Morgunblaðið - 13.10.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. okt. 1968 pim’gJinWaMt* Útgefandi: Fr amkvæmdast j óri: Ritstjórar: Putst j órnarf ulltrúi: Augiysmgar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 105.00 í l.-usasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Ejarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðjnundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6 Aðalstræti 6. Siini 22480. á mánuði innanlands. 7.00 eintakið. HVERS VEGNA HÆKKA FJÁRLÖGIN? ggYMSML f Anna Maria engin trygging fyrir grísku lýðræöi ANNA María er afar vinsæl í Grikklandi, en því miður verðum við að játa, að hún hefur ekki getað haft þau á- hrif á konungsfjölskylduna í lýðræðisátt, sem við höfðum vonað. Slíkt hefði ef til vill líka verið til of mikils kraf- izt af jafn ungri og óreyndri drottningu. Þannig komst gríski stjórn- málamaðurinn prófessor And reas Papandreo að orði s. 1. sunnudag á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn, sem efnt var til af hálfu stúdentafélags ins þar, en hann hefur sem kunnugt er komið talsvert við sögu grískra stjórnmála s. 1. ár. Faðir hans er gríski flokksleiðtoginn og fyrrver- andi forsætisráðherra, George Papandreo, sem Konstantin konungur rak frá völdum, en síðan tók við núverandi for- sætisráðherra, Stefanopulos við völdum en það varð ekki fyrr en að lokinni langvar- andi og erfiðri stjórnarkreppu í landinu. Prófessor Andreas Papan- dreos hefur að undanförnu verið á fyrirlestrarfer'ðalagi i Svíþjóð, en ferðalag hans hef ur átt sér stað undir óvenju- legum pólítiskum kringum- stæðum. Ásakaður um flótta. Fyrra laugardag, sama dag og Papandreo fór frá Aþenu, birti gríska stjórnin fyrirferð armikla skýrslu um svokall- að Aspidamál. í þessari skýrslu er prófessor Papan- dreo talinn foringi vinstri sinnaðs samsæris, sem beint Framli. á bls. 19. Andreas Papandreo Tvær drottningar umhverfis Konstantin konung — Anna Maria og Friðrika ekkjudrottn- ing. Myndin er tekin fyrir skemmstu, er konungsfjölskyldan heimsótti Herodes Atti- cus-leikhúsið í Aþenu. Á frumvarpi því til fjárlaga, ** sem nu hefur verið lagt fyrir Alþingi eru heildartekj ur ríkissjóðs á árinu 1967 á- ætlaðar um 4,6 milljarðar króna. Er þar um að ræða 22,4% hækkun frá fjárlögum ársins 1966. Heildarútgjöld fjárlaga ársins 1967 eru hins vegar áætluð um 4,2 millj- - arðar króna, og er það um 18% hækkun frá yfirstand- andi ári. Rekstrarafgangur er áætlaður 381 milljón króna og hagstæður greiðslujöfnuð- ur á sjóðsyfirliti um 150 millj ónir króna. Hækkun rekstrarútgjalda nemur í krónutölu um 656 milljónum króna. í greinargerð fjárlagafrum varpsins er gerð glögg grein fyrir ástæðunum til hækk- ana aðal útgjaldaliða fjárlag- anna. Er þar m. a. frá því skýrt að 76,9 milljónir króna stafar af hækkun á liðun- um dómgæzla og lögreglu- stjórn, kostnaði vegna inn- heimtu tolla og skatta og sameiginlegum kostnaði við embættisrekstur. Vegna hækkunar á framlögum til læknaskipunar og heilbrigð- ismála hækkar frumvarpið, um 67,5 milljónir króna, vegna hækkunar á framlög- um til ýmissa samgöngumála verður 30,4 milljónir króna hækkun, vegna kennslumála, opinberra safna, bókaútgáfu og listastarfsemi verður 138 milljón króna hækkun. Vegna framlaga til ýmissa atvinnumála og til rannsókna í þágu atvinnuveganna verð- ur 144,5 milljón ki / hækk- un, þar af til lanabúnaðar 25,4 milljónir króna, en til sjávarútvegs 93,9 milljónir króna. Uppistaðan í þessari hækk un til sjávarútvegsmála er framlag til aðstoðar vegna sjávarútvegsins, sem ekki var tekið með í fjárlög ársins 1966, jafnvel þótt til þeirra greiðslna hafi komið á ár- inu. Hækkun vegna framlaga til félagsmála, aða^ega al- mannatrygginga er 190,9 milljónir króna. Er þar um að ræða langsamlega stærsta hækkunarliðinn. Hækkun út gjalda vegna afborgana af lánum og til eignaaukningar á eignahreyfingarlið nemur rúmlega 45,6 milljónum króna. Þá er frá því skýrt að um 75% af heildarútgjöldum fjárlaga séu lögbundin og raunar yfir 85%, ef niður- greiðslur á vöruver*’ teljast útgjöld af þessu t&g . Athyglisvert er að hækk un fastra launa frá fjárlögum ársins 1966 nemur 25%. Auðsætt er að það er þensla ástandið í efnahagslífi þjóð- arinnar, sem veldur hækkun ríkisútgjalda. En vegna góðr ar afkomu ríkissjóðs getur ríkið staðið undir þessum hækkunum án þess að hækka skatta. Þá staðreynd verður að telja mjög þýðingarmikla. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að ef til- lögum stjórnarandstöðunnar hefði verið fylgt, um stór- aukin útgjöld á fjölmörgum sviðum fram yfir það, sem fjárlagafrumvarpið ber með sér, hefði orðið óhjákvæmi- legt að stórhækka skatta og opinberar álögur á þjóðinni. í næstu viku mun fjármála ráðherra flytja framsögu- ræðu sína við fyrstu umræðu fjárlaga Fæst þá betri yfir- sýn um hag og afkomu ríkis- sjóðs á sl. ári. MYNDARLEG FRAMLÖG TIL MENNTA OG MENNINGAR MÁLA L stæða er til að fagna þeirri miklu aukningu í framlög- um til Háskóla íslands, sem ráð er fyrir gert í fjárlaga- frumvarpinu, sem lagt var fyrir Alþingi sl. þriðjudag. Er þar gert ráð fyrir að fjárveit- ing til Háskólans hækki um rúmar 12 milljónir króna, eða 51,6%. Ástæðan til þessarar miklu aukningar er mikil fjölgun kennara við skólann og bætt starfsaðstaða á ýmsan hátt, aukin framlög til rannsóknar- starfs og bókakaupa og fleira. Málefni skólans hafa mjög verið til umræðu að undan- förnu og er nú unnið að áætl unargerð um framtíðarþróun skólans. Áreiðanlegt er að all- ur almenningur er mjög fylgj andi þeirri stefnu, sem nú hef ur verið mörkuð í hinu nýja fjárlagafrumvarpi og miðar að því að bæta aðstöðu nem- enda til náms og aðstöðu til vísinda- og rannsóknarstarfa í skólanum og á vegum þeirra vísindastofnana sem honum eru tengdar. Það vekur einnig athygli hve fjárframlög til ýmissa menningarmála eru aukin í fjárlagafrumvarpinu, og má t. d. benda á að á fjárlögum yfirstandandi árs er framlag til Þjóðleikhússins 1,6 millj- ónir króna, en á fjárlögum ársins 1967 er gert ráð fyrir að fjárveitingin nemi tæpum 6,3 milljónum króna. Ástæðan fyrir þessari hækkun á framlögum til Þjóð leikhússins er sú, að mikil hækkun hefur orðið á rekstr arkostnaði leikhússins vegna launahækkana og annars, en hinsvegar þykir ekki fært að hækka aðgöngumiða> að leik- sýningum. Um slíka stefnu munu sjálf sagt margir deila, en óneitan- lega er Þjóðleikhúsið ein af meginstoðum þess menningar lífs, sem haldið er uppi í land inu, og þess vegna ber að fagna þeim mikla stuðningi við þá starfsemi sem fram kemur í hinum nýju fjárlög um. Ríkisstjórnin hefur, eins og þessi tvö dæmi sýna, mark- að þá ákveðnu stefnu, að styðja menningar- og mennta mál með myndarlegum hætti, og er ekki að efa að sú stefna fær góðan hljómgrunn með- al alls almennings. AUKIN FRAMLÖG TIL VERKLEGRA FRAMKVÆMDA 17ið ákvörðun fjárframlaga " til verklegra fram- kvæmda á fjárlögum er rík- isstjórninni auðvitað mikill vandi á höndum. Annars veg ar þarf að hafa í huga nauð- syn þess að haldið verði á- fram nahðsynlegum fram- kvæmdum úti um allt land, en hinsvegar að þær fram- kvæmdir auki ekki á þensl- una í þjóðfélaginu og stuðli þannig að þeirri verðbólgu- þróun, sem nú er barizt á- kveðið gegn. Á fjárlögum fyrir árið 1917 er þó gert ráð fyrir um 50 milljón króna hækkun á fram lögum til verklegra fram- kvæmda, en þess ber þó að gæta, að meginhluti þeirrar hækkunar fer til þess að greiða skuldir, sem þegar hef ur verið stofnað til veg a margvíslegra framkvæmca, en fjárveitingar ekki veittar til á fjárlögum síðastliðms árs. Með þessari aukningu fjár veitinga til verkiegra fram- kvæmda, kemur þó fram greinilegur vilji ríkisstjórnar innar til þess að halda áfram umfangsmiklum verklegum framkvæmdum á vegum ríkisins, þó innan þeirra tak- marka, að þær hafi ekki þensluverkandi áhrif á efna- hags- og atvinnulífið í land- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.