Morgunblaðið - 27.08.1966, Page 23
Laugarðagwr 27. ágúst 1966
MORCUNBLAÐID
23
— Víetnam
Framhald af bls. 1
hefur verið á sveimi í Moskvu
í viku eða svo. Komst hann á
kreik eftir óljósar diplómatískar
tilkynningar frá Hanoi, um að
Pham Van Dong, forsætisráð-
herra og Nguyen Giap, varnar-
málaráðherra, hefðu farið frá
Hanoi, og þá væntanlega til
Sovétríkjanna.
Embættismenn í N-Vietnam
og Sovétríkjunum hafa hvorki
viljað svara spurningum um
þetta mál játandi né neitandi.
Hafi fundur þessi átt sér stað
hefur hann ugglaust verið hald-
inn við strönd Svartahafsins, en
Kosygin forsætisráðherra og
Brezhnev aðalritari, voru þar
b;.oir í orlofi nýlega.
— ífc>róttir
Framhald af bls. 22
4x109 m. boðhlaup karla sek.
Sveit HSI> 46,5
A-sveit UMSE 46,8
Úrslit, seinni dagur:
200 m. hlaup sek.
Haukur Ingibergsson HSÞ 24,1
Gestur Þorsteinsson UHSS 24,2
Kringlukast. m.
Þór M. Valtýsson HSÞ 38,50
Páll Dagbjartsson BSÞ 37,77
Kúluvarp kvenna. m.
Emelía Baldursd. UMSE 8,81
Oddný Snorrad. UMSE 8,14
Hástökk. m.
Sig. V. Sigmundss. UMSE 1,74
Reynir Hjartarson Þór 1,70
800 m. hlaup. mín.
Gunnar Kristinsson HSÞ 2.13,5
Þórir Snorrason UMSE 2.16,0
110 m. grindarhlaup. sek.
Reynir Hjartarson Þór 17,9
Gestur Þorsteinsson UMSS 18.4
4x100 m. boðhl. kvenna sek.
A-sveit IJMSE 56,4
Sveit HSÞ 57,1
3000 m. hlaup. mín
Ásgeir Guðmundss. KLA 10.03,3
Ármann Olgeirsson HSÞ 10.04,2
Þrístökk. m.
Sig. V. Sigmundss. UMSE 13,26
Gestur Þorsteinss. UMSS 12,61
1000 m. boðhlaup. min.
Sveit HSÞ 2,12,2
A-sveit UMSE 2.13,6
Langstökk kvenna. m
Anna Daníelsd. UMSE 4,36
Þuríður Jóhannsd. UMSE 4.27
Heildarúrslit mótsins urðu
þau, að Ungmennasamband
Eyjafjarðar (UMSE) vann mót-
ið með 97% stigi. Héraðssam-
band Suður-Þingeyinga (HSH)
hlaut 96 stig. Ungmennasam-
band Skagafjarðar (UMSS)
26 stig. Ungmennasamband
Austur-Húnvetninga (USAH)
12 stig. Knattspyrnufélag Akur-
eyrar (KA) 10% stig. fþrótta-
félagið Þór Akureyri 8 stig.
HSÞ hlaut Norðurlandsmeist
ara í 9 greinum, UMSE í 8,
UMSS í 3 og KA og Þór í einni
grein hvort félag.
Stigahæsti einstaklingur í
karlagreinum varð Gestur Þor-
steinsson UMSS, hlaut 24 stig.
í kvennagreinum varð stiga-
h'æst Guðrún Benónýsdóttir
HSÞ, hlaut 11 stig.
Enginn þarf að hræð-
ast samninga við USA
- segir Johnson Bandaríkjaforseti
Denver, Colorada 26. ágúst
NTB.
LYNDON B. Johnson, Banda-
ríkjaforseti, sagði í dag, að komm
únistar þyrftu ekki á nokkum
hátt að óttast samningaviðræður
við Bandaríkin varðandi Viet-
nam-deiluna, þar sem Banda-
ríkin æsktu aðeins réttláts sam-
komulags. í ræðu, sem Johnson
flutti í háskólanum í Denver,
sagði hann að Bandaríkin myndu
telja það mikia framför, er
allir aðilar viðkomandi Vietnam-
styrjöldinni væru komnir að
samningaborðinu.
„Við Bandaríkjamenn erum
vanir samningum, og höfum ekk-
ert að óttast varðandi ráðstefn-
ur“, sagði Johnson. „Auk þess
þekkjum við Bandaríkjamenn
grundvallarreglur réttláts sam-
komulags, og enginn þarf að
óttast samninga við okkur.“
í ræðu sinni sagði Johnson enn
fremur, að er um væri að ræða
ráðstefanir til þess að tryggja
má'l frelsi, sjáizt bezt sambandið
milli innanríkis- og utanríkis-
málastefnu Bandaríkjanna.
