Morgunblaðið - 14.10.1966, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.10.1966, Qupperneq 23
Fðstudagur 14. okt. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 23 Fréttamyndir Litla stúlkan á myndinni er aðeins fjögurra ára gömul, og er myndin tekin þegar hún bragð- * aði mat í fyrsta skipti á ævinni. Sonya Metts, eins og hún heitir, fæddist án vélinda, en nú hefur læknum, eftir marga uppskurði tekist að hjálpa henni. Fyrsta sem Sonya bað um var „Súkkulaðiís." Súkarnó Indónesíuforseti brast í grát, er hann heimsótti leiði Yani, hershöfðingja, sem kommúnistar myrtu í uppreisnartil- rauninni fyrir ári. Mynd þessi var tekin í siðustu viku, er Nasser, forseti Egyptalands, var í opinberri heimsókn í Tanzaníu. Hann er þarna að ávarpa þingið í Dar Es Salaam. Til hægri við hann situr Júlíus Nyerere, forse tiTanzaniu. Það er ekki altaf auðvelt starfið hjá sjónvarpsmyndatökumönnunum. Þessir þrír vaða vatnið upp að mitti til að geta náð sem beztum myndum af skemmdum, sem urðu af völdum flóða í Pakistan nýlega. * í Kongólýðveldinu hefur að undanförnu verið órólegt mjog og mikið borið á andúð í garð stjórnar Portúgals. Staðhæfir Kongóstjórn, að Moise Tshombe fyrrum forsætisráðherra fái aðstöðu í Portú- gal fyrir þjálfun málaliða og aðra undirróðursstarfsemi, sem beinist gegn stjórn Mobutus, hers- höfðingja. í höfuðborg Kongo, Kinshasa hafa verið farnar fjölmennar mótmælagöngur og í síðustu viku var gerður aðsúgur að sendiráði Portúgala og einum starfsmanni þess rænt. Hann slapp naumlega úr höndunum á æstum múgnum og var fluttur í sjúkrahús. Meðfylgjandi mynd er frá einni mótmælagöngunni. Á slagorðaspjöldunum uu sja letrað „Niour með Poriugai", Niður með I Salazar“ og „Salazar er eins og Verwoerd" Fellibyljirnir „HELLEN“ og „IDA “ollu, sem kunnugt er geysilegu tjóni í Japan í síðustu viku: Myndin sýnir hvernig umhorfs var eftir fellibylinn „IDU“ í skólastofu ein sbarnaskólanna í Narimasu. Nemendurnir eru að hjálpa til við að hreinsa eftir ósköpin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.