Morgunblaðið - 15.10.1966, Síða 3
Laugardagur 15. okt. 1966
MOkGUNBLAÐIB
3
f GÆR var tekin formlega
í notkun hin nýja bygging
Raunvísindastofnunar Há-
skóla íslands. Meðal gesta
við opnunina voru mennta-
málaráðherra, Gylfi Þ.
Gíslason, James Penfield,
sendiherra Bandaríkjanna
á íslandi, prófessorar og
aðrir gestir.
Prófessor Magnús Magn-
ússon, framkvstj. Raunvís-
indastofnunarinnar, bauð
gesti velkomna og gaf síð-
an rektor Háskólans, pró-
fessor Ármanni Snævarr,
orðið.
Skýrði rektor frá upphafi
málsins og helztu framkvæmd
um. Árið 1961 var skipuð
nefnd 6 sérfræðimga til að
kanna og undirbúa stofnun
sérstakrar Raunvisindadeild-
Háskólarektor flytur ræðu. — Standandi frá vinstri, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra,
James K. Penfield, sendiherra, og Magnús Magnússon, prófessor.
Raunvísindastofnun Háskóla
Islands formlega tekin í notkun
ingarnefnd í desember 1962.
Formaður hennar var próf.
Þorbjörn Sigurgeirsson, en
aðrir nefndarmenn Jóhannes
Zöega, Guðmundur Guð-
mundsson, tryggingarfræðing-
ur, próf. Loftur Þorsteinsson
og Steingrímur Jónsson. Lagði
rektor áherzlu á að nefndin
hefði leyst af hendi geysi-
mikið starf af mikilli alúð.
Ráðnir voru tveir arkitektar,
þeir Sigvaldi Tordarson og
Skarphéðinn Jóhannsson, en
eftir lát Sigvalda annaðist
Skarphéðinn öll teiknistörf.
f lok ræðunnar þakkaði
menntamálaráðherra stuðning
hans við málið.
Próf. Þorbjörn Sigurgeirs-
son, formaður byggingarnefnd
ar tók næstur til máls og lýsti
framkvæmdum. Húsið er 544
fermetrar að grunnfleti, tvær
hæðir og kjallari.
í kjallara hefur nú starfað
á annað ár rafreiknistofnun
háskólans. Á fyrstu hæð eru
rannsóknarstofur efna- og
eðlisfræðideilda og 9 smærri
stofur fyrir sérfræðinga. Á
annarri hæð eru skrifstofur,
fundarherbergi, sameiginleg
kaffistofa og 15 stofur fyrir
sérfræðistörf.
Byggingarkostnaður nemur
nú um 20 milljónum króna,
og áætla’ður kostnaður til að
ljúka framkvæmdum er 700
þús. kr.
Lauk formaður máli sínu
með því að afhenda rektor
bygginguna fyrir hönd há-
skólaráðs.
Rektor þakkaði og afhenti
nýskipuðum framkvæmda-
stjóra, próf. Magnúsi Magnús-
syni, bygginguna til yfirráða.
Flutti hann stutt ávarp og
skýrði m.a. frá forstöðumönn-
um einstakra deilda, en þeir
eru próf. Leifur Ásgeirsson
fyrir Stærðfræðideild, próf.
Þorbjörn Sigurgeirsson fyrir
Eðlisfræðideild, próf. Stein-
grímur Baldursson fyrir Efna-
fræðideild og dr. Þorsteinn
Sæmundsson fyrir Jarðeðlis-
deild.
Að lokum flutti mennta-
málaráðherra stutt ávarp, en
sfðan var gestum boðið að
skoða húsakynnin.
ar og byggingar yfir starf-
semi hennar. Skilaði nefndin
áliti síðia þess árs. Á hálfrar
aldar afmæli háskólans af-
henti sendiherra Bandaríkj-
anna á Íslaíldi stórgjöf frá
Bandaríkjastjórn til bygging-
ar húsnæðis yfir starfsemi
Raunvísindastofnunarinnar. —
Nam gjöfin 5 milljónum
íslenzkra króna, og sagði
rektor að sú gjöf hefði riðið
baggamuninn um að fram-
kvæmdir hófust. Bað rektor
sendiherrann að flytja Banda-
ríkjastjórn alúðarþakkir.
