Morgunblaðið - 13.10.1966, Page 2

Morgunblaðið - 13.10.1966, Page 2
2 MÖRGUNBLAÐID Fimmtudagur 13. okt. 1968 Myndin er tekin við undirritun samninga um framkvæmdir við fyrsta áfanga Sundahafnar- innar. Standandi frá vinstri: Bengt Forsberg, verkfr., stjórnandi framkvremda við Sundahöfn, Níels Magnúss, verkfr., Skanska Cementgjuteriet, Guðmundur Gunnarsson, verkfr., fulltrúi Loftorku sf., og Ásgeir Valdemarsson, verkfr., fulltrúi Malbikunar h.f. Sitjandi eru, frá vinstri: Einar Ágústsson, bankastjóri, hafnarstjórnarmaður, Ögmundur Jónsson, framkvæmdastjóri verk fræðistofu Almenna Byggingafélagsins, Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri, Ulf Traneus, yfirverkfræðingur Skanska Ce mentgjuteriet, og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Hafði áður gerzt sekur um kynferðisafbrot Tældi telpuna í Hafnarfirði með sælgæti MORGUNBLAÐIÐ aflaSi sér í gær nánari upplýsinga um hinn óhugnanlega atburð í Hafnar- firði, er rúmlega tvítugur mað- ur svívirti 5 ára telpu. Hafði maðurinn komið inn í Mánabúð í Hafnarfirði á mánu- dag, þar sem hann hitti stúlk- una. Tældi hann hana með sér út á Hvaleyrarholt með sælgæti, sem hann hafði keypt í búðinni, þar sem hann svívirti hana. Þeg- ar stúlkan kom heim um kl. 6 þennan sama dag, var hún illa leikin eftir átök við manninn, og gerði móðir telpunnar lög- reglunni aðvart. Eftir að læknis- skoðun hafði farið fram, og lækn ir staðfest að hér hefði verið um nauðgun að ræða, hóf lög- reglan í Hafnarfirði þegar leit að manninum. Hafði lögreglan upp á mann- inum daginn eftir, og var það mest að þakka greinargóðum. lýsingum, er lögreglan fékk hjá afgreiðslustúlkum í Mánabúð, og vagnstjóra hjá Landleiðum ,en þeim hafði öllum fundizt þessi maður koma sér undarlega fyrir sjónir. Maðurinn viðurkenndi brot sitt við yfirheyrzlur hjá lögreglunni í Hafnarfirði og eins hjá saka- dómi. Það kom í ljós við yfir- heyrzlur hjá sakadómi, að mað- urinn hefur áður verið gripinn fyrir kynferðisbrot í Keflavík, en þá ekki eins alvarlegs eðlis, en í það skipti var ákæru á hann frestað. Á þessu stigi málsins telur lögreglan ekki rétt að birta nafn mannsins, sem er í haldi. Samningar um smíði Sunda hafnar undirritaðir f GÆR voru undirritaðir samn- ingar við Skánska Cementgjut- eriet um smíði 1. áfanga Sunda- hafnar. Islenzku fyrirtækin Malbikun h.f. og Loftorka s.f. munu starfa að verkinu með Skánska Cementgjuteriet. Verkið var boðið út 16. febr- úar 1966 og er skilafrestur var útrunninn 18. maí sl. höfðu sex fyrirtæki sent inn tilboð. Lægst tilboð í aðaltilögu útboðsins kom frá þýzka fyrirtækinu Hochtief og ísl. fyrirtækinu Vél- tækni í samvinnu, að upphæð Gerfitungl sést i fró Kópuvogi? j ÞAÐ bar til í Kópavogi í • gærkvöldi kl. 3 mínútur yfir : tíu, að 14 ára gamall drengur, ■ Einar Valgarð Björnsson, sá : skæran hlut á himinhvolfinu, • hátt uppi, að sjá yfir kirkju- : garðinum í Fossvogi frá • heimili hans við Meltröð 8. ■ Kallaði hann inn í húsið á I móður sína, Gunnvöru Sig- : urðardóttir, og gestkomanda, ! Jón Bjarnason frá Skarði, og • bað þau líta á „stjörnuna“. : Gunnvör sagði blaðamanni • Mbl. í gærkvöldi, að