„Bandaríkin hafa ekkert vald
til þess að hafa afskipti af stjórn
um annarra landa, sem ekki upp
fylla kröfur vorar um ríkisstjórn
ir“, sagði hann. ,,En það er ekki
fyrr en fólk í öðrum löndum veit,
hvar við stöndum, að við mun-
um öðlast virðingu þess og eiga
rétt á.henni."
„í hinum kommúnístísku lönd
um erum við á bandi þeirra, sem
ár eftir ár reyna að auka á mál-
frelsi manna. Svo lengi, sem
þetta fólk heldur áfram tilraun-
um sínum, mun kommúnistminn
vera þróunarbreytingum háður,
og sú þróun mun verða til góðs,“
sagði forsetinn.
„Við stöndum ekki með þeim,
sem telja einveldi nauðsynlegt
til þess að æskileg efnahagsþró-
un verði, ellegar nauðsynlegt
sem brjóstvörn gegn kommún-
ismanum", bætti forsetinn við.
„Við höfum þegar gert það lýð-
um ljóst, að þar sem persóna-
NORTON
SMERGELVÖRUR
ávallt fyrirliggjandi
SMERGELDISKAR
SANDPAPPÍRSDISKAR
SANDPAPPÍR
VATNSPAPPÍR
SANDPAPPÍRSBELTI
margar stærðir
8. GUDMUNDSSðM t NVARAN HF.
VELAR . VERKFÆRI . IONADARVÖRUR
ARMULA 14, REVKJAVÍN, SÍMI 35722
HÆÐIN fyrir austan landið
breiddist vestur eftir í gær
og beindi mildum SA-vind-
úm til landsins. Var 19 st.
hiti á Staðarhóli kl. 12i, og á
kortinú var hvergi hlýrra en
það, nema í Qsló 21 st. —
Lægðin SV í hafi stefndi aust
ur Qg voru vonir um stilltara
veður á S-landi helzt bundn-
ar við, að hún bréytti ekki
þeirri stefnu.
frelsinu er ógnað, þá stöndum
við ekki með hinu óbeizlaða
valdi“.
Farinst númers-
laus í Hvalfirði
BIFREIÐIN G-3616, sem stolið
var frá verkstæði Bifreiða- og
landbúnaðarvéla við Suðurlands
braut 16, fannst í gær í Hval-
firði, skammt frá herstöðinni.
Bíllinn, sem er nýr Rússa-
jeppi, virðist óskemmdur, en
númerin höfðu verið tekin af
honum. Lögreglan hefur grun
um, hver þjófurinn er, en var
ekki búinn að handtaka hann
í gær.
Vöruskiptajöfnuðui inn
óhagstæður um 742 miilj
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN I
júlímánuði varð óhagstæður ura
107.1 milljón króna. Út voru
fluttar vörur fyrir 376.3 milljón-
ir, en inn fyrir 483.4 milljónir.
í júlímánuði 1965 varð vöru-
skiptajöfunðurinn óhagstæður
— De Gaulle
lenda Frakka í Afríku.
Layarde-torgið í Djibouti
var atað blóði og stráð grjóti
og flöskubrotum eftir átök-
in milli öryggissveitanna og
múgsins í dag. Lögregla og
hermenn fengu skipun imi
að ryðja torgið eftir að ákveð
ið hafði verið að de Gaulle
flytti ræðu síria á þingfund-
inum í stað þess að ávarpa
mannfjöldann, sem bar
spjöld þar sem sjálfstæðis
Sómalílands var krafizt án
tafar. Beittu öryggissveitirn-
ar táragassprengjum og
handsprengjum sérstakrar
tegundar gegn mannfjöldan-
um og neyddu hann til þess
að hörfa inn í hliðargötur.
Allmörg skot heyrðust er á-
tökin stóðu sem hæst.
Fyrrgreindur herlögreglu-
maður lét líf sitt á Lagarde-
torgi, en fyrr um daginn
hafði ungur maður beðið
bana í óeirðum í hinum
afríska borgarhluta, er þar
kom til bardaga milli nokk-
urra ættflokka. Margir særð-
ust í þessum bæjarhluta og
varð að beita táragasi áður
en kyrrð komst á.
