Morgunblaðið - 09.09.1966, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 09.09.1966, Qupperneq 5
Föstudagur 9. sepl. 1966 MORCU N ÚLADIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM — HEIMSÓKNIN Framhald af bls. 32. forsætisráðherrarnir hafi rætt lendingamál Loftleiða - Noregi. Fyrsti dagur norsku gestanna Við minnismerki faliinna Norðmanna. i>á óku norski forsætisráðherr ann og frú hans, ásamt fylgdar- liði suður í Fossvogskirkjugarð og var gengið að minnismerkinu um Norðmenn þá sem fórust á íslandi og við ísland á stríðsár- unum. Þar lagði Per Borten blóm sveig að minnismerkinu með þeim orðum að hann vildi fyrir hönd norsku ríkisstjórnarinnar nota tækifæri til að votta þeim sem féllu á örlagaárunum virð- ingu. Hópur Norðmanna, sem búsett ir eru á íslandi, voru við minnis merkið. Leif Möller, formaður Normanslaget var leiðsögumað- ur ráðherrans, og Hans Darnels- Sen, sem var hér í norska hern- um á stríðsárunum, gekk með honum að leiðum þeirra Norð- manna, sem grafnir eru í garð- inum. Las ráðherrann nöfnin og stóð lengi við minnismerkið, áð ur en hann fór. Þá var ekið suður að Bessa- stöðum, þar sem Per Borten ræddi um stund við forseta ís- lands, Ásgeir Ásgeirsson, en heim sóknin á skrifstofu hans fyrr um morguninn hafði fallið niður. Síð an sátu norsku forsætisráðherra- hjónin hádegisverðarboð forseta, ásamt íslenzkum ráðherrum, frúm þeirra og fleiri gestum. Kemur með allt nema norsku skógana. Síðdegis skoðuðu Per Borten og frú hans svo rannsóknar- og tilraunastöð Skógræktarfélags íslands á Mógilsá, en hún er að risa við rætur Esjunnar fyrir % hluta af millj. n.kr. gjöfinni, sem Ólafur konungur færði ís- lendingum frá Norðmönnum 1961. Tók Haukur Ragnarsson, tilraunastjóri og frú hans á móti norsku forsætisráðherrahjónun- um, ásamt Hákoni Bjarnasynl, skógræktarstjóra og Hákoni Guð mundssyni, formanni Skógrækt- arfélags íslands. Bauð skógrækt- arstjóri gesti velkomna, vitnaði í orð fyrrverandi sendiherra Andersens-Ryst, um að Norð- menn hefðu haft með sér til ís- lands allt, bæði það sem þeir þurftu og það sem var þeim kært. Aðeins einu gleymdu þeir, að taka með sér norsku skógana. Síðan hefðu þeir bætt þessa gleymsku upp með margvíslegri aðstoð og gjöfum til að koma upp skógi á íslandi, síðast stórgjöf- inni, sem þessi tilraunastöð er byggð fyrir, sem verður tilbúin og vígð á næsta ári. Færði hann ráðherranum og þjóð hans þakk læti frá íslendingum fyrir þessa stórmannlegu gjöf. Per Borten kvað mjög ánægju legt að koma í þessa tilrauna- stöð. Minnti á að Norðmenn þyrftu líka að leggja vinnu í skógrækt hjá sér. Svo norðar- lega á hnettinum væri skóg- rækt erfiðari en á suðlægari breiddargráðum. En trjávörur væri samt mjög mikilvæg fram- leiðsluvara. Dvaldist við hvern bás Iðnsýn- ingarinnar. Þegar ekið var frá Mógilsá, var komið við á ISnsýningunni í íþróttahöllinni, þar sem sýn- ingarnefndin tók á móti norsku forsætisráðherrahjónunum undir forustu formannsins, Bjarna Björnssonar. Aðeins gafst timi til að ganga um hluta af sýn- ingunni, en Per Borten og frú Magnhild dvöldust við hvern