Morgunblaðið - 15.10.1966, Side 5
Laugardagur 13 oM. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
5
Alfredo Campoli segist í
ágúst s.l. hafa lokið hljóm-
leikaför um heim allan, sem
hafi verið 4. heimsreisa sín.
Ég spyr hann hvar hann hafi
spilað og hann svarar:
— í Egyptalandi, Indlandi,
Malasíu, Hong Kong, Ástralíu,
Nýja Sjálandi og Japan.
Ég spyr hann um móttök-
urnar á hinum ýmsu stöðum,
og hann kveður þær víðast
hafa verið mjög góðar. Og
ekki kveður hann neinn mun
vera á að spila í ólíkum lönd-
um, nema hvað loftslagið hái
honum sumsstaðar. í Japan,
merkilegust. Ég kalla hana
Dragonitti Stradiwarius, og
er hún 25000 punda virði (3
milljónir ísl. króna). Stradi-
warius smíðaði fiðlu þessa um
aldamótin 1700 og af um 530
fiðlum sem nú eru til eftir
hann er þessi talin vera ein
af 10 beztu. Dragonitti, sem
var frægur kontrabassaleikari,
átti síðan fiðluna lengi og það
var þá sem fiðlusnillingurinn
heimsfrægi Paganini vildi
kaupa hana. En Dragonitti
vildi aldrei selja honum fiðl-
una. Aftur á móti fékk Pagan-
ini hana stundum lánaða og
Geymir Stradivarius-
inn til elliaranna
Rætt við fiðlusnillingirm Alfredo Campoli, sem hlotið
hefur verðlaun fyrir fiðluleik, kvikmyndagerð
og leikni i að spila bridge
HANN situr í djúpum hæg-
indastól í herberginu sínu á
Hótel Sögu, föðurlegur mið-
aldra maður. Hann býður mig
velkomna á sinn fund og er
því auðsjáanlega vanur að
tala við blaðamenn, því hann
lætur strax móðan mása.
— Landið ykkar er fallegt,
segir fiðlusnillingurinn Al-
fredo Campoli, sem kominn
er til Islands til að leika ein-
leik með sinfóníuhljómsveit-
inni. — Ég kom s.l. sunnu-
dagskvöld og er feginn að
hafa komið þetta snemma,
bætir hann við. — Það hefur
verið gaman að eyða hér frí-
stundum, Ég hef komið á svo
fallega staði hér, einn þótti
mér sérstaklega fallegur, —
það er það, sem er stórt vatn.
— Þingvellir?
— Já, Þingvellir. Og það
var svo gott veður, og ég tók
margar myndir, og svo hef
ég komið í eitt þorp, þar sem
heita vatnið gýs upp hér og
þar.
— Hveragerði?
— Já, alveg rétt, Hvera-
gerði heitir það.
Og fiðlusnillingurinn held-
ur áfram að tala, ég þarf
einskis að spyrja.
— Ef flugvélarnar ykkar
væru dálítið þægilegri, mundi
ég koma oftar. Það fór hálf
illa um mig á leiðinni, mér
fannst allt svo þröngt, — en
það er nú kannski bara af því
ég er dálítið feitur, segir
Campoli og brosir. Ég hef
heyrt eitthvað um að þið séuð
að fá betri og hraðfleygari
vélar, ætli ég heimsