Morgunblaðið - 13.10.1966, Qupperneq 21
'Fimmtudaffur 13. okt. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
2!
íbúðlr — Hafnaríjörður
Höfum til sölu 3ja herb. íbúð í f;öibýlishúsi við
Sléttahraun. — íbúðin selst tilbuin undir tréverk.
Hagkvæmir greiðsiuskilmálar.
Teikningar á skrifstofunni.
Skip & fasteignir
Austúii’stræt.i 18 — Símr 21735.
Sölumaður
Ein af stærri heildverzlunum borgarinnar. óskar eft-
ir að ráða ungan og reglusaman mann, tii sölu- og
afgreiðslustarfa. — Góð laun. — Frruntiðaratvinna.
Umsóknir óskast sendar afgr. Mbl.. merkt: „Fram
tíð — 4309“ með upplýsingum um aldur og fyrri
störf fyrir föstudagskvöld.
Loftpressuvúnna
Tökum að okkur alls konar múrbrot, sprengingar í
grunnum og aðra loftpressuvinnu.
Góð tæki — vanir menn.
Loftþjappan sf.
Sími 17796.
Páll Erlendsson frn
Þrastarstöðum Kveðja
17 SEPT. s. 1. andaðist á Siglu-
fjarðarspítala Páll Erlendssón,
sem af okkur Skagfirðingum var
kenndur við Þrastarstæði á
Höfðaströnd.
Þegar ég rita þessar línur er
verið að jarðsyngja þennan
gamla góða vin minn og sam-
starfsmann, en því miður hai'öi
ég ekki aðstöðu til að vera við
útför hans, minningarnar eru
því efst í huga mínum nú.
Péll var fæddur á Sauðár-
króki 30. september 1889, son-
Sölumaður óskast
Innflutningsfyrirtæki, sem verzlar með utgerðar-
vörur, vélar o. fl. óskar eftir dugiegum sölumanni.
Þeir, sem hefðu áhuga á starfi þessu. leggi nöfn sín
og upplýsingar um fyrri störf inn á afgr. Mbl. sem
fyrst, merkt: „Trunaðarmál — 4314“.
Við Framnesveg
Til sölu er 5 herbergja íbúð á 3. hæð í sambýlishúsi
við Framnesveg. fbúðin selst titbúin undir tréverk
og afhendist fljótlega í því ástandi — Sér hiti. —
Sérþvottahús á hæðinni. — Gott útsýni. —
Hagstætt verð.
ÁRNI STEFÁNSSON. HRL.
Málflutningur — Fasteignasala.
Suðurgotu 4. — Sími 14314.
•••• í PÍPUNA!
FERSKT BRAGÐ
- SVALUR REYKUR
MADE IN U.S.A.
MEST SELDA PIPUTOBAK I AMERIKU!
PRINCE ALBERT
ur merkishjónanna Guðbjargar
Stefánsdóttur og Erlendar Páls-
sonar bókhaldara á Sauðárkróki
og síðar verzlunarstjóra á Graf-
arósi. Verzlunarstjórarnir voru i
þá tíð einir af mestu forystu-
og mektarmönnum héraðanna,
og heimili þeirra oftast víðkunn
fyrir myndarbrag. Svo var eirua-
ig um heimili þeirra Erlendar og
Guðbjargar í Grafarósi. Systkini
Páls voru 5 hvert öðru myndar-
legra. Þau voru öll mjög félags-
lynd og söngelsk með ágætum,
enda var Grafarósheimilið um
lengri tíma miðstöð allrar söng-
starfsemi hér um slóðir. Þar var
Páll stjórnandi og driffjö'ður, en.
félagsmálaáhugi hans var ein-
stakur.
Páll stundaði ungur nám við
menntaskólann eða lærðaskól-
ann í Reykjavík 1904-1908 en
var einnig starfandi við bókhald
og verzlunarstörf hjá föður sín-
um. Á þeirrar tíðar mælikvarða
var Páll þvr vel menntaður til
að taka að sér búsforráð og for-
ystu í félagsmálum sveitar sinn-
ar, hann hafði verið ráðsmaður
á Hólum í Hjalta-dal og þar
kynnst búskap.
1915 eða 16 fékk hann að eig-
in sögn sína stærstu hamingju,
er hann kvæntist eftirlifandi
konu sinni Hólmfri'ði Rögnvalds
dóttur, Jónssonar frá Á í Una-
dal einni glæsilegustu heima-
sætu héraðsins. Þau byrjuðu bú-
skap 1915-1916 á kirkjustaðnum
Hofi, en 1916 flytja þau að
Þrastarstöðum á Höfðaströnd og
búa þar til 1940. Þá hefst hið
eiginlega lífsstarf Páls, bústörf,
ýmiskonar félagsstarfsemi söng-
stjórn, söngkennsla. Hann stofn-
aði og stjórnaði blönduðum kór
og 1917-1918 stofnaði hann á-
samt nokkrum öðrum karlakór-
inn Þröst, sem starfaði nær ó-
slitið tii 1940. Nokkrir kórfélag-
ar eru ennþá ofan moldu. Minn-
ast þeir þessara félagsstarfa sem
beztu stundum í lífi sínu. og nú
minnumst við Páls sérstaklega,
sívakandi í starfi, sem alltaf kom
fyrstur á æfingar þó að bústörf
kölluðu á hann, jafnvel meira
en marga aðra kórfélaga.
En það var ekki eins og þetta
væri eina starfi'ð utan heimilis
hans, hann var starfandi eigin-
lega í hverju félagi og jafnvel
í hverri nefnd því að maðurinn
var tillögugóður og skýr,
skemmtinn vel og hvers manns
hugljúfi. Páll hafði ágæta rit-
hönd og skemmtilega stílgáfu.
Hann var einn af þeim sem gott
var að eiga að vini og félaga
enda man ég ekki eftir meiri
söknuði hér í sveit en þegar þau
hjón með fjölskyldu sína fluttu
búferlum til Siglufjarðar. Þá
var þeim haldið fjölmennt skiln
aðarhóf þar sem glaðværð ríkti
en þó söknuður hvers einasta
þorps- og hreppsbúa.
Við Hólmfríður, kona Páls,
erum systrabörn og því ekki
óeðlilegt að náin vinátta héldist
á millum fjölskyldna okkar. Ég
get ekki stillt mig um að minn-
ast Hólmfrí’ðar og foreldra henn
ar með virðingu og þökk fyrir
sveitarinnar hönd, því að þau
fjölmörgu störf Páls utan heim-
ilis kröfðust stjórnar og vinnu
húsmóðurinnar og foreldra henn
ar á einu myndarlegasta heimili
sveitarinnar.
Börn þeirra Páls og Hóimfríð-
ar eru fjögur: Guðbjörg frú í
Reykjavík, Erlendur bæjarfó-
getafulltrúi í Hafnarfirði, Ragn-
ar bankastjóri á Sauðárkróki og
Guðrún kennari og frú í Reykja
vík. Auk þess ólu þau upp ungl-
inga lengri og skemmri tíma,
sem öll jiöfðu sömu sögu að
segja: ,,Á Þrastarstöðum var
gott að vera.
_ Ég veit að nm veru Páls á
Siglufirði mun hafa verið skrif-
að af öðrum, en þa'ð hefi ég
sannfrétt að þau hjón og ætt-
ingjar þeirra hafa verið Skag-
firðingum til sóma i hinni fjöl-
mennu og ágætu skagfirsku ný-
lendu þar ytra. Hugurinn mun
þó oft hafa leitað inn á Höfða-
ströndina því að þar voru ræt-
urnar, sem ekki verða upp slitn
ar þó leiðir skilji.
Ég votta frændfólki mínu og
vinum, aðstandendum ölium
innilega samúð okkar hjóna.
Björn í Bæ.