Morgunblaðið - 13.10.1966, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 13.10.1966, Qupperneq 5
Fimmtudagur 13 okt. 1966 MORGU N BLADIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM fengið að eyða ellidögunum í sælli ró. % Nýi Magni, þessi fyrsta tilraun til stálskipa- smíði á íslandi, virtist eins og hann hjúfraði sig upp að Esju í vari fyrir kulinu. Strákarnir á Loftsbryggju héldu áfram a'ð dorga. Þeir voru þolinmóðir kapparnir, enda hafa þeir lífið fyrir sér. Skammt frá þeim standa tvær litlar stúlkur, sem segjast vera úr Vestmannaeyjum en vera fluttar í bæinn. Þær heita Lilja Karlsdóttir og Katrín Þorvaldsdóttir og eru báðar 14 ára. Við tökum þær tali og spyrjum þær, hvort þær séu að njósna um veiði- ina litlu, sem varla hafa gefið okkur gaum, svo önnum kafn ir eru þeir að rýna niður í sjóinn, þar sem smá ufsatytt- ir nasa að beitunni, sem í flestum tilfellum er lifur úr marhnút, eða marsadóna eins og þeir kalla þann göfuga fisk. Fiskarnir eru litlir, sem veið ast, en rétt í því sem við ætl- um að gefa okkur á tal við strákana bítur eitt ufsakríli, sem er mun stærra en hin á hjá einum veiðimanninum og hann dregur hann hróðugur upp á bryggjuna. — Nei mikið dj . . . er’ann Með strákum og fínum dðmum á Loftsbryggju í góða veðrinu sl. þriðju- dag brugðum við okkur nið- ur að Loftsbryggju, bryggj- unni, sem margt konungsbor- ið fólk hefur stigið fæti sín- um á og verið hefur athafna- svæði margra kynslóða ungra Reykvíkinga allt frá því er hún var gerð um 1930 í til- efni af Alþingishátíðinni. Sólarlaust var, og dálítið kul og á bryggjunni var urm ull strákanga a'ð • veiðum. Margir þeirra voru loppnir á höndunum, því að þeir voru blautir og kalt var að halda um færið og bíða þess að fisk- ur biti á. Við Sprengisand lá Esja, lík lega nýkomin úr strandferð og það var rétt eins og hún léti sig dreyma um fornar svaðilfarir á sjó, en utan á henni lá Magni, arftaki gamla Magna, sem nýlega þokaði af þeim stað, þar sem hann hafði aðferðir Reykjavikurstrák- anna, og Lilja svarar: — Ja, hvað eru njósnir og ekki njósnir? Við erum að reyna að vera hér fínar döm- ur og horfa á. Annars finnst mér veiðiaðferðirnar anzi svipaðar í Vestmannaeyjum. Frá hvaða blaði eruð þi'ð ann- ars? — Við erum frá Morgun- blaðinu, segjum við í tök- leysi okkar, og ætlum að halda áfram samtalinu. — Almáttugur, það er hneyksli. Þá megið þið ekk- ert skrifa, því að ég er kommi, segir hún snúðugt, kveður og þær stöilur flýta sér upp bryggjuna, liklega vonsvikn- ar. Ilöfðu þær kannski búizt við að hitta fréttamann „Al- þýðublaðsins“ í Peking? Þegar fínu dömurnar eru horfnar sjónum gefum við okkur á tal við fiskimenn- stór Jói gellur í snag'garaleg- um strák, 10 ára gömíum, sem segist heita Júlíus Jóns- son og eiga heima á Otra- teig. Jói, sá fisksæli, Jóhann Sig urðsson, Kleppsvegi 74 tekur Við erum að reyna að vera fínar dömur og horfa á (Ljósm. Sv. Þorm). Það var fagurt veiðihjólij sem gull. um fiskinn með brúnum svíns leðurhönzkum og slær hon- um í bryggjugólfið. Einn strákanna hefur nú náð sér í fiskikörfu í nærliggj andi bát og bundið færi sitt þar sem það lá og glóði í annan hankann á henni. Hann dífir körfunni ni'ður í sjóinn, og kallar til félaga síns: — Komdu með færið og reyndu að narra fiskana upp í körfuná, en þessi