Morgunblaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 5. október 196«
þínum þarna uppi á brekkunni.
í»ú verður að koma. Ég skal
tryggja þér, að ekki verða þarna
nema ekta, fyrstaflokks Kalí-
forníubúar neinsstaðar sýnilegir.
Svo lækkaði hún ofurlítið rödd-
ina: — Ég skal fullvissa þig um,
að þú verður fegin eftirá að hafa
komi'ð.
Edith lét undan. — Vitanlega
yrði mér það ánægja að koma.
— Ágætt! Kokteil klukkan sjö
■— kvöldverður klukkan átta, níu
eða tíu, eftir því, hvernig kokt-
eilarnir ganga. — Bless, elskan.
Ég verð að fara að máta, annars
verð ég skotin.
17.
Tom Marshall og kona hans
bjuggu í Trousdale í stóru, ný-
tízkulegu húsi, hvítu að lit en
að nokkru huldu af háum múr-
vegg. Þegar George ók heim
brautina þangað, gat Edith þeg-
ar heyrt hávaða og skvaldur frá
kokteilsamkvæminu, og hljóð-
færaslátt. Hún varð enn einu
sinni gripin hræðslu og George
varð að bíða nokkúð eftir henni
við opnar bíldyrnar, áður en hún
stigi út. Hún fitlaði eitthvað við
hanzkana sína og töskuna, með-
an hún var að koma taugunum í
iag. Þegar hún steig út, varð hún
að styðja sig við arm Georges,
sem snöggvast, en síðan gekk
hún að dyrunum.
Hún hringdi dyrabjöllunni, en
fékk ekkert svar. Eftir aðra
hringinguna voru dyrnar opnaðar
og fram kom feitur maður, meðal
hár og tæplega miðaldra. And-
litið með yfirskegginu varð allt
að einu brosi og hann faðmaði
hana að sér, en gætti þess samt
að sletta ekki úr glasinu, sem
hann hélt fyrir aftan bak á henni.
— Æ, Maggie, elskan! sagði
hann. — Dede sagði mér, að þú
mundir koma, en ég vildi ekki
trúa því fyrr en ég tæki á. Vel-
komin heim til okkar. Og vel-
komin aftur til siðmenningarinn-
ar.
— Þakka þér fyrir, Tom, sagði
Edith.
Brytinn kom að og Tom skip-
aði honum fyrir: — Viski á ís
handa frú de Lorca!
— Hvar er Dede? spurði Edith
og var a'ð vona, að komeist undan
vernd af óðamælgi vinkonu sinn-
ar.
— O, hún flögrar til og frá
eins og hún er vön. Komdu og
hittu alla gömlu kunningjana.
Hann tók í hönd hennar, svo að
fingur þeirra fléttuðust saman,
og leiddi hana inn.
Hún varð snöggvast gripin
skelfingu. Þarna inni voru tugir
karla og kvenna, skrautbúið fólk
í fínum kjólum og smókingföt-
um, með glös í höndum og í
fjörlegum samræðum. Þarna á
meðal voru beztu kunningjar
hennar og hún þekkti þá ekki
einusinni í sjón!
Tom hélc enn í höndina á '<
henni, er hann dró hana inn í
hópinn, og samstundis gullu við
óp, er kurningjainir buðu hana
velkomna.
— Maggie! sagði hávaxin kona
með litað, rautt hár og í gráum
kjól. — Ég skyldi kyssa þig, ef
ég vildi eyðileggja á þér máln-
inguna. Hvað pú lítur dásam-
lega út! Og sá indæli kjóll! Er
hann ekki frá Scffíu?
— Jú, sveraði Edith og brosti.
— En hvað ég vissi það! Þeir
fara þér svo vei kjólarnir frá
henni Soffíu' Heilsaðu honum
Freddie!
Snyrtilegur burstaklipptur
ungur maður hallaði sér að
henni og kyssti hana á kinnina. i
— Mér er nú sama um alla máln- ;
ingu, en ég veró að kyssa þig,
Maggie, saaði hann. — Ég er
svo feginn, að pú skulir vera
komin aftur.
— Þakka þér fyrir, Freddie,
sagði Edith.
— Vissirðu, að hann Billy
Boy hennar Dede vann í Holly-
wood Park í dag? sagði Tom
uppgefinn.
— Nei, svei mér þá, sagði
Freddie.
— En f.vað hún var heppin,
sagði Edith.
