Morgunblaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. sept. 1966 STIO ég þurfi að hvíla mig. Ég reis auðvitað upp á afturfótunum, eins og hver hraustur, amerískur herforingi verður að gera, en þá bentu þeir mér á að ekki væri betra ef málstaður Bandamanna missti mig fyrir fullt og allt. Ég kaus þá heldur að láta hann vera án mín í bili. En svo vildi til, að einn enskur kunningi minn bauð mér að nota kofa, sem hann á norður í Skotlandi, þar sem hann var vanur að fara á akurhænuveiðar. I>að sem ég ætla nú að spyrja þig, Edie, er nokkuð, sem ég mundi aldrei spyrja um undir venjulegum kringumstæðum. En tímarnir og kringumstæðurnar eru bara ekki venjulegar nú, og þessvegna ætla ég að spyrja um það: — Viltu fara með mér norður í Skotland? Hún horfði á hann með tárin í augunum: — Já, Frank. Já! Ferðin norðureftir var nýstár- leg og spennandi. Litla, skrítna járnbrautarlestin þaut gegn um Miðlöndin, sem virtust alveg ósnortin af styrjöldinni, og þarna var ekkert til að minna á hana nema hermannahóparnir á stöðv unum. Frank benti henni á ýmsa sögustaði, sem þau fóru um, og bæði fóru með kvæði, sem stóðu í einhverju sambandi við þessa staði. Þau skiptu í Edingborg og fóru í aðra lest, ennþá minni, og óku í henni gegn um Há- löndin og til staðar, sem hét Caudill. Svo óku þau í hest- vagni til kofans, þar sem þeim var fagnað af gömlum Skota sem var húsvörður. Frank var al veg uppgefinn eftir ferðalagið, en eftir heita máltíð, sem kona húsvarðarins útbjó, fóru þau Edith hvort inn í sitt herbergí. Næsta morgun gengu þau sér til skemmtunar eftir stíg, sem lá meðfram straumhörðum læk, og Frank rifjaði upp veiðferð- irnar, sem hann hafði tekið þátt í, fyrir styrjöldina. Þegar þau komu í kofann aftur féllust þau í faðma. Svo eískuðust þau í mjúka rúminu, meðan síðdegis- sólin skein inn um gluggann. Hann lét vel að henni og kenndi henni ástaratlot, og virtist hrærður af kunnáttuleysi henn- ar, enda var þetta, að heita mátti, í fyrsta sinn. sem hún hafði reynt líkamlega ást. En nú er hún fann hinn mjúkláta styrk líkama hans vissi þún, að nú lifði hún raunverulega í fyrsta sinn. Tilbreytingarleysið í lífi hennar var á enda. — Edie, ég elska þig! hvíslaði hann að henni og þrýsti henni að sér. — Ég elska þig, Frank, sagði hún og óskaði sér þess heitast, að þessi faðmlög mættu verða ævarandi .... 3. Biskupinn gerði krossmark yfir kistunni. — Veit honum eílífan frið, tónaði hann. — Og eilíft ljós lýsi honum, svaraði kórinn. — Hvíl í friði. — Amen. Biskupinn og aðstoðarmenn hans höfðu nú gert það sem hægt var að gera fyrir hinn framliðna og gengu frá gröfinni, syngjandi: „De profundis" Útfararstjórinn gaf merki og hægt og hægt seig kistan niður i jörðina. Paul Harrison, sem kunni utanbókar alla tíðkanlega viðhöfn við svona tækifæri, rétti ekkjunni litla silfurskóflu. Hún mokaði upp ofurlitlu af mold, eins og ósjálf- rátt, og lét hana falla niður í gröfina. Síðan rétti hún Harrison skófluna aftur og sneri sér við til að fara. En pá sá hún Edith. Edith horfði niður á kistuna, og vissi ekki af pví að fleiri augu en ekkjunnar væru að horfa á hana. Hún lyfti arminum hægt. í hendi hennar var ofurlítil kló af lyngi, sem hún lét falla niður á kistuna. Ekkjan hristi Paul Harrison af sér, er hann ætlaði að styðja hana burt, og gekk til hennar. — Edith! sagði Margaret, í meðaumkunartón. Draumaástandi Edith var lok- ið, og nú leit hún á konuna með andlitsblæjuna. — Það er orðið langt síðan, sagði Margaret. — Já, heil ævi. svaraði Edith. —Komdu með mér, sagði Margaret með ákafa. — Við þurfum að tala saman. Hún tók Edith undir arminn og Edith hafði engan mátt í sér til að standa móti því. Hinir syrgjendurnir horfðu á konurn- ar tvær, er þær gengu til skraut bílsins, og George, sem hafði verið bílstjóri hjá ættinni um áratugi, ók þeim burt. 4. De Lorea-ættin hafði jafnan verið í fararbroddi meðal höfð- ingjanna í syfjulega þorpinu — og það áður en nokkur aðall var þai til. Áður en Bandarík- in lögðu landið undir sig, höfðu þessir menn verið duglegir og framsæknir að byggja landið, sem þeim hafði verið úthlutað af Spánarkonungi. Fyrsta aðsetur ættarinnar hafði verið múr- steinshús. nærri miðju núver- andi borgar. Eftir því sem Los Angeles stækkaði, flutti fjölskyldan i glæsilegra hús á Bunker Hill. en flutti síðar í enn annað hús í West Adams. Hin iðandi borg hét áfram að vaxa, bæði að sjón um og upp i fjöllin. Áður en West Adams hnignaði, flutti de Lorca-ættin í síðasta vígi sitt uppi á fjallstindi upp yfir Bev- erly Hills og Bel Air. Það var þar, sem ættaróðalið og eignir ættarinnar blómguðust mest undir stjórn Frank de Lorca. sem var. glæsilegasti og dug- mesti fulltrúi þessarar gömlu ættar. Og það var þar, sem ætt- in dó út, er Frank de Lorca féil frá fyrir aldur fram. Bíllinn ók inn um járnhliðið og síðan hægt upp eftir bogn j brautinni, framhjá golfvellin- um, sem Frank hafði verið hreyknastur af. Þrenningin í aft ursætinu var þögul, eins og hún hafði verið alla þessa leiðinlegu ferð frá kirkjugarðinum í miðri borginni. Ekkjan var steinþegj- andi bak við andlitsblæjuna og Edith var niðursokkinn í hugs- anir sínar. Paui Harrison sat milli þeirra og öskugrátt andlit- ið var sorgin uppmáluð. Brátt kom húsið í Ijós, bak við háu trén. Það var í spænsk- um stíl eins og næfði ættinni. en það líktist samt ekki Alhambra meira e n einbýlishúsin með steinþökunum, sem voru á hverju strái í Los Angeles^ Það var geysistórt og hrófatildurs- legt, með turnum og hvelfingum uppi á þakinu. Bíllinn rann inn í forskálann, og Henry var þarna, eins og venjulega til að íagna þeim. Óbreytanlegur og rólegur eins og hann var, hafði hann þjónað ættinni í þrjár kynslóðir. George bílstjóri stöðvaði bíl- inn nákvæmlega móts við blett- inn þar sem Henry stóð, og hann opnaði dyrnar tafarlaust. — Frú .... Hr. Harrison, sagði Henry alvarlega. Framkoma I hans var ennþá settlegri en tekið sér svo nærri andlát hús- bónda síns. Frú de Lorca steig út úr bíln- um og síðan Harrison. Þegar Edith steig út í sólskinið, hvarf rósemdarsvipurinn af Henry. Hann starði framan í hana, eins og hann ætlaði ekki að trúa sín- um eigin augum. — Þakka þér fyrir, Paul, sagði Margaret við Harrison. — Þetta er allt í lagi. Þú þarft ekki að koma inn. — Nei, vitanlega, sagði Harri- son. — Ég skil. Og ég verð hvort sem er að fara í skrifstofuna. Vertu sæl, Margaret. Ég sé þig í kvöld. Svo hneigði hann sig formlega til Edith og kvaddi. — Þú getur beðið hérna eftir ungfrú Philips, George, sagði frúin við bílstjórann. — Komdu, Edie! Meðan Margaret var að ganga til dyranna með Edith, náði Henry aftur jafnvægi sínu og gekk á undan þeim. Þær gengu inn í stóra forsalinn, þar sem var marmaragólf og myndir héngu af ýmsum af ættinni de Lorca, í gylltum umgerðum. — Vill frúin fá eitthvað? spurði Henry. — Te eða glas af ein- hverju? — Já, komdu með te, svaraði Margaret, snöggt. — Og svo vil ég ekki láta ónáða okkur. — Sjálfsagt, frú. Edith leyfði Henry að taka kápuna sína, og svo horfði hún kring um sig, á stóra, snúna stigann, feitu kerúbana, sem málaðir voru á loftið, og mynda röðina af harðneskjulegum mönnum af de Lorca-ættinni, sem störðu á hana ofan af veggj- unum. — Er þetta ekki þunglama- legt? sagði Margaret og leit á Edith. — Faðir hans Franks byggði þetta hús. Allir þessir gömlu Lorcar valda mér hryll- ingi. Hún fór nú með Edith upp stigann og upp í langan gang. Sitjandi þar, við luktar dyr, var heljarstór Grænlanc'ih undur, sem lyfti höfði, er þær nálguð- ust, og tók að urra. Stóð síðan upp, leit á þær ólundarlega og gekk burt. — Duke getur aldrei þolað mig, sagði Margaret, — og ég get sagt það sama af minm hálfu. Hún hélt áfram eftir gangin- um og ýtti upp þungri hurð, en Edith elti hana í nokkurra skrefa fjarlægð. Þær komu inn í stórt svefnherbergi, kvenlega og óþarflega mikið skreytt, með þykkri, Ijósrauðri gólfábreiðu, fornlegum arni og silkiklæddum frönskum stólum. — Viltu loka á eftir þér, Edith, sagði Margaret og dró af sér hanzkana með þreytusvip. — Seztu niður og láttu fara vel um þig. Edith settist ekki niður. Hún gekk hægt um gólfið í herberg- inu, skoðaði snyrtiborðið, sem var alþakið ilmvatnsglösum, myndina af Frank í silfurum- gerðinni, þar sem hann sat við stýrið í hraðbátnum sínum, og svo himinsængina. — Jæja, guði sé lof, að þetta er afstaðið, sagði Margaret, og lyfti andlitsblæjunni og tók varlega af sér hattinn, til þess að ýfa ekki á sér hárið. Hún fleygði hattinum á rúmið. — Ó, ég hata þetta svarta. Ég tek mig alls ekki út svartklædd. Meðan Margaret var að laga á sér hárið, við snyrtiborðið, stóð Edith að baki henni. Tím- inn hafði leikið þær álíka, enda COSPER - Sjón >ðar er sannarlega mjög slæm. venjulega, því að hann hafðiþótt lífið hefði ekki gert það. Andlitin á þeim voru alveg eins. Eini mismunurinn, sem var sýni- legur á þeim, var í klæðaburói og snyrtingu. Fötin og hárgreiðsl an á Margaret bar vott óhófs- lifnaði. En andlitin voru sem sagt alveg eins. Edith hélt áfram að virða fyrir sér spegilmyndina af Margaret, þangað til barið var hóglega að dyrum. Janet, grannvaxinn og ólagleg stúlka, kom inn með ofurlítinn böggul. Hún glápti á konurnar tvær, steinhissa. Margaret brosti vingjarnlega. — Þú ert ekki að horfa á aftur- göngur, Janet, sagði hún. — Þetta er tvíburasystir mín, ung- frú Philips. Brosið hvarf af Margaret. — — Ég sagði við Henry, að ég vildi ekki láta ónáða mig, sagði hún stuttaralega. — Afsakið frú. sagði Janet. — En þessi böggull var sendur gagngert til yðar — Já, já, sagði Margaret, sem kannaðist við böggulinn. — Þú getur farið, Janet. Janet hvarf hljóðlaust, og Margaret tók að opna böggu!- inn. Þetta var gimsteinaskrín og hún dró upp úr því hálsmen úr glitrandi demöntum og rúbínum. Hún horfði á það ástaraugum, en varð þá vör við vanþóknunar svipinn á Edith. — Ég sendi þetta í viðgerð, áð ur en hann Frank dó, útskýrði Margaret. — Lásínn á því var brotinn. — Þú virðist í furðugóðu jafn- vægi og hafa verið að jarða manninn þinn'í dag, sggði Edith. Margaret þoldi ekki vel þessa ásökun systur sinnar. — O, láttu ekki svona, Edie, sagði hún. Svo gekk hún inn í stóra búnings- herbergið til að koma meninu fyrir. Edith elti hana að dyrunum. — Til hvers varstu að biðja mig að koma hingað? sagði hún. Margaret kom djásninu fyrir í stórum kassa, c<’ .„.izaði um leið til að dást o útli sínu í mannhæðarháum sp- Svo sneri hún að systur sinni. — Vertu ekki að móðgast, Edie, sagði hún. — Þegar ég sá þig í kirkjugarðinum og það sem þú ert í, datt mér í hug, að ég gæti hjálpað þér. — Þú átt við, að ég gæti notað gömul föt af þér? spurði Edith kuldalega. — Gömul föt! Margaret hló háðslega. — Bíddu bara þangað til þú sérð „gömlu fötin“ mín. Hún reif upp spegilhurðina á fataskápnum og sýndi henni heila röð af skrautlegum kjól- um. Tók nokkra þeirra fram. — Þetta ...... og þetta........og þetta! sagði hún. Þeir verða allir komnir úr tízku um það leyd sem ég hætti að vera sorgar- klædd. En þeir gætu verið ágædr á þig, Edie. Þá mátt fá þá alla ef þú vilt. Margaret fleygði til Edith kápu úr hreysikattarskinni, sem Edith greip á lofti, eins og ósjálf rátt. Hún snerist á hæli og gekk aftur inn í svefnherbergið, og fleygði þar kápunni á rúmið. Margaret kom á eftir henni og og lagði alla kjólana við hliðina á kápunni. — Þetta máttu allt eiga, sagði hún. Edith svaraði engu. Hún horfði á systur sína, seildist of- an í veskið sitt og tók upp vindl ing, sem hún kveikti í með skjálf andi fingrum. Fyrst vissi hún ekki, hvað hún átti að gera við brenndu eldspýtuna. — Notaðu þetta, sagði Marga- ret og rétti að henni fornan postulínsdisk. — Þú ættir ekki að reykja mikið. Edith, sagði hún .... þú veizt þetta með krabbann og það allt. Ég hæfti því fyrir mörgum árum .... Vel á minnzt: Hvað var það, sem þú lézt detta ofan í gröfina? — Það var bara lyng, sagði Edith. — Ofurh'til lyngkló. ’ — Lyng? sagði Margaret, sem skildi ekki neítt í neinu. Svo hló hún. — Nú, já. gamlar minn- ingar. Fríið ykkar í Skotlandi. Frank sagði mér frá þvi. — Hverju sagði hann þér frá? — Æ, það var allt ósköp sak- leysislegt. Blessaður Frank! Það hlýtur að hafa allt verið ósköp blítt og viðkvæmnislegt! Þá var barið hægt að dyrum og Henry tilkynnti, að teið væri tilbúið. — Komdu inn, Henry, sagði Margaret. Hann kom inn með bakka, fullan af kökudiskum og skrautlegum postulínsbollum. Margaret fór að hella í bollana, en hélt áfram að tala. — Ég get bara ekki skilið, Edith, að þú skulir vera með þessa tilfinningasemi, eftir öll þessi ár. Þú hlýtur að gera þer ljóst nú, orðið, að þetta var ekki annað en eitt þessara venjuiegu stundarævintýra á stríðstímum. Glæsilegur, miðaldra ofursti í ævintýri með aðstoðarstúlkunni sinni. Það er víst ekkert sjald- gæft. Hvernig viltu hafa teið? — Allslaust. Margaret rétti henni bollann. — Þetta virðist nú vera orð.ð svo fjarlægt .... og sannast að segja hálf-hversdagslegt. fy I HRIN6VER VEFNAÐARVÖRUVERZL IMýkomið mjög ódýrt, gróft prjónagarn. ný tegund, fallegt lítaval. AUSTURSTRÆTI 4 1 7 9 0 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.