Morgunblaðið - 24.09.1966, Page 28

Morgunblaðið - 24.09.1966, Page 28
28 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 24. sept. 1966 Edith hallaði sér fram í sæt- inu. — Þér eruð þá alveg viss um, að þeim hafi ekki fæðzt sonur, á fyrsta árinu? — Alveg áreiðanlega ekki, frú. — En þau héfðu nú getað ver- ið í Evrópu, þegar hann fædd- ist. • — Nei, frú. Fyrsta árið .... og jafnvel líka annað og þriðjs, sem þau voru gift, fóru þau ekk- ert að heiman. Herrann sagði. að hann væri búinn að flækjast nóg á stríðsárunum, svo að það gæti dugað sér fyrir langan tíma. Og auk þess varð har.n að rétta við fjölskyldufyrirtæk- ið, eftir ófriðinn. Edith svaraði engu. Hún gerði sér nú Ijóst, hvernig í öllu lá, og gat ekkert sagt. Þegar bíllinn stanzaði á ákvörðunarstaðnum, var það rétt svo, að hún gæH þakkað George. Hún flýtti sér inn í krána og reiðin sauð niðri í henni. G. Edith varð sem snöggvast blinduð, er hún kom úr öllu sól- skininu inn á hálfdimma krána. Hún stanzaði snöggvast í dyr- unum, og brátt mótaði fyrir því, sem þarna var inni. Þar sm hún kom beint úr höll de Lorca-ætt- arinnar, varð henni fyrst nú ljóst, hvernig allt leit út hér. Skenkiborðið sjálft var úr skran búð. Stólarnir með gervileðrinu á voru féngnir á samskonar stað, sem hafði hætt vegna eldsvoða. Þarna voru fjögur borð með stólum af allt annarri tegund. Skreytingin var aðallega skjanna legar öl-auglýsingar. Við þann endann á afgreiðslu- borðinu, sem fjær var, stóð það, sem einu sinni hafði verið stolt hennar, sem sé hljómsveitarpall- ur, sem hún hafði skreytt með glanspappír. Á honum var raf- magnsorgel og trumbur. Hún hafði aldrei getað þolað að hafa sjálfsalahljóðfæri. Dan, sem var hvorrtveggja í senn, barþjónn og útkastari, og var líkastur aflraunamanni, sem farinn væri i hundana, leit upp úr tímaritinu, sem hann war að lesa, og hafði aðallega inni að halda myndir af fáklæddu kvenfólki, og sá þá, að Edith stóð í dyrunum. Hann leit á hana aftur. — Beamis kom, sagði hann. — Bað mig segja, að hann mundi líta inn aftur. Sagði, að þú mund ir vita erindið. Það var rétt eins og hún sæi hann ekki, og hann sagði. — Þú ert eitthvað dokin. — Já, það er ég sananrlega. Gefðu mér eitthvað að drekka. Nú sá hún fyrst gestina í saln- um. Tveir menn í slitnum föt- um sátu í lágværum samræðum við afgreiðsluborðið, en einhver hjónaleysi sátu við eitt borðið og horfðu ólundarlega niður í glösin sín. Lítill og magur maður með músarandlit, horði tinandi um salinn og gekk síðan til Edith. — Hæ, Edie, sagði hann glað- klakkalega. — Hérna er ég með nokkuð handa þér. — Það efast ég um, svaraði hún kuldalega. Maðurinn leit undirfurðulega kring um sig og sagði síðan. — Veðmálaseðla. Edith hristi höfuðið afundin. — O, láttu ekki svona Edie. Alltaf getur heppnin komið þeg- ar minnst varir. — Jú, hætt er við, svaraði hún háðslega. Svo tók hún glasið sitt og gekk að stiganum. — Reyndu heppnina, Edie ámálgaði maðurmn. — Bara í þetta sinn. Edith hélt áfram upp dimma stigann, og upp í herbergið sitt og lokaði vandlega á eftir sér. Þetta var druslulegt herbergi, sem sagði greinilega ævisögu hennar, síðustu tíu árin. Lítið var þarna af húsgögnum — lágt einfalt rúm, ruggustóll og annar með beinu baki, hrörlegt borð með suðuplötu á, snyrtiborð með einum bursta og greiðu og hár- nálaöskju