Brytinn kom nú með viskíið
hennar og hún tók við glasinu,
en dokaði við eina mínútu áður
en hún smakkaði á hressingunni,
sem hún hafði svo mikla þörf
íyrir. Hún var tarin að njóta
viskísins, sem var kvölddrykkur
Maggie. Hún saup á aftur og
fór að Hða betur innan um I
þetta bláóki’nnuga fólk, sem hélt'
áfram að gefæ sig að henni með
vinalátum. Hún svaraði þeim
með hlýlegu brosi og tautaði
kveðjur ú m !>ti. Enn treysti hún j
á ekkjustand sitt, sem nægi- j
lega afsökun fyrir fámælgi sinni. [
Og þessi afsökun dugði henni,,
og brátt fór hún að kunna vel,
við sig innen um allan veizlu-
glauminn. Hún fann, að hún
skemmti sér bara vel. Það var
búið að sfegia henni það oft, hve
glæsileg hún væri í bláa kjóln-
um. Hún r.aut þess að vera inn-
an um þetta káta fólk eftir allan
jarðarfararsvipinn á gömlu kon-
unni, vikum saman. Svona lífi
hefði hún \ iliað lifa sem eigin-
kona Franks — heil röð af
kvöldboðum, síðdegissamkvæm-
um og svo vcðreiðum. og svo um
helgar í Ojai eða Lake Arrow-
head.
— Nú, þarna ertu. Öskubuska,
sagði Dede og flýtti sér þaðan
sem hún ha*ði verið að eftirlíta
matinn. Hún dró svo Edith frá
tvennum hjónum, sem höfðu
verið í hrókaræðum við hana
um t.ennismeistarakeppni og
sagði: — Ég verð að fá þessa
fallegu stulku lanaða hjá ykkur
andartak.
— Ætlarðu að sitja hjá okkur
við borðið, Maggie? kallaði ann-
ar maðurinn á eftir henni.
— Ef hún Dede leyfir það,
svaraði Edtih og brosti.
Dede dró hana fram í gang-
inn og stan/.aði til að dást að j
útliti henr.ar, þegar þær voru i
komnar út úr kallfæri frá hin-
um. — Guð mmn góður, hvað i
það er gaman að sjá hana Maggie
gömlu aftur, sagði hún. — Þú
ert beinlínis töírandi og þetta er
einmitt .rétti tíminn tii þess.
Dede var aftur kominn með
þennan laumulega samsæristón,
sem Edith hafði orðið svo hissa á.
— Ég æt!a að koina þér dá-
litið á óvart, eiskan, sagði Dede
lágt. — í kompunni minni.
Hún kinkaði kolli að dyrum
út úr ganginum. Edith hikaði,
en hin benti aítur á hurðina og
fór síðan aftur til gesta sinna.
í fyrstunni sá Edith engan
þarna inni í herberginu, sem
var skreytt grænt og rautt, með
hillum fuUum af reyfurum á
einuin veggnum. En er hún lok-
aði á eftir sér, reis maður upp
af rauða leður-legubekknum,
sem var andspænis rennihurð-
inni úr gleri, sem vissi út að
sundlaugin-.i.
Þetta var bráðlaglegur maður,
án þess þó að vera neitt smá-
fríður. Hann virtist vera þrjár
álnir á hæð, og forkunnar vel
vaxinn og var í smókingfötum
með grær.u vesti úr kínverskú
silki, öllu útsaumuðu. Hann
virtist vern nokkrum árum
yngri en Edith, en hinsvegar
erfitt að gic-ina aldur hans, og
líklega yrði hann alveg eins út-
lits eftir tuttugu ár.
Sólbrenndr. andlitið á honum
ljómaði af brosi er hann stikaði
til Edith. — Maggie elskan!
sagði hann.
Henni túkst að brosa áður en
hann vafði hana örmum og
kyssti hana, lengi og með
ástríðu. Hút. hélt fast utan um
hann og kvssti hann á móti, og
reyndi að velta fyrir sér mikil-
vægi þess, sem var að gerast.
Hann lo.saði takið hægt og
greip síðan báðum höndum um
andlit hennar. — Ixifðu mér að
skoða þig, Maggie, sagði hann.
— Þetta er búið að vera heil
eilífð!
Hann tók eftir því, að hún
var orðin b’-eytt og sagði: — Þú
hlýtur að hafa átt erfitt, vesl-
ings Maggie. Fékkstu orkídeuna
frá mér?
