Morgunblaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 22. sept. 1968 MORCUNBLAÐIÐ 15 Ævisaga Churchills ÞANN 24. október n.k. kemur út hjá í'orlagi Heinemanns í Lundúnum fyrsta bindi ævi- sögu Churchills, rituð af syni hans, Randolph Churchill. Höfundurinn vinnur bókina á heimili sínu, East Bergholt í Suffolk á Englandi, ásamt aðstoðarmönnum. East Berg- holt er byggt í georgískum stíl, gamalt og virðulegt hús. Sagt er að Constable hafi málað fræga landslagsmynd á garðsvölum þessa húss, en þar er mjög fagurt útsýni yfir dalinn fyrir neðan og allt til turna Dedhamkirkju, sem gnæfa við himin í fjarska. Nú ér þarna varðveitt eitt mesta safn einkaplagga, bréfa og opinberra skjala og skil- ríkja, sem nokkru sinni hefur komið saman á einum stað, varðandi einn mann. Hér er ef til vill síðasta margbinda ævisagan skráð í klassískum stíl. Safn þetta er geysimikið. Sá hluti þess, sem var í eigu Sir Winstons er geymt í 24 eld- traustum stálskápum, og hver skápur vegur um 750 kg. full- ur. í þessum skápum eru um 300.000 bréf, skjöl og skilríki. Þessar heimildir eru vátryggð ar fyrir 750.000 pund. Sér- stakt herbergi var reist við húsið undir allt þetta bréfa- og skjalamagn, það er eld- traust og stálhurðirnar að því vega um 2 tonn. Til þess að vinna úr slíku magni heimilda var öll efsta hæð hússins tekin undir skrifstofur, og eitt her- bergið hefur verið útbúið sér staklega til ljósmyndunar skj ala. Árið 1960 ákvað Randolph Churchill að helga sig ritun ævisögunnar, garðrækt og þessari eign sinni. Hann hvarf af stjórnmálasviðinu, þótt hann fylgist með öllu, sem gerist á þeim vettvangi af miklum áhuga. En ævisagan er aðalviðfangsefnið. Garð- ræktin verður honum tilbreyt ing. Hann telur sig hafa fund ið griðastaðinn í East Berg- holt, eftir nokkuð stormasamt líf. Hann segist aldrei fara til Lundúna, nema hann eigi þangað brýnt erindi, garð- urinn, húsið og bókin eru hans heimur. Allt heimilið snýst um bókina. Umræðuefnið við málsverði er venjulega eitt- hvað, sem varðar hana, nýjar heimildir úr, British Museum eða frá Bodleian-safninu í Oxford eða þá bréf, sem ein- hver aðstoðarmannanna hefur nýlega fundið og varpar nýju ljósi á einhvern atburð í lífi Churchills. Eftir síðdegisverðinn er oft tekið til við upplestur úr bréf- um Sir Winstons. Sá, sem les, stendur við púlt það, sem eitt sinn var í eigu Disraelis og Sir Winston notaði, þar til hann gaf syni sínum það. Þess ir upplestrar fara fram í bóka herbergi hússins, þar sem all- ir veggir eru þaktir bókum frá gólfi til lofts. Meðan lesið er úr bréfunum, er rétt eins og hundarnir, sem sitja fyrir framan arineldinn hlusti með athygli. Randolph Churchill og aðstoðarmenn hans fylgjast með og skrifa niður athuga- semdir. Þessir upplestrar virðast færa Sir Winston nær þeim, sem vinna að ævisögunni. Þeir verða næmari á ýmiskonar blæbrigði orðanna, og merk- ing þeirra verður skarpari við upplestur en hljóðlestur. Auk þess yrði það augum flestra ofraun að lesa sjálfur allt þetta heimildamagn. Höfund- urinn og aðstoðarmennirnir fylgjast allir með og það er gert að undirlagi höfundar. Randolph Churchill ætlar að láta Sir Winston segja ævi- sögu sína sem mest sjálfan, en það er ekki auðunnið, heimildamagnið er slíkt. Hann varð sjálfur undrandi þegar fyrsta sending bréfa og skjala barst