á. Útsýnið úr gluggan- um var aðeins yfir húsagarðinn. Hún stóð fyrir framan spegil- inn með glasið í hendinni og starði á mynd sína. Hægt og hægt tók hún ofan hattinn og lét hárið falla laust. í dag var eng- inn draumur í þessum spegli — engin draumur um að vera frú Francesco de Lorca. Nú sá hún aðeins sjálfa sig eins og hún var, Edith Philips, sem var tekin að eldast, og allt hennar líf autt og tómt. Frank var dáinn — hún hefði aldrei framar af honum að segja. Systir hennar hafði stolið frá henni stöðu hennar í lífinu. Hvað það hefði líkzt Margaret! Hún hafði alltaf logið sig áfram. Hún hafði blekkt föður þeirra með fleðulátum, en hataði hann raunverulega. Þegar þær voru einar síns liðs, systurnar, var Margaret vön að gera gys að vínlyktinni af föður þeirra, og hvernig hann kæmi heim á kvöldin með augun hvít af drykkiu. Margaret hafði ginnt föður þeirra til að halda, að hún væri góð og vingjarnleg stúlka. Edith vissi betur. Hún vissi, að þegar þær fóru saman út á stefnumót, var Margaret alltaf vön að sitja í aftursætinu með kunningja sín- um, og þegar stanzað var, gaf hún sig honum á vald. Og hún var vön að gera gys að Edith fyrir að fara ekki eins að. Já, hún hafði svikið sig áfram. Hún hafði sagt föður þeirra, að hún ætlaði til Los Angeles og gerast sýningarstúlka, en raun- verulega fór hún þá að búa með einhverjum leikara. Enginn vissi um allar blekkingar hennar og svik nema Edith. Hún vissi það. eiris og tvíburasystir ein getur vitað slíkt. Hún gat skyggnzt inn í hjarta hennar og þar var ljótt um að litast. ,Edith heyrði fótatak í stigan- um og strauk á sér kinnarnar. til þess að iafna sig ofurlítið. Svo var barið að dyrum. — Það er Jim, Edith. Hún dró andann djúnt og svar- aði: — Komdu inn, Jim. Það er ólæst. Jim Hobbson var ekki sú teg- und lögreglumanna barna í borg- inni, sem hefur háskóianróf og fínan einkennisbúning Hann var blátt áfram óskön alvanalegur lögreelubjónn hrikalegur og iura legur, en með næma tiltínningu fyrir réttu og röngu. Heiðarlegur og skvldurækinn. Hann hafði klifrað udo eftir metnrðastiean- um meir í krafti af embætt.isaldri en verðleikum. F.n eneinn hefði getað neitað bvi. að hann var góður Ingreffiubiónn. — Hæ! sagði hann og andiitið liAmaði með vingjarnlegum hrein skilnissvip. — Hæ! svaraði hún og í rödd- inni mátti greina hvorttveggja í senn volvild og óbolinmæði — Hérna er ég með dáb'tið handa þér. sagði hann og rétti fram ofurh'tinn böggul. sem hann hafði falið að baki sér. — Til hamingju með afmælisdaginn! Edith leit á böggulinn og ákaf- ann, sem skein út úr Jim. Til hamingiu með afmælisdaginn. endurtók hún dauflega, en svo fannst henni þetta svo hlægilegt, að hún hló hranalega. En hætti samt, þegar hún sá undrunar- svipinn á Jim. — Jæja, ég er nú svona gerð- ur, að ég gleymi aldrei merkis- dögum, hvort heldur það eru jól, eða afmælisdagar, sagði hann og beindi gamninu að sjálfum sér. — En opnaðu þetta! Langar þig ekki að sjá verðlaunin sem þú færð fyrir að lifa svona lengi? — 'Ó, Jim, sagði hún um leið og hún tók að opna böggulinn. — Það er fallega gert af þér að muna eftir afmælisdeginum mínum. Sjálf var ég alveg búin að gleyma honum. Og það er líka jafngott, á mínum aldri. — Nei, komdu nú ekki með það. Þú ert enn fallegasta stúlk- an, sem ég þekki. — Þá skaltu líka fá vindlana þina í