Morgunblaðið - 08.09.1966, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
rimmtudagur 8. sept. 1966
FÁLKAFLUG
•••••••••••••
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
©PIB
UPENMACFH
— Segið lækninum að ég hafi farið upp á skurðborðið til þess
að mála loftið, en ekki til þess að láta skera í ristilinn.
Ég lagði frá mér skeiðina.
Jacopo tók hana og fór að fægja
hana.
— Það er einkennilegt, sagði
ég, — að hann skuli vera svona,
og virða gamlar erfðir.
— Einkennilegt? át Jacopo
eftir, steinhissa. — Ég fullvissa
yður um, að það er ekkert ein-
kennilegt. Svona hefir hann ver-
ið síðan ég kynntist honum
fyrst.
— Kannski, svaraði ég, — en
hann var nú byltingarsinnaður
þegar hann var ungur.
— Já, ungur. Við erum nú all-
ir öðruvísi þegar við erum ung-
ir. Kafteinninn verður nú fer-
tugur í nóvember.
— Já, sagði ég.
Kanarífuglinn tók aftur að
syngja. Söngurinn var sakleys-
islegur og glaðlegur.
— Ég hef áhyggjur af honum
bróður mínum, Jacopo, sagði
ég.
— í>að er engin þörf á því.
Kafteinninn veit alltaf, hvað
hann er að gera.
Ég tók upp tusku og fór sjálf-
ur að fægja litlu grautarskeið-
ina mína. — Hefur hann ekki
breytzt neitt síðustu árin?
spurði ég.
Jacopo hugsaði sig um, hleypti
ofurlítið brúnum, eftir því sem
hann kepptist meir við vinnu
sfna. — Hann er kannski meira
hugsi, sagði hann. — Hann fær
sín duttlungaköst alveg eins og
ég. Það þýðir ekkert að tala við
hann, þegar hann er þannig nið-
ursokkinn í eigin hugsanir.
— Og hvað er hann þá að
hugsa um?
— Ef ég vissi það, mundi ég
ekki vera hérna í eldhúsinu
mínu að fægja silfur. Þá mundi
ég vera eins og hann, félagi í
Listaráðinu, að segja öðrum,
hvað þeir eiga að gera.
Ég hló og lét þetta gott heita.
Jacopo vissi sínu viti.
— Við tveir erum ágætir sam-
an, kafteinninn og ég, sagði
hann. — Við skiljum hvor ann-
an. Ég hef aldrei verið að hnýs-
ast í hans hagi, eins og Marta
gerði.
— Marta? spurði ég steinhissa.
— Það var nú ekki drykkju-
skapurinn einn, hr. Beo. Hún
fór að verða svo ráðrík, þegar
fram liðu stundir. Það hefur
sjálfsagt verið ellin að segja til
sín. Hún vildi vita alla skapaða
hluti. Hvað kafteinninn væri að
gera og hvert hann væri að
fara, hverjir væru vinir hans og
hverjar fyrirætlanir hans. Ójá,
þetta alltsaman og margt að
auki. Ég sagði við bróður yðar:
„Ef ég verð nokkurntíma svona,
þá rekið mig tafarlaust, og ég
mun kannast við, hversvegna ég
er rekinn. En hann þarf ekkert
að vera hræddur. Ég verð aldrei
svona.
Skeiðin min var nú orðin
spegilfögur og fangamarkið mitt
gljáði. Jacopo rétti mér skeið
Aldos og ég tók til við að fægja
hana.
— Og hvernig fór þetta svo að
lokum? Rak hann hana úr hús-
inu?
— Það var í nóvember síðast-
liðnum, rétt eftir afmælisdag-
inn hans. Hann hélt ofurlitla
veizlu fyrir nokkra stúdenta úr
háskólanum, og svo hafði hann
eina konu, til að gegna húsmóð-
urskyldunum, hana frú Butali.
Hann gerði ofurlitla þögn. —
hefur kannski dottið í hug, að
hann þyrfti að útskýra nokkuð,
sem gæti þótt undarlegt eða jafn
vel hneykslanlegt. — Butali pró-
fessor var á einhverri ráðstefnu
í Padúa um þær mundir. Og
frúnni hefur sjálfsagt ekki fund-
izt þetta geta verið neitt hneyksl
anlegt, þegar allur þessi stúdenta
hópur var líka boðinn — að þá
gæti hún vél gengið þarna í hús-
móður stað. Marta bjó til mat-
inn og ég bar hann fram. Þetta
varð mjög velheppnað kvöld og
svo fylgdi kafteinninn frúnni
heim. Marta hafði verið að
drekka og vildi ekki fara að
hátta, heldur heimtaði að vera
á fótum þangað til hann kæmi
aftur. Ekki veit ég nú, hvað
gerðist, en þeim varð talsvert
sundurorða og næsta morgun
tók hún saman föggur sínar og
settist að hjá Gighi-systkinun-
um.
— En Aldo?
