Morgunblaðið - 15.10.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.10.1966, Qupperneq 2
2 NORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 15. okt. 1966 Veturii opnar sýningu á fertugsafmæli sínu Þarf að biðja guð um gott veður, svo crð Listamannaskálinn leki ekki VETURLIÐI Gunnarsson listmál- ari opnar í dag kl. 8. sýningu í Listamannaskálanum í Reykja- vík. Sýnir hann þar milli 40 og 50 olíumálverk. Sýningin verður opnuð fyrir almenning á sunnu- dag kl. 2, og verður svo daglega opin frá kl. 2—10 í eina viku. Við hittum Veturliða úti í Listamannaskála í gær, þar sem hann var í óðaönn að hengja upp myndir sínar. „Þetta eru myndir frá ýmsum árum“, sagði Veturliði" en þó er þetta engin yfirlitssýning. En nú er bara að ekki rigni, því að skálinn er sannast sagna bág- ssssisíáí Vetuiliði Gunnarsson. borinn, og ég hef haft svo mikið að gera að undanförnu, að mér hefur ekki gefist tóm til að biðja guð um gott veður. Ætli ég verði ekki að biðja einhvern -•bænheitan mann að biðja fyrir mig í þetta sinn. Annars er ég á förum til Portúgals, þar er sól og hiti, og „prísarnir" allir aðrir til að fá í sig og á. — Já, þessar myndir eru margar frá sjávarsíðunni, ekki svo mik- ið um, að þær séu frá sama þorpinu, ég tek svona eitt og eitt hús úr nokkrum og slæ þessu saman upp á jafnvægið. Svo er þarna mynd frá Dimmuborgum, þar sem ég villtist í aftanhúm- inu. Þarn.. eru líka myndir af fjörugrjóti og káli og hvað það nú heitir, allt saman. Annars verð ég 40 ára í dag, en það er nú auðvitað leyndar- mál, og ég verð að heiman, eins og sagt er, því að ég 'verð hérna niður í skála allan daginn. „Bara að rigni nú ekki“ Og svo héldum við út frá lita- dýrðinni í skálanum, og óskum Veturliða til hamingju með sýn- inguna og afmælið með gömlu kveðjunni: „Allt er fertugum fært“. — Fr. S. Sfœrsta sending sprengi- efnis tii landsins í gœr Notkun sprengiefnis vex Ört hér, vegna fjölda stórframkvæmda í GÆRDAG kom til Þorláks- hafnar m.s. Solfjord, norskt skip með nær 200 smál. af sprengi efni til Búrfellsvirkjunar, Sunda hafnar, svo og til annarra verk- taka. Er sprengiefnið flutt hing- að til lands frá fyrirtækinu Norsk Sprængstofindustri A. S. Osló. Tekur lestun sprengiefn- isins tvo daga, en það verður flutt í sprengjubirgðageymslu sem nýlega hefur verið byggð á Hólmsheiði fyrir norðan Geit- háls. Var í gærkveldi unnið að því að flytja nokkurn hluta sprengiefnisins á ákvörðunar- stað undir ströngu eftirliti lög- reglumanna, sem fylgdu bíla- lestunum eftir. Þetta mun vera stærsta sending af sprengiefni sem komið hefur til landsins í einu. Eins og kunnugt er er nú að rísa upp mikið íbúðahverfi í Breiðholtslandi. Undanfarin ár hafa á því svæði verið staðsett- ar sprengiefnageymslur, en vegna sprengihættu er óhjá- kvæmilegt að flytja þær. Hefur nú verið afmarkað landsvæði Vera3egar skemsndir ó Herðnbreið fyrir nýjar sprengiefnageymsl- ur og er það á Hólmsheiði, eins og fyrr greinir frá. Þar hefur þegar verið reist ein slík geymsla fyrir þetta sprengiefni, sem nú er verið að flytja, og var hún reist af fyrirtækinu Ólafur Gíslason og Co., sem hefur sölu- umboð hér á landi fyrir Norsk Sprængstofindustri. Að því er Tómas Pétursson hjá Ólafi Gíslasyni og Co. upp- lýsti í gær, hefur notkun sprengi efnis hérlendaukizt mjög ört á undanförnum árum, þar sem I þær miklu framkvæmdir, sem I eiga sér nú stað hér þurfa mörg hundruð smálestir af sprengieim og má þar nefna Búrfelsvirkjun og Sundahöfn. Tómas sagði enn- fremur að yfirleitt væri notkun sprengiefnis í hraðri aukningu á íslandi, og væri það því nauð- synlegt, að komið væri upp til- hlýðilegum geymslum með fyllsta örygisútbúnaði sam- kvæmt ströngum kröfum. MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Guðjón Teitsson, forstjóra Skipaútgerðar ríkisins og spurðist fyrir um skemmd- irnar á Herðubreið. Sagði Guð- jón svo frá: M.s. Herðubreið var tekin í slipp hér í Reykjavík í gær og hafa komið í ljós verulegar skemmdir á botni skipsins frá Engin vínþurrð um borð í Balfica segir fararstjóri Karlakórsins Hópurinn kom