Morgunblaðið - 13.10.1966, Qupperneq 30
wv/
munuuiiDiHViv
Fimmtuclagur 13 okt. 1966
Eitt bezta handknattleiks-
félag Dana í heimsdkn
Arhus KFIJIVI leikur hér á laugar-
dag, sunnudag og mánudag
HANDKNATTLEIKS-„VERTÍÐIN“ er hafin. Æfingar hafa
staðið af fullum krafti hjá félögunum að undanförnu og á
föstudaginn kemur hingað fyrsta erlenda liðið í heimsókn.
Og það er ekki valið af verri endanum. Það er Árhus KFUM
sem kemur í boði Ármenninga ,en þetta danska lið hefur
lengi verið í fremstu röð danskra liða — og er þá allmikið
sagt. Meðal liðsmanna eru 6 danskir landsliðsmenn, en á síð-
ustu árum hefur Árhus KFUM átt fleiri liðsmenn í danska
landsliðinu en nokkurt annað félag — og þar á meðal þá er
mesta frægð hafa hlotið.
Forráðamenn heimsóknarinn-
ar, Gunnar Eggertsson, formaður
Ármanns, og Hannes Þ. Sigurðs-
son, ræddu við fréttamenn í
gær. Skýrðu þeir svo frá að
heimsóknin hefði verið ákveðin
með mjög litlum fyrirvara, enda
erfitt að fá 1. deildarlið dönsk
á þessum tíma vegna leikskipu-
lags í Danmörku. En smuga
hefði opnazt fyrir heimsókn þessa
ágæta danska liðs og Ármenning
ar hefðu gripið tækifærið. Vegna
þess hve danska liðið er tíma-
bundfð verða leikirnir þrjú
kvöld í röð — á laugardags-
kvöld, sunnudagskvöld og mánú-
dagskvöld.
Á laugardagskvöld leika
dönsku gestirnir við gestgjafa
sína, Ármenninga, sem styrkja
lið sitt með tveim leikmönnum,
m.a. Karli Jóhannssyni, KR. For-
leikur hefst kl. 20.15 milli ungl-
ingalandsliðsins og Hauka, en
strax á eftir aðalleikurinn.
Á sunnudagskvöld leika Dan-
irnir við íslandsmeistara FH, en
forleikur hefst kl. 20.15 milli 3.
flokks Ármanns og Víkings.
Á mánudagskvöld leika gest-
irnir við tilraunalandslið eða
„SV-landsúrvaÍ“, eins og HSÍ
óskar að kalla það. Forleikur
verður þá milli 3. flokks FH og
Fram.
Liðsmenn Árhus KFUM fagna sigri er þeir unnu Danmerkur-
meistaratitilinn í marz 1965.
Fjórir „bannmenn" koma
o
með Arhus KFUM hingað
Eitt skemmtilegasta félagslið Dana
ÍÞRÓTT ÁSÍÐAN hafði í gær
samband við fréttamann sinn
í Höfn Prip Andersen rit-
stjóra irþóttafi étta Berlingske
Tidende og hafði hann eftir-
farandi að segja um Arhus
KFUM Jiöið að segja.
Liðið er eitt bezta félags-
lið Danmerkur. Danmerkur-
meistaratitilinn hefur liðið
þrisvar sinnum unnið á rúm-
um áratug eða 1.955, 1963 og
1965. 1966 beið liðið lægri hlut
fyrir HG t æsispennandi leik
og varð nr. 2 í deildakeppn-
inni.
Liðið tók þátt í keppninni
um Evrópubikarinn í fyrra og
komst í undanúrslit. Á leið
sinni til undanúrslitanna sigr-
aði liðið m. a. sænsku meist-
arana Retbergslid. Unnu Ar-
husmenn með 6 marka yfir-
burðum annan leikinn og 9
marka yíirburðum hinn leik-
inn.
En þegar kcm að ungverska
liðinu Honved stöðvaðist sig-
urgangan en þó ekki litbrigða
laust. Fyrri leikurinn var í
Budapest og þá gerðust þau
undur að Honved vann dönsku
meistarana með 13 marka
mun. Þóttu þá stór tíðindi
gerast og ill. Þrátt fyrir þenn-
an gífurlega markamun gáf-
ust dönsku meistararnir ekki
upp og er þeir mættu Ung-
verjunum í Höfn hófu þeir
stórsókn og um tíma i leikn-
um leit út fyrir að þeim ætl-
aði að takast að kvitta fyrir
stóra tapið Svo varð þó ekki,
en Danirnir unnu með 9
marka mun.
Landsliðsmenn á liðið
marga og fleiri en nokkurt
annað eitt. félag. Ber þar
fyrstar. að telia hinn ágæta
markvörð sem telja má á
heimsrnælikvarða, Erik Holst.
Hann hefur leikið 50 lands-
leiki.
Þá skal aðalhetjunni ekki
gleymt. Það er Mogens Olsen
gamall og reyndur kappi með
71 landsleik að baki. Hann
varð markhæstur allra leik-
manna (allra landa) í HM í
A-Þýzkalandi og er ein bezta
skytta sem verið hefur í röð-
um danskra handknattleiks-
manna á síðari árum.
Þá er Jórgen Vodsgaard
sem á 25 landsleiki að baki,
hávaxinn og skemmtilegur
leikmaður, en einleikur þó
allmikið enda iandsliðsmaður
í körfuknattleik einnig.
Hans Ehrenreich er
skemmtilegur leikmaður sem
á 5 landsleiki að baki.
Iwan Sliristiansen er góður
sóknarleikmaður sem á 36
landsleiki að baki.
Hans Jörgen Jacobsen er
ungur leikmaður sem 7 sinn-
um hefur klæðst dönskum
landsliðsbúnmgi.
Þá er reyndur „refur“
Klaus Kaae með 21 landsleik.
Og loks er einn unglinga-
landsliðsmaður Hans Jörgen
Taastrup.
Handknattleiksvinir í
Reykjavik ættu að muna eftir
Erik Holst markverði, Vods-
gaard, íwan Christiansen og
Klaus Kaae frá hinum eftir-
minnilega landsleik við ísland
í vor er Danir sneru 14—9
forystu íslendinga í hléi í 23— 7
20 sigur Dana. Þá varði Erik I
Holst vel sem ávallt og Christi I
ansen og Kaae skoruðu hvor £
sín 2 mörkin.
Arhus KFUM liðið er mjög 1
skemmtilega leikandi lið og i
gaman oft að sjá leik þess ■
ekki sizt einkennandi hvað ú
þeir treysta mjög á mark- J
vörð sinn — enda er þar mað- 1
ur sem treysta má. I
Fjórir ofangreindra lands- £
liðsmanna þexr Erik Holst, Z
Vodsgaard Christiansen og 7
Kaae eru í keppnisbanni hjá 1
danska handknattleikssam- ■
bandinu eftir „gamnið“ Rúss- ti
landi ér allt landsliðið fékk I
dóm íyrir — sem reyndar nú 1
er aftur fyrir rétti og ekki 1
útilokað að svo fari að þeir »
verði sýknaðir af öllu saman. 1
Á þessa leið fórust frétta- V
manni okkar í Höfn orð og 1
samkv. hans orðum geta ísl. 1
handknattleiksunnendur sann !
arlega hlakkað til helgarinn- I
áhugi á þríþraut FMÍ
í SÍÐASTA mánuði hófst um allt
land keppm á vegum Frjáls-
íþróttasambands íslands, sem
nefnd helur verið Þríþraut FRÍ
og Æskunnar. Rétt til þatttöku
eiga skólabörn, á aldrinum 11 til
13 ára, en keppt er í 60 m hlaupi,
hástökki og knattkasti.
Áhugi virðist vera mikill fyrir
keppni þessari, en keppni sú, sem
nú stendur yfir er einskonar
undankeppni. Næsta vor heldur
undankeppnin áfram og úrslit
verða síðan i Reykjavík í júní- j mikiL
mánuði 1967.
Sigurvegarar í keppninni hljóta
mjög glæsileg verðiaun, m. a.
ferð til Grænlands með flugvél
F. í.
Myndin, sem hér fylgir er frá
keppni Laugalækjaskóla í
Reykjavík, en þátttaka var mjög
Bihorkeppni
Köríuknattleiks-
simbnndsins
í SUMAR hefur farið fram bik-
arkeppni í korfuknattleík á veg-
um Körfuknattleikssambands ís-
lands. Úrslitamót þessarar
keppni fer fram hér í Reykja-
vík næstkomandi helgi 15. og 16.
okt. á Hálogalandi og hefst báða
dagana kl. 5. Liðin sem eru í
úrslitakeppninni eru Snæfell frá
Stykkishólmi, Þor frá Akureyri,
íþróttafélag Keflavíkurflugvall-
ar og KU sem sigraði Ármann
í úrslitaleik Reykjavíkurriðils
með 50 stigum gegn 37, en Ár-
mann var, sigurvegari í þessari
keppni á sl. ári. í keppni þessari
leika aðeins B-liðsmenn 1. deild-
arfélaganna.