Morgunblaðið - 13.10.1966, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtuclagijr 13. okt. 1966
£r/c Ambler:
Kvíövæniegt ferðaiag
1. kafli
Eimskipið, Sestri Levante, bar
hátt við bakkann, og
slyddan, sem kom dynjandi utan
af Svartahafinu, bleytti jafnvel
skjólþakið sem var yfir nokkrum
hluta þilfarsins. Við afturlestina
voru tyrknesku verkamennirnir,
með strigadruslur um axlirnar,
enn að skipa út vörum.
Graham sá, að þjónninn bar
töskuna hans inn um dyr, sem
merktar voru PASSEGGERI, og
sneri sér þá við til þess að at-
huga, hvort mennirnir tveir, sem
voru nýbúnir að kveðja hann,
væru þarna enn. Þeir höfðu ekki
komið um borð með honum. ef
ske kynni, að einkennisbúning-
ur annars þeirra hefði dregið að
honum athygli. Nú voru þeir að
ganga yfir kranasporið, í áttina
að vöruskemmunum og hafnar-
hliðinu, handan við þær. Undir
eins og þeir voru komnir í skjól
við eina vöruskemmuna, litu
þeir um öxl. Hann lyfti vinstra
handlegg og sá, að þeir veifuðu
á móti. Svo héldu þeir áfram og
hurfu sjónum.
Stundarkorn stóð hann þarna
skjálfandi og starði gegn um
þokuna, sem huldi hvelfingarn-
ar og turnspírurnar í Istambul.
Gegn um skröltið og skellina í
vindunum, var tyrkneski verk-
íújórinn að kalla eitthvað á
slæmri ítölsku til eins yfir-
mannsins á skipinu. Graham
minntist þess, að honum hafðj
verið sagt að fara niður í káet-
una sína og bíða þar, þangað til
skipið væri komið af stað. Hann
elti því þjóninn inn um dyrnar.
Maðurinn beið eftir honum
við lágar tröppur. Ekkert sást til
hinna farþeganna níu.
— Cinque, signore?
— Já.
— Da queste parte?
Graham elti hann niður.
Númer fimm var lítil káeta
með einu rúmi í, vaski, sam-
byggðum við fataskáp, en gólf-
rýmið var rétt aðeins fyrir hann
og töskuna hans.
Umgerðirnar um kýraugun
voru með þykkri spanskgrænu,
og þarna var sterkur málningar-
þefur. Þjónninn tróð töskunni
inn undir rúmið og renndi sér
síðan út, á rönd.
— Gerið svo vei að láta mig fá
farseðlinn yðar og vegabréfið,
herra. Ég fer með það til um-
íjónarmannsins.
Graham fékk honum hvort-
tveggja og benti síðan á kyr-
augað og gerði hreyfingu eins og
til að skrúfa það upp.
— Strax, herra, svaraði þjónn
inn og gekk út.
Graham settist á rúmið, dauð-
þreyttur. Þetta var í fyrsta sinn
í næstum heilan sólarhring. sem
hann fékk nokkurt næði til að
hugsa. Hann dró höndina var-
lega upp úr frakkavasanum og
leit á umbúðirnar, sem vafðar
voru um hana. Hann verkjaði
andstyggilega í hana. Ef það var
svona að fá skeinu undan kúlu,
þá þakkaði hann hamingjunni,
að kúlan skyldi ekki hafa hitt
hann fyrir alvöru.
Hann leit kring um sig i káet-
unni og sætti sig við hana, rétt
eins og hann hafði orðið að sætta
sig við hverja vitleysuna á fæt-
ur annarri, síðan hann hafði
komið heim í gistihúsið sitt í
Pera, kvöldið áður. Og hann
gerði sér þetta að góðu, án þess
að spyrja nokkurs hlutar. Hou-
um fannst bara eins og hann
hefði týnt einhverju verðmætu.
En í raun og veru hafði hanr.
engu týnt nema ofurlítlum skinn
flipa af hægra handarbakinu.
Það hafði í rauninni ekki annað
fyrir hann komið en það, að nú
hafði hann r^ynt, hvað það er
, að vera hræddur um líf sitt.
] Eiginmenn vinkvenna konu
Grahams töldu hann vera lukku-
panfín. Hann hafði vel launaða
stöðu við vopnasmiðju, fallegt
hús í sveitinni klukkustundar
akstur frá skrifstofunni, og
konu, sem allir kunn vel við.
Ekki svo að skilja, að hann
verðskuldaðí ekki þetta allt.
Hann var, enda þótt engum gæti
dottið það í hug, eftir útliti. stór
snjall verkfræðingur, og sérlega
mikilvægur fyrir fyrirtækið,
sökum kunnáttu sinnar í byssu-
smíði. Hann fór oft til útlanda
í viðskiptaerindum. Hann var
rólegur og viðkunanlegur mað-
ur, og örlátur á viskíið sitt. Vit-
anlega var ekki hægt að segja,
að menn gerðu sér vonir um að
komst sérlega nærri honum, því
að hann var slæmur í bæði goif
og bridge, en hann var samt
alltaf vingjarnlegur. Ekkert
ofsalegt, en bara blátt áfram
vingjarnlegur — dálítið Jíkur
dýrum tannlækni, sem reynir
að leiða huga sjúklingsins frá
kvölunum. Og meira að segja
] var hann dálítið líkur slíkum
tannlækni í útliti, ef út í það er
farið: grannvaxinn og ofurlítið
álútur, í velsniðnum fötum, með
viðkunnanlegt bros og hár, sem
-'ar ofurlítið að byrja að grána.
En hafði það verið ótrúlegt, að
Stephanie hefði gifzt honum
vegna annars en launanna hans,
þá varð að minnsta kosti að
játa, að þeim kom prýðilega
saman. Það sýndi ekki annað
en ......
Graham fannst líka sjálfum,
að hann hefði verið heppinn.
Eftir föður sinn, sykursjúkan
kennara, hafði hann erft,
sautján ára gamall, jafnaðargeð,
fimm hundruð pund í reiðufé
fyrir líftryggingarskírteini, og
góðan stærðfræðihaus. Hið
fyrstnefnda hafði gert honum
fært að þola stjórn smámuna-
sams fjárhaldsmanns, hið annað
hafði gert honum fært að nota
sér námsstyrk, sem hann hafði
fengið og hið þriðja ávann hon-
1 um doktorsnafnbót, hálfþrítug-
um. Efni ritgerðarinnar hafði
verið kastbogi byssukúlna og út-
dráttur úr henni hafði birzt í
tækniriti nokkru. Um þrítugt
var hann orðinn forstöðumaður
r-annsóknadeildarinnar hjá hús-
bændum sínum, og hann varð
sjálfur hissa á, að sér skyldi
greidd svo há laun fyrir verk,
sem hann hafði gaman af. Sama
árið hafði hann gengið að eiga
Stephanie.
Honum datt það aldrei í hug,
að afstaða sín til konu sinnar
væri önnur en sú, sem algengust
er hjá karlmönnum til konu,
sem þeir hafa búið með í tíu
ár. Hann hafði gengið- að eigu
hana, af því að hann var orðinn
leiður á að búa í leiguherbergj-
um og gekk út frá þvi — og með
réttu — að hún hefði farið' í
hjónabandið til þess að losna
frá föður sínum — sem var leið-
inlegur og fátækur læknir. Hann
var hrifinn af fegurð hennar og
léttri lund, hæfileika hennar til
að halda í hjú og stofna til kunn
ingsskapar við fólk, og enda
þótt honum leiddust stundum
kunningjar hennar. var hann
tilleiðanlegri til að kenna það
sjálfum sér en þeim. En hún
fyrir sitt leyti gat vel fyrirgefið
þótt hann yndi sér betur við
verk sitt en við neitt eða neinn
annan, og tók því með jafnaðar-
geði og án þess að móðgast af
því. Hún undi lífinu vel, einmitt
eins og það var. Þau lifðu þann-
ig í meinleysislegu samlyndi,
svo að ekki varð á betra kosið.
Þegar styrjöldin skall á í -sept-
embexmánuði 1939, hafði það
lítil áhrif á heimilislíf þeirra
Grahamhjóna. Graham hafði
vitað, síðustu tvö árin, að að
þessu hlyti að draga, eins víst
og að sólin gengi til viðar, og
var því hvorki hissa né von-
svikinn þegar að því kom. Hann
hafði reiknað nákvæmlega út
áhrif þau, sem ófriðurinn kynni
að hafa á einkalíf hans, og
stra^ í októbermánuði sá hann,
að þeir útreikningar hans höfðu
verið réttir. Hvað hann snerti,
þá þýddi styrjöldin bara meira
annríki — það var allt og sumt.
Hún snerti hvorki öryggi hans né
efnahag. Hann gæti undir eng-
um kringumstæðum þurft að
fara á vígvöllinn. Möguleikarnir
á að þýzk sprengja félli ofnærri
vinnustað hans eða bústað, voru
svo litlir, að þeim var óhætt að
gleyma. Þegar hann komst að
því, að réttum þrem vikum eftir
undirritun brezk-tyrknesKa
bandalagsins, að hann yrði að
fara til Tyrklands á vegum fyrir
tækis síns, setti hann ekki annað
fyrir sig en það að þurfa að vera
heiman um jólin.
Hann hafði verið þrjátíu og
tveggja ára að aldri þegar hann
fór i fyrsta sinn utan í viðskipta-
erindum. Sú ferð hafði gengið
Nú þegar víð erum búin aö fa lestrarlampa, hef ég keypt bok
vel. Húsbændur hans höfðu
uppgötvað, að auk þess að vera
vel fær á tæknisviðinu, hafði
hann þann hæfileika, sem er svo
sjaldgæfur hjá slíkum kunnáttu-
mönnum — að koma sér vel við
embættismenn erlendra ríkis-
stjórna. Á næstu árum hafði
vinna hans verið að nokkru
leyti fólgin í sendiferðum sem
þessari. Og hann hafði gaman
af svona ferðalögum. Hann hafði
gaman af að koma til framandi
borga, hitta erlenda embættis-
menn, læra hrafl í tungumálum
þeirra, og verða hissa á skilnings
leysi sínu á hvorutveggja. Hánn
öðlaðist heilbrigða óbeit á orð-
um eins og ,,dæmigerður“.
Um miðjan nóvembermánuð
kom hann til Istambul með lest
frá París, en fór þaðan hér um
| bil strax til Izma og Gallipoli. í
desemberlok hafði hann lokið ér-
indi sínu á báðum þessum stöð-
um, og fór þá með lest, á nýárs-
I dag, aftur til Istambul, á heim-
leið.
Þetta höfðu verið erfiðar sex
vikur hjá honum. Verkið hafði
| verið þreytandi og ekki batnaði
það þegar hann þurfti að tala
i um tæknileg efni með túlkum.
Skelfingarnar við jarðskjálftann
í Anatoliu höfðu orkað næstum
j eins illa á hann og þær höfðu
1 orkað á gestgjafa hans. Loksins
, höfðu járnbrautarsamgöngur frá
Gallipoli til Istambul tafizt
vegna flóða. Þegar til Istambul
kom, var hann þreyttur og niður
dreginn.
Á járnbrautarstöðinni kom til
móts við hann Kopeikin, umboðs
maður fyrirtækis hans í Tyrk-
landi.
