Morgunblaðið - 13.10.1966, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 13. okt. 1968
MORGUNBLAÐIÐ
31
Frestað inntöku
tiriggja nýrra félaga
Þing BSRB gerir samþykktir um kjaramál ofL
FYRIR þingi Bandalags starfs-1
manna ríkis og bæja lágu inn-1
tökubeiðnir frá þremur félögum,
Félagi íslenzkra flugferðastjóra,
Félagi starfsmanna loftskeyta-
stöðvarinnar í Gufunesi og
Starfsmannafélagi Ríkisútvarps-
ins — Sjónvarps. Þingið sam-
þykkti „að inntaka þeirra verði
svo veigamikil grundvallaratriði
í skipulagsmálum B.S.R.B. að
ekki sé unnt að verða við beiðni
téðra félaga á þessu þingi banda-
lagsins. Þingið telur að þetta mál
þurfi nánari athugun, en unnt er
að framkvæma á yfirstandandi
þingi, enda verður það naum-
ast slitið úr tengslum við marg-
þætt skipulagsmál B.S.R.B.
Þingið samþykkir, að kosin
verði 11 manna milliþinganefnd,
til að endurskoða skipulagsmál
og lög bandalagsins. Nefndin
skili áliti sínu til stjórnar banda-
lagsins fyrir 1. janúar 1968“.
í sambandi við uppsögn samn-
Inga lýsti þingið yfir sérstakri
óánægju sinni ,,vegna meðferð^r
þeirrar, sem kjaramál opinberra
starfsmanna hefur fengið á und-
anförnum árum. Sniðgengið hef-
ir verið það lagaákvæði um
kjaradóm, að við úrlausnir hans
á kjarasamningum og endurskoð
un þeirra skuli höfð hliðsjón af
kjörum launþega, er vinna sam-
bærileg störf hjá öðrum en rík-
inu. Kjör þau, sem opinberir
starfsmenn búa við, eru nú alls-
endis óviðunandi, og kemur það
m.a. fram í skorti hæfra starfs-
manna í ýmsum greinum. Úr-
bætur í þessu efni eru ekki einka
mál opinberra starfsmanna,
heldur hagsmunamál þjóðarinn-
ar allrar.
Þingið telur, að segja beri upp
núgildandi kjarasamningum op-
inberra starfsmanna, og beinir
því til bandalagsfélaga og stjórn
ar að hefja þegar undirbúning
að kröfugerð í væntanlegum
samningum“.
Þá samþykkti þingið að fela
bandalagsstjórn að beita sér fyr-
ir því við ríkisstjórnina, að hún
hlutist til um, að við stærstu
ríkisstofnanir verði komið á
starfsmannaráðum, sem m.a.
væri falið að fjalla um og gera
tillögur um starfs- og ráðnings-
kjör starfsmanna, starfsfræðslu
og hvers konar umbætur í
rekstri stofnana.
Þingið taldi illa farið, hve lítil
samstaða er með launþegum í
landinu um hagsmunamál þeirra
og beindi því til bandalagsstjórn-
ar að ræða það mál við fulltrúa
A.S.Í.
„Þingið hvetur bandalagsfélög
og stjórn að vera enn vel á verði
um lífeyrissjóði starfsmanna og
að ekki verði skert réttindi
þeirra, sem eru félágar í þessum
lífeyrissjóðum, til lána úr hinu
almenna veðlánakerfi. Þá and-
mælir þingið því, að lífeyris-
sjóðslán verði vísitölubundin."
Þingið fagnaði því að skipuð
hefur verið nefnd til að endur-
skoða lög um samningsrétt op-
inberra starfsmanna og væntir
þess að hún hraði störfum, svo
unnt verði að afgreiða breyting-
ar á komandi Alþingi.
Þá fól þingið bandalagsstjórn-
inni að beita sér fyrir áð útgefa
og skipuleggja land með það
fyrir augum að gefa bandalags-
félögunum kost á að eignast or-
lofsheimili.
Einnig voru gerðar samþykktir
um fjárhagsmál bandalagsins,
svo og fjárhagsáætlun og um
útbreiðslu- og fræðslumál.
Söngkonan, dansmærir og
saxófónleikarinn, Ingela
Brander, kemur fram á spila-
kvöldi í Lidó í kvöld, fimmtu-
daginn 13. október. Ingela
hefur dvalizt hér að undan-
förnu og skemmt við mjög
góðar undirtektir.
Sinfóníutónleikar í kvöld
SINFÓNÍUHL J ÓMS VEIT fs-
lands heldur tónleika í Háskóla-
bíói í kvöid kl. 20,30. Stjórnandi
er Bohdan Vrodiczko, en einleik-
ari Alfredo Campoli, sem leikur
fiðlukonsert Beethovens. Campoli
fæddist í Róm, sonur konsert-
meistarans í hljómsveit Santa
Cecilia tónlistarháskólans og
konu hans, sem var mikilhæf
dramatísk sópransöngkona í byrj
un þessarar aldar. Fimm ára að
®ldri fór Campoli til Lundúna,
þar sem hann býr nú. Hann var
undrabarn, sem hafði unnið
mörg gullverðlaun, silfurbikara
og annað slíkt, og þrettán ára
gamall var hann beðinn um að
hætta alveg þátttöku á alþjóð-
legum samkeppnisvettvangi, því
að honum var alltaf sigurinn vís.
Campoli hefur æ síðan verið í
New York, 12 .október, AP
Ef styrjöld skellur á milli Sýr-
lands og ísrael, þá mun Jórdanía
koma upp öðrum vígstöðvum
gegn ísrael í því skyni að aðstoða
Sýrland. Þannig komst Hussein
konungur Jórdaníu að orði í við-
tali við fréttaritara The New
York Times í Amman í dag.
fremstu röð fiðluleikara okkar
tíma. Har n hefur nýlokið þriðju
tónleikaför sinni umhverfis jörð
ina, þar sem hann hélt 68 tón-
leika á einu ári. Fjórða förin
er nú í undirbúningi.
Á tónleikunum í kvöld mun 4.
sinfónían eftir tékkneska tón-
skáldið Bohuslav Martinu einnig
heyrast í fyrsta sinn á íslandi.
Drengur fyrir
bifreið
ÞAÐ slys varð í gærmorgun
að lítill drengur varð fyrir lítilli
sendiferðabifreið á Reykjanes-
braut. hann slasaðist ekki alvar-
lega.
Bifreiðin var á leið vestur
Reykjanesbraut, er hún lenti á
drengnum sem var að fara
yfir götuna hjá Shell. Bifreiða-
stjórinn sagði lögreglunni að
hann hefði verið á 40 km. ferð,
en bifreiðin skildi eftir sig 27
m. hemlaför, sem samkvæmt
töflu þýðir 70-75 km. hraða.
Lögreglan prófaði bifreiðina á
40 km. hraða og reyndust læmla
forin þá vera 7 metrar.
Frá stofnun Félags Fiat-eigenda
FIAT-eigendur stofna félag
LAUGARDAGINN 8. þ.m. var
haldinn stofnfundur félags Fiat-
eigenda í samkomusal Domus
Medica, Egilsgötu 5.
Til fundarins boðaði undir-
búningsnefnd, sem kosin var á
undirbúnings-stofnfundi.
Steinar Waage, formaður und
irbúningsnefndar vakti undir-
búning og tilgang félagsins og
las uppkast að lögum félagsins
og tilgang.
LEIKFÉLAG Kópavogs er að
hefja starfsemi sína. Fyrst verð
ur tekið aftur til sýningar og
sýnt nokkrum sinnum leikrit
Sveins Halldórssonar, „Óboðinn
gestur".
En fyrsta nýja leikritið á þessu
leikári verður núiéma gaman-
lekur „Douglas — Douglas“,
eftir franska leikritaskáldið
arc Camoletti. Leikritið hefur
verið þýtt og staðsett við ís-
lenzka staðhætti af Lofti Guð-
mundssyni, rithöfundi. Leik-
stjóri verður Klemens Jónsson.
Leikritið fjallar um líf þriggja
flugfreyja, sem fljúga hjá sitt
hvoru flugfélagi.
Því næst verður tekið til sýn-
inga barnaleikril ið „Ó, amma
Bína“ eftir Ólöfu Arnadóttur,
leikstjóri Benedikt Árnason.
Á þessu leikári verður L.K.
10 óra, 5. janúar 1967 og verður
þriðja leikritið helgað þeim
tímamótum félagsins og verður
Tveir áttu áfengið
Vatnajökli
TVEIR skipverjar á Vatnajökli
hafa viðurkennt að hafa átt áfeng
ið sem fannst um borð í Vatna
jökli á laugardaginn. Er hér um
að ræða 55 brúsa af Genever og
60 lítra af 75% Vodka, sem
falin voru undir plötum í snyrti
herbergjum háseta.
Málið kom til sakadóms í gær, i
en ekki hefur enn verið dæmt
í því.
— Refsing
Framhald af bls. 1
nefndarmanna, telur það mjög
varhugavert nú að fara að af-
nema refsinguna.
Refsilaganefndin vill, að það
verði áfram refsivert að búa til,
birta eða flytja inn ósiðlegar
myndir eða hluti.
Ef refsiákvæði það í lögunum
nú, sem varðar ósiðleg rit, verð-
ur afnumið, telur nefndin, að af-
nema beri einnig ókvæði um
bann um að láta fólki undir 18
ára aldri 5 té ósiðleg rit, myndir
eða hluti, af því er rit varðar.
Refsilaganefndin óskar þess ekki,
að refsing verði afnumin að því
er varðar þann, sem gengst fyrir
opinberum fviirlestrum eða sýn-
ingum ósiðlegs eðlis, en æskir
þess að ákvæðið verði gert ná-
kvæmara.
er félagsskapur eigenda Fiat-
bifrgiða. Heimili þess og varn-
arþing er í Reykjavík.
2. gr.
Tilgangur félagsins er sá, að
leitast við að sameina eigend-
ur Fiat-bifreiða hér á landi til
þess að gæta hagsmuna þeirra
í hvívetna, t.d. gagnvart sölu-
umboði bifreiðanna, framleið-
anda, viðgerðarverkstæðum o.s.
frv. Ennfremur að stuðla að
| vandað til um val þess eins og
kostur 'er á.
í athugun er að halda 1-2 leik
listanámskeið og verður einnig
námskeið fyrir unglinga og þá
væntanlega í samráði við Æsku-
lýðsráð.
Tvö „skáldakvöld“ verða hald
in eins og undanfarandi vetur.
Fyrra kvöldið verður í nóv.,
helgað Davíð Stefánssyni, en hið
síðara Halldóri Laxness í janú-
ar.
Fyrsta sýning L. K. verður 17.
okt. n.k.
Núverandi stjórn Leikfélags
Kópavogs er þannig skipuð:
Gunnvör Braga Sigurðardóttir,
form. Sigríður Einarsdóttir,
gjaldkeri og Þorbjörg Kristins-
dóttir, ritari.
Tregur afli línu
báta á Akranesi
Akranesi, 12. okt.
LAGARFOSS lestar hér frosn
um fiskúrgangi, dýrfóðri, 2-300
smálestum, sem fara á brezkan
markað.
Afli er ennþá mjög tregur hjá
þeim 3 línubátum sem róa héð-
an öðru hvoru, eða tvær til fjór-
ar og hálf lest. Af ýmsum teg-
undum fiska er í róðri. Síld hef-
ur engin borizt til Akraness sem
af er þessu hausti, en lifað er í
voninni um það. Síðan hvalkjöts
frystingu lauk er það aðeins
kindakjöt og sláturafurðir sem
unnið er að í frystihúsunum auk
þess lítilræðis sem línubátarn-
ir leggja á land.
og meðferð Fita-bifreiða. Þá
skal félagið vinna að fræðslu
um umferðarmál fyrir félags-
menn, og öðru því, er stuðlað
getur að auknu umferðaröryggi.
Félagið er stofnað og starfar í
tengslum við Félag íslenzkra
bifreiðaeigenda (FÍB) og er til-
gangur þess m.a. að efla Félag
íslenzkra bifreiðaeigenda o.s.
frv.
Lög félagsins voru samþykkt
óbreytt. Síðan var gengið til
stjórnarkjörs, og voru eftirtaldir
menn kosnir í stjórn. Aðalstjórn
Steinar Waage, Sveinn Magnús-
son, Guðjón Einarsson. Vara-
stjórn: Björn Guðmundsson,
Njáll Símonarson.
Guðjón Einarsson gerði grein
fyrir ýmsu, sem stjórnin hefði
á prjónunum. Gestur fundarins,
Magnús H. Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenzkra
bifreiðaeigenda, sagði okkur orð
Fundurinn var vel sóttur og
kom fram hjá fundarmönnum
mikill áhugi.
Að endingu má geta þess, að
félagsgjald er ekkert. Þátttaka
er aðeins háð því, að félagsmað-
ur eigi Fita-bifreið og sé félags-
maður í F.Í.B.
Eigendur Fita bifreiða úti á
landi geta því látið skrá sig í
félagið hjá umboðsmönnum F.í.
B.
— Avisanafals
Framhald af bls. 32.
kærður fyrir það að gefa út 62
ávísanir, sem ekki var innstæða
fyrir, þar af voru um 30 gefnar
út einn og sama daginn. Námu
þær að verðmæti eitthvað um
400 þús. kr. Hann sagði, að reynd
ar hefði verksmiðjufyrirtæki eitt
hér í borg staðið fyrir útgáfu
þessara ávísana, því að þannig
var, að fyrirtæki þetta hafði
samið við manninn, er hann réð-
ist til þess, að hann opnaði
bankareikning á eigin nafni,
sem fyrirtækið myndi síðan
nota. Kæmi það því í hlut fyrir-
tækisins að borga þessar ávís-
anir, en á hinn bóginn væri at-
hæfi beggja vítavert.
Rannsóknarlögreglan lagði
mikla áherzlu á það að endingu
að ástæða væri fyrir fólk að
gæta mun betur að sér, er það
tæki við ávísunum af fólki, sem
það þekkti ekki — a.m.k. að
krefja það um nafnskírteini.
Töldu rannsóknalögreglumenn
sennilegt að hvergi annars stað-
ar ættu ávísanafalsarar eins
hægt um vik og hér á landi.
Hþj.
Blaðbur&arfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Tjarnargötu
Lynghaíri
Lindargata
Túngata
Miðbær
Laugaveg — neðri
Hverfísg. frá 4—62
F ossvogsblettur
Meistaravelli
Talið við afgreiðsluna simi 22480.
1. gr.
Félagið heitir Félag Fiat-eig
enda (skammstafað ,,F.F.“) og | fræðslu félagsmanna um gerð
Leikfélag Kópavogs
hefur vetrarstarfib