er þau : komu út, gaf að líta skæran • hlut á himinhvolfinu. Bar ; þennan hlut við Karlsvagn- ! inn er þau komu út, en var á ; jafnri sígandi ferð frá suðri ! til norðurs. Bar birtu af • hlutnum, mjög skæran hvít- ! an lit, og gat Gunnvör sér ■ þess til, að hér hefði verið um : gerfihnött að ræða. Klukkan 10 mínútur yfir : tíu hvarf „hluturinn“ sjónum I þeirra, og höfðu þá tveir ■ synir Gunnvarar og Björns ! Einarssonar, manns hennar. ; komið út til að horfa á fyrir- ! bærið. 93 millj. kr. Vegna margháttaðra fyrirvara reyndist boð þetta all- miklu hærra en tilboðsupphæðin greinir. Lægst boð í fráviks- tillögu barst frá Skánska Cem- entgjuteriet í samvinnu við áður nefnd ísl. fyrirtæki, að upphæð 81,7 millj. kr. Tillaga þessi miðast við að gera hafnarbakkann úr stálþili. Þil- ið hugsast varið gegn tæringu með bakskautsvörn (cathodic protection), en sú aðferð hefir rutt sér mjög til rúms á síðari árum og er taíin tryggasta vörn gegn tæringu járns. Svo sem áður hefir verið greint frá er 1. áfangi verksins í Vatna- görðum utanverðum. Verður byggður garður út á sker sem er nokkuð frá ströndinni og hafnar bakki meðfram ströndipni til suðausturs. Lengd hafnarbakka verður 379 m og landsvæði í næsta nágrenni 1. áfanga verður um 20 ha. Verktakar eru þegar komnir með tæki og mannafla á staðinn og á verkinu að vera lokið 1. júní 1968. Landsbanki fslands hefir heit- ið hafnarsjóði láni til fram- kvæmdanna. Fyrir hönd Reykjavíkurhafnar undirritaði samninginn Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri, en fyrir hönd verktaka undirrit- aði Ulf Traneus, yfirverkfræð- ingur brúa og hafnargerðardeild- ar Skánska Cementgjuteriet. Stórgjafir til sjúkra- húss Akraness Akranesi, 12. okt. Á ÁRINU 1966 hafa sjúkra- húsi Akraness borist eftirtaldar gjafir, sem að mestu leyti hafa verið notaðar og verða notaðar til kaupa á ýmsum lækninga- tækjum fyrir sjúkrahúsið: Frá hjónunum Óskari Egg- ertssyni og frú, Andakílsárvirkj un: 10 þúsund kr., frá Lion- klúbb Akraness 82.418 þús., frá Kvenfélagi Akraness 65.000 þús. frá Ásgeiri Guðmundssyni og Sigurði- Ólafssyni, Suðurgötu beztu þakkir, 64, 2000 krónur, áheit 32000 kr., Rauðakrossdeild Akraness 50.000 kr., Ingunni Sveindóttur Vestur- götu 32, 150.000 þús. Frá Sigríði Árnadóttur, Melteig 8, 34.696 kr. Stefáni Sigurðssyni, Suðurgötu 29, til minningar um konu sína Sólveigu A. Þorvaldsdóttur, 5000 krónur. Samtals er þetta kr. 412.314.00 Auk þessa hafa fjölmargir styrkt sjúkrahúsið með því að kaupa minningar- kort þess. Fyrir allan góðvilja og þessar rausnarlegu gjafir til sjúkrahúss ins hefur Sigurður Ólafsson, for stöðumaður þess beðið Morgun- blaðið að færa hlutaðeigandi —Hjþ. íþróttahús birgða á til bráða- Akureyri Akureyri, 10. okt. # Bráðabirgðaíþróttahús er óð- um að rísa á Gleráreyrum norð an Tryggvabrautar. Akureyrar bær lætur reisa húsið en Hagi h.f. sér um framkvæmdir. Forsaga málsins er sú, að fyrir nokkru var ákveðið að koma upp stóru og fullkomnu íþróttahúsi á Akureyri, en sýnt þótti, að löng bið yrði á því, að slíkt hús kæm- ist í notkun. Þess vegna bauðst bærinn til að hraða byggingu áhaldaskemmu