Morgunblaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 22. sept. 1§66 27 MORGUNBLAÐIÐ Umræður um kjör leikara við sjónvarpið að hefjast Fundur i Norræna leikararáðinu F U N D U R var haldinn i „Norræna ieikararáðinu“ að Hótel Sögu í Reykjavík, sunnudaginn 11. þ. m. Fulltrúar frá leikarasam- böndum Norðurlanda vora staddir hér í Reykjavík, í til- efni af 25 ára afmæli Félags íslenzkra leikara. Fulltrúi Norska leikarasam- bandsins, Ella Hval, leikkona, gat ekki sótt fundinn, eða venð fulltrúi Norska sambandsins á af mælishátið Félags íslenzkra leik ara, vegna þess að þá stóð yfu verkfall hjá norskum leikurum. Af þeim sökum var ekki hægt að ganga endanlega frá öllum málum, sem fyrir fundimnn lágu. Eftirtaldir fulltrúar sátu fund- inn: Emil Hass Christensen, form. Danska leikarasambandsins, J m Palle Buhl, lögfræðilegur ráðu- nautur danska sambandsins, Ritva Arvelo, fulltrúi FinnsKu leikarasambandanna, Rolf Rembe, fulltrúi og iögfræðingur Sænska leikarasambandsins, og Brynjólf- ur Jóhannesson. form. Félags is- lenzkra leikara. og var hann kjörinn forseti fundarins. Ritar- ar fundarins voru Rolf Rembe og Klemenz Jónsson. Fimm mál voru á dagskrá fundarins og voru þau þessi: 1. íslenzka sjónvarpið. 2. Notkun kvikmynda í danska og sænska sjónvarpinu. 3. Leikaraverkfallið i Noregi. 4. Starfsemi Alþjó'ðaleikara- Hanoi áhugalaus um samningaviðræður — segir Bandaríkjaforseti — Breytingar i utanríkisirádu- neyti IJSA Washington 21. sept. NTB-AP JOHNSON, Bandaríkjaforseti, sagði á blaðamannafundi í dag að honum hefði engin vitneskja um það borizt, að N-Vietnam hafi áhuga á samningaviðræðum um friðsamlega lausn í Vietnam málinu. Vísaði Johnson þar með á bug orðrómi þeim, sem uppi hefur verið um að Bandaríkja- stjórn hafi verið þeirrar skoðun- ar að e.t.v. væri Hanoistjóm fá- anleg til samningaviðræðna á grundvelli tillagna U Thants, framkvæmdastjóra SÞ. Á blaðamannafundi þessum kunngjörði Johnson ennfremur breytingar á stjórn landsins. Nicholas Katzenbach, dómsmála ráðherra, mun taka við störfum George Ball, aðstoðarutanríkis- ráðherra, sem óskað hefur eftir því að láta af störfum. Forsetinn kvaðst ekki vera búinn að á- kveða hvern hann myndi skipa í stöðu dómsmálaráðherra. Þá greindi Johnson frá því, að inn- an tíðar myndi hann grípa til ýmissa ráða til þess að draga ur verðbólgu í Bandaríkjunum. Um hugsanlega friðarsamninga um Vietnam sagði forsetinn m.a.: „Við höfum áhuga á öllum til- lögum, sem vekja kynnu áhuga N-Vietnammanna. En okkur er ekki kunnugt um neitt, sem bend ir til þess að N-Vietnam hafi áhuga á því, að setjast við samn ingaborðið". U Thant hefur lagt til að hætt verði árásum á N-Vietnam og komið verði á vopnahléi milli styrjaldaraðila. Hann hefur og hvatt alla aðila til þess að sýna vilja til að semja við „alla þá aðila, sem raunverulega eiga að- ild að bardögunum“, en sam- kvæmt því yrðu Viet Cong kommúnistar samningsaðilar. Bandaríkjastjórn hefur ekki viJj að samþykkja Viet Cong sem sjálfstæðan samningsaðila, en jafnframt sagt, að Viet Cong- menn muni ekki eiga í neinum erfiðleikum varðandi það að skýra sjónarmið sín á hugsan- legri friðarráðstefnu. Johnson forseti lýsti ánægju sinni vegna friðarboðskaps þess, f sem Páll páfi sendi frá sér s.l. mánudag. I „Við gleðjumst yfir því, að páf j inn skuli sýna þessu máli slíkan áhuga, og við munum reyna að gera allt, sem í okkar valdi stend ur, til að koma til móts við óskir hans“, sagði forsetinn. „Við óskum eftir friði. Við viljum gjarnan að byssurnar þögnuðu á morgun. Við viljum fremur, að deila þessi verði leyst með samningum en vopnavaldi. En þar til árásaraðilarnir fást til að láta af stefnu sinni og setjast við samningaborð eigum við einskis annars úrkosta en að verja og vernda friðelskandi þjóðir. Við hyggjumst og gera það.