Eftir nokkrar umræ'ður og
ráðagerðir, var skipuð bygg-
Rektor afhendir próf. Magnúsi Magnússyni, framkvæmda-
stjóra Raunvísindastofnunarinnar, bygginguna til yfirráða.
STAKSTEIM
Höggvið í sama
knérunn
Ríkisútvarpið flutti enn sið-
astliðinn miðvikudag fréttaauka
starfsmanns síns sem staddur
er í Peking, og var
fréttaauki þessi ekki siður
en hinn fyrri, sem Mbl. hefur
þegar gert að umtalsefni, rík-
isútvarpinu til lítils sæmdar-
auka. 1 fréttaauka þessum upp-
lýsti þessi útvarpsstarfsmaður
að engin átök væru meðal for-
ustumanna kínverskra kommún-
ista, og að fréttir erlendra frétta
ritara þar í landi um slíkt fengju
ekki staðist. Nú ætti það að
vísu að vera fróðlegt
að hlýða á fiVsögn Is-
lendings, sem staddur er í Kina
um atburðina þar í landi, en því
miður hefur sá útvarpsstarfs-
maður, sem til slíkrar ferðar
hefur valizt, greinilega blindazt,
væntanlega af góðum móttök-
um gestgjafa sinna, og lætur
frá sér fara fullyrðingar í út-
sendingum sinum til islands, sem
' engan veginn fá staðizt.
íslendingar vilja gjarnan
heyra sannar fregnir frá Kína,
en þeir hljóta að efast um sann-
lciksgildi þess, sem þessi út-
varpsstarfsmaður lætur sér um
munn fara, þegar það brýtur
algerlega í bága við það sem
viðurkenndar fréttastofnanir,
ekki aðeins í vestri, heldur einn
ig í austri i Sovétrikjunum, láta
l frá sér fara, ekki sízt þegar það
er haft í huga að þessar frétta-
stofnanir hafa auðvitaö miklu
viðtækari sambönd og betri að-
stöðu til þess að fylgjast með
því sem í Kína gerizt heldur en
íslendingur, sem þar kemur til
stuttrar dvalar í boði stjórnar-
valdanna.
Fjárlögin
Timinn ræðir enn í gær um
fjárlögin og stagast áfram á
fullyrðingum, sem Mbl. hefur
þegar hrakið. Hækkun fjárlag-
anna vex blaðinu sérstaklega í
augum, og fer það þó í þeim efn
! um ranglega með staðreyndir,
þar sem sú bækkun nemur um
| 700 miljónum en ekki 850 milj-
* ónum, oins og Timinn heldur
stöðugt fram. Útgjaldahækkun
fjárlaganna frá fjárlögum yfir-
standandi árs er því um 18%.
Nú vill Morgunblaðið beina því
til málgagns Framsóknarflokks-
ins að það taki til athugunar
| f járlög í fjáry’/álaráðherratíð
Eysteins Jónssonar og athugi
hækkun á þeim á milli ára. Ekki
er ólíklegt að Framsóknarmál-
gagnið komist þá að þeirri nið-
. urstöðu, að hækkanir á fjárhig-
Flotinn
í FYRRADAG og fyrrinótt var
gott veður á miðunum allt fram
til miðnættis, en þá tók að bræla
og skipin voru komin flest í var
eða í höfn í gær. Er blaðið hafði
samband við Dalatanga í gær-
kvöldi voru enn 5—6 vindstig í
Norðfjarðardýpinu, en þar var
leitarskipið Hafþór þá. Rúss-
neskt móðurskip var komið upp
undir landið út af Dalatanga.
