Morgunblaðið - 08.09.1966, Page 14

Morgunblaðið - 08.09.1966, Page 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Wmmtuáagur 8. sept. 1966 M. E. Jessen frv. skólastjóri - Minning 1 F. 22. nóvember 1885. D. I. se^tembet 1966. M. E. JESSEN, fyrrv. skólastjóri Vélskólans lézt 1. sept. sl. Jessen var danskur að ætt og uppruna, fæddur í Árósum 22. nóvember 1885. Með Jessen skólastjóra er "genginn einn af þeim mönnum er settu svip á Reykjavíkurbæ á öðrum tug þessarar aldar og fram eftir. Jessen kom til íslands árið 1911 og var hingað kallaður til að kenna Islendingum, að íara með vélar. Hann hóf hér starf við Stýrimannaskólann og beitti sér fyrir og undirbjó stofn ni Vélstjóraskólans (eins og hann þá var nefndur) og veitti hon- um forstöðu í full 40 ár. ísland varð hans annað föðurland, hér lagði hann gröndvöll að fyrsta vísi tæknimenntunar lands- manna, hér vann hann sitt ævi- starf. Jessen ólst upp við frekar kröpp kjör. Faðir hans var sjó- maður og síðar starfsmaður hjá *Burmeister & Wain í Kaup- mannahöfn, en þangað flutcist fjölskyldan árið 1891. Móðir hans lézt þegar hann var 9 ára. Börnin voru sex og var þeim komið fyrir hjá ættingjum og vinum. Marinus. en svo hét skólastjórinn að fornafni, var sendur til frændfólks síns á Jót- landi og leið honum mjög vel hjá þessu góða fólki, enda minntist hann þess æ síðan með vinsemd og virðingu. Jólahátíð- in í Korskjær, en svo hét býlið. sem frændfólkið bjó á, var Jessen alla tíð minnisstæð. Næsta ár giftist Gústaf faðir Marinusar Jessens aftur, og sameinaðist fjölskyldan þá á ný í Kaupmannahöfn. Marinus átti einn systkina sinna erfitt með að sætta sig við að önnur kona væri komin í sess móður sinnar. Hann var yngstur og ef til vill viðkvæmastur. Stjúpan reyncfist þó Marinusi góð, þótt henni mislíkaði stundum sumt “*í fari litla drengsins, sérstak- lega féll henni illa rannsakandi augnaráð hans, en drengurinn var alltaf að bera hana samar. við móður sína. Marinus var kominn í barna- Skóla í Kaupmannahöfn áður en móðir hans lézt. Honum gekk skólagangan vel frá upphafi, enda er svo að sjá að hann hafi alla tíð unnið markvisst að því að „komast áfram“ í lífinu. Þessi einkenni Marinusar Jess- ens, komu þegar fram á fyrstu árum hans í lífsbaráttunni, þau að gera eins vel og honum væn frekast unnt. Þegar hann fluttist til Jót- lands, sótti hann barnaskúla þar eitt ár. Sá skóli var vitanlega ipkki eins mikill eða fullxominn og bar'naskólinn í Kaupmanna- höfn. Þegar hann ,því fluttist aftur þangað voru á því vöflur að hann fengi að setjast í sinn fyrri bekk. Jessen þakkaði það röggsemi stjúpu sinnar að svo varð, og lét hann hana bæði í þessu og mörgu öðru njóta sann- mælis, þótt ekkert ástríki væ.i þeirra á milli, eins og fyrr segir. Ekki var Marinus orðinn gamall þegar hann þurfti að taka til höndum og vinna sér inn. Hann átti sjálfur oftast frumkvæði að því að útvega sér tekjur, sem vikapiltur við margs konar fyrirtæki og niargt fleira. Vinnan var hörð, miskunn og samúð lítil. Þetta var tíðar- tíridinn þá. Það þurfti táp og manndóm til að koma óskadi- aður úr þeim hreinsunareldi. Við nútímamenn, eigum erfitt með að hugsa