- og helgidagavarzla á tveim apótekum í senn, sem hér segir: mánudaga — föstudaga til kl. 21.00 laugardaga til kl. 16.00 helgidaga og alm. frídaga kl. 10.00 — 16.00 aðfangad. og gamlársd. til kl. 16.00 Næturvarzla verður alltaf á sama stað að Stór- holti 1 og á tímum sem hér segir: mánud. — föstud. kl. 21.00 — 9.00 n. morg. kl. 16.00 — 10.00 — — laugardaga helgidaga og al- menna frídaga aðfangadag og gamlársdag kl. 16.00 — 10.00 — — kl. 16.00 — 10.00 — — APÓTEKIN í REYKJAVÍK. Fiskkaupendur Þeir sem vildu tryggja sér fisk af góðum BÁT í lengri eða skemmri tíma leggi inn til Morgun- blaðsins tilboð merkt: „Fiskur 100“, fyrir 29. ágúst 1966. Seljavegi 2. Sími 24260. Allar staerðir af háþrýsti olíuslöngum (glussa) fyrirliggjandi í metratali, Einnig öll algengustu slöngutengi. Verðið mjög hagkvæmt. mii i miuK LANDVELAR" Laugavegi 168 — Sími 15347. Greinargerð bæjar- stjórnar Seyðisfjarðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.