Morgunblaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ Ffmmfuðajíiir 22. sept. 19í ISI viII framkvæmdaáætlun um upp- byggingu ibi'óttakennaraskólans Sigurvegarar Fram í 3. flokki íslandsmótsins. Liðið sigraði Keflavík í úrslitaleik með 2:1 eftir framlengingu. Fremri röð frá vinstri: Stefán Eggertsson, Marteinn Geirsson, Sturla Þorsteins- son, Rúnar Vilhjálmsson, Ágúst Guðmundsson, Einar Matthíasson, og þjálfarinn, Jóhannes Atla- son. Aftari röð: Birgir Sigurbjörnsson, Eyþjólfur Bergþórsson, Ingvar Bjarnason, Snorri Hauks son og Jón Pétursson. Kennaraskortur háir öilu íþróttastarfinu Á ÍÞRÓTTAÞINGI Í.S.Í. á fsa- firði var rætt um kenn^ra- og leiðbeinendaskort íþróttahreyf- ingarinnar og samþykkt eftir- farandi tillaga til úrbóta. íþróttaþing Í9Í 1966 beinir þeim eindrengu tilmælum til menntamálaráðherra, að beita sér fyrir því að gerð verði fram- kvæmdaáætlun um uppbyggingu íþróttakennaraskóla íslands. Þeg ar áætlun verður samin, er æski- legt að tekið verðx tillit til frum- varps þess, sem nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins hefur samið um íþróttakennaraskóla íslands, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að nám við skólann taki tvö ár. Greinargerð: Sú staðreynd er fyrir löngu kunn, að skortur á íþróttakenn- urum og leiðbeinendum, stend- ur mjög fyrir þrifum eðlilegra framvindu íþróttamála í land- inu. Orsök þessa ástands er sú, hveru takmarkaðir eru möguleik ar íþróttakennaraskóla íslands að útskrifa íþróttakennara, vegna húsnæðisskorts og margs konar vanbúnaðar. Það er því mjög aðkallandi að gerð verði framkvæmdaáætlun um uppbyggingu þessa skóla, sem og verið hefur um aðra skóla landsins, og hann hafi yfir að ráða þeim mannvirkjum, sem gera honum kleift að taka á Framhald á bls. 21 Þetta eru sigurvegarar ÍBK í 2. aldurstlokki á íslandsmótinu. Liðið vann alla sína Ieiki í mot- inu og skoraði 18 mörk gegn 6. í úrslitaleik sigraði liðið Val með 3:2 k . .. LAUGARD. 3. sept. síðastlið- inn var háð samtímis keppni í 3 flokkum á velli Golfklúbbs Rvíkur við Grafarholt þ.e. eldri flokks, Nýliða- og unglinga- keppni. Kappleikir þessur eru meistarakeppnir. Á laugardag áttu að fara fram undirbúnings I 18 holu höggleikir, sem gæfu til ' kynna 8 eða 16 beztu innan hvers flokks. Vikuna á eftir skyldi síðan fara fram sjálf að- aikeppnin, sem er holukeppni með útsláttar-fyrirkomulagi og ljúka með úrslitum laugardag- inn 10. sept. Sú undantekning frá þessari reglu sem aldrei hefur komið I fyrir áður var, að í eldri flokks 1 meistarakeppni mættu aðeins 2 keppendur til leiks. Var ákveðið að þeir lykju bæði höggleiknum og holukeppninni þennan sama | dag. I eldri flokk G.R. hafa þeir einir þátttökurétt, sem eru 50 ára og eldri. Þessir tveir sem nú háðu harða baráttu um meist aratitilinn voru Sigurjón Hall- björnsson og Sverrir Guðmuríds son. Eftir tvísýna keppni fór ! svo að Sverrir Guðmundsson varð eldri flokks meistari G.R. 1966. Sigurjón var hins vegar : höggleikinn, þannig að báðir , fengu sín sigurlaun. í nýliðakeppninni var hins ; vegar geysileg þátttaka eða 25 keppendur. Ungur nýliði Gunn- laugur Ragnarsson sigraði glæsi lega í undirbúningskeppninni að þessu sinni. 