okkur þetta eins og það var. Þegar Marinus var um 10 ára var hann í skólanum fram til klukkan eitt og fór þaðan beint i verksmiðjuna. Þegar síðustu kennslustundinni lauk, beið systir hans eftir hon- um úti á ganginum og fékk hon- um pakka, sem í voru nokkrar brauðsneiðar. Hann afhenti henni skólatöskurnar og hélt síð an af stað í verksmiðjuna. gleypti í sig brauðsneiðarnar a leiðinni. I verksmiðjunni vann hann síðan til kl. 6 á sumrin, en til 7 að vetrinum. Þegar svo var heim komið og matazt var eftir að læra lexíurnar sínar. Þetta var gert og hvergi slakað á. Já, og það á þann hátt að Marin- us var jafnan með fremstu nem- endum í sínum bekk. Svona var æska þessa mæta manns, starf og strit, hvergi slakað á, en hann lét ekki ganga á sig. Hann var ekki gamall þegar hann neitaði að fara til vinnu. þar sem rang- indi og ójöfnuði skyldi beitt. í apríl 1900 var Marinus Jessen fermdur í Vor Frelsers kirke. Honum var engin veizla búin að athöfninni lokínni, en hann var glaður og ánægður, hann var kominn í tölu fullorðsins fólks: Nokkru eftir fermingu komst Marinus að, sem nemi hjá Bur- meister & Wain Ástæðan til þess að hann var svo heppinn, var sú, að faðir hans var, eins og fyrr gétur, starfsmaður hjá þessu öndvegis fyrirtæki. Skemmst er frá að segja, að Marinus lauk námi með mik- illi prýði. 1. ágúst 1905 var Jess- en afhent sveinsbréf, en ekki hafði hann hugmynd um hvaða smíðisgripur hafði verið sveins- stykkið hans. Það- var föst venja hjá Burm. & Wain, að sveinar væru ekki látnir vita hvenær þeir smíðuðu sveins- stykki. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, að verk- stjórinn sýndi honum hlutinn, sem var sveinstykkið hans. Rúmu hálfu ári áður en Jess- en hafði lokið iðnnáminu var hann kominn í kvölddeild vél- stjóraskólans í Kaupmanna- höfn. Vinnan í verksmiðjunni hófst klukkan sex og lauk klukkan fimm, en skólinn starf- aði frá kl. 7—10 og stundum 11 og þá var eftir að undirbúa sig til næsta dags. Það var með þetta eins og annað, sem Jessen tók sér fyrir, hann sýndi ótrú- lega mikinn dugnað og lauk vélstjóraprófi hinu minna í jan úar 1906, með mjög hárri eink- unn. I júlí sama ár var hann kominn, sem 3. vélstjóri á 2200 smálesta skip. 1908 hóf Jessen feril sinn í danska sjóhernum, eins og lög stóðu til. Var hon- um vitanlega skipað í vélarúm flotans. Þegar herþjónustunni var lokið réðist hann á ný hjá sama félagi og áður og þá, sem annar vélstjóri. Árið 1910 fór hann svo í land til að ljúka námi við Köber.havns Maskin- skole og taka hjð meira vél- stjórapVóf. Þegar Jessen var kominn nálægt prófi, kvaddi skólastjórinn hann dag nokkurn á sinn fund. Svo var mál með vexti, að skólastjórinn hafði fengið til- mæli um að útvega mann til að kenna meðferð véla við Stýjri- mannaskólann í Reykjavík og hafði hann augastað á Jessen til starfsins. Þetta kom Jessen el- gjörlega á óvart, hann hafði engin kynni haft af íslandi og vitanlega aldrei látið sér detta í hug að hann myndi lenöa þangað. Eftir vangaveltur og fyrir fortölur skólastjórans varð þó úr að hann þekktist boðið og hélt til sinna nýju heimkynna haustið 1911. Þetta er forsaga þessa látna