sinnar og leggja íþróttasamtökum í bænum þang- að til stóra húsið kemst upp. Var því tekið fenginshendi af íþrótta mönnum bæjarins. Rekstur skemmunnar verður í höndum íþróttaráðs. Framkvæmdir hófust í maí í vor og standa björtustu vonir til þess, að húsið komizt í notk- un um næstu áramót. Nú er það hér um bil fokhelt og mun kosta frágengið að utan og einangrað að innan 3,4 millj. kr. Brátt mun hefjast múrhúðun utanhúss, síð- an verður gengið frá búnings- Véli iiunarst ulka Ritstjórn Morgunblaðsins vantar góða vélritunarstúlku. — Upplýsingar gefnar á ritstjórn blaðsins kl. 10—11 f.h. þessa viku. herbergjum og böðum og gólfið malbikað. Húsið er 25x40 metrar að flat- armáli og um 6,5 metrar undir loft. Vallarstærð innanhúss verð- ur 18x32 metrar og upphækkað áhorfendasvæði verður fyrir öðr um gaflinum. Húsið er ætlað fyrir handknattleik og ýmsar aðrar inniíþróttir, en þó er ekki gert ráð fyrir að skólaleikfimi verði þar kennd. Handknattleiksfólk á Akureyri hefur búið við mjög léleg skil- yrði til iðkunar íþróttarinnar innanhúss undanfarin ár og hefði raunar ekkert húsnæði haft til sinna nota, ef það hefði ekki not- ið sérstakrar greiðvikni og vel- vildar Knúts Otterstedts rafveitu stjóra, en fyrir hans orð hafa handknattleiksiðkendur fengið inni í skemmu rafveitunnar á Oddeyri. Hún er að vísu óupp- hituð og með steyptu gólfi og hafa tognanir og meiðsl verið algeng. íþróttafólk á Akureyri sér nú fram á betri daga, þó að ijóst sé, að húsið sem nú er í smíðum, verður aðeins bráða- birgðalausn. — Bygginganefnd íþróttaskemmunnar skipa: Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur, form.; Knútur Otterstedt; Hreinn Óskarsson, Sigurður Óli Bryn- jólfsson og Hermann Stefáns- son. Sv. P. UM nónbilið í gær var logn Bretlandseyjar veldur stormi eða hæg norðaustlæg átt. á stóru svæði. En ekki var Suðvestan til var léttskýjað í gær gert ráð fyrir, að ill- og hiti 7—9 stig, en skýjað viðrið næði til íslands, því að og hiti 5—6 stig á N- og hún þokaðist þá suður á bóg- A-landi. inn. Djúpa Jægðin fyrir vestan Tveir sækja um prófessorsem- bættið í lögum UMSÓKNAFRESTI um próf- essorsembætti í lögfræði við Há- skóla íslands lauk 10. þ.m. Um- sækjendur utn embættið eru: Lúðvík Ingvarsson, fyrrv. sýslu- maður, og Þór Vilhjálmsson, borgardómari. Bruni í Hveragerði GE YMSLUHÚSN ÆÐI Hans Gústafssonar garðyrkjubónda í Hveragerði brann í gær um og eftir kl. 3. Tjón varð tölu- vert, er inni brann magn af plasteinangrun og áburði og öðr- um vörum. Engu varð bjargað úr geymslunni. Ókunnugt er um eldsupptök. Ritarastarf hjá norrænu sam- starfsnefndinni STAÐA ritara norrænnar sam- starfsnefndar um rannsóknir á sviði alþjóðastjórnmála er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að vera háskólagengnir og geta hafið störf sem fyrst á ár- inu 1967 með búsetu í Osló til eigi skemmri tíma en 1 árs. Heildartekjur á ári munu nema um 330.000,00 ísl. krónum. Um- sóknir skulu berast í síðasta lagi hinn 20. nóvember nk. til utan- ríkisráðuneytisins, sem veitir nán ari upplýsingar. (Utanríkisráðuneytið 11. okt.).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.