Kopeikin hafði komið til Tyrk
lands ásamt 65.000 öðrum flótta-
mönnum rússneskum, árið 1924,
og hafði verið á næstu árum,
falskspilari, hóruhússeiganda og
fatasala til hersins — áður en
hann náði í — og hamingjan
mátti vita hvernig — hið ábata-
I sama umboð, sem hann hafði
I nú. Graham kunni vel við hann.
Hann var holdgrannur og kátur
! lítill maður, með útstæð eyru,
ódrepandi gott skap og vel búin
j prettaviti.
] Hann hristi höndina á Graham
j af mikilli hrifningu. — Fékkstu
vonda ferð? Það var leiðinlegt.
Mikið var gaman að sjá þig aft-
ur. Hvernig gekk þér við Fethi?
— Ágætlega, held ég. Ég bjóst
við honum helmingi verri eftir
lýsingunni þinni á honuin.
— Góði minn, þú gerir allt of
lítið úr þínum eigin persónu-
töfrum. Hann er alþekktur af
því að vera erfiður viðureignar.
En hann er mikilvægur. En
héðan af gengui allt eins og
smurt. Víð skulum fá okkur eitt
glas og rabba betur um viðskipa
málin. Ég er búinn að útvega
þér herbergi — með baði og öllu
saman — í Adler Palace, eins og
áður. En svo hef ég efnt til
kveðju-kvöldverðar í kvöld fyr-
ir þig. Ég borga brúsann.
— Það er fallega hugsað af
þér.
— Ekki nema ánægjan, góður-
inn minn. Það er einn klúbbur,
sem er mjög vinsæll eins og er
— heitir Jockey. Ég held þú
munir kunna vel við hann. Þar
er öllu vel fyrirkomið og fólkíð,
sem þangað kemur mjög al-
mannilegt. Enginn skríll. Er
þetta farangurinn þinn?
Það slumaði í Graham. Hann
hafði búizt við að eta kvöld-
verð með Kopeikin, en þegar
klukkan væri orðin tíu, ætlaði
hann að vera kominn í heitt bað
og síðan ætlaði hann beint í rúm
ið með reyfara til að lesa. Það,
sem hann óskaði sízt af öllu, var
að fara út að ..skemmta sér“,
hvorki í Jockey né annarsstað-
ar. Því sagði hann við Kopeikin,
þegar þeir eltu burðarkarlinn,
sem var með farangur hans: —
Ég held, Kopeikin, að ég verði
að fara snemma í háttinn í
kvöld. Ég á fyrir höndum fjórar
nætur T járnbrautarlest.
— Góðurinn minn, þú hefur
ekki nema gott af að vaka svo-
lítið frameftir. Auk þess fer lest-
in þín ekki fyrr en klukkaa
ellefu á morgun og ég hef pant-
að handa þér svefnvangspláss.
Þú getur sofið alla leiðina txl
Parísar, ef þú ert þreyttur.
Rósótt nælon
brjóstahóld í lit-
um frá
LADY
Kaupið tegund 1230.
Söluumboð:
Heildverzlun Davíðs S. Jónssonar.
Þingholtsstræti 18. — Suni 24333.
Enskar bréloskriftlr
Ung stúlka með góða kunnáttu t enskum bréfa-
skriftum, ásamt hraðritunarkunnátiu, óskar éftir
starfi sem fyrst. — Upplýsingar í síma 30-4-28
milli kl. 6 og 8 á kvöldin.
Námskeið í
tómstundaiðju
f vetur verður efnt til námskeiða að Fríkirkju-
vegi 11 í eftirtöldum greinum tómstundaiðju:
Piadíóvinnu og ljósmyndaiðju fyrir unglinga 13 ára
og eldri. — Mosaikvinna, leðurvinna, postulínsmál-
un, fíltvinna og teppahnýting fyiir 15—25 ára.
Innritun er hafin og fer fram í skrifstofu Æsku-
lýðsráðs kl. 2—8 síðdegis. — Sími 15937.
Æskulýðsráð Reykjavíkur.