Morgunblaðið - 13.10.1966, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.10.1966, Qupperneq 17
Fimmtudagur 13. okt. 1966 QiaviaNnDVOw 17 ★ Vestur-íslendingurinn Hjör- varður H. Árnason, listfræð- ingur og varaforseti við hið kunna Guggenheimsafn í New York, dvaldi nokkra daga á íslandi í fyrri viku, sem kunnugt er — kom til að halda ræðu á Leifs Eiríksson- ar daginn. Við notuðum tæki- færið og fengum að spjalla við Hjörvarð svolitla stund á Hótel Sögu, þar sem hann bjó ásamt konu sinni. Samtalið hófst á íslenzku, sem Hjör- Hjörvarður á svölunum við herbergi hans á Hótel Sögu. Faðir hins fræga Alexanders Calders gerði Leifsstyttuna Spfallað við Hjörvarð á Skólavörðuholti Árnason varður talar merkilega vel, en er hann tók að útskýra og tala hraðar, skipti hann yfir á ensku. Þegar við höfðum orð á því að hann talaði vel íslenzku, kvaðst hann satt að segja vera ánægður með hve máhð rifjaðist vel upp fyrir sér við að koma hingað, því hann hefði ekki talað íslenzku frá því hann var barn, utan þess tíma sem hann dvaldi á ís- landi á stríðsárunum. En að heiman fór hann til náms 17 ára gamall. — Ég er fæddur í Winnipeg, sagði hann. — Pabbi og mamma töluðu ís- lenzku heima. Pabbi var skáld og skrifaði í Winnipeg blöðin. Mamma orti líka á íslenzku. Ég var yngstur af 8 systkinum, svo ég hafði eirtna minnst af íslenzkunni að segja. Foreldrar mínir lásu mikið, bæði eriskar og ís- lenzkar bókmenntir. Svo áhugi minn beindist fyrst að bókmenntum. Reyndar stund- aði ég bókmenntanám í há- skóla og tók þar min próf, áður en ég sneri mér að lista- sögu. Hjörvarður kveðst fyrst á starfsferli sínum hafa lagt stund á miðaldalist. Þá kenndi hann við listadeild Northwestern-háskóla. Frá 1938 til 1942 var hann svo starfandi við Frick-safnið í New York, sem á sínum tíma var gjöf frá auðugum manni og á sérstaklega góða rene- sanse-list. Um það leyti sem hann var sendur til íslands og Evrópulandanna til að starfa í upplýsingadeild hersins á stríðsárunum, var áhugi hans á moderne list að vakna. Og eftir að hann kom aftur vest- ur um haf eftir stríð, sneri hann sér meira að nútímalist. Þó sést á þeim fjölda greina og bóka, sem hann hefur skrifað eða eru um það bil að koma út, að viðfangsefni hans eru frá ýmsum tímabil- um í listasöguni, einkum þó frá 17.-20. öld, enda segir hann að sér finnist gott að hafa margt í takinu í einu og þá nokkuð ólík viðfangsefni. Ekki sé eins mikil hætta á að maður verði einstrengisleg- ur, ef ekki sé einblínt á eitt- hvað eitt og maður sökkvi sér alveg niður í það. Nú hefur Hjörvarður nýlokið við að skrifa tvær miklar bækur um fræga nútíma listamenn, og eru þær um það bil að koma út í New York. Víð spyrjum hann nánar um þær. — Sú sem komin er á mark- aðinn er um Alexander Cald- er. Hún er prýdd fjölmörg- um myndum af verkum hans, svarar Hjörvarður. — Calder er, eins og þið vitið, mynd- höggvarinn sem kom fram með „móbílin" eða hreyfi- myndirnar og er almennt álit- inn mesti núlifandi mynd- höggvari Bandaríkjanna. Reyndar er hann frægur um allan heim. En bók mín er fyrsta verkið í fullri lengd um þennan listamann. — Það skemmtilega er, og það vissi ég ekki fyrr en ég var farinn að grafast fyrir um allt sem honum viðkom, að það var faðir hans, mynd- höggvarinn A. Sterling Cald- er, sem fenginn var til að gera styttuna af ^Leifi Eiríkssyni, þá sem gefiri var til íslands árið 1930. Afi hans og nafni var einnig kunnur mynd- höggvari, gerði m.a. stóra styttu af William Penn, sem er í Philadelfíu. Ég hefi þekkt Alexander Calder lengi, stóð m.a. fyrir stórri sýningu á verkum hans í New York fyrir nokkrum ár- um. Hún vakti mikla athygli og var send áfram í sýningar- för. Þá var það að ég byrjaði á bókinni um Calder. En ég hefi alltaf sérstaklega mik- inn áhuga á höggmyndalist, einkum þó 18. aldar mynd- höggvurum. — Hin bókin, sem er að koma út, er einnig um mynd- höggvara, Jacques Lipchitz, eða réttara sagt um frum- drög að verkum hans sl. 50 ár í bronsafsteypum. Lipc- hitz hefi ég þekkt lengi. Hann kom upphaflega frá Rúss- landi, bjó síðan í Frakklandi, en flutti til Ameríku á stríðs- árunum og hefur búið þar síðan. Hann hafði lagt stund á hefðbundið listnám og var þjálfaður í að gera alltaf fyrst litlar uppkast-styttur í leir, sem svo voru benndar — svokallaðar „terra cotta“ myndir. Fyrir nokkrum árum áttaði hann sig svo á því, að hann átti í fórum sínum hundruð af þessum litlu stytt- um og lét steypa þær í brons. Það sem mér þótti einkum at- hyglisvert við þetta, var að þarna eru fyrstu uppdrættir hans að höggmyndunum, ef svo má segja. Listamaðurinn átti það til að gera slíka leir- styttu, sem síðan var lögð til hliðar. Löngu síðar tók hann kannski til við þetta verkefni aftur, og þá varð eitthvað allt annað úr þvi. Með því að skoða þessar frummyndir, getur maður áttað sig betur á lífsstarfi listamannsins en á nokkurn annan hátt. í bok Sitjandi brúður með klarinett, stytta eftir Lipchitz. minni eru aðeins um 200 myndir af þessum brons- styttum en þar eru líka nokkrar myndir af fullunn- um verkum, þar sem mér þótti ástæða til sem skýring. — Jafnframt þessu er ég að vinna að bók um 20. aldar list, málverk, höggmyndir og byggingalist, og er það verk um það bil hálfnað. í bók- inni verða um þúsund mynd- ir, þar af 250 litmyndir, Segja má að þetta verk hafi verið lengi í deiglunni. Ég hefi nú kennt 20. aldar list í 20 ár og við kennslu verður maður að forma hugsanir sínar; vita hvað maður er að tala um. Það skerpir hugsun- ina. Ég hefi lært meira af að kenna en nokkru öðru. Undan farin 2-3 ár, hefi ég svo bein- línis unnið áð bókinni. Einn- ig hefi ég verið að skrifa um Robert Motherwell, banda- rískan expression-modernista, og verður það væntanlega gefið út bráðlega. — En næst hefi ég lofað sjálfum mér að snúa mér fyr- ir alvöru að verki, sem ég hefi í 10 ár unnið að með öðrum verkefnum. Það er 18. aldar myndhöggvarann Jan-Ant- oiqe Houdon. Mér þykir svo gott að hafa andstæð við- fangsefni í takinu í einu og Houdon er alger andstæða nútíma myndhöggvaranna. Hann var franskur og fræg- ur fyrir mannamyndir sínar. Hann gerði styttur af Vol- taire, Rousseau, Lafayette, Mirabeau o. fl. Og hann var fyrstur til að gera höggmynd- ir af frægum Ameríkumönn- um, en í þeirra hópi er stytt- an af George Washington. Ég fékk áhuga á Houdon fyrir 10 árum, þ.e. þegar ég dvaldi í Frakklandi 1955-56. Og nú ætla ég að snúa mér fyrir al- vöru að þessu verki, þegar nútíma myndhöggvararnir tveir eru frá. Myndirnar í bókina hefi ég tekið sjálfur. Mér fannst myndirnar af styttum Houdons, sem til voru, ekki nógu góðar, og þegar ég fór sjálfur að taka af þeim myndir, sá ég að það er góð aðferð til að „stúdera" höggmyndir að taka myndir af þeim. Þá skoðar maður svo vel hvert smáatriði. — Þetta er nú heilmikil