Morgunblaðið - 15.10.1966, Page 4

Morgunblaðið - 15.10.1966, Page 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Laugatdaerir 15. okt. 1966 >* BILALEICAN FERÐ SÍMI 34406 SENDU M * IMAGIMÚSAR SKIPHOITI21 SÍMAR 21190 éftirlokun simi 40381 SÍMI1-44-44 \muim Hverfisgötu 103. Haggjalð 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigon Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzin innifalið í Ieigugjaldi Sími 14970 Bífreiðaleigan legferð Sími 23900. Sólarhringsgjald kr. 300,00. Kr. 3,00 pr. km. BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. CÍLALEP S/A CONSUL CORTINA Sími 10586. BÍLALEIGA H A R Ð A R Sími 1426 — Keflavík. LækkaS verð. Malflutningsskrifstoia JON N. SIGLRÖSSON Simi 14934 ~ Laugavefij 10 B O S C H Háspennukefli Brœðurnir Ormsson Lagmula 9- — Sinu 36820. ÍT Stanpasteinn Ökumaður skrifar: „Ég átti leið um Hvalfjörð um helgina og sá mér til skelf- ingar, að okkar ágaeti Staupa- steinn er áð falli kominn. Ég veit í rauninni ekki hver ætti að taka að sér að bjarga þess- um gagnmerka steini, en vafa- laust mundi Vegagerðin hafa aðstöðu til þess að steypa und- ir hann og forða frá falli. Viltu ekki koma þessu á framfæri, Velvakandi góður. Hvalfjörður yrði fátækari, ef Staupasteinn hyrfi okku/. Ökumaður". ■Jr Ódæðisverk Faðir skrifar: „Kæri Velvakandi", Blöðin hafa sagt frá óhugn- anlegum atburði. Fullorðinn maður svívirti fimm ára stúlku. Þetta er eitt hið ógeðslegasta athæfi, sem greint er frá á prenti. Einstaklingur, sem skrif ar þér þréf, hefur engan rétt til að krefjast eins eða neins í nafni almennings. En ég er þess samt fullviss, að ég mæli fyrir munn margra, mjög margra — og þó einkum for- eldra, er ég krefst þess, að að þær ráðstafanir verði gerð- ar, sem skjóta mönnum bein- línis skelk í bringu: Að allir landsmenn fái að vita nafn þessa manns, að blöðin birti af honum mynd öðrum til við- vörunar. Spurningin er hvort fórna eigi einum til þess að bjarga öðrum. Mín skoðun er sú, áð fyllilega sé réttlætanlegt aað „fórna“ þessum ódæðis- manni til þess að jarga öðrum stúlkubörnum, sýna mönnum fram á, hvílíkar afleiðingar því líkt ódæði hefur í för með sér fyrir þann seka. Við foreldrar látum stjórnarvöldin ekki í friði fyrr en þau taka þetta mál mjög alvarlegum tökum. Sem betur fer gerist þetta og annað eins ekki oft hér hjá okkur, samt of oft. Og við un- um því ekki, að ódæðismenn- irnir verði sveipaðir einhveiri hulu. Faðir“. Nokkur orð um hornin Borgfirðingur skrifar: Horn af vatni, horn af mjólk, horn af brennivíni, hneyksla vart þáð heiðursfólk sem hefir rófu og trýnL Þeim er nálgast meira mynd manns í kristnum dómi, finnst þau líkjast flónsku og synd er fíflum einum sómL Jeg sem ekki hefi horn, heldur ekki rófu (og hata „illra hóta norn“) held jeg kjósi prófu. Þess þarf naumast að getaa, að hjer er átt við sýnishornin. Ekkert er athugavert við sýnis horn skraddarans (enda mikið skraddarans pund), sem hann klippir af dúkunum sínum, svo að eftir þeim geti prófastur- inr. (eða hreppstjórinn) valið sjer efni í föt; en þegar lækn- inum er sent sýnishorn af þvagi sjúklingsins, þá er minni hugs- un alveg nóg boðið, eða öllu heldur, henni er ofboðið, enda er mjer tamast að hugsa á ís- lenzku, en „á íslenzku er ekki unnt að segja vitleysu", er haft eftir Courmont, og var rjett mælt. Sumir menn komast svo nálægt sáluhjálparveginum að í slíkum tilfellum (þessu breyt ir þú í tilvik ef þú vilt gera þig merkilegan eins og háskola flón) tala þeir um prufu. En segðu mjer, hversvegna má þetta ekki heita prófa? Þreif- aðu nú aftur fyrir þig og athugaðu hvort þú ert kannski (jeg hefi sjaldan heyrt að margt skemmtilegt gæti skeð) með rófu, eins og kötturinn sem situr þarna úti á veggnum. Jeg hefi annars verið því van astur (segja og) rita sýnL enda er nú málverk til sýnis — ja hvar? í Kjarvalshúsinu? Lengi hafði ég gert þetta án fyrir- myndar, en veitti því svo athygli, að þannig ritaði Gísli Magnússon, sem kunni betur móðurmál sitt en jeg og þú. En nú mun þjer þykja nóg kom ið. Borgfirðingur". ★ Boeing í innanhússblaði Flugfélags- ins, „Faxafréttum“, segir ný- lega, að nú hafi samtals 404 flugvélar af Fokker Friend- ship gerð verifð seldar. Þar af hafa 178 verið framleiddar í Bandaríkjunum, hinar í Hol- landi. Ennfremur segir í blað- inu: Meira en helmingur farþega þota í flugi á áætlunarleiðum (þær upplýsinar ná ekki til Sovétríkjanna) eru framleiddar í Boeing verksmiðjunum. Sam kvæmt sölu- og framleiðslu- lista Boeing 16. september s. 1. hafa þá verið pantaðar og seld ar þotur sem hér segir: 707/720 653 þotur. Þar af 517 afgreiddar til flugfélaga. Boe- ing 727; seldar 536. Afgreiddar 306. Að auki hafa verið pant- aðar 110 þotur af gerðinni Boe ing 737, en fyrsta þota af þeirri gerð mun fljúga innan skamms. Ennfremur hafa ver- ið pantaðar 53 risaþotur af gerðinni Boeing 747. Alls seld- ust 1352 þotur. Auk þeirra þota sem seldar hafa verið flugfélög um, eru allmargar, sem leig’ðar hafa verið öðrum aðilum.. Full smíðaðar þotur af gerðunum 707/720 og Boeing 727 voru 16. september samtals 845 og sam- anlagður flugtími í arðbæru flugi var hátt á áttundu millj. ón flugstunda. ■Jr Danslögin Maður nokkur hringdi vegna bréfs, sem birtist hér í dálk- unum — um danslög útvarps- ins og Heiðar Ástvaldsson. „Ég er þeirrar skoðunar að val dans laga á sunnudagskvöldum far- ist Heiðari vel úr hendi og mér er líka kunnugt um að þess eru dæmi, að fólk dansi eftir þeim í heimahúsum“, sagði hann. Þá bað maðurinn Vel- vakanda að koma því á fram- færi við útvarp og sjónvarp, að tími væri kominn til að þess ar tvær stofnanir (rekstrarlega er þetta víst ein og sama stófn unin) kæmu sér upp eigin dans hljómsveit — á sama hátt og þegar hefur verið stofnuð og starfrækt alllengi simfoniu- hljómsveit. Benti hann á, að erlendis tíðkaðist það mjög 1 sjónvarps- og útvarpsstöðvar hefðu eigin danshljómsveitir. Er þessu hér með komið á fram færi við rétta aðila. Bréfaskipti Velvakanda hefur borizt bréf frá pilti í Englandi. Hann er að læra íslenzku og kann þeg- ar furðu mikíð. Vill hann kom ast í bréfasamhand við pilt eða stúlku á aldrinum 12-15 ára og skrifa á íslenzku. Áhugamál hans eru einkum tungumála- nám og garðyrkja, en hann get ur hins vegar skrifað um allt milli himins og jarðar. Nafn og heimilisfang: Ian W. White College House St. Heker Jersey Ct United Kingdom Áhugasamur frímerkjasafn- ari í Noregi víll komast í bréfa samband og eiga frímerkja- skipti við íslendinga: Olle-Johnny Isnes Boks 1, Sarpsborg, Norge ÍT Mjólkurhyrnur Ellefu ára yngismær skrifar okkur: „Kæri Velvakandi, Hvernig stendur á því, að i dag 13. okt. keypti ég mjólkur- hyrnu sem stóð á 14., en í gær keypti ég líka mjólk en'þá stóð á hyrnunni 13. Nú spyr ég: Er þetta mjólk síðan 13. sept? Kvartandi“. Lánveitingar Lífeyrissjóður verzlunarmanna í næsta mánuði mun stjórn Lífeyrissjóðs verzlun- armanna veita íbúðalán til sjóðsfélaga. Eyðublöð fyrir umsóknir liggja frammi í skrifstofu sjóðsins og skal umsóknum skila til skrifstofunnar, Bankastræti 5 eða í pósthólf nr. 93 fyrir 31. okt nk. Með umsóknunum skal fylgja: a) Veðbókarvottorð þar sem tilgreindur er eignar- hluti (hundraðshluti) í fasteign. b) Bnmabótavottorð eða teikning, ef h'is er í smíðum. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Nauðsynlegt er að umsóknir séu skílmerkilega út- fylltar og umbeðin gögn fylgi, eila má búast við, að umsóknin fái ekki afgreiðslu. Stjórn Lífeyrissjóðs vcrzlunarmanan. SÖNGMENN Okkur vantar nokkra góða söngmenn. Upplýsingar í síma 2-44-50 næstu \irka daga. Karlakórinn Fóstbræður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.