honum. í þeirri send- ingu voru um 300 bréf, sem Sir Winston hafði skrifað for- eldrum sínum frá sjö ára aldri og til þess tíma, að hann hvarf frá Harrow átján ára gamall. Hann skrifaði móður sinni síðan reglulega, frá Sandhurst herskóla, úr her- búðum, meðan hann var ný- liði, frá Indlandi, Egyptalandi og lýsti fyrir henni orrustunni við Amdurman, hann lýsir fyrir henni, þegar hann var tekinn til fanga í Búastríðinu og hvernig honum tókst að strjúka. Öll þessi bréf eru lif- andi og stílsnilldin með ein- dæmum. Þau bera með sér vopnabrak, gleði, hryggð og allan blæ liðins tíma. Randolph segir: „Menn geta séð, hve heimildaauðurinn er mikill, á því, að þegar Bos- well tók að setja saman ævi- sögu Johnsons, náðu heimild- ir hans aðeins frá tuttugusta aldursári hans og ritaðar heimildir um Nelson ná enn skemmra aftur í tímann. En hér eru komin saman bréf, allt frá því að faðir minn tók að draga til stafs“. Og móðir Churchills, Lady Randolph, var ekki sú eina, sem þessi ópennalati ungling- ur skrifaði til. Ætt hans var geysifjölmenn, systkinabörnin og þremenningarnir voru 69 í föðurætt. Starfið er margt, það krefst ekki lítillar vinnu að lesa eða heyra lesin öll bréf um hann, rannsaka þau og fella inn í heildarmynd þá, sem gefin verður með birt- ingu þeirra. Bréfin frá, til og varðandi Sir Winston munu, einkum þau frá síðari hluta ævi hans, fylla þær eyður sem kunna að verða í atburðarásinni og verða oft bezta heimildin, sem kostur er á. Minningum vina og samstarfsmanna Sir Wins- Sir Winston Churchill. tons er safnað af mikilli elju. Randolph Churchill notar segulband í samræðum sínum við slíka, á þann hátt er aflað dýrmætra heimilda um ensk stjórnmál síðustu fimmtíu ár- in. Ein nánasta heimildin er Randolph Churchill sjálfur. Hann fékk að sitja til borðs með allri fjölskyldunni frá því að hann var þrettán ára, þá í Eton. Sami háttur var hafð- ur á um systur hans. Þetta var mjög frábrugðið því sem tíðkaðist á unglings- árum Sir Winstons sjálfs. Þá voru börn höfð sér og Rand- olph Churchill minnist þess, þegar hann var að fara til Eton, 17 ára gamall, að af- loknu sumarleyfi, að faðir hans sagði við hann með nokkrum trega: „Veiztu, drengur minn, að ég held að við tveir höfum talað meira saman þessa sumardaga, en ég og faðir minn allan þann tíma, sem við vorum sam- tíða“. Sir Winston var tvítug- ur þegar farðir hans lézt. „Ég er hræddur um, að ég hafi verið full hirðulaus við nám, eins og faðir minn, ég kynntist stjórnmálum, sögu og lærði ensku af honum, þeg ar ég hlustaði á hann við mál tíðir og á samræður hans við vini sína, eins og Birkenhead lávarð, Lloyd George og Beaverbrook lávarð". Nærvera Sir Winstons er sterk I East Bergholt, þar er allt fullt af málverkum eftir hann, rissmyndum, ljósmynd- um af honum og myndum af ættmönnum hans í föðurætt. Fyrsta útgáfa allra bóka Sir Winstons eru í bókaherberg- inu og á stigaveggjunum eru 14 olíumyndir eftir hann. Sumir segja það erfitt fyrir son að rita ævi föður síns. En ýmsir hana afsannað þessa staðhæfingu, meðal þeirra Sir Winston sjálfur, hann ritaði ævisögu föður síns ungur að árum. Randolph Churchill hefur lært einna mest ævisagnarit- un af föður sínum. „Tímatalið er lykillinn að allri frásögn", sagði Sir Winston oft. Eins og málum er komið nú, mun ævi sagan líklega fylla fimm