— Hann tók sér þetta afskap-
lega nærri, játaði Jacopo. —
Hann tók bílinn sinn og svo var
hann burtu í fimm daga. Hann
sagðist hafa farið niður að
ströndinni. Þegar hann kom
aftur, sagði hann, að hann vildi
ekki neitt ræða Mörtu eða neitt,
sem henni við kæmi, og þvi
máli væri lokið. Hann hélt samt
áfram að sjá henni farborða —
borgaði uppihaldið hennar hjá
Gighi, eða svo sögðu þau syst-
kinin mér. Marta sagði þeim
heldur aldrei, hvað gerzt hafði.
Jafnvel þegar hún var full, og
það var hún oftast eftir að hún
fór héðan, minntist hún aldrei
á það einu orði, eða nefndi nafn
kafteinsins. En þér skiljið, hr.
Beo, að þetta var bara afbrýð-
issemi, ekkert annað en venju-
leg afbrýðissemi. Þarna er kven
fólkinu rétt lýst. Hann blístraði
á kanarífuglinn, sem ruggaði
sér á prikinu með úfnar fjaðrir
og ætlaði alveg að springa af
eintómri sönggleði. — Já, þær
eru allar eins — hvort heldur
þær eru heldri konur, eins og
frúin, eða sveitakonur eins og
Marta. Þær reyna að sjúga merg
og blóð úr karlmönnunum. Þær
koma sér á milli mannsins og
starfs hans.
□---------------□
62
□---------------□
Ég hélt skeið Aldos upp í
birtuna. Gegn um krábullslega
fangamarkið skein spegilmyndin
mín móti mér. Ég tók að brjóta
heilann um, hvað þeir mundu
nú vera að ræða í Draumagötu
8, og hvort rektorinn mundi,
þegar deildarforsetarnir væru
farnir, tala við bróður minn
einan, og hvort hann mundi
nefna, annað hvort viljandi eða
meðal annarra orða, nafnlausu
símahringingarnar.
Þá rann allt I einu upp ljós
fyrir mér. Sú, sem hafði staðið
fyrir hringingunum hafði veriS
Marta. Það var til þess, sem hún
hafði farið til Rómar. ^arta,
sem Aldo rak, eftir afmt_
una í nóvember, hafði verið a^
brjóta heilann, næstu vikur og
mánuði og ef til vill getið sér
þess til, þegar Butali prófessor
varð veikur í Róm, eftir jólin,
þá hefði Aldo tekið að gera sér
tíðara um konu hans, heimsótt
hana oftar og ef til vill fíflað
hana. Ást Mörtu sjálfrar hafði
verið fyrirlitin, sjálf hafði hún
sökkt sér í drykkjuskap og ör-
væntingu, og hafði nú ætlað að
hefna sín á Aldo, með því að
koma upp um hann við rektor-
inn.
Ég lagði frá mér silfurskeið-
ina og tók mér stöðu við glugg-
ann hjá fuglabúrinu. Hringing-
arnar höfðu hætt fyrir meiru en
viku, hafði rektorinn sagt mér.
Og það var ekki að furða, þar
sem sá er hringdi var ekki leng-
ur í lifenda tölu. Nú varð ég í
fyrsta sinn feginn, að hún skyldi
vera dauð. Sú Marta, sem dáið
hafði, var ekki sú sama, sem
ég mundi eftir. Áfengið hafði
sýrt í henni heita blóðið, eins
og hvert annað eitur. Síðasta
verk hennar hafði verið eins og
hjá deyjandi dýri, að bíta í hönd
húsbónda síns, og þegar hún
lagði upp í þessa síðustu för
sína, hafði dauðinn beðið henn-
ar við leiðarlok.
Þetta var á vissan hátt hefnd
og makleg málagjöld. Þaggað
hafði verið niður í rógberanum,
höggormurinn hafði dáið í eitri
sínu .... Hversvegna minntist ég
allt í einu þessara bjánalegu
spakmæla Fálkans, eins og sá
þýzki vitnaði í þau í ævisögum
hertoganna? „Hinir hrokafullu
skulu flettir klæðum .... hinir
drambsömu sæta ofbeldi ....
þaggað skal niður í rógberanum
og höggormurinn deyja 1 sínu
eigin eitri“.
Kanaríufuglinn lauk söng sín-
um á einni ofsafenginni trillu.
Ég leit á hann. Litla brjóstið
titraði og síðan var það hreyf-
ingarlaust.
— Jacopo, sagði ég dræmt. —
hvenær var bróðir minn síðast
í Róm?
Jacopo var að setja silfrið, sem
hann var búinn að fægja á bakka
til þess að bera það yfir til bróð
ur míns.
— í Róm, hr. Beo .... Látum
okkur sjá .... Það var á sunnu
daginn fyrir hálfum mánuði
.... já, það verður hálfur mán-
uður síðan á sunnudaginn kem-
ur, Pálmasunnudag. Hann fór
föstudaginn á undan til þess að
að rannsaka einhver handrit í
Þjóðbókasafninu, og ók svo
heim á miðvikudagsnóttina.
Hann vill helzt aka á nóttunni.
Hann var kominn hér í morg-
verð á miðvikudagsmorgun.
Jacopo gekk yfrum til Aldos
með bakkann, en skildi dyrnar
eftir opnar. Ég settist á einn eld
hússtólinn og starði fram fyrir
mig. Aldo hefði þá getað myrt
Mörtu. Hann hefði vel getað ek-
ið framhjá kirkjunni, alveg eins
og ferðamannavagninn hafði
gert, og þekkt samanhnipruðu
konuna við dyrnar. Hún hefði
vel getað sagt honum, í drykkju
skap sínum og örvæntingu,
hvað hún hefði verið að reyna
til að gera. Hann gæti vel hafa
drepið hana. Ég mundi svo vel
hnífinn, sem hafði runnið fram
úr ermi hans í gærkvöldi í her-
togahöllinni, þegar hann skar
böndin af Marelli. Aldo hefði vel
getað haft hnífinn með sér í
Róm. Aldo hefði vel getað myrt
Mörtu.
Ég heyrði fótatak fyrir utan
eldhúsgluggann. Það stanzaði
við tvöföldu dyrnar, en sneri
svo að dyrum Jacopo og ungleg
rödd sagði: — Armino!
Þetta var Cesare stúdent.
Hann var í þunnum yfirfrakka
og með hatt og bar töskuna
/nína.
— Ég er kominn með dótið
þitt úr Mikjálsgötu, sagði hann.
— Giorgio og Domenico héldu
frú Silvani uppi á snakki og
hríðuðust í henni að gefa eitt-
hvað í stúdentasamskotin. Hún
vissi ekkert þegar ég fór upp og
tók saman dótið þitt. Ég var
1 ekki fimm mínútur að því. Nú
jr ég kominn til að fara með
| þig burt úr Ruffano.
’'U á hann eins og bjáni.
ekkert vit fundið í því,
sem hann var að segja. Hvers-
vegna ætti ég að fara út úr
Ruffano? Hugsanir mínar síð-
ustu mínúturnar höfðu gert mig
vita-skilningslausan.
— Því miður, sagði hann, —
en þannig skipar Aldo fyrir.
Hann hefur komið þessu öllu í
kring í morgun. Hefðum við
bara fundið þig, hefðum við
komizt fyrr af stað.
— Mér skildist, sagði ég, — að
ég hefði átt að leika Fálkann á
hátíðinni?
— Nei, ekki núna. Ég á að aka
þér til Fano og setja þig þar út í
fiskibát. Það er búið að ganga
frá því öllu. Aldo færði ekki
fram neina ástæðu.
Bróðir minn hafði verið snar
í snúningunum. Hvort hann hafði
tekið þessa ákvörðun í gær-
kvöldi, þegar við skildumst svo
snögglega, eða síðar, vissi ég
ekki, og Cesare virtist heldur
ekki vita það. Kannski var það
líka alveg sama. Kannski mátti
vera sama um allt. Nema það, að
Aldo vildi losna við mig.
— Gott og vel, sagði ég. — Ég
er tilbúinn.
Ég stóð upp og hann rétti mér
frakkann minn og hattinn. Ég
elti hann út úr eldhúsinu. Jacopo
kom gegnum tvöföldu dyrnar,
berandi bakka. Hann kinkaði
kolli, er hann sá Cesare, og sagði
góðan daginn.
— Ég verð að fara, Jacopo,
sagði ég. — Ég hef fengið skip-
anirnar mínar.
Andlitið á honum sýndi engin
svipbrigði. — Við komum til að
sakna yðar, hr. Beo, sagði hann.
Ég kvaddi hann með handa-
bandi og hann hvarf inn í íbúð
sína. Alfa-Romeo-bíllinn stóð
fyrir utan. Cesare opnaði dyrnar
og fleygði töskunni minni í aft-
ursætið. Ég klifraði upp í far-
þegasætið, og svo ókum við út úr
borginni og út á veginn til Fano.
Ég var að fara að heiman, 1
annað sinn á tuttugu og tveimur
árum, — heiman frá fæðingar-
stað mínum og heimili. Ekki
veifandi óvinaflaggi, eins og þá,
heldur að flýja undan glæp, sem
ég hafði ekki framið og ham-
ingjan mátti vita, hvort ég var
ekki að starfa sem staðgengill
bróður míns. Það gat verið skýr-
ingin á þessari útlegð minni og
flótta til Fano. Ég var að leggja
falskt spor, burt frá Ruffano,
burt frá Aldo.
Vinna
Viljum ráða nokkra röska menn og konur
til frysti- og slátiurhússtarfa að Skúla-
götu 20. — Mikil vinna.
Nánari upplýsingar hjá verkstjóra.
SLÁTURFÉUG
SUÐURLANOS
Sandisveinn
Röskur og ábyggilegur sendisveinn óskast
hálfan eða allan daginn.
tUUeUZUU,
Sími 13734.
lágt verð
Austurstræti 9.