16 keppendur komust í aðalkeppnina, og var mjótt á mununum hveijir hlytu sess í hópi hinna 16 útvöldu. Þeir háðu síðan harða hildi alla næstu viku, unz aðeins 2 stóðu eftir í vikulokin. Á laugardaginn 3. sept fóru úrslitin fram milli Jóns Agnars og Vilhjálms Ólafssonar. Lauk þeirri viðureign svo, að Jón Agnars sigraði. Jón lék mjög jafnt og af festu, sem Vilhjálmi varð um megn að standast. Jón Agnars hafði áður sigrað 2 mjög efnilega nýliða, þá Berg Guðna- son og Svan Friðgeirsson, með talsverðum yfirburðum. Jón Agnars varð því Nýliðameistari G.R. 1966. í unglingakeppninni voru keppendur því miður aðeins 5. Allir þessir efnilegu unglingar eiga þakkir skildar fyrir, þá rækt, sem þeir hafa lagt við að taka þátt í keppnum félagsins í sumar. Hans ísebarn sigraði glæsilega í undirbúningskeppn- inni í 84 höggum brúttó (án forgjafar). Hans fsebarn, sem varð Unglingameistari íslands í 2. sinn í röð í sumar, sigraði einnig keppinauta sína að þessu sinni, og hlaut því titilinn Ungl- ingameistari G.R 1966. Myndin er af sigurvegurum Fram í 5. flokki Islandsmótsins. Fram lék til úrslita gegn FH og þurftu liðin að leika þrjá leiki áður en úrslit fengust. Sigraði Fram í þriðja leiknum með 2:L Á myndinni eru, neðri röð frá vinstri: Árni Grétarsson, Birgir Sveinsson, Sveinbjörn Egilsson, Hlöðver Rafnsson, Sigurjón Ólafsson og Bjarni Jónsson. Aftari röð: Alfreð Þorsteinsson, þjáif- ari, Sighvatur Magnússon, Björn Arnarson, Kristinn Guðlaugsson, Guðmundur Arnarson, Sig- urður Svavarsson, ólafur Jóhansson, Bergsteinn Gunnarsson, Finnbjörn Hermannsson og Skúli Nielsen, þjálfari. Vinna í anda gamallar og góðrar áhugamennsku 99 ÞÆR GERAST æ sjaldgæfari sagnirnar nm aö einhverju — hvað þá miklu — sé fórnaff til þess að menn geti stundað sin ar íþróttir og margir eru fljót ir til að fullyróa að áhuga- mennska í orðsins fyllstu merkingu sé úr sögunni. Fé- lagar i norska handknattleiks liðinu Faik í Horten í Noregi hafa afsannað þessa kenningu — í bili. Og þó sagan eigi hlið stæður í ísl. félógum einhvcrj um, er hún læruómsrik. Þeir íélagar unnu sér rétt til setu í I. deilú í Noregi nú í vetur. Aðalstjórn félagsins vildi ekki gefa þeim leyfi t.il að nota þennan rétt nema ílokkurinn tryggði 3000 kron ur norskar í ,.terðasjóð“ því mikil útgjóld eru vegna ferða laga vegna lentja í deildinni. Leiknxennirnir greiddu því 300 kr. bver í sjóð og af- hentu aðalstjórninni. Þessi upphæð nægir þó ekki nema til þriggja lengstu ferða liðs ins vegna keppninnar þ.e. til Þrándheims, Rjukan og Elver um. Til þess enn frekar að efla fjárhag félagsins hafa hand- knattleiksmenmrnir að undan förnu tekið að sér ýmis störf í frístundum sinum. Þeir mála hús, hreinsr baðstrendur, laga til í görðum o. fl. og leggja launin í ferðasjóðinn. Ofan á allt þetta erfiði horfa þeir fram á það að heimaleiki sína verða þeir að leika í næstu byggð, Sande- fjord þar sem enginn íþrótta- höll af löglegri stærð er í Hor etan. Þeir missa því af flest- um sírium „dyggu“ heima- stuðningsmönnum. Lengsta boðhlaup heimsins“ fór fram nýlega — eða 8.-9. sept. er stúdentar í Osló og í Þránd- heimi háðu boðhlaupskeppni milli borganna. 56 stúdentar voru í sveit hvors aðila og hljóp hver þeirra 10 km vegalengd. Hófst boðhlaupið á torgi Þránd heims á miðnætti 8. sept. og lauk snemma að morgni 10. sept. í Osló. Sveit Þrándheims tók forystu á 1. spretti en síðan náðu Osló- stúdentar forystu, uku hana smám saman og sigruðu með yfirburðum. Það þætti tíðindum sæta ef boðhlaupskcppni væri háð á vegalengdkinni frá Mývatni til Reykjavikur sem er þó aðeins styttri. Og hvað er íþróttaáhugi meðal stúdenta í Noregi meiri en meðal stúdenta hér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.