Morgunblaðið - 13.10.1966, Side 1

Morgunblaðið - 13.10.1966, Side 1
32 sídur 53 árgangur 234. tbl. — Fimmtudagur 13. október 1966 Prentsmiðia Morgunblaðslns Sænska stjórnin hyggst setja 20.000 kennara í verkbann Forsætisráðherrafrúin i hópi kennaranna Stokkhólmi, 12. okt. — NTB SÆNSKA ríkisstjórnin ákvað í dag að setja verkbann á 20.000 kennara, sem eru í samtökunum en öllum menntastofnunum mun Saco. Verkbannið mun koma nið ur á um hálfri milljón nemenda, Glæpur gegn kommúnismanum Ungverskui kommúnisti gagnrýnir Kínverja Fyrsta myndin úr leynilegrl f Iugskeytastöð Sovétríkjanna. — Hún sýnir flugskeyti, sem no ta á í hernaðarskyni, þar sem því er komið fyrir í skotstöðu einhvers staðar á leyndum stað í Sovétríkjunum. Sovézk hernaðaryfirvöld halda því fram, að þessi flugskeyti dragi lengra og verði skotið fljótar á loft en nokkrum öðrum flugskeytum smíðuðum til þessa. — AP — Deiiur innan stjórnar Suður-Vietnams Átta aí ráðherrunum segja af sér Saigon, 12. október — NTB — ÁTTA ráðherrar í ríkisstjórn Suður-Vietnams munu hafa iagt fram lausnarbeiðnir sínar, að því er haft var eftir áreiðanlegum heimildum í Saigon í dag. Ngy- yen Ba Kha sagði sig úr stjórn- inni í fyrri viku, sökum þess að ritari hans Nguyen Tan Loc hafði verið settur í varðhald af p ilitískum ástæðum, og nú hafa sjö aðrir ráðherar látið svo um .mælt, að þeir myndu láta af störfum, ef Nguyen Ngoc Loan hershöfðingi yrði ekki látinn hætta störfum sem yfirmaður nkislögreglunnar. Samkv. því sem frá er skýrt, munu vera menningarmálaráð- herrann, félagsmálaráðherrann, æskumálaráðherrann, samgöngu málaráðherrann, atvinnumála- ráðherrann, kennslumálaráðherr ann og efnahagsmálaráð’herrann sem lagt hafa fram lausnar- beiðnir sínar. í dag gengu 4000 bandarískir hermenn á land í Suður-Vietnam og er þá fíöldi Bandaríkjaher- manna í landinu komin upp í 323.000. Gengu hermennirnir á land við Vung Tau, 65 km. suð- vestur af Saigon. Hermdarverkamaður Vietcong kastaði í dag handsprengju að bandarískum liðsforingjum í út- jaðri Saigon. Sprengjan sprakk á götunni og særðust vietnamisk börn og tveir fullorðnir. Enginn Bandaríkjamannanna særðist hinsvegar. Moskvu, 12. október, NTB. EINN af leiðtogum ungverskra kommúnista ásakaði í dag leið- togana í Peking fyrir að fremja mikinn glæp gegn landi sínu og alþjóðahreyfingu kommúnista undir yfirskini hinnar „miklu sósialístísku menningarbylting- ar“. Sandor Gaspar, sem á sæti í miðstjórn ungverska kommún- istaflokksins og um þessar mund ir er formaður þingmannanefnd- ar, sem nú er í heimsókn í Sovét- ríkjunum, sagði þetta á opinber- um fundi. Engir aðrir hefðu IMóbeSsverðlaun- um í lækn*sfræði úthlutað í dag Stokkhólmi, 12. október. AP. NOBELSVERÐLAUNUNUM í læknisfræði verður úthlutað á morgun, fimmtudag. Þeir, sem nefndir hafa verið sem hugsan- legir verðlaunahafar, eru éink- um Peyton Rous, sjúkdómafræð- ingur við sjúkrahús Rockefeller- háskólans í New York og Charles Huggins, prófessor í skurðlækn- ingum við háskólann í Chicago. Eru þeir fyrst og fremst taldir líklegir til verðlaunanna fyrir vírus- og krabbameinsrannsókn- ir sínar. gert hinni kommúnistisku heim- speki okkar, sagði Gaspar, aðra eins hneisu og hinir kínversku leiðtogar gerðu nú. Það sem nú á sér stað í Kína, á ekkert skylt við menningu, byltingu eða sósíalisma. Engir, sem leitt hafa þjóð á villustigi og misnotað sósíalismann, hafa haft gæfuna með sér og hinir kínversku leið- togar munu ekki heldur hafa hana með sér. Takmarki, sem er bjart og tindrandi, verður aldrei náð með auðvirðilegum aðférð- um. Gaspar fullvissaði áheyrendur sína um, að Ungverjaland myndi aldrei undir nokkrum kring- umstæðum eiga samstöðu með þeim, sem rægðu Sovétríkin. - samt verða haldið opnum og gert er ráð fyrir, að nemendurnir muni geta sótt skóla sína sem venjulega, þrátt fyrir það að endurskipuleggja verði störf þeirra í skólunum. í hópi þeirra, sem verkbannið mun ná til, er kona Tage Erlanders, forsætis- ráðherra. Verkbannið gengur í gildi hinn ** 20. október á miðnætti, ef ekki tekst áð ná samkomulagi fyrir þann tíma. Ákvörðunin um verk- bannið fylgdi í kjölfar þess, að 1300 kennarar fóru í verkfall í gær. Verkfall þetta var hafið vegna þess, að Saco gat ekki fallizt á ákvörðun menntamálaráðuneytis ins um, að starfsárið yrði lengt um eina viku og að kennararnir skyldu nota tvær vikur af sumar- leyfi sínu í námskeið. Samtök kennaranna höfnuðu samtímis tilboði um almenna launahækkun um 2,9% fyrir há- skóla- og framhaldsskólakenn- ara, því að það myndi hafa það í för með sér, að þeir myndu veiða á eftir iðnaðarverkamönn- um, sem á þessu ári hafa fengið 7% launahækkun. Verkfallssjóður Saco nemur 30 millj. sænskum kr. og það á að duga til þess að standa undir um það bil mánaðarverkfalli. -------------------------------«*» Danska refsilaganefndin: Refsing fyrir að gefa út ósiðleg rit verði afnuanin Kaupmannaliöfn, 12. október NTB. DANSKA refsilaganefndin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið þar, að refsingar fyrir að birta, breiða út, búa til að flytja inn ósiðleg rit verði afnumin. Tilkynning Iró ríkisstjórninni í dog Á DAGSKKÁ Sameinaðs Al- þingis í dag er tilkynning frá ríkisstjórninni. Er hún 4. mál á dagskrá fundarins. Fundur- inn hefs kl. 2 e.li. Kólumbusardagur í Ameríku Áður óþekkt kort um ferðir Kolumbusar birt Philadelphia, Pénnsylvania, 12. október. — AP. TYRKNESKT landarbéf, 453 ára gamalt, sem sýnir Ame- ríku eins og hún hefur komið einum úr áhöfn Kristófers Kólumbusar fyrir sjónir hef- ur verið birt af hálfu háskóla safnsins við Pennsylvania- háskóla. Kortið, en á það er skrifað á tyrknesku, segir frá æfin- týrum Kólumbusar í Nýja heiminúm. Á kortinu er hann nefndur „Kolonbo, villutrúar- maðurinn frá Genúa“. Kortið var teiknað 1513, sýnilega samkvæmt upplýsingum, sem einhver úr áhöfn Kólumbus- ar hefur látið í té, en sá mun hafa verið tekinn til fanga af Tyrkjum 1501 á Miðjarðar- hafi. Tyrkneskur sjóliðsfor- ingi og sækönnuður, Piril Resis á að hafa teiknað kort- ið. Skýrt var frá kortinu á þriðjudag þ.e. daginn fyrir Kólumbusardaginn, sem er í dag, miðvikudag, en nákvæm lega ár er liðið frá því að hið umdeilda Vínlandskort var birt af hálfu Yaleháskóla. Tyrkneska kortið sýnir samt sem áður aðeins landa- fræðilegar útlínur og inni- heldur aðeins frásögn sjónar- votts af þeirri sagnfræðilegu skýringu, sem víða er viður-' kennd, að Kólumbus hafi ver ið fyrstur Evrópumanna til þess að uppgötva Ameríku árið 1492. Kortið er teiknað á gasellu- skinn og sýnir Vesturströnd Afríku, Spán, Portúgal og Gíbraltarsund. Nýi heimurinn, fyrst og fremst Mið-Ameríka, er sýnd sem hluti austurstrandar Kína og Japans, þar sem þeirra tíma landfræðingar, einnig Kólumbus, voru þeirrar skoð- unar, að það væri ný leið til Austurlanda, sem fundízt hefði. Það er þriggja manna meiri hluti í nefndinni, sem ekki telur það varhvigavert eð afnema refs- inguna. Mínni hlutinn, einn Framhald á bls. 31 > Bretar gagn- rýndir vegna Rhodesiu New York, 12. október — NTB BREZKA stjórnin varð fyrir harðri gagnrýni af hálfu Afríku ríkja, er eftirlitsnefnd Samein- uðu þjóðanna hóf umræður í gær um Rhodesiumálið og marg ir ræðumanna skoruðu á brezku stjórnina að framkvæma þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar yrðu til þess að binda eudj á uppreisnarstjórn Ian Smiths tor sætisráðherra. f eftirlitsnefndinni eru full- trúar frá öllum hnum 119 lör.d- um samtakanna og umræðurnar um Rhodesiu munu ótanda yfjr í nokkra daga. í gær var það fyrst og freinst fulltrui Tanzan- iu, John W. Malecala, sem gagn- rýndi Breta fyrir að hafa ekki enn komið stjórn Ian Smiths á kné og fékk málflutn.ngur hans stuðning margra annarra ræðumanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.