Rússneski flotinn færist nú nær
landinu.
í gærmorgun höfðu 55 skip
tilkynnt um afla alls 4.117 tonn.
Skipin, sem aflann fengu voru:
Siglfirðingur S1 200 lestir
Kópur VE 25 —
Ól. Friðbertsson 1S 80 —
Jörundur II RE 40 —
í höfn
Arnfirðineur RE 90
Sig. Jónsson SU 45 —
Hoffell STJ 60 —
Reykjaborg RE 110 —
Vigri GK / 120 —
Helga Guðmundsd. BA 90 —
Jörundur JIl RE 270 —
Gullberg NS 70 —
Faxi GK 160
Árni Geir KE 50
Ögri RE 20 —
Sólrún IS 40 —
Guðbjörg 1S ■ 75 —
Höfrungur II AK 120 —
Runólfur SH 30 —
Sigurbjörg OF 110 —
Iinber Ólafsson II GK 130 —
Guðbjörg GK 35 —
Sóley IS 30 —
Sig. Bjarnason EA 30 —
Ingvar Guðjónsson, SK 140
Jón Garðar GK 110
Lómur KE 100
Hannes Hafstcin EA 110
Búðaklettur GK 70
Jóns Finnsson GK 65
Heimir SU . 50
Ásþór RE 60
Halikon VE 70
Garðar GK 60
Guðmunrtur Péturs IS 100
Ásbjörn RE 60
Skírnir AK 75
Héðinn ÞH 110
Auðunn GK 30
Örn RE 50
Hólmanes SU 170
Seley SU 120
Pétur Sigurðsson RE 40
Hilmir II IS 40
Helga Bjórg HU 40
Valafell SH 40
Vonin KE 40
Náttfari ÞH 65
Akurey RE 20
Anna SI 20
Hafþór RE 35 —
Þorleifur OF 87 —
Ársæll Sigurðsson GK 30 —
Snæfugl SU 110 —
Bjarmi TI EA 30 —
í STUTTU \ IÁLI
Washington. ,
BANDARÍKJAMENN hafa orðið
að fresta að skjóta á loft fjar-
skiptahnetti ,sem á að vera stað-
settur yfir Kyrrahafi, til 26. okt.
Þetta veldur því, að ekki verður
hægt að nota hnöttinn til fjar-
skipta frá Monilla-ráðstefnunni
um Vietnam, sem fram á að fara
nú um miðjan mánuðinn.
Nýju Delhi. — Tveir menn biðu
bana og margir særðust er lög-
reglan skaut á hópgöngumenn í
Dehra Dun í N-Indlandi í gær.
Voru flestir hópgöngumanna
stúdentar og annað skólafólk.
um milli ára í fjármálaráðherra
tíð Eysteins Jónssonar, séu ekkl
minni en þær, sem nú liafa orð-
ið hlutfallslega. Hins vegar
hafa auðvitað allar tölur breytzt
mikið í þjóðfélaginu vegna verð
lagsþróunarinnar, og þess vegna
eru þær tölur, sem um er að
ræða nú auðvitað miklu hærrl
en þá. Þar til í gær hafði Tim-
inn haldið því fram, að framlög
til .verklegra framkvæmda á
fjárlögunum hefðu minnkað, en
sér nú sitt óvænna, og viður-
kennir að um 50 milljón króna
hækkun er að ræða á framlög-
um til verklegra framkvæmda.
Hann telur þá hækkun hins
vegar harla litla. I því sam-
bandi er ástæða til þess að
spyrja Framsóknarmenn hvort
þeir geri sér ekki grein fyrir
nauðsyn þess að hafa hemil á
framkvæmdum rikisins, miðað
yið það þensluástand, sem nú
ríkir. Vilja þeir t.d. að fram-
kvæmdir ríkisins taki vinnuafl
frá atvinnuvegunum?