heiðursmanns. Hann hafði með ótrúlegum dugnaði og þraut- segju unnið sig upp úr kröpp- um kjörum til vandasamra trún- aðarstarfa og óhætt er að segja, að hann brást ekki hér, frekar en fyrri daginn. Aðstæður voru hér mjög erfiðar og frumstæð- ar, maðurinn mállaus _ og gjör- samlega ókunnur. Áður en Jessen fór frá heimalandi sínu hafði hann tryggt sér vísa at- vinnu að ári liðnu ef honum sýndist svo, enda réði hann sig einungis til eins árs í upphafi. En brátt fór svo að hið nýja verkefni náði þeim tökum á honum, að honum kom ekki til hugar að hætta við, fyrr en full- reynt væri. Jessen hafði ekki kennt áður, en þegar hann hófst handa kom brátt í ljós að hann var gæddur sjaldgæfum kenn- arahæfileikum. Þeir, sem þann- ig er varið hafa jafnan yndi af kennslustörfum, enda hlakkaði hann til haustsins 1912, en bá skyldi hafin regluleg vélfræði- deild. Fyrsti veturinn var óform legur og kennslan ætluð jafnt skipstjórnar- sem vélamónnum. Jessen varð snemma ljóst, að nauðsyn bæri til að stofnaður yrði sérstakur vélstjóraskóli og voru lögin undirbúin af nefnd, sem hann átti sæti í. Þau voru samþykkt og hlutu staðfestingu 3. nóv. 1915, en þótt þau gengu ekki í gildi fyrr en um næstu áramót, hóf Vélstjóraskólinn fer- il sinn haustið 1915 samkvæmt þeim. Það er óhætt að fullyrði, að Jessen var mjög farsæll í sínu skólastarfi. Nemeftdur hans fóru brátt að bera skólanum fagurt vitni með dugnaði sínum og kunnáttusamlegri vélstjórn. Öllum kunnugum ber saman um að íslenzkir vélstjórar standi erlendum stéttarbræðrum sín- um hvergi að baki, nema síður sé og er það fyrst og fremst verk Jessens skólastjóra, enda dáðu fyrri nemendur . jafnan sinn gamla skólastjóra. Þegar Jéssen kom til íslands 1911 var hér enginn kunnáttu- maður á vélar og var því afar eðlilegt að ef setja skyldi niður vél eða ráða fram úr einhverju vélum viðvíkjandi var leitað til hans. Kom þá sér vel að Jessen var jafnkunnandi í verkum, sem fræðum. Þá kom sér líka vel greiðvikni hans og ósérhlífni. Jessen tók með tímanum að sér eftirlit með vélum togara, um- boðsmenrisku fyrir Lloyds Reg- ister of British and Foreigns Shipping, o.fl. Þessu sagði hann þó öllu lausu þegar skólastarfið óx og varð umfangsmeira en áð- ur var, enda var þá orðið um fleiri að velja. Nú er hann horfinn sjónum okkur fyrir fullt og allt, þessi fjörmikli hæfileikamaður. Við, sem störfuðum með honum og þekktum hann, munum ávallt minnast hans með hlýhug og þakklæti. í maí 1914 giftist Jessen eftir- lifandi konu sinni Xeníu f. Hansen, sem var honum mikil stoð og stytta í margháttuðu starfi. Þau eignuðust 2 börn, son sem lézt á bezta aldri í Kaupmannahöfn á styrjaldarár- unum. Hann var þar við fram- haldsnám í skurðlækningum, mikill efnismaður og var að hon- um mikil eftirsjá. Dóttir þeirra er einnig glæsileg og vel gefin. Hún er gift í Englandi. Ég er þess fullviss að allir vélstjórar hugsa í dag til síns gamla skólastjóra og senda frú Jessen sínar innilegustu samúð- arkveðju. Jessen reisti sér óbrotgjarnan minnisvarða með stárfi sínu. Við hjónin sendum frú Jessen innilegar kveðjur og vottum henni og dóttur hennar samúð okkar* Gunnar Bjarnason. t MARINUS