Morgunblaðið - 24.09.1966, Síða 25

Morgunblaðið - 24.09.1966, Síða 25
Laugardagur 24 sept. T9#8 MORGU NBLAÐIÐ 25 — Afrlka Framhald af bls. 14 aðstoð. Ekkert landanna hefur getað eflt svo atvinnuvegina, að þeir hafi verið færir um að taka við hinni árlegu aukn- ingu vinnufærra manna. Og í þeim flestum fer stöðugt vax- andi hópur menntaðs fólks, sem ekki fær atvinnu. Hraðfara breytingar eiga sér einnig stað innan hinna ný- frjálsu ríkja Afríku. Fólksflutn ingar til borganna fara hættu- lega vaxandi og þeim fylgja öll vandamál nútíma iðnaðarþjóða — leiða af sér atvinnuleysi, þjóðfélagslega upplausn, afbrot og slit fjölskyldubanda. Nýjar yfirstéttir eru að myndast, kveðnar í því að verja aðstöðu sína gagnvart þeim, sem verr eru settir. Virðing afrísks æsku lýðs fyrir ættbálka- og fjöl- skylduaga minnkar stöðugt og hinir ungu atvinnuleysingjar eru auðveld bráð fyrir undir- róðursöflin. Ekkert þessara vandamála eru einkennandi, afrískt fyrir- brigði, en áhrif þeirra hljóta að verða sérstaklega hættuleg fyrir nýfrjáls ríki, sem enn eru að reyna að koma undir sig fót- unum. Afleiðingin er óþolin- mæði og umbótaiþrá. Fram ti'l þessa hef ég aðeins lýst þeim staðreyndum, sem unnt er að drepa fingri á. En í Afríku nútímans er hið andlega ástand ekki síður raunverulegt eða hættulegt Fyrir hinum afríska þjóð- ernissinna er sjálfstæðið miklu meira en aðeins réttur til sjálfs- stjórnar — góðrar eða slæmr- ar. Það er tæki þjóða hinna svörtu til raunverulegs jafn- réttis við aðrar þjóðir í heim- inum og til að þurrka út minn- inguna um aldalanga niðurlæg- ingu. Hin „svarta sál“ er und- irrót afstöðu Afríku í alþjóða- málum. Af þessum sökum verður sjálfstæðið leiðin til að þurrka út ójöfnuð í öllum sínum mynd um milli hinna fyrrverandi hvítu drottnara og hinna svörtu undirsáta. Þetta lýsir sér í stefnunni um einingu Afríku og „enga íhlutun í málefni Af- ríku,“ í hinum háværu kröf- um um rétt Afríku til áhrifa & á alþjóðavettvangi og að yfir- ráð hinna hvítu verði brotin á bak aftur — sérstaklega á meg- inlandi Afríku. Þetta eru ástæð urnar fyrir öllum æsingunum vegna Hhodesíu, portúgölsku nýlendnanna og Suður-Afríku. Áframhaldandi tilvera þess- ara ríkja hvítrar yfirdrottnun- ar er stöðug áminning um ev- rópska hleypidóma, sem eru sem sár um alla álfuna. Kynþáttavandamálið er sem púðurtunna í Afriku. Geðs- hræringarnar, sem það veldur, magnast af þeim erfiðleikum, sem Afríkubúar eiga í til- raunum sínum til að byggja upp öflug og óháð þjóðfélög, sem þurfi ekki lengur að eiga allt undir góðvild og aðstoð út- lendinga. Hinar máttvana rík- isstjórnir þeirra og samkeppn- in milli Afríkuríkja auka á vonleysið, sem Afríkubúar finna til sökum þess, að þeir eru ekki enn nægilega öflugir til að ráða sjálfir við Ian Smith, dr. Salazar eða dr. Vorster. Þeir hafa misst alla trú á, að vestrænar ríkisstjórnir muni grípa til aðgerða sem nægi til að binda endi á „yfirdrottnun hinna hvítu“ í Afríku. Og ó- hjákvæmilega eykur þetta á erfiðleikana í samskiptum af- rískra og vestrænna leiðtoga. Eins og málum er nú háttað er fátt skaðlegra sambúð kyn- þáttanna, en sú tilhneiging Ev- rópumanna að benda á getu- leysi Afríkubúa til að stjórna sér sjálfir, sem ástæðu fyrir því að semja beri við stjórn Ian Smiths í Rhodesíu eða menn , verði að umbera „apartheid". 