“ Aðspurður sagði Johnson að hann hafi aldrei efast uni að Sovétríkin æsktu samningavið- ræðna vegna Vietnamsdeilunnar. „Ég hefi ávallt litið svo á. að sovézku leiðtogarnir æsktu frem ur samninga og viðræðna en þess, sem nú á sér stað,“ sagði Johnson. Þá lýsti forsetinn nokkrum breytingum á embættaskipan í Washington. Hann sagði, að I George Ball, aðstoðarutanríkis- ! ráðherra, hafi óskað að láta af I störfum fyrir alliöngu, en orðið j við þeirri ósk að starfa áfram þar til hæfur eftirmaður væri • fundinn. Forsetinn kvað Bail I formlega hafa látið af störfum á ! þriðjudag, en hann yrði áfram stjórninni til ráðuneytis um á- ! kveðin mál. Tilkynnti forsetinn síðan að við störfum Balls ta:ki Nicholas Katzenbech, dómsmála- ráðherra. Eugene Rostow, íor- seti lagadeildar Harvardháskóla, mun taka við stöðu aðstoðarutan- ríkisráðherra með ábyrgð a efna- hagsmálum. Staða þessi losnaði er Thomas Mann sagði af sér í júní sl. Þá á Foy Kohler, sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu að taka við embætti aðsroðar- varautanríkisráðherra, en sú staða losnaði er U. Alexis John- son var gerður að sendiherra í Japan. — Fyrrgreindar þrjár stöð ur ganga næstar sjálfu utanríkis ráðherraembættinu í Washing- i ton. sambandsins. 5. Skýrslur sambandanna til Norræna leikararáðsins. Miklar umræður urðu á funa- inum um þau mál, er fyrir lágu og þá sérstaklega um fyrsta mái- ið, „íslenzka sjónvarpið". Algjór samstaða ríkti hjá fundarmönn- um um þetta mál og bar Jjn Palle Buhl fram svohljóðandi á- litsgerð, sem var samþykkt sain- hljóða af öllum fulltrúum: „Norræna leikararáðið hefur haldið fund i Reykjavík 11. sept- ember 19B6. Aðalefni fundarins voru sjón- varpssendingar, sem hefjast eiga á íslandi. Menn hörmuðu þá staðreynd að enn hefði ekki verið gerður samningur milli Sjónvarps ís- lands og Félags íslenzkra leikar* og Félags íslenzkra leikara um skilybði fyrir þátttöku íslenzkra leikara í sjónvarpinu. Norræna leikarasambandið staðfesti einróma ‘þá ályktun, sem gerð var 4. október 1965 Helsingfors, þar sem m.a. var lögð mikil áherzla á menningar legt gildi þess. að stuðla að þjóð- legri dagskrá hins íslenzka sjón- varps — einkum að því er sneró- ir flutning íslenzkra leikrita i sjónvarpi. Norræna leikararáðið hlýtur að álíta það eðlilegt að gerður verði samningur milli Sjónvarps íslands og Félags islenzkra leik- ara með skilyrðum, sem sam- svara þeim kjörum, er nú gilda á hinum Nor’ðurlöndunum. Þegar Félag íslenzkra leikara hefur komizt að sliku samkomu- lagi, mun Norræna leikararáðið mæla með því, að félög leikara á hinum Norðurlöndunum fallist um tíma á sérstök kjör fyrir endurvarpi leikrita frá hinum norrænu löndunum í samræmi við skilyrði þau, sem gilda milli Norðurlandanna að öðru leyti. Slík sérstök kjör munu þó verða bundin því skilyrði, að þessar endursendingar frá hin- um norrænu löndunum verði takmarkaðar við, að í hæsta lagi verði endurvarpa'ð einu leiknti á móti hverri íslenzkri útsend- ingu leikrita í Sjónvarpi ís- lands“. Þess skal getið, að umræður við útvarpsstjóra um þessi mál eru að hefjast. Brynjólfur Jóhannesson, for- maður Félags íslenzkra leikara. er nú á förum til Finnlands þar sem hann situr 9. leikhúsmanna- ráðstefnu Norðurlandanna, sem haldin verður í Abo (Turku) og stendur yfir í fjóra daga. — Það- an fer hann til Helsingfors í boði Svenska Teatern sem heldur upp á 100 ára afmæli leikhúss ins dagana 29. og 30. 