Eskild Jessen, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Arósum í Danmörku 22. nóvember 1885. Foreldrar hans voru þau Gustav Jessen prestsonur frá Samsey og kona hans Magdol^na fædd Lauritzen. Var drengurinn þriðja barn þeirra hjóiia af sex börnum alls, er þau átt.u saman. Árið 1891 fly.tzt fjólskyldan til Kaup- mannahafnar. Þar mótaðist líf hans allt í æsku í hörðum skóla borgarlífsins. við bóklestur, smíðanám og siglingar. Hinu minna véist;óraprófi lauk hann í janúar 1906 við Vélstjóra- skóla Kaupmannahafnar og hinu meira prófi við sama skóla árið 1910, með hæztu einkunn Hafði hann þá siglt sem vélstjóri á ýmsum skipum og m. a. á kon- ungssnekk; inni „Danebrog“. Þótti það ekki lítill frami ung- um mönnum. Þegar ákveðið var irieð lög- um, að stotria sérstaka velfræði- deild við Stýrimannaskólann, þar sem hin unga vélstjórastétt gæti átt kost á h< klegu vélfræði- námi leitaði þáverandi ráðherra Kristján Tonsson til skólastjóra Vélstjóraskólans í Kaupmanna- höfn, með beiðni um, að hann veldi einhvern af nemendum þess skóla, til þess að taka að sér vélfræðikennslu á íslandi. M. E. Jessc-n varð fyrir valinu. Það var þioðinni og okkur, sem fengum að njóta kennslu Jess- ens mikið happ, að einmitt hann skyldi verða valinn. Þann 20. september 1911 stend ur Jessen á þilfai inu á eimskip- inu „Ceres“, sem stefnir út og norður Eyrarsund. Hann er þá tæplega 28 ara að aldri. Sjáland er enn í fullum sumarskrúða, loftið þrungið blómailm, blær- inn er volgur og sjórinn eins og spegill. Brátt hverfa himinháir turnar á höllum höfuðborgar- •innar . og síðan landið sjálft. Allar minningamar um bernsku, þroska og manndóm er að baki, framundan óskrifuð blöð á óþekktri grund meðal erlendrar þjóðar. Þang'að hafði hann ráðið sig til að k?nna þunga fræði- grein á máli. sein hann sjálfur gat hvorki talað Tié skrifað. Var það ekki allt. voniaust? Viku síð- ar stendur hann í sömu sporum og sér hvíta tirida íslands rísa úr öldum hnfsins í glaða sól- skini. Hrikaleg en köld sýn. Þegar akkerum ei kastað á Reykjavíkurlkitn, er þar engin bryggja, aðeins lítil bátsskel, sem nota skal tij að ná þurrum fótum á landi. Skólastofan, sem ætluð er til að lcenna í er lítið kríli undir bak: uppi á lofti með litlum glugga á gafli, sem að- eins er unnt að*opna að litlu leyti. Kennsluáhöld öll eru i samræmi við husakynnin. Það varð okkur til happs, að hinn ungi kennari lét sér ekki allt fyrir brjésti brenna, og setti embættisskylduna ofar kröfum um þægindin. Hann hafði vanist því, að mæt.n erfiðleikunum með karlmennsku og kikna ekki undir þeirri byrði, sem á hann hafði verið lögð Hann gekk því ótrauður til starfa og vann sigur í hverri atlögu. Ég settist í Vélfræðideildina haustið 1913, ásamt 8 öðrum nem endum. Ég haíði aldrei komið fyr á skóiabekk, og svo var um okkur fleiri nemendur hans. Hann kenndi þennan vetur, stærðfræði, eðiisfræði og vél- fræði. Aldrei gleymi ég því, hví- líkur snillingur hann var, aS troða þessum þungu lærdóms greinum inn í okkur. sem ekkert þekktum til náms eða námsbóka. Sumar greinarnar svo sem vél- fræðina, kenndi hann okkur a máli, sem við kunnum ekkert orð í, aðrar á rr.