Morgunblaðið - 14.10.1966, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Föstuclag'ir 14. okt. 1966
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SEN DU M
MAGIVÚSAR
SKIPHOITI 21 SÍMAR 21190
eftirlokun sírni 40381
Hverfisgötu 103.
Daggjald 300
og 3 kr. ekinn km.
Benzin innifalið.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
hilaleigan
Ingólísstræti 11.
Sólarhringsgjald kr. 300,00
Kr. 2,50 ekinn kílómeter.
Benzin innifalið í leigugjaldi
Sími 14970
Bifreiðaleigan Vegfcrð
Sími 23900.
Sólarhringsgjald kr. 300,00.
Kr. 3,00 pr. km.
BILALEIGAiM
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
BÍLALEIGA S/A
CONSUL CORTINA
Sími 10586.
BÍLALEIGA H A R Ð A R
Sími 1426 — Keflavík.
Lækkað verð.
22-1-75
Malflutningsskrifstofa
JON N. SIGL'RDSSON
Sími 14934 — Laugavegj 10
B O S C H
Hóspennukefli
6 volt.
12 volt.
Brœðurnir Ormsson
i*aginuia 9. — Sinn ijöRZU.
Ekki bara fyrir
unglinga
„Kæri Velvakandi,
Mér dettur ekki í hug að
þéra þig frekar en aðrir gera
— og þó ekki sízt vegna þess,
að ég er samstarfsmaður þinn,
vinn hjá Morgunblaðinu. Okk-
ar starf er samt ólíkt, þú skrif-
ar í blaðið, sem ég ber út til
kaupendanna í einu hverfinu
hér í bænum.
Ég hef stundum orðið var við
að fólki finnst það undarlegt,
að ég, roskinn maðurinn, skuli
hafa valið mér það starf að
bera út blöð. Sumum finnst
þetta sennilega aðeins starf fyr
ir unglinga, en ég er ekki sam
mála.
Ég er ekki jafnsprækur og
áður og get ekki stundað erfi'ða
vinnu, get jafnvel ekki skilað
fullu dagsverki þótt vinnan
væri fremur létt: Það tekur
mig ekki nema hálfa aðra
klukkustund að bera blaðið út
á hverjum morgni, það er að
segja alla daga nema mánudaga,
en þá kemur blaðið ekki út
eins og þú veizt bézt sjálfur“.
Tilbieytingaríkt
Þessi morgunganga um hverf
ið hressir mig og kaupið, sem
ég fæ fyrir gönguferðina drýg
ir ellilaunin mín líka ágætlega.
Það, sem þó er mikilsveraðst
fyrir mig, að sú andlega upp-
lyfting, sem ég fæ af þessu
starfi. Þa'ð er enginn ys og þys
hér heima og ég er ekki dug-
legur að heimsækja kunningj-
ana og þeir ekki duglegir að
heimsækja mig. En á minni
morgungöngu með Morgun-
blaðið hef ég eignast mikinn
fjölda kunningja, ég hitti
margt gott og skemmtilegt fólk,
ekki sízt þegar ég rukka — og
það geri ég einu sinni í mán-
uði. f sannleika sagt hef ég
aldrei haft jafn tilbreytingar-
ríkt starf hvað þetta snertir.
^ Ungnr í anda
Þess vegna held ég að það
sé mesti misskilningur, að blað
burður sé aðeins starf fyrir
unglinga. Þetta getur verið á-
gæt upplyfting fyrir roskið
fólk, og jáfnvel húsmæður, sem
mikfð eru inni við. Starfið er
ekkl erfitt, því að blaðinu er
ekið* heim til mín á hverjum
morgni, ég fæ poka undir það
— og litla handkerru, ef ég
kæri mig um. Hún er sérstak-
lega góð, þegar Lesbókin kem
ur um helgar — og eins, þegar
blaðið er tvöfalt að stærð, en
það er nú aðallega fyrir jól-
in.
Þú þarft ekki að birta þetta
bréf frekar en þú vilt, en viltu
ekki láta það koma fram í blað
inu, að ekkert sé athugavert
við að karlar á mínum aldri
beri út blaðíð — og jafnvel
konur líka. Ég mundi t. d. vel
geta þegið að hafa eina mf'
mér á morgungöngunni. Þú
sérð, að að ég er ekki dauður
úr öllum æðum.
Svo þakka ég þér fyrir pistl-
ana þína Velvakandi, ég les þá
alltaf.
Roskinn blaðberi".