1 Hvað um framtíðina? Eitt af því fáa, sem maður getur verið næstum því fullviss um, I er að Afríka muni halda á- fram að vera púðurtunna og þar sjóði upp úr öðru hverju. Fleiri ríki munu fylgja á eftir Nígeríu, Ghana og Uganda. Eng in ríkisstjórn í Afríku getur talist föst í sessi. Ekki eru held ur líkur fyrir traustu stjórnar- fari fyrr en Afríkubyltingin hef ur að fullu lokið göngu sinni — en það gæti auðveldlega tek- ið tvo áratugi eða meira. Eng- inn getur spáð fyrir um, hvaða stefnu Afríka muni að lokum taka — hvorki viðvíkjandi af- stöðunni í alþjóðamálum né þeim stjórnarháttum, sem full- nægja þörfum hinna marg- breytilegu þjóðfélaga hennar. Vafalaust munu hin róttæku öfl halda áfram að styrkjast. Hvort Rússar eða Kínverjar muni geta hagnýtt þessi öfl sér til framdráttar á sviði alþjóða- mála er fremur komið undir stefnu Vesturveldanna en kommúnistum sjálfum. Skilji hinn vestræni heimur ekki hina raunverulegu erfið- leika Afríku og hina geðrænu þætti þeirra — og bregðist við á réttan hátt — getur það að- eins haft í för með sér, að rót- tæku öflin gerist Vestrinu frá- hverf, eins og gerzt hefur í of ríkum mæli í Asíu, Miðaust- urlöndum og jafnvel í Suður- Ameríku. Þótt leiðtogar Afríku óski eftir því að verða ekki erlendum ríkjum háðir vegna hlutleysisstefnu sinnar, þá er samt komið á daginn, að þeir eru of máttvana og sundraðir til að hundsa stórveldin, sem bjóða þeim lífsnauðsynlegar gjafir í formi efnahagslegrar og hernaðarlegrar aðstoðar. I bar- áttu sinni gegn „yfirdrottnun hinna hvítu“ í suðurhluta Af- ríku munu þeir óhjákvæmilega þiggja aðstoð kommúnistaríkja ef Vesturveldin reyna að leiða þá baráttu hjá sér. Þótt fólki í Bretlandi og öðr- um vestrænum ríkjum finnist það orðið þreytt á stjórnmála ástandinu í Afriku mun það ekki, fremur en Afríkubúar sjálfir, komast hjá þvi að eiga mikið undir þróuninni í Afríku. Eins og málin standa í dag meg- um við vera þakklát ef við sleppum við kynþáttastyrjöld vegna Suður-Afríku. Útgáfa Neytenda- samtakanna elfd 1. TBL. Neyendablaðsins 1966 var nýleg i senl félagsmönnum. Er það tvófalt stærra en venju- lega eða 32 bls. Utgáfa blaðsins hefst að pessu sihm fyrst mcð haustinu, en verður þó meiri i ár en nokkru sinni fyrr. Undan- farin 3 ár l.efur árgjald félags- manna verið aðeins 100 krónur, og var fjárhagurinn orðinn svo þröngur, að óhjákvæmilegt var að hækka það upp í 200 kr„ eins og gert var á síðasta aðalfundi. Sú hækkun fer þó ekki að segja til sín, fyrr en liður á árið, og var því hyggilegast að hefja út- gáfuna þa. I.isti yfir vöruverð. f blaðinu er birtur listi yfir verð á neyzluvöruin, eins og áður hefur verið gert. Slíkur listi er jafnframt til ábendingar um vöruval, sérstaklega hvað snert- ir kjötvörur. Þar sem hann tekur allmikið rúm í blaðinu, verður slíkur listi ekki birtur aftur á næstunm, en fólk hvatt til þess að færa inn breytt verð, jafnóðum cg það er auglýst. Þá er einnig í blaðinu viðvör- un vegna ábyrgðarskírteina, en Neytendasarntökin leggja nu mikið kapp á það mál. Sérstakt blað hefur verið gefið út, sem fjallar um réttindi og skyldur kaupenda og seljenda, og fá nýir félagsmenn það, en hyggnir kaupendut ættu að kynna sér efni þess, áður en þeir kaupa varanlegar neyzluvörur, svo sem heimilistæki, sjónvarpstæki, hús- gögn o.s.Erv. Anglýsingar ekki teknar lengur. Neytendablaðið verður fram- vegis án auglýsmga, en að því hefur lengi verið stefnt. Hingað til hafa pó aðeins verið teknar auglýsingar aí vrssu tagi, sem bryti ekki gegn grundvallarregl um Neytendasamtaka á neinn hátt eða gæti vakið tortryggni. Nú verða alls engar teknar, en sá er háttur allra „hreinna neytendab'aða, málgagna neyt- endasamtaka urr. heim allan. Þannig má þekkja þau frá öðr- um „neytendablöðum", án þess að neitt illt sé um þau sagt með því. Og þess vegna er það til dæmis fráleitt, að tímaritið „Good Housekeeping" og merki þess gæti verið í neinum tengsl- um við bandansku Neytenda- samtökin. Stjórn A'tjóðasambands Neyt endasamtaka hélt fund hér í vor og