til Yalfa í gær MORGUNBLAÐIÐ átti í gær stutt símtal við Ragnar Ing- ólfsson, formann Karlakórs Reykjavíkur, en hann var þá staddur í Yalta á Krímskaga í Sovétríkjunum. Kom Baltica þangað um hádegið með ís- lenzka ferðafólkið, sem var að fara í land til að skoða borg- ina. Sagði Ragnar að þar væri 22—24 stiga hiti og ákafiega fagurt veður. Ragnar sagði að ferðin hefði hingað til gengið prýðilega. íslenzka ferðafólkið hefði ferð azt mikið í landi og einkum verið hrifið af Beirut í Liban on og Istambul í Tyrklandi. Hiti hafi verið mikxll, mest um 40 stig í Cairo. Farþegar hafi unað sér vel á skipinu, dansað sé á hverju kvöldi og á daginn legið í sólinni og notuð sundlaugin. Sjóveiki hafi gert vart við sig fyrst, en menn síðan sjóast. Aðspurður hvort vínbirgð- ir hafi þrotið um borð, svar- aði Ragnar að það sé alrangt. Coca Cola hafi gengið til þurrðar, en ekki áfengið. Það sé einhver misskilningur, ef það sé sagt. í gær átti Karlakór Reykja- víkur að halda sína fyrstu söngskemmtun í ferðinni, í Yalta og syngja svo aftur eftir tvo daga í Odessa. Að lokum sagði Ragnar að öllum liði vel um borð. Einn maður hefði verið lagður veik ur á land á Möltu. Aðrir far- þegar séu allir með, og sendi þeir sínar beztu kveðjur heim. afturstefni og fram undir mitt skip. Ekki er á þessu stigi ljóst hvort undirstöður véla hafa raskazt, en það verður kannað þegar þéttisteypa undir þrýsti- legu hefir verið fjarlægð og búið er að koma skipinu í rétta, fasta stöðu í slippnum. Fyrirlestrar í Hóskóknum Prófessor N. F. Bisgaard, vara rektor Tækniskóla Danmerkur heldur fyrirlestra á vegum Há- skóla íslands þriðjudag 18. okt. og fimmtudag 20. okt. í L kennslustofu. Þriðjudagur 18. okt kl. 17.15: Bygningsingeniörernes nye studieplan ved Danmarks tekn- iske Höjskole. Fimmtudagur 20. okt. kl. 17.15: Rumklimatiske problemer i nutidigt byggeri. Leiðrétfing í FRÁSÖGN Mbl. í gær af ræðu Bjarna Benediktssonar á Alþingi sl. fimmtudag misrituð- ust tvær tölur í einni setmngu. Rétt er hún þannig: „En á siðu 21 er hækkun á framfærsluvísi- | tölu á sama tíma 59% og ef ein- ' ungis er tekin vísitala neyzlu- vöru er það 63% hækkun." 1 Slúdentar! iCosið er í tðag frá kl. 13 - 19 í skrifstofu Slúdentaráðs II. hæð e: áskóSa Islauds VELJUM VÖKU Framhaldsstofnfundur sam- vinnufélagsins Borg í Borgar- nesi var haldinn sunnudaginn 9. ok. sl. Var þá endanlega gengið frá stofnun félagsins og kjörin stjórn og gengið frá samþykktum. Meðfylgjandi mynd er áf framkvæmdastjóra og stjórn fyrirtækisins. í aftari röð er talið frá vinstri: Magnús Böðvarsson bóndi, Hrútsstöðum, Dala- sýslu; Sverrir Sigurjónsson framkvæmdastjóri félagsins; Björn Arason, kennari, Borg- arnesi, varformaður félags- ins; Kristófer Þorgeirsson, garðyrkjumaður, Laugalandi í varastjórn félagsins; Páll Pálsson, bóndi Borg, Mikla- holtshreppi, ritári félagsins; Jón Guðmundsson bóndi, Bónd hól; Valdemar Ásmundsson bifreiðaeftirlitsmaður, Borg- arnesi og Þorsteinn Sigurðs- son bóndi Brúarreykjum, stjórnarformaður félagsins. Á myndina vantar Björn Þorsteinsson bónda, Hurða- baki, og Björn Markússon frkvstj. Borgarnesi, en hann er í varastjórn. Ljósm. Hörður Jóhannesson. Hloa! böfaðdverka í FYRRAKVÖLD laust fyrir kl. 22 varð harður árekstur á Aust- urvegi á Selfossi gegnt húsinu nr. 8. Fólksbíll kom vestan að og sveigði heim að húsinu, en í sama mund kom annar fólks- bíll austan að og skullu bílarmr saman all harkalega. Ökumaður- inn á bílnum, er vestan að kom, var Hans Ólafsson, 66 ára að aldri. Kastaðist hann út úr bif- reið sinni og hlaut talsveröan höfuðáverka. Var hann fyrst fluttur í sjúkrahúsið á Selfossi, en í gær var hann fluttur i Landakotsspítala. Aðrir slösuðust ekki við árekst ur þennan, en skemmdir uröu miklar á bílunum. í GÆR var hér NA-átt og víð ast gola eða kaldi. Bjartviðri var um vestur og suðurhluta landsins, en dálítil él á ann- esjunum fyrir norðan og á NA-landi. Hiti var rétt ofan i við frostmark síðdegis norðan ? lands, en í kring um 5 stiga I hiti á Suðurlandi. )

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.