þykk bindi og auk þessa verða önn ur fimm með bréfum, skjöl- um og athugagreinum. Fyrsta bindið spannar tíma bilið 1874—1901, eða frá fæð ingu hans og til þess að hann er í fyrsta skipti kosinn á þing, rétt fyrir fráfall Viktoríu drottningar í janúarmánuði 1901. Næsta bindi nær frá 1901 fram að styrjöldinni 1914. Þriðja bindið spannar stríðs- árin 1914—-1918 og fram að falli samsteypustjórnarinnar 1922. Fjórða bindið segir sögu áranna milli stríða og fimmta bindið síðari styrjöldina og eftirstríðsárin. Randolph Churchill hefur skipulagt alla vinnu og rann- sóknir. Aðstoðarmenn hans eiga að sjá um efni og athug- anir, hver á sínu bindi eða bindishluta. Mr. Michael Wolff hefur yfirumsjón með rannsóknum og sér um fyrsta bindið. Mr. Michael Molian sér um annað bindið. Mr. Martin Mauthner hefur eink- um athugað tímabilið 1905—• 1908 og Búastríðið og er hann Molian til aðstoðar. Mr. Mart- in Gilbert sér um þriðja bind- ið. Þrátt fyrir þessa aðstoð, er öll ævisagan rituð af Rand- olph Churchill. Aðstoðarmenn láta mjög vel af stjórn Rand- olphs Churchills, hann lætur þá sjálfráða og skiptir sér ekk ert af vinnu þeirra, les síðan yfir árangur rannsókna þeirra, velur og hafnar. Loks þegar tekið er að rita bókina, er allt heimildaefni til staðar og Randolph Chur- chill les síðan ritara fyrir. Áður en það gerist hefur hann farið yfir eða látið lesa fyrir sig, allar þær heimildir, sem tiltækar eru. Afritunarvélin er mjög mik- ið notuð. Tekin er afritun af bréfum og skjölum og síðan vélritað eftir þeim, þetta kem- ur í veg fyrir það, að frum- ritin verði fyrir hnjaski, auk þess er þannig hægt að afrita skjöl og bréf, sem fengin eru að láni. Þessi bók verður ekki að- eins æVisaga Sir Winstons, heldur einnig veraldarsaga síð ustu 75 ára. Hún mun að sjálf- sögðu vekja nokkurn úlfaþyt þegar hún kemur út, og menn munu endurskoða álit sitt um ýmsa menn og málefni. En hún mun gefa þá fullkomn- ustu heildarmynd af Sir Winston Churchill, sem kost- ur er á að gefa í bókum. Meðal heimilda, sem höf- undurinn hefur, eru óútgefin bréf allra brezkra forsætisráð- herra síðustu 95 ára, meðal þeirra eru bréf frá Gladstone og Disraeli. Churchill lifði á ríkisstjórn- arárum sex konunga og drottn inga, hann varð leiðaraefni blaða í Lundúnum áður en hann varð 21 árs, kosinn á þing 25 ára, aðstoðarráðherra 31 árs og ráðherra 3i3 ára gamall. Nákvæm ættartala fylgir ritinu og þar má sjá á hvern hátt Sir Winston er skyldur og tengdur mörgum, sem hafa á einhvern hátt sett sinn svip á þetta tímabil. Það er einkum gegnum Marlborough og Jer- ome ættirnar. Meðal þessara manna eru stjórnmálamenn, listamenn og rithöfundar. Þessi bók verður vafalaust talin með allra merkustu ævi- ritum, sem sett hafa verið saman fram að þessu á 20. öld. Norrænu samtökin á íyrsta fundi sínum Steí nuskrá samtakanna samþykkt — og bráðlega kynnt DAGANA 3. og 4. sept. síðastl. i var haldinn aðalfundur Sam- bands Norrænu félaganna á Norðurlöndum í Drammen. Fulltrúar íslands á fundinum voru Sigurður Bjarnason rit- stjóri, formaður Norræna fé- lagsins á íslandi, Einar Pálsson, núverandi framkvæmdastjóri fé- lagsins, Magnús Gíslason, frá- farandi framkvæmdastjóri, og Arnheiður Jónsdóttir, gjaldkeri. Samband Norrænu félaganna var stofnað í Reykjavík árið 1905. Er það sameiginleg stjórn allra