■£■ Ekkert einsdæmi
Mér er ánægja að birta þetta
bréf frá ágætum samstarfs-
manni. Það er síður en svo
athugavert við að fullorðið
fólk beri út blöð — og þurfum
vfð ekki áð fara lengra en til
Danmerkur til þess að finna
hliðstæður: Þar eru það aTidan-
tekningarlaust konur, sem bera
út dagblöðin. í öðrum löndum
er þetta svipað. Yfirleitt er það
fólk, sem komið er af léttasta
skeiði, sem tekur að sér þetta
starf. En mjög álgengt er líka,
að húsmæ'ður afli sér smáauka
tekna með því að skreppa í
morgungöngu með bláðabunka
undir hendinni.
Framsóknarmenn
í glerhúsi
Ólafur Vigfússon skrifar:
„Eitt gamalt orðtæki segir,
að þeir skuli ekki steini kasta
sem búa í glerhúsi. í leiðara
Tímans 2. október er veizt að
hr. Geir Hallgrímssyni borgar-
stjóra, og hvað var það nú
sem hinn ágæti borgarstjóri
hafði unnið sér til óþurftar að
dómi Tímamanna? Jú, hann
hafði gefið borgarbúum og allri
þjóðinni haldgóða og skýra
mynd af hag og vexti höfuð-
borgarinnar. Það fór sem sagt
í taugarnar á utangarðsmönn-
unum, að það skyldi vera unn-
ið fyrir opnum tjöldum og það
á ekki vel við Framsóknar-
menn. Þeirra iðja er að ~-
frægja andstæðinganna, bæði
þótt þeir séu einhvers ráðandi
í þjóðmálum, og ekki síður þeg
ar þeir eru utangarðs. Við skul
um nú athuga feril flokksins
í ljósi staðreyndanna. Fram-
sóknarflokkurinn er upphaf-
lega stofnaður með hag ■ sveit-
anna fyrir augum. Það er í
sjálfu sér ekki ámælisvert. Etv
hvernig hefur svo þessi flokk-
ur brugðizt við að bæta hag
bænda og búaliðs? Því er fljót
svarað. Allsstaðar hafa þeir
skilið eftir sig sviðna jörð eða
muna ekki allir þegar mjólkur
bú Flóamanna greiddi frá 13-
17 aura fyrir mjólkurliterinn,
þá var líterinn seldur á 42 aura
hér í Reykjavík. Svona var nú
umhyggja þeirra til bænda.
Góðir lesendur, komið með mér
í stutta ferð á þann stað sem
var höfuðvígi Hermanns Jónas
sonar, Strandirnar, þar sem
flest var vanrækt en SjálfstæS
ismenn hafa hafið myndarlegar
framkvæmdir á ýmsum sviðum.
Þannig er saga þessa flokks
sem kann ráð vi'ð öllum vanda
málum bænda. Nei, lesendur
góðir. Sýndarmennskan er svo
ofboðsleg að manni verður
flökurt af að lesa skrif þeirra.
Já, og svo eru þeir stórhneyksl
aðir yfir að þeim skuli ekki
hafa verið falin forsjá Reykja-
víkurborgar til að koma á hana
einhverjum Strandasvip, og
svo verða þessir menn gripnir
eldmóði verkalýðshreyfingar-
innnar, en hverjir halda, les-
endur góðir, að þar séu heil-
indi á bak við. Voru það ekki
Framsóknarmenn sem tölúðu
um hræðslupeninga til sjó-
manna. Jú, það voru þeir. Að
lokum þessi ósk til þjóðarinn-
ar. Ég vona að þeim verði hald
ið utangarðs í þjóðmálum ís-
lendinga, nú og um langa fram-
tið.
Ólafur Vígfússon.
Hávallagötu 17“.
Happdrætti
Sjálfstæðisfiokksins
óskar eftir nokkrum sendlum í einn mán-
uð. — Upplýsingar á skrifstoíunni,
sími 17100.
Hippdrætti Sjálfstæðisflokksins
Prentari
Óskum eftir að ráða prentara.
Plastpokar hf.
Veghúsastíg 9B.
Blikksmiðja í Reykjavík óskar að
ráða veikstjóra
Umsóknir ásarnt upplýsingum um fyrri
störf sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m.,
merkt: „Verkstjóri — 4892 ‘.
Skrifsto.ustúlka
óskast strax
Vélritunarkunnátta nauðsynleg, — Umsðknir send
ist afgr. Mbl. fyrir 18. þ.m., merkt: „Skrifstofu-
stúlka — 4895“.
Skrifstofuhúsnæði
í Miðbænum
3 samliggjandi herbergi á 1. hæð og geymsla í
kjallara. Tilboð sendist aígr. Mbl., merkt: „Skrif-
stofuhúsnæði — 4897“.
Höfum opnað f asteignasölu undir nafninu
FASTEIGNASALAN
GARÐASTRÆTI 17
Símar 24647 — 15221 — kvöldsími 30647.
Árni Guðjónsson, hrl.
Þorsteinn Geirsson, Jögfr.
Helgi Ólafsson, sölustjori.