Morgunblaðið - 05.10.1966, Síða 15
Miðvikudagur 5. október 198t
MORGUNBLADIÐ
15
Með lofthreinsun
innanhúss fæst góð
lykt en falskt öryggi
Viðtal við dr. Jón Sigurðsson borgarlækni
ÞEGAR nýjungar koma á þess-
ari tækniöld á almenningur oft
erfitt með að átta sig á þeim.
T.d. er nú farið að bera hér nokk
uð á svokölluðum lofthreinsi-
tækjum, sem nota á innanhúss.
Hvað er nú það? Á hverju skyldi
lofthreinsun í herbergjum byggj-
ast, ef hún er framkvæmd með
öðrum hætti en að opna glugga
og fá þetta kunna gamalreynda
ferska loft inn? Við spurðum
borgarlækni, Jón Sigurðsson,
þessara spurninga, til að átta
okkur á því hvort þetta væri eitt
hvað sem þyrfti að gjalda var-
hug við eða þá tæki, sem gæti
losað okkur við að fá rokið inn
í stofuna hjá okkur um opna
glugga.
— Þessi tæki byggjast yfir-
leitt á myndun ozonlofts og breyt
ingum á rafeindainnihaldi lofts-
ins, svaraði hann. — Þessi loft-
tegund, ozon, er í litlu magni í
loftinu. Hún myndazt úr súrefni
fyrir áhrif sólarljóss eða útfjólu
blárra geisla, og m.a. við raf-
suðu og notkun kolbogaljósa eða
„háfjallasólar". Ozon hefur um
langt skeið verið notað til „loft-
hreinsunar" til sótthreinsunar á
vatni, til að bleikja hveiti og til
fleiri hluta. Og í seinni tíð eru
komin á markaðinn tæki af þessu
tagi, sem ætluð eru til lofthreins
unar í húsum, bæði heima og í
skrifstofu- og samkomuhúsum.
„Lofthreinsunin" er í því fólgin
að ozonið dregur úr lyktarskyni
og felur því lyktina fyrir mönn-
um, en eyðir ekki ryki, reyk
eða öðrum skaðlegum efnum og
gefur því „lyktareyðingunni”
falskt öryggi um hreinsun eða
endurnýjun á inniloftinu, þannig
að hætta er á að fólk vanræki
raunhæfa loftræstingu.
— Þegar ozonmagn í lofti nem
ur 0,01—0,015 ppm. (þ.e. þessir
rúmmálshlutar í milljón rúm-
málshlutum lofts), þá finnst
ozonlykt, sem menn kannast við
frá ljósböðum. En við magnið
0,1 ppm ertir það slímhúð í nefi
og hálsi og við meira magn kem-
ur höfuðverkur, hósti og þaðan
af alvarlegri einkenni. Sumir
vísindamenn telja að ekki eigi
að leyfa meira ozon en sem svar
ar 0,04 ppm., þar sem dvalið
er til lengdar. Aðrir setja mörkin
hærra. En lofttegund þessi er
talin eitt af sterkustu eiturefn-
um sem þekkt eru.
— Getur þetta efni þá verið
lífshættulegt?
— Já, já, ef magnið er það
mikið, sem ekki gerizt við venju
legar aðstæður, sem betur fer.
— Er ekki eitthvað eða ein-
hver, sem fylgist með og tryggir
að ekki sé notað óæskilegt magn
af þessu efni?
— Ekkert sérstakt eftirlit er
með þessum tækjum hér, en
persónulega vildi ég ekki ráða
til að nota þau, og byggi það á
ályktunum m.a. merkra heil-
brigðisstofnana. Notkun ozons til
lykteyðingar er sennilega hættu-
laust út af fyrir sig með þeim
tækjum, sem að ofan greinir. En
hún er, eins og ég sagði áðan,
skaðleg að því leyti að hætt er
við að af henni leiði vanræksla
á raunhæfri loftræstingu. Og ef
tæki er látið standa stöðugt í her
bergi, sem ekki er loftræst, er
það varhugavert. Að minnsta
kosti er ekki ráðlegt að magnið
fari yfir 0,04 ppm. í heimahús- eins og það er í náttúrunni, er
hluti af okkar daglega lífi og
sennilegast það sem okkur hent-
ar bezt. Ætti því að hugsa fyrst
og fremst um að fá ferskt loft
að utan.
— Getið þið í heilbrigðisnefnd
eða þér sem borgarlæknir lagt
bann við notkun slíkra hluta,
sem þér teljið óæskilega?
— Engar ákveðnar reglur eru
til um þetta, nema í almennu
orðalagi í heilbrigðissamþykkt
fyrir Reykjavík. Heilbrigðisnefnd
in á þó, samkvæmt þeirri sömu
samþykkt, að vera á verði um
allt, er varðar heilbrigði og holl-
ustuháttu. En almennt orðalag
af þessu tagi reynizt oft hald-
lítið fyrir^dómstólum, ef til þess
kemur. Reglur um þetta efni
ættu þó eðlilega að gilda fyrir
allt landið.
Dr. Jón Sigurðsson
um.
— Þér minntust á rafeinda-
innihald loftsins. í hvaða sam-
bandi stendur það við líðan eða
heilsu fólks?
— Það er langt síðan menn
veittu því athygli að rafmagn í
loftinu hefur áhrif á líðan fólks,
og stendur það í sambandi við
rafeinda-innihald lofts, sem
menn anda að sér. Rafeindir eru
sem kunnugt er ýmist jákvæðar
eða neikvæðar og hlutfallið milli
þeirra í loftinu skiptir miklu
máli.
Ef mjög lítið er af rafeindum
í andrúmsloftinu, finnst flestum
vera þungt. Sé þar aftur á móti
mikið af rafeindum, bæði já-
kvæðum og neikvæðum, þykir
það vera ferskt og létt. Ef marg-
ar jákvæðar rafeindir eru en
fáar neikvæðar, finnst mönnum
loftið vera mollulegt. En séu
neikvæðar rafeindir í meiri-
hluta, telja menn andrúmsloftið
létt og svalt. Það er þó misjafnt
hve mikil áhrif þetta hefur á
einstaklinginn. Menn eru mis-
næmir fyrir breytingunni. Þess-
ar reglur eru því ekki algildar.
Maður ætti að gjalda varhug við
að vera að rugla rafeindainni-
haldi loftsins og breyta því frá
því sem er utanhúss, Ef andrúms
loftinu er breytt af mannavöld-
um, veit maður ekki hvað maður
hefur. Andrúmsloftið, breytilegt
Stétt úr fornum gðngum
grafin upp á Reyðarfelli
Samtal við Þorkel Grímsson
ÞORKELL Grímsson, forn-
leifafræðingur, var í sumar
í 6 vikur uppi í Borgarfirði,
þar sem hann vann við áfram
haldandi uppgröft á bæjar-
rústunum á Reyðarfelli. Er
þetta 6. sumarið, sem þar er
grafið, og er uppgröfturinn
orðinn með þeim umfangs-
mestu sem hér hafa verið
framkvæmdir, og er honum
ekki lokið enn. Við hittum
Þorkel að máli og spurðum
hann um árangurinn í sumar
og uppgröftinn í heild.
— Reyðarfell er í landi
Húsafells, eins og kunnugt'
er, svaraði Þorkell. Bærinn
stóð í hlíðinni um kílómeter
vestan við Húsafell. Byggð
þar er talinn hafa lagzt í
eyði árið 1503. Við uppgröft
á þessum stað hefur í raun-
inni margt komið fram í dags
ljósið eða um 20 hús. Eins
og þið vitið getur hús merkt
herbergi að gömlum sið. Hef
Þorkell Grímsiion, fornleifa-
fræðits -tr
Járnofn, fundinn í Reyffarfellsrústum. Hefur veriff gerffur
þverskurffur á einum ofnanna og sjást storknaðar bræðsluleif
ar.
Rústir agnga, sem legiff hafa aff húsi undir skálanum, sem
áffur var búiff aff grafa upp. Vfir stéttina fremmst liggur stein
brún úr hlaði, sein síðar liefur verið gert á þessum staff fram
an viff bæinn.
ur bæjarstæðið verið þarna
lengi á sama stað og húsa-
rústirnar eru því hver ofan
á annarri. Uppgreftrarsvæðið
er orðið geysistórt. Það mun
vera um 40 m. á lengd frá
austri til vesturs og um 30
m. frá norðri til suðurs. Hef-
ur komið í ljós þar miklu
meira en búizt var við, enda
bæirnir frá ýmsum tímum.
— Hvað var það merki-
legasta í sumar?
— í sumar bættust upplýs-
ingar við þær sem áður voru
fengnar. Merkilegust er stétt,
sem mun vera úr göngum
er virðast hafa legið að húsi.
En það hús er undir skál-
anum, sem áður var búið að
grafa upp. Göngin eru um
3 m. á lengd, og sést steina-
lögð stéttin. Torfveggir hafa
svo verið báðum megin við
hana. 1 hægri veggnum eru
ekki leifar af grjóti, svo
skýrt megi teljast, en stórar
hellur eru í ytri hlið vinstri
veggjar. Halli er á svæðinu
og liggur gangurinn upp
hallann. Hellulagningin virð
ist vera á óhreyfðu, svo og
húsið sem gangurinn liggur
Framhald á bls. 21
, o
Hvað segja þeir í fréttum ?