De Gaulle forseti kom til
Sómalílands á fimmtudag, og
þá þegar hófust árekstrar og
mótmælaaðgerðir, og meidd-
ust þá um 15 manns. I dag
var leið þeirri, sem forsetinn
skyldi aka eftir, breytt með
leynd til þess að komizt yrði
hjá atburðum líkum þeim á
fimmtudag. Engu að síður
var mikill mannfjöldi saman
kominn meðfram gótum
þeim,. sem de Gaulle ók um,
og hrópaði fólkið kröfuorð
um sjálfstæði. Þá veifaði
fólkið ýmsum veifum og fán
um, og í eitt sinn lét de
Gaulle bíl sinn nema staðar,
steig út og tók í höndina á
tveimur mönnum, sem báru
fána.
1 ræðu sinni í þingi nýlend
unnar sagði de Gaulle, að
Sómalíland hefði sjálft valið
að vera hluti af Frakklandi,
og að Frakkland virti þá af-
stöðu. Ef svo færi
að landssvæðið ákvæði á lýð
ræðislegan hátt að breyta
um stefnu í þessum efnum,
myndi Frakkland og virða
það. Hins vegar kvaðst for-
setinn vilja leggja áherzlu
á, að kröfuspjöld og veifur
gerðu ekki út um stjórnmála
lega framtið landa.
Á laugardag heldur de
Gaulle til Addis Abeba, höf-
uðborgar Etíópíu, en þar
mun hann eiga viðræður við
Haile Selassie, keisara. A
mióvikudag kemur de Gaulle
til Pnom Penh, höfuðborg-
ar Kambódía, og mun þar
halda ræðu á íþróttasvæði}
sem rúmar um 80.000 manns.
um 110.9 milljónir króna. Þá
voru fluttar út vörur fyrir 378.8
milljónir en inn fyrir 489.7 mill-
jónir.
Á tímabilinu janúar-júli 1966
varð vöruskiptajöfnuðurinn ó-
hagstæður um 724,9 milljónir
króna. Út voru fluttar vörur
fyrir 3.125 milljónir króna, en
inn fyrir 3.749.9 milljónir, þar af
skip og flugvélar fyrir 388.7
milljónir.
Á sama tímabili 1966 varð vöru
skiptajöfnuðurinn óhagstæður
um 481.8 milljónir króna. Þá
voru fluttar út vörur fyrir 2.830,6
milljónir króna, en inn fyrir
3.312.3 milljónir, þar af skip og
flugvélar fyrir 467.9 milljónir
króna.
Stanzið ekki
við gatnamót
ÁREKSTUR var á gatnamótum
Grettisgötu og Snorrabrautar
laust fyrir kl. 11.30 í gærmorg-
un.
Kona ók sendiferðabíl (Volk!
wagen) inn á Snorrabraut á
þess að stanza við gatnamóti
og lenti á hliðinni á sorphreiní
unarbil, sem var á leið norðr
Snorrabraut. Áreksturinn ve
allharður.
Konan hlaut skurð á höfði og
taugaáfall og var hún fíutt
Slysavarðstofuna.
- KINA
Framhald af bls. 1
hjúkrunarliðið gagnrýndir fyrir
hóglífi sitt og há laun, auðvalds
sinnahugsuriarhátt og fl. Blaðið
segir, að brátt hafi fleiri „varð-
liðar“ bætzt í hópinn. Læknarn-
ir og hjúkrunarliðið hafi staðið
þögult og niðurlútt. Um háls tíu
þeirra voru hengd tréspjöld, þar
sem á voru letruð ýmis orð. Á
einu spjaldinu stóð „Djöfull“, á
öðru „Endurskoðunarsinni" og á
enn einu „Hundur alinn af borg
arastéttinni“.
Sovétstjórnin sendi Peking-
stjórninni orðsendingu í dag, og
mótmælti þeim fjandskap í garð
Sovétríkjanna, sem fram hefði
komið í „menningarbylting-
unni“.
í dag skýrðu sovézk blöð
fyrsta sinn frá afstöðu Kínverj
til alls þess, sem erlent e
Izvestia skýrði frá því, að hi
„Rauða varðlið" æskunnar í Pe
ing krefðizt þess, að nafni Pe»
ing yrði breytt. Peking þýð
„norðlæga höfuðborgin", sagi
blaðið, en varðliðið vildi lál
skýra hana „Dögun í austri“.
Þá segir Pravda, að uppi sé
háværar raddir í Kína um ban
við erlendri tónlist og skáktafl
því skák „þjóni yfirstéttum o
borgarastéttum“. Pravda seg:
ennfremur, að þess sé einnig kr<
izt, að leikfangaklukkur séu fjs
lægðar úr leikfangabúðum, þ'
það séu hlutir, sem ali á bor|
aralegum endurskoðunarhugsu
arhætti hjá börnum.