staðinn. Hún benti á kassa á borðinu. — Hvernig stendur á því? Þú átt sjálf afmælisdag og svo ertu að gefa mér vindia? Hann horfði á hana með ákafa er hún opnaði umbúðirnar. Innan í var skrautgripaaskja og í henni var úr. — Nei, þú átt ekki að vera að þessu, Jim! sagði hún vingjarn- lega. — Farðu ekki að segja mér fyrir um, hvað ég eigi að gera eða ekki gera, sagði hann og lézt vera byrstur. Hún horfði á fallega armband- ið á úrinu, orðlaus, og tár komu fram í augu hennar. Jim gat ekkert skilið í þessum viðbrögð- um. — Hananú, lofaðu mér að setja það á þig, sagði hann. — Hvað er að? Líkar þér það ekk’? — Æ, bjáninn þinn! sagði hún blíðlega. — Hann lét huggast, er hann heyrði í henni tóninn. — Þýðir það, að þér líki það vel? — Já, vitanlega gerir mér það. — Hvað ertu þá að gráta? Hún kyssti hann á kinnina. — — Æ, þú ert svoddan bjáni! Hún greip viskíglasið og rétti hon- um. — Fáðu þér einn! — Jæja, ég er nú enn í vinn- unni, sagði hann en bætti við glottandi: — en svo átt þú held- ur ekki afmæli á hverjum degi, eða er það? — Onei, ekki er það nú. — Jæja, ég óska þér að þú eigir þá marga eftir. Hann heils- aði með glasinu og fékk sér drjúgan teyg. Hún tók upp káp- una sína og hengdi hana inn í skáp. — Mér var að detta í hug, Edie, hvort við gætum ekki ekið út á sunnudaginn og litið á þetta hænsnabú, sagði hann. — Hænsnabú? spurði hún eins og viðutan. — Já. en góða Edie, ég sem hef verið að segja þér af því mánuðum saman. Hún heyrði varla til hans. Hún hengdi upp kápuna sína en hélt sér svo í skápinn og fékk ákafan hjartslátt. Hún var mátt- laus og með velgju af þessum þef af gömlum fötum. — Já, vitanlega hefurðu það, svaraði hún máttleysislega. Svo sneri hún sér við og gekk óstöð- ugum fótum yfir gólfið. Jim hleypti brúnum áhyggju- fullur. — Er eitthvað að þér? — Nei, alls ekki neitt, svaraði hún og settist á rúmið. — Ertu í einhverjum vand- ræðum, Edie? — Nei, ég var að segja, að það gengi ekkert að mér. Hann gekk til hennar og sagði alvarlega: — Þú mundir aldrei fara að leyna mig því. Ef eitt- hvað er, sem ég get hjálpað með, þá skal ég gera það. — Nei, það er alls ekki neitt. — Hvar hefurðu verið í dag? -— Ég fór í jarðarför. Hann kinkaði kolli, eins og hann skildi. — Var það einhver nákominn? Hún hristi höfuðið og varð enn meir viðutan, eftir því, sem hann hélt áfram að tala. — En einhver kunningi, ha’ Ég þekki hvernig þetta er. Ég á kunninga, sem hafa fengið fyrir hjartað af því. Einn dagina hafa þeir verið að gera að gamni sínu eins og hver annar, og næsta dag — þeir vissu aldrei, hverju þeir urðu fyrir. Sjáðu til ég hef átt félaga, sem einhver eituriyfja þræll hefur ráðizt á, í leit að meira eitri. Ja, hvort maður þekkir það .......! — Æ, hættu þessu, Jim! Hann hrökk við, er hann sá ákafann í henni. En svo rauf bjallan þögnina. — Afsakaðu, sagði hún. — Ég er svo bág á taugunum. Ég vevð að fara niður. Danny er að kalla á mig. — Auðvitað, Edie, auðvitað. Hann botnaði enn ekkert í þessu, er hann elti hana niður stigann. Hann var að fara út úr dyrunum, þegar Edith greip allt í einu í handlegginn á honum. — Farðu með mig eitthvað út í kvöld, Jim. — Eitthvað. Hvað. sem er. En við skulum bara koma eitthvað út. — Nú, það var nú einmitt það. sem ég hafði í huga. — Gott! hrópaði hún. — Þú Iofaðir mér ekki að tala út, sagði Jim. — Nú