bauð formanni hinna ís- lenzku samtaka á alþjóðaráð- stefnu þeirra í ísrael í sumar Árangur þessa var m. a. sá, að Neytendasarntökin fengu heim- ild til til að birta niðurstöður gæðamatsrannsokna systursam- Skrifstofustúlka Skrifstofustúlka óskast á skrifstofu í Miðborginni strax. — Vélritunarkunnátta nauðsynleg. — Mjög góð vinnuskilyrði. — Upplýsingar iim aldur mennt- un og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fynr 28. sept., merkt: „4073“. takanna, án þess að birta grein- arnar í hei.d. svo sem skilyrði hafði verið, en það hefði tekið allt of mikið rúm í blaðinu. Breytir þeita miklu, svo sem séð verður þegar í næsta blaði, þegar heiti vissra vörutegunda verða birt ásamt einkunnum þeir, sem þær hafa fengið við rannsókniruar. Innritun nýrra félagsmanna annast bókaverzlanir í Reykja- vík og um land allt. Einnig næg- ir að hring.ia í síma 1 9722. Skrif- stofa Neytfmdasamtakanna er í Austurstræli 14. (Fréttai ilkynning frá Neytendasamtökunum). — Afmælisviðtal Framhald af bls. 8 hérna, og formaður skólanefnd- ar var ég um langt árabil. Frétta ritari útvarpsins hef ég verið lengi. En það er nú svona á smástöð um, að allskonar störf hlaðast á einstaka menn. En eitt vil ég segja að lokum. Það er engin fátækt til lengur í okkar þjóðfélagi, og mætti marga lexíuna út af því leggja. Stundum er býsnast yfir þessu, en ég hygg að það sé rangt, og þeir sem hafa náð í aldri jafn langt og ég, muna áreiðanlega annað og meira. Og nú á ég, sem þessar línur skrifa, ekkert annað eftir en óska Sigmundi, vini mínum til hamingju með áfangann, óska honum og byggðarlagi hans, Þingeyri allra heilla. Þingeyri á mikla framtíð fyrir höndum. Þar býr gott og gestrisið fólk, sem á allt gott skilið. Einn af máttarstólpum þessa „pláss“ er Sigmundur Jónsson, kaupmaður. Honum heill í dag. Fr. S. Látinn er fyrii nokkru I Bandaríkjunum bezti mandó- línleikar: neims að sagt var, ítalinn Giuseppe Pettine, ní- ræður að aldri. Pettine var einnig kunnur fyrir tónsmíðar síftar fyrir þetta eftirlætishljóð færi sitt fg samdi m. a. eitt af örfáum stórverkum fyrir mandólín sem flutt var í New York 1949. JAMES BOND — x- “X- — Eítii IAN FLEMING James Bond BY 1AN FLEMING ORAWING BY JOHN McLUSKY BUT I DONT UND6BSTAND, FELIX. IF YOJ ASl A PIKJKERTON'S , MAN HAVE ALL , TWS EVIDENCE TVIAT THERE'S A RACINS 1 PLCT. WHV NOT SO T0 TI4E STEWARDS ?Á r I wouldnt set far \ WITU TUEM-AND ANYWAV] I’VE SOT MY OWN IDEA. AND ITS SOING TD UURT TUE SPANGLEDMOB FAfl MOCE TUAN A DíSSAEMENT — F.n ég skil ekki Felix. Ef þú, sem maðui Pinkerton’s, veizt það mætavel, að svik eru i tafli hvers vegna kemur þú ekki upp um þau? — Það mundi ekki gagna mikið, auk þess hef ég mina eigin hugmynd, sem kemur mun verr við kaunin á flokknum, eu að útiloka hann frá keppninni. í morgunsárið fór ég með Felix til al horfa á æfingarnar. Við horfðum á hest- inn, nefndan „Feimna brosið“, þjóta fram hjá. Teiknari; J. M O R A Furdu lastmn hleypur Jumbo til skip- stjóians: — Hvað hafa þessir fantar og þorparar gert við Spora? Skipstjórinn skýnr fyrir honum, að Álfur og flokkur hans hafi ekki minnstu hugmynd um hver Spori sé, þeir vissu ekki einu sinni, að þeir voru eltir. En Jumbó fyllist örvæntingu. Hann hristir Álf og hrópar — Þú skalt bara segja sannleikann. Biddu bara, ef eitt- hvað kemur fyrir Spora. En aumingja Álfur staðhæfir sakleysi sitt, hann veit raunverulega ekkert um örlög Spora. Loks fæst Júmbó til að hlusta á skýr- ingar Álfs, þó ekki án síðustu aðvörunar: — Þu veizt að við erum langt í burt frá læknum og sjúkrasamlögum — og ef þú ert ekki að segja satt, þá skai ég . . , .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.