sýningarbás. Skoðuðu þau af áhuga íslenzku sýningarmunina og spurðu margs Frú Borten athugaði einkum íslenzku ull- ina og ullarteppin. Lýsti hún aðdáun sinni á þessum efnivið, sagði að í Noregi væri ekki til svo gott sterkt tog. Og Per Bort en skoðaði mjög nákvæmlega sútuðu skinnin, einkum hrossa- húðirnar og bað um kort með áritun fyrirtækisins, sem þær framleiddi. Þau hjónin eru mjög handgengin afurðum bænda, þar sem þau bjuggu búi sínu þar til nýlega og ráðherrann er bú- fræðingur og fyrrverandi búnað arráðunautur. Veizla ríkisstjórnar í gærkvöidi. í gærkvöldi hélt rikisstjórnin norsku forsætisráðherrahjónun- um kvöldverðarveizlu í Súhta- sal Hótel Sögu. Sátu hana á ann að hundrað manns, ráðherrar, fulltrúar erlendra ríkja, em'oætt ismenn o.fl. Dr. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, hélt þar ræðu, sem birt er í heild á bls. 17. Og Per Borten, forsætisráðherra, svaraði með ræðu, sem einnig er birt í heild á sömu síðu. f dag fara hinir norsku gest- ir upp í Borgarfjörð, skoða hval stöðina, borða hádegisverð á Varmalandi, og fara í Reyk- holt. Farið verður með varð- skipi upp í Hvalfjörð og einr.ig frá Akranesi. Á Iðnsýningunni. Bjarni Björns son sýnir Per Borten íslenzkar iðnaðarvörur. Til hægri Andreas Andersen. Á tröppum tlIraunastSSvar Skóg ræktarlnnar. Frú Magnhild Borten (fyrir miðju með hatt) kveður ásamt fleiri gestum þá Hákon Bjarnason (lengst til vinstri) og Hákon Guðmundsson. Aðrir á myndinni eru frú Andersen, sendiherrafrúrnar Ásta An dersen og Nancy Miklebost, Agn- ar Kl. Jónsson og Andreas And ersen. ALLTMEÐ EIMSKIP A NÆSTUNNI =■•■■■■■ 1 -a> ferma skip vor til Islaiids, sem hér segir: Brottf arar dagar: ANTWERPEN: Fjallfoss 17. sept. Tungufoss 21. sept.* Bakkafoss 1. okt. Skip 8. okt. HAMBORG: Goðafoss 16. sept. Askja 24. sept.** Reykjafoss 4. okt. Goðafoss 13. okt. ROTTERDAM: Goðafoss 12. sept. Askja 20. sept.** Reykjafoss 30. sept. Goðafoss 10. okt. LEITH: Christian Holm 12. sept. Gullfoss' 23. sept. Gullfoss 14. okt. LONDON: Fjallfoss 15. sept. Tungufoss 23. sept.* Bakkafoss 4. okt. Skip 11. okt. HULL: Christian Holm 9.s ept. Fjallfoss 20. sept. Tungufoss 27. sept.* Bakkafoss 7. okt. Skip 14. okt. GAUTABORG: Christian Sartori 15. sept. Mánafoss 29. sept.** Skip um 10. okt. K AUPM ANN AHÖFN: Christian Sartori 12. sept Gullfoss 21. sept. Mánafoss 28. sept.** Gullfoss 12. okt. NEW YORK: Brúarfoss 15. sept. Selfoss 27. sept. Fjallfoss 13. okt. * KRISTIANSAND: Christian Sartori 17. sept Mánafoss Skip 1. okt. * um 12. okt. KOTKA: Lagarfoss 21. sept. Rannö 27. sept. VENTSPILS: Dettifoss 17. sept. GDYNIA: Christian Sartori 9. sepl Dettifoss 20. sept. Skip um 7. okt. • Skipið losar á öllum aðal- höfnum, Reykjavik, ísa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. •* Skipið losar á öllum aðal- höfnum og auk þess í Vestmannaeyjum, Siglu- firði, Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu, losa í Reykja- vík. VINSAMLEGAST athugið, að vér áskiljum oss rétt til breyt- inga á áætlun þessari, ef nauðsyn krefur. ALLTMEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.