upptalning, sagði Hjörvarð- ur eins og afsakandi. En það kemur svona út hjá mér, að öllum þessum verkefnum, sem ég hefi lengi unnið að, verður lokið á svipuðum tíma. Ég hefi að vísu alltaf skrifað greinar og bækur, stofnanir kringum slíkar lista verkagjafir, og rekur Guggen heimstofnunin safnið. Hjör- varður kom inn í stjórnina sem sérfræðingur á sviði lista, enda hafði hann áður verið prófessor við listahá- skóla, starfað við söfn og verið framkvæmdastjóri lista- safns. En það er nokkur ný- lunda í Bandaríkjunum, að fá slíkan sérfræðing í fram- kvæmdastjórn listastofnunar. Auk þess er Hjörvarður vara- forseti varðandi framkvæmda stjórn á listrænum málefnum innan Guggenheimstofnunar- innar. — Safnið er allnýtt, byggt 1959, sagði hann. Það þótti bylting í gerð safnhúsa. Og mikið var um það deilt. En nú er það nánast orðið eins og minnismerki, sem alhr telja sig þurfa að koma og sjá. Og þeim sem koma. þar geðjast yfirleitt að þessu safn húsi. Þetta er geysistór geim- ur. Maður tekur lyftu upp og gengur svo niður hallandi braut með veggjunum. Þar eru alls staðar myndir. Við veggina eru hólf, sem kölluð eru kapellur, þannig að mað- ur skoðar aðeins fáar myndir í einu. En ef litið er yfir sal- inn, þá fæst gott útsýni til listaverkanna á veggjunum á móti. Mér fellur þetta safn ákaflega vel. En ég er búin að starfa þar í 6 ár og má kannski segja að ég sé hlut- drægur. Þó held ég að flestir felli sig við það. Listaverkagjöf Salomons Guggenheims samanstóð af nútímaverkum, frá tímum kúbistanna og fram til abstraktmálara nútímans. En við höfum fært út kvíarnar. Nýlega fékk Guggenheim- safnið 75 myndir úr eigu auð- kýfings að nafni Justin Tannhauser, mest impression- ista og eftir-impressionista myndir. Þarna eru málverk eftir Manet, Monet Cezanne, Gauguin, Van Gough, Tou- louse-Lautrec, Degas, Picasso og Modigliani. Þessi gjöf var alveg einstök. Hún fyllti út í safnið okkar og er eins og bakgrunnur þess sem fyrir var. Svo nú ná safnmyndirnar yfir tímabilið frá 1860 fram til okkar daga. Mest er af listaverkum frá því eftir 1910. — Kaupið þið ekki sjálfir myndir í safnið? — Það er nú vandamálið. Myndir eftir þessa frægu höf- unda eru svo óheyrilega dýr- ar, að söfn verða nú orðfð að treysta á listaverkagjafir. Við höfum verið keyptir út af markaðinum. Þannig er þetta með flest söfn nú orðið, Metropolitansafnið í New Eitt af hinum frægu mobilum Alexanders Calders, en hann var höfundur slíkra hreyfimynda. síðan ég byrjaði að skrifa um miðaldalist árið 1931, en mér verður svo miklu meira úr verki seinni árin, eftir að ég kom að Guggenheimstofnun- inni og fór að geta skipulagt tíma minn sjálfur. Við báðum nú Hjörvarð að fræða okkur um hið merka safn, sem hann vinnur við og störf hans þar. Hann kvað Guggenheimsafnið byggt upp af einkasafni með nútíma- verkum, gjöf Salomons R. Guggenheim. í Bandaríkjun- um eru jafnan myndaðar York, National Gallery í Lon- don. og Louvre í París. Öll þessi stórsöfn hafa of litla peninga til að taka þátt í kapp hlaupinu um slíkar myndir. En við reynum að kaupa af yngri listamönnum. Við efn- um til sýninga, bæði stórra sýninga og svo minni sýninga með yngri listamönnum. Og reynum svo að velja úr verk eftir því sem okkur lízt á. Við veðjum semsagt á þá. Og hváð gjafir snertir, þá verð- um við að beita dómgreind okkar og velja vel það sem Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.