— Já, vitanlega, sagði hún og
fór sér vailega. — Það var
fallega gert af þér að muna af-
mælið mit.L.
Hann brosti. — Ég er fenginn,
að þú skyldir fá kveðjuna.
— Gaman að vita, hvað konan mín segir um þetta.
13
Sérðu9 Har.n ré+ti fram hand-
legginn, til þess að sýna henni
ermahnappa úr gulli
— Já, þeir eru fallegir, sagði
hún, full aðdnunar.
— Þeir ættu að vera það, úr
því að þú befur sjálf valið þá.
— Leikföngin hans Tony —
mannstu það?
— Vitanlepa man ég það,
svaraði hún og var nú smám-
saman að komast 1 jafnvægi.
— Þér hiýtur að hafa liðið
fjandalega, sagði hann og leit j
á hana meðaumkunaraugum. — ]
Mér leið bölvanlega að láta þig
standa í þessu eina Ég kom í!
heimsókn undir ems og ég kom i
aftur En auðvitað beit Henry j
mig af, með sínum venjulega
virðuleik.
— Ég hef ekki tekið við nein-
um heimsóknum undanfarið,
sagði hún. Þú heíur ekki hug-
mynd um. hvernig það er að
vera i sorg þegar maður er de
Lorca.
— • Fjandinn eigi það allt
saman! sagði hann og dró hana
að legubekknum. — Ég er búinn
að gleyma, hvernig nafnið er
stafað.
Þau settu*t á iegubekkinn og
hann kyssti hana aftur, og nú
ákafar en í fyrra skiptið. — Við
skulum fara, sagði hann í hálf-
um hljóðum og varir þeirra
snertust.
— Það get ég ekki sagði hún.
— Ég var alveg að koma.
— Æ, bessi uppgerðarlæti!
sagði hann. — Mikið hlakka ég
til þegar við getum hætt þeim.
Þá eftir kbikkutíma!
— Nei, Tony. Ekki f kvöld.
Paul Harrison kemur seinna með
einhver skjól til bin.
— Það var heppilega tíma-
sett, eða hitt þó heldur!
— Afsakaðu, Tony. Ég vissi
ekki, að þú værir að koma heim.
Nú verð ég að fara aftur inn í
samkvæmið.
Hann slcppti henni og stóð
upp til að kveikja sér í vindl-
ingi. En hann bauð henni ekki
vindling. Hann var orðinn ólund-
arlegur
— Við hittuinst betur seinna,
sagði hún, til þess að hann færi
ekki að gera uppsteit.
Hann sneri ser við og rellu-
svipurinn varð altur að brosi. •—
Þetta er líklega rétt hjá þér,
játaði hanri. — Erum við vel
upplögð?
— Já, prýðilega, svaraði hún
án þess ao haia hugmynd um,
hvað hann var að fara.
— Hvenær a morgun? spurði
hann.
— Hringöu til mín í fyrra-
málið. Ég skal skipa Henry að
gefa þér samband.
Hann kyssti hana lauslega og
hélt í axlirnar á henni í arms
fjarlægð.
— Héðan af er það Tony og
Maggie, ekki satt?
— Satt, svaraði hún.
Hún lagaði á sér varalitinn og
fór síðan til gestanna aftur. Tony
kom fram úr kompunni nokkru
seinna. Hann kom ekkert nærri
henni, það sem eftir var kvölds-
ins, og Dede sagði við hana
laumulega: — Þú ferð varlega,
elskan!
Sfðan var kvöldverðurinn bor-
inn fram, og Edith sat hjá hinum
gestunum og var hávær, undir
áhrifunum frá kokteilunum. En
hún heyrði varla, hvað sagt var,
svo niðursokkin var hún í hugs-
ununum um það, sem gerðist í
kompunni.
Nú sá hún hina ægilegu svik-
semi Margaret. Hún elskaði ekki
Frank. Hún átti ser friðil, meðan
Frank var enn á lífi — þennan
sleikta Tony, sem hafði sýnilega
kvennafar að köllun og atvinnu.
Og sennilega höfðu aðrir verið á
undan Tony — svo vel þekkti
hún Margaret. Margaret hafði
ekki einusinni borið svo mikla
virðingu fyrir Frank að halda
þessu sambandi sínu leyndu.
Dede vissi fullvel, hvað á seiði
var — þa'ð báru lymskulegar
glósur hennar fullvel vott um.
En hversu margir aðrir höfðu vit
að um það?
Edith sá Tony sitja hjá ein-
hverju fólki við borð, sem stóð
við hinn enda sundlaugarinnar.
Hann fann, að hún var að horfa
á hann og sendi henni undir-
furðulegt augnatillit. Það setti
hana úr jafnvægi. Hlutverk
hennar sem Margaret hafði verið
orðið viðráðanlegt og ekkert ó-
þægilegt, og farið batnandi eftir
því, sem tíminn leið. En nú var
hún að komast í meiri vanda en
hún hafði nokkurntímaan getað
búizt við.
Þá stundina, sem Edith gat
hugsað rökrétt, varð henni Ijóst,
að hún var í yfirvofandi hættu
þar sem Tony var. Hún vissi, að
hann var ekki einasta hættuleg-
ur andlegu jafnvægi hennar,
heldur og persónulegu öryggi
hennar. En hún var alveg í vand
ræðum að finna nokkurt ráð til
að losna við hann og — sern
verra var — hana langaði ekki
til að losna við hann.
Henni fannst hann aðlaðandi.
Og þó var þetta meira aðdrátt-
arafl manns, sem gerði sér það
að atvinnu að töfra konur, eink
um ef þær voru efnaðar. Edith
vissi, að Tony var í rauninni
ekkert annað en blóðsuga, en
notaði aðeins þessa atvinnu-
| vinnumennsku í golf, sem grímu.
Og samt gat hún ekki losað sig
] við hann. Þetta hafði verið hinn
leyndi þáttur í lífi Margaret, en
i nú var það allt líf hennar sálfr-
| ar. Edith neyddist til að gera ser
ljóst, hvaða afleiðingar það
mundi hafa.
I En hún lokaði sig ekki af gagn
vart Tony, eins og búast hefðl
| mátt við í stóru húsi þarsern
margt var þjónustufólk. Hún
skipaði Henry að láta sig vita,
| þegar hann hringdi næsta dag.
Tony kom snemma morgun,
öruggur í fasi, í hvítum síðbux-
um og sportpeysu. Henry var
ekkert að leyna óbeit sinni,
þegar hann kom til dyra.
— Hr. Collins, sagði hann
þurrlega.
— Hvernig gengur það, Henry,
sagði Tony og gekk inn í for-
salinn. Hann tók vel eftir því,
hve afundinn Henry var, og
bætti við: — Það er búist við
mér. Vissirðu það ekki, Henry?
— Jú, herra minn.
— Já, mjög svo búizt við mér.
Segðu henni, að ég sé hér. Er
það ekki allt í iagi?
— Já, herra.
Henry hvarf síðan en k >m
aftur eftir andartak og sagði: —
Frúin kemur strax.
— Segðu henm, að ég ve-ði
úti á vellinum. Eru kylfurnar
á venjulegum stað?
— Já, herra.
Tony gekk út úr dyrunum en
bætti þá við, eins og honum
væri nú fyrst að detta það í
hug: — Leiðinlegt með hann hr.
de Lorca.
— Vissulega, savaraði Henry
kuldalega.
Tony fann kylfurnar og kúl-
urnar þar sem hann minntj að
þær væru. Hann lagði nokkrar
kúlur á grænan grasvöllinn og
kíkti á flaggið sem var hundrað
skref burtu. Svo valdi hann ser
kylfu, athugaði hana en vaidi
síðan aðra. Svo liðkaði hann sig
vel og vandlega og sló margar
kúlur eftir vellinum af mikilli
nákvæmni.
Edith kom nú innan úr hús-
inu, snyrtilega búin og lagleg,
í hvítri blússu og gulu pilsi.
Hann lézt ekki taka eftir henni
og hélt áfram að sjá þangað til
kúlan lenti rétt hjá hælnum.
Hann sneri sér við og sagði. —
Bara að ég gæti gert þetta,
þegar mest á ríður í kappleik.
Hún brosti til hans og sagði.
— Fyrirgefðu, hvað ég var
lengi.
Nú kom hann nær henm og
faðmaði hana að sér. — Hvernig
líður stúlkunni minni- sagði
hann.
— Vel, sagði hún og sleit sig
af honum og gekk að borðmu,
sem þarna var, tók þar vindling
og kveikti í honum.
Hann gekk til hennar og
brosti glettnislega. — Á ég að
trúa mínum eigin augum. Ertu
farin að reykja, Maggie?
— Ég reykti fyrir mörgum ár
um, sagði hún, og bar óðan á.