— Lofileiðir
Framh. af bls. 1
auk þess nauðsynlegt að biða
eftir niðurstöðum hinnar fyrir-
huguðu IATA-ráðstefnu i Honu-
lulu, áður en viðræðum yrði
lengra haldið.
Samkomulag varö um, að
nefndirnar skuli koma saman á
ný í októb'er til þess að halda
áfram vi'ðræðum.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 26. ágúst 1966“»
★
Kaupmannahöfn, 26. ágúst
Einkaskeyti til Mbl.
Undirnefnd sú, sem rætt er um
í hinni opinberu tilkynningu um
Loftleiðafundinn í Kaupmanna-
höfn, kom saman til fyrsta fund-
ar síns síðdegis í dag. Níels P.
Sigurðsson, deildarstjóri, sem sat
fundinn, sagði að honum lokn-
um, að þar hefði náðst samkomu-
lag um hversu haga skyldi störf-
um undirnefndarinnar í framtíð-
inni, og ennfremur um að hraða
bæri athugunum hennar eftir
því, sem hægt væri. í undirnefnd
inni, sem einkum fær tæknileg
verkefni við að glíma, eiga sæti
af íslands hálfu þeir Martin Pet-
ersen og Gunnar Helgason, báðir
Loftleiðamenn, en ekki hefur enn
verið ákveði'ð hver verða mun
fulltrúi flugmálayfirvaldanna.
Um sjálfar samningaviðræð-
urnar, sem lauk árdegis í dag,
sagði Níels P. Sigurðsson, að þær
hefðu farið fram í vinsemd. Af
hálfu Norðurlanda hafi þess ver-
ið farið á leit að fresta frekari
viðræðum þar til að loknum
fundi Alþjóðasamtaka flugfélaga
(IATA) í Honolulu, en þar á að
fjalla um fargjaldalækkanir.
Undirnefndin á á meðan að
brjóta nokkur atriði til mergjar,
og niðurstöður hennar eiga að
liggja fyrir er aðalviðræður
verða upp teknar að nýju í októ-
ber. Hér er m.a. um að ræða að
afla glöggra talna um farþega-
flutning milli Norðurlanda og
Bandaríkjanna, t.d. hve margir
farþegar fljúgi með Loftleiðum
og hve margir með SAS.
Að lokum sagði Níels P. Sig-
uriðsson að samningaviðræðurnar
væru enn svo skammt á veg
komnar að ekki væri hægt að
spá neinu um niðurstöður þeirra.
„En við vonum hið bezta“, bætti
hann við.
— RytgaarcL
★
Gunnar Thoroddsen, sendi-
herra, greindi frá viðræðufund-
inum í fréttaauka í Ríkisútvarp-
inu í gærkvöldi. Komst sendi-
herrann m.a. svo að orði:
„Frá íslands hálfu var gerð
grein fyrir þeirri ósk íslenzkra
stjórnarvalda að Loftleiðir fengju
lendingarleyfi í þessum þremur
löndum fyrir hinar nýju, stóru
flugvélar sínar, í staðinn fyrir
hinar minni, sem nú fljúga þang-
að fimm sinnum i viku á sumrin,
en þrisvar sinnum á vetrum“.
„Við fluttum fram þau rök,
sem okkur voru tiltæk, svo sem
þá eðlilegu þróun ,að nýrri og
hagkvæmari vélar kæmu í stað
hinna eldri; að Loftleiðir gegni
mikilvægu hlutverki í efnahags-
lífi fslands; þær skili i ár gjald-
eyristekjum nettó allt að 300
millj. ísl. kr., séu með stærstu
skattgreiðendum og vinnuveit-
endum á íslandi; að íslendingar
kaupa miklu meira af þessum
þremur löndum í heild en þau af
okkur og með þjónustu sinni og
lágum fargjöldum skapi Loftleið-
ir fjölda manns, einnig á Norður
löndum, tækifæri til að ferðast,
tækifæri, sem þetta fólk hefði
ekki ella, og að Loftleiðir myndu
nú, ef þær hefðu frjálsar hendur,
lækka fargjöldin enn meira. Ég
nefni þessi rök, en mörg fleiri
komu fram frá okkar hendi“.
Gunnar Thoroddsen sagði að
lokum, að viðræðurnar hefðu
farið fram í „vinsamlegum tón
— í norrænum anda“.
BANGKOK. — Per Hækkerup,
utanrikisráðherra Danmerkur
kom á föstudag til Tt*hailands til
þess að kanna framkvæmdir,
sem Danir hafa beitt sér fyrir
þar í landi, og ræða við stjórn
arvöldin um hugsanlega aukna
aðstoð Danmerkur.