er Joe veikur, svo að við Ben verðum að taka vaktina hans. Hann sá vonbrigðin í svip hennar. — Þetta er fjandans ákoma og einmitt á afmælisdag- inn þinn. — Það gerir þá ekkert til, svaraði hún, viðutan. — Bless! — Sé þig bráðum aftur! Hún sá hann varla þegar hann fór. Heldur ekki sá hún unga negraparið, sem steig upp á hljómsveitarpallinn. Þau fóru að taka ofan af orgelinu og trumb- unum, til að hefja skeinmtun kvöldsins. — Hæ. Edie! Hún sneri sér í áttina. Fyrst sá hún engan, en þá varð hún þess vör, að andlitið á Beamis var þarna við skenkiborðið. Hann var snarborulegur maður með kuldalegan andlitssvip. — Ég er búinn að koma áður en þá varstu ekki við, sagði hann með flatneskjulegri, em- bættisrödd. — Því miður, Edie, en nú ertu aftur farin að drag- ast aftur úr. — Ég veit það. — Það er ekki eins og ég hafi ekki varað þig við. Það hef ég gert, mánuð eftir mánuð. Það er nú þessi músík hjá þér. Þú hef- ur alls ekki efni á henni. Engar aðrar krár hérna í nágrenninu hafa neitt þvílíkt. Það er ekki hægt að reka svona fyrirtæki kæruleysislega. Þú verður að losa þig við allan svona óþarfa og reyna að fá eins mörg glös út úr hverri flösku og þú getur. Og svo verðurðu að standa í skil- um með leiguna. Hlustarðu á mig Edie? — Já, já, svaraði hún og horfði framhjá nonum. — Þá ætla ég að segja þér, að þú verður að fara héðan út í mánaðarlokin. Hún svaraði eneu. Tónlistar- maðurinn fór að liðka orgelið með einhverjum fáránlegum tónum, og trumbuslagarinn að liðka sig og barði eins og vitlaus á trumbuna. — Og segðu mér ekki, að t>ú hafir neina lífstíðarábúð her, sagði Beamis. — Viltu ekki lesa samninginn. Þú ert komin í vanskil. — Já, já, sagði hún og stikaði burt frá honum. Hann horfði á eftir henni, setti síðan upp hatt- inn og flýtti sér út. ' Edith gekk beint í símaskáp- inn sem var við endann á skenki borðinu. Hún fékk númerið hjá upplýsingunum og hringdi síðan í það. — Margaret, þetta er Edith. Ég þarf að biðja þig að koma hingað, og það strax. — Æ, Edie, ég get beinlíuis ekki farið neitt út núna. Ég er í nuddi. Við sögðum víst allt, sem við höfðum hvor við aðra að segja í dag. — Ég veit allt, Margáret. Það varð þögn hinumegin I símanum. — Ég sagðist vita allt, Marga- ret. Ég er að segja þér að koma hingað tafarlaust. Vildurðu kannski heldur, að ég kæmi til þín? — Nei, nei. —Það datt mér líka í htig. Vertu komin eftir klukkutima. George ratar hingað. Það var orðið dimmt úti fyrir, þegar Edith dró upplitaða tjaHið fyrir gluggann hjá sér. Hun gekk beint að náttborðinu >g tók upp skammbyssuna úr skúffunni, athugaði hleðsluna og dró öryggið frá. Hún leit um allt herbergið, og setti á sig stöðu hvers húsgagnanna. Síðan setti hún skammbyssuna undir náttkjól í snyrtiborðsskúffunni sinni, en lét skúffuna vera há't- opna. Ruggustólinn hafði hún fært nær skápnum. Hún athug- aði allt herbergið aftur í krók og kring og virtist ánægð. Hún smeygði sér úr kjólnum og hann datt á gólfið. Hún spaik aði honum inn í skápinn og fór í ljósrauða, slitna kjólinn sinn. Um leið og hún fór í hann, leit hún í spegilinn. Hún var enn með pinna í hárinu og afgang- urinn af hárinu, sem hún hafði klippt af sér, lá á snyrtiborðinu á víð og dreif. Hún safnaði hár- inu saman og losaði sig við það í baðherberginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.