9. — Uppsfokkun Framh. af bls. 1 órólegir vegnd þess að kommún- istar virðast hafa aukið hlutfall sitt verulega meðal þeirra, er nú kusu í fyrsta sinn. Reikna jafn- aðarmenn með því, að af töpuð- um atkvæðum hafi um tveir þriðju runnið til borgarflokkanna og einn þriðji til kommúnista. Hvaða ráðherrar það verða, sem hugsanlega yrðu að víkja fyrir yngri mönnum í ríkisstjórn, veit enginn fyrr en flokksforyst- an og þingflokkur í jafnaðar- manna hafa átt með sér fundi í októberbyrjun, en m. a. er rætt um Hans Gustavsson, nýskipaðan ráðherra borgaralegra málefna og Ulla Lindström, sem fer með mál er varða aðstoð Svía við þróunarlöndin o. fl. Bezt að auglýsa * MorgunbJaðinu Fjórðungsþing Norðlendingu 10. FJÓRÐUNGSÞING Norð- lendinga var háð á Siglufirði dagana 17. og 18. þ. m. Fráfarandi formaður Fjórðungs samb. Norðlendinga var Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, en núverandi fjórðungs- ráð, kjörið til tveggja ára, er skipað eftirfarandi aðilum: For- maður: .Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóri á Siglufirði. Vara- formaður: Jóhann Salberg Guð- mundsson, sýslumaður á Sauð- árkróki. Gjaldkeri: Hákon Torfa- son, bæjarstjóri á Sauðárkróki. Varagjaldkeri: Björn Friðfinns- son, bæjarstjóri á Húsavík. Rit- ari: Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði. Vararit- ari: Magnús E. Guðjónsson, bæj- arstjóri á Akureyri. Meðstj.: Jó- hann Skaftason, sýslumaður Húsavík. Þingið samþykkti allmargar ályktanir, varðandi hagsmunamál byggðanna í Norðurlendingafjórð ungi, m. a. varðandi Fram- ækvmdaáætlun Norðurlands, at- vinnujöfnunarsjóð, staðsetningu atvinnufyrirtækja og samgöngu- mál og verða þær ályktanir send- ar blöðum og útvarpi innan skamms. Rafhlöðuknúinn bill? París, 21. sept. — NTB: FRÖNSKU Renault-verksmiðj- urnar, sem eru í eigu ríkisins, hafa stigið stórt skref í tilraun- um sínum til þess að smíða raf hlöðuknúinn bíl, sagði talsmaður verksmiðjanna í dag. Búizt væri við, að hægt yrði að smiða fyrsta tilraunabílinn innan fárra ára. Hinsvegar vrði langt þar til al- menn framleiðsla slíkra bíla gæti hafizt sökum þess að raf- hlöður eru alltof dýrar og fyrir- ferðarmiklsr eins og nú háttar málum sagði talsmaðurinn. — Helgafell Framhald af bls. 28. er að tjónið er mjög mikið. Sjóréttur í máli þessu var sett- ur kl. 13.15 í dag og sátu í hon- um þeir skipstjórarnir Bjarni Jóhannesson og Björn Baldvins- son. Viðstaddir voru m.a. full- trúar vátryggjenda (Samvinnu- trygginga), Skipadeildar SÍS og Akureyrarhafnar. Réttarhöldun- um lauk 15,15 og lagði Helgafell úr höfn skömmu síðar. Sv. P. - NYJAR Framhala af bls. 28 ' inga engu síðui en aðrar þjóðir okkur skyldar. Hún hafi marga kosti umfram hina venjubundnu stærðfræðikennslu og að íslend- ingum sé nauðsyn að kunna veruleg skil á hinum nýju hug- myndum og nútímaviðhorfum úl stærðfræðinnar bæði vegna náms við erlendar menntastofn- anir og einnig til að kunna skil á því táknmáli og stærðfræðileg- um hugtökum sem tíðkast með öðrum þjóðum .Einnig hefur ver^ ið haft samráð við Guðmund Arnlaugsson rektor, sem hefur kynnt þessa stefnu í mennta- skóla og á kennaranámskeiðum, og ritað um það bókina „Töiur og mengi“. Það hefur orðið að ráði að nota við reikningskennslu 7 ára barnanna í tveimur fyrrgreind- um skólum dör.sk kennsiuveric - efni eftir Agnete Bundgaard og Eva Kytta, sem m.a. hafa verið reynd í skólum á Frederiksberg í nokkur undanfarin ár. Mun Kristinn Gíslason kynna verk- efnin fyrir þeim kennurum, sem taka þátt í tilrauninni og kaila þá saman til funda, þar sem ræ't verður um árangur, sem náðst hefur í hverjum einstökum á- fanga og bera saman niðurstöður fenginnar reynslu, og verða þá gerðar áætlanir um starfið 1 næsta áfanga. Þyki tilraunin í 7 ára bekkj- unum í vetur skila jákvæðum ár- angri, telur fræðslustjóri eðlilegt að taka þetta kennsluform upp í fyrsta bekk barnaskólanna í Reykjavík almennt. Þá hefur þeirri hugmynd verið hreyft að taka jafnframt upp nýja kennslu hætti í 4. og 7. bekk skyldustigs- ins. Eru þá verulegar líkur til að áðurnefnd verkefni verði teK- in til notkunai í fleiri skólum Reykjavíkur. Sá vandi er þó % fer'ðum að fáir kennarar eru undir það búnii að breyta þann- ig um kennsluhætti, og því nauð synlegt að efna til námskeiða til að kynna þeim þær grundvallar- hugmyndir, sem verkefnin byggj ast á. Þessa dagana eru haldnir fundir með foreldrum þeirra 7 ára barna, sem nú taka þátt í tilrauninni, þar sem þeim er nán- ar skýrt frá málinu. Stolið fyrir 20 þús. kr. í FYRRINOTT var brotin rúða 1 ljósmyndavélaverzlun Gevafoto við Læk;artorg. Lét þjófurinn greipar sópa um sýningarglugg- ann og hafði á brott með sér þrjár myndavélar, flasstæki og ljósmæli. Eru þessi tæki metin á rúm 20 þúsund kronur. Surveyor kollsteyp- ist á braut sinni Ottast oð geimfarib malist mélinu smærra á tunglinu Pasadena, Kaleforníu, 21. sept. — NTB. BANDARÍSKA tunglfarið Sur- veyor II. tók í morgun að velta um sjálft sig á braut sinni skömmu eftir að vísidamenn höfðu reynt að leiðrétta smá- vægilega skekkju á stefnu þess. Hélt Surveyor áfram veltingnum í allan dag, og eftir öllum sólar merkjum að dæma mun tungl- farið skella á yfirborði tungl- ins í stað þess að lenda þar „mjúkri lendingu". Ef svo fer, . hefur tilraunin misheppnast 1 með öllu, en Surveyor-tilraunin kostar um 4000 millj. ísl. kr. í Vísindamenn í Pasadena stóðu í dag ráðþrota andspænis því, i hvað gera skyldi til þess að reyna að gera Surveyor stöðug an á braut sinni. Voru vísinda- mennirnir á ráðstefnu í dag, en niðurstaða hennar varð sú, að . menn voru sammála um að litl- ar horfur væru á því, að takast mundi að ráða bót á veltingi tunglfarsins. í kvöld átti að halda annan fund til þess að ákveða hvað reynt skyldi að gera. Erfiðleikarnir varðandi Survey or hófust í morgun er vísinda- menn sendu Surveyor merki um að kveikja á stýriseldflaug unum. Aðeins tvær eldflaugar af þremur tóku til starfa, og tók þá tunglfarið að steypa sér koll hnís á braut sinni. Hafa vísinda menn ékki náð stjórn á því aftur þrátt fyrir endurteknar tilraun ir. Eini árangurinn nefur orð- ið sá, að Surveyor hefur oltið hraðar. Óttast menn því mjög að Surveyor malist mélinu smærra á yfirborði lunglsins á föoiudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.