áli, sem hann kunni ekkert í, við gátum ekki annað en lært, sl.íkir voru kenn- arahæfileikar hans, slíkur brenn andi áhuginn. að láta okkur skilja kiarnan og brenna harin óafmáanlega inn i huga okkar. Ég settist í Vélstjóraskólann tveimur árum síðar til fram- haldsnáms. Var það fyrsta árið, sem skóli sá starfaði og Jessen þá skólastjori Hafði hann þá náð meiri tökum á íslenzku máli en áður, þj að m;kið vantaði á, að hann kynni enn þá tungu. Þann vetur kenndi hann okkur aðeins vél'ræði. Um öll þau flóknu völundarhiis þeysti hann með okkur, og gerði námið að ævintýrafrásögnum, svo að við gleymdum öllj, nema lausnun- um á hinum torveldu ráðgátum. Til kenr.slu í öðrum náms- greinum hafði Jessen ráðið þetta skólaár hina hæíustu kennara, prófessorana Harald Nielsson og Sigurð Sivertsen, stærðfræðing- inn Sigurbjörn A. Gíslason, og ferðamannatúlkinn Stefán Stef- ánsson. Skóhnn, sem honum var trúað fyrir, skýidi aðeins bjóða uppá það bezta í aridlegum fræð- um, hvað sem húsakostinum liði, en hann hafði þá verið bættur stórlega frá fyrri vetrum. En Jessen lét sér ekki nægja að kerina nemendunum skyldunáms greinarnar í skólanum. Sam- hliða skólastjórninni hafði hann á hendi umsjón véla og skipa fyrir togaraeigendur og eftirlit með ásigkomulngi skipa fyrir „Lloyds Registei' of Shipping“. Hann var þarafleiðandi í dag- legu sambnndi við nemendur sína, og leiðbeindí þeim á marg- an hátt, löngu eftir að þeir yfir- gáfu skólann. rtann gafst aldrei upp á því að hvetja þá til dáða, og ekkert gladdi har.n meira, en að vita þá verðn skólanum til sóma og landinú til gagns. Öll skóíastjórnar ár sín stýrði hann skólanum aí fádæma sam- vizkusemi, hófsemi í kröfum tii ríkisstjórnar en takmarkalaus- um kröfum til sjálfs sín og sinna verka. Var honura það mikið gleðiefni, þcgar skólinn komst í hin glæsilegu húsakynni og hag- ur hans batnaði með allan út- búnað af tækjum. Og eigi var gleði hans minni. þe^ar bætt var við skólann rafmagnsdeild, svo að nemendur gætu fengið kennslu einilig í þeim fræðum. Hinn 23. maí 1914 gengur Jessen að eiga unnustu sína Xeniu L. Hansen, stjúpdóttur N. B. Nielsen verzlunarstjóra her í bæ. Eigriuðust þau tvö börn. Kay Jesser., sem lauk hér lækn- isnámi, en fór til Kaupmanna- hafnar rétt fyrir styrjöldina síðari til framhaldsnáms, en and aðist þar á stríðsárunum. Missti Island þar einka efnilegan vís- indamann og lækni, var það þeim hjónum mikill harmur að sjá af homtm í blóma lífsins. Dóttirin E!sa giftist brezkum verzlunarma’ini Mr. A. Watson. Búa þau i Kent á Englandi. Frú Jessen bio manni sínum fagurt og friðsadt heimili, og studdi hann í hvivetna í störf- um hans öllum. Þar hvíldist hann örbreyttur eftir langan vinndag, þar safnaði hann nyj- um kröftum til úfaka næsta dag. Síðustu stundirnar sat hún við sjúkrabeð hans og létti honum gönguna yfir á hið eilífa óræða stig. Með fíngerðum kærleiks- ríkum fingrum sínum lokaði hún brám hans í síðasta skipti, þegar hann hafði verið leystur frá ára- löngum þrautum. í fjörut.’u og fimm ár rétti Jessen skólastjóri nemendum I sínum á hverju vori ljósið, sem Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.