félaganna í Danmörku, I Finnlandi, Færeyjum, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Var þetta fyrsti sameiginlegi fundur ráðs- ins frá stofnun þess í Reykjavík. Stjórnaði formaður samtakanna, Norðmaðurinn Harald Throne- Holst, fundinum. Til fundarins mættu fulltrúar allra Norður- landa. Mikilvægasta mál fundarins var afgreiðsla tillögu um stefnu- skrá samtakanna í náinni fram- tíð. Var stefnuskráin lögð fram og afgreidd á fundinum. Verður hún birt á íslenzku bráðlega. Meginefni hennar er það, að Norðurlönd skuli stefna mark- visst að sameiningu á sem flest- um sviðum, svo að Norðurlönd verði með tímanum ein menning arleg og þjóðfélagsleg heild: Skýrt er þó fram tekið, að urinið skuli á afmörkuðum sviðum hér eftir sem hingað til, og fullt til- lit tekið til breytilegra hátta þjóðanna á Norðurlöndum. Er síðasttalda atriðið mikilvægt fyrir íslendinga, ekki sízt vegna sérstöðu okkar í efnahagsmálum. Á fundinum var og rætt hið svonefnda „frítíma-vandamál“ á Norðurlöndum og hugsanleg samvinna Norðurlandabúa um lausn þess. Svo er mál með vexti, að Mið-Evrópubúar, einkum Þjóð verjar, sækja mikið til Norður- landa í sumarleyfi og kaupa upp eignir þar. Stafa af þessu ýmis vandamál, sem Norðurlönd hyggj ast leysa hið bráðasta. En frí- tími Norðurlandabúa sjálfra blandast að sjálfsögðu umræð um um þessi mál, nýting hans og notkun landsvæða á Norður- löndum til frístundaiðkana. Kem ur til mála að friða stór land- svæði á Norðurlöndum svo að unnt verði að hagnýta þau í þágu sumarleyfa almennings. Þá voru einnig rædd vanda- mál landamærahéraða, einkum Noregs og Svíþjóðar. Sums stað- ar liggja landamæri þannig, að skólaganga, læknisþjónusta og ýmiskonar opinberar framkvæmd ir nýtast mun betur með náinni samvinnu hins norska og sænska hluta. Er unnið að ýmiskonar samræmingu og hagræðingu norskra og sænskra laga er að þessu lúta. Þá urðu miklar umræður um sameiginlegt málgagn allra Nor- rænu félaganna. Var ákveðið að reyna að finna grundvöll slíkr- ar útgáfu og málið sent til af- greiðslu innan stjórnar samtak- anna. Einnig var rætt um æsku- lýðsár Norðurlanda 1967-68. Er áformað að helga því ári upp- byggingu ungmennasamtaka allra Norðurlanda. Formaður Norræna félagsins á íslandi, Sigurður Bjarnason, skýrði frá framkvæmdum við Norræna húsið í Reykjavík. Er áætlað, að byggingu hússins ljúki árið 1968. Fögnuðu fundar- menn mjög þeim upplýsingum. Á mótinu var fyrrverandi for maður Norræna félagsins í Finn- landi, Karl-August Fagerholm, útnefndur heiðursmeðlimur sam takanna. Erik Eriksen, fyrrver- andi forsætisráðherra Dana, var kosinn formaður samtakanna næsta starfsár. Næsti aðalfundur Sambands Norrænu félaganna verður hald- inn í Danmörku í október 1967. (Fréttatilkynning frá Norræna félaginu sept. 1966). París, 21. sept. —- NTB: FRAKKLAND hefur ákveðið að þjóðaratkvæöagreiðsla skuli fara fram í Franska-Somalilandi fyrir 1. júlí næsta ár. — Allt frá því að de Gaulle forseti heimsótti Somalil and í sl. mánuði hafa átt sér þar stað óeirðir og kröfu- gerð um sjaifstæði. Franski lands stjórinn þar hefur tjáð stjórn- málamönnum þar að þeir eigi um þrennt að velja, þ.e. óbreytt ástand, „innri sjálísstjórn" og sjálfstæði. „Fólkið mun nú fá tækifæri til að velja", segir lands stjórinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.