tæknilega veiðiaðferð kemur fyrir ekki og eini afraksturinn er jítið ufsakríli, sem er varla lengra en 5 cm. Veiðarfæri strákanna eru mismunandi. Allfléstir eru með færi, sem fyrir 15 árum kostuðu 2 krónur í Geysi, en einn strákurinn er með mikl- um mun glæsilegra áhald en allir hinir. Hann heitir Jónas Jónsson og á heima í Smá- löndum og það er ekki laust við að hinir horfi með öfund á verkfæri hans, sem er sænskt „spinner“-hjól. Hins vegar vantar hann veiðistöng ina. — Áttu ekki veiðistöng spyrjum við? — Jú, jú, hún er heima, en hana notar máður ekki niðri við höfn, segir hann drjúgur með sig. Þetta hjól kostaði 250 krónur, bætir hann svo við og lítur á hina strákana, sem allir horfa lotn ingarfullir á hjólið sem glóir eins og gull. Við kveðjum nú strákana, þar sem þeir halda áfram að dorga. íslendingar hafa orð á sér fyrir það að veiða mest allra þjóða miðað við fólks- fjölda, og eftir kynni af þess- um knáu strákum erum við vissir um a'ð þegar þeir erfa landið munu þeir ekki kafna undir nafni sem íslendingar. Gomulka Moskvu, 10 okt. — NTB — Vladyslav Gomulka, leiðtogi pulskra kommúnista, kom flug- leiðis til Moskvu í dag og hóf viðræður við leiðtoga í Kreml 3 klst. eftir komuna. Er talið, að viðræðurnar muni fyrst og fremst snúast um öryggismál Evrópu og ágreininginn milli sovézkra og kínverskra komm- únista — m.a. framkomu Kín- verja að undanförnu. Gomulka hefur ekki komið til Moskvu í fararbroddi pólskrar sendinefndar frá því 1964, enda þótt hann hafi oft hitt sovézka ráðamenn síðan og rætt við þá einslega. Leonid Brezhnev, að- alritari sovézka kommúnista- flokksins, tók á móti honum og fylgdarliði hans, sem meðal annars er skipað forsætisráð- herra landsins, Josef Cyranki- ewitz og utanríkisráðherranum, Adam Rapacki, / Moskvu í stuttri ræðu, sem Gomulka hélt við komuna, lagði hann alla áherzlu á nauðsyn einingar og samvinnu kommúnískra ríkja. — Ekki minntist hann á Viet- namdeiluna — sem kom við- stöddum fréttamönnum töluvert á óvart. Bendir ræða þessi því til, að aðalumæðuefnið nú verði ágreiningurinn við kínverska kommúnista. Stuðningur pólskra kommúnista er sovézkum komm únistum mikilsverður ef þeir ætla að koma á samræmdri stefnu Austur-Evrópuríkjanna Við Reynime! Til sölu eru 3ja herbergja ibúðir á hæðum í sam- bvlishúsi við fíeynimel. íbúöirnar seíjast tilbúnar undir tréverk og sameign úti og inni fullgerð. Hitaveita. — Malliiknð gata. — Örstutt í Miðbæinn. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími: 14314. Teikning til sýnis á skrifstofunni. gegn Kína. Pólskir leiðtogar hafa til þessa látið við sitja að hvetja báða aðila til varkárni — og til að varast að dýpka ágrein- inginn. Og það var ekki fyrr en nú um mánaðamótin að þeir tóku undir afstöðu Sovétmanna til undangenginna atburða í Kína. (iuðjón Styrkársson hæstarettarlögmaður Austurstræti 6. — Sími 18354. JOHANNF i L.L. HELGASON JONAS A. AÐALSTEINSSON Lögfræðingir 5-6 herb. íbúðarhæð við Miklubraut. — Höfum til sölu óvenju glæsilega 5—6 herb. ibúð á 2. hæð við Miklubraut. íbúðin er 157 ferm., með tvöföldu gleri og teppalögð. Auk þess fylgir ris, sem í eru 3 herbergi, eldhús, WC og geymslur Sérinngangur og serhuaveita eru fyrir þennan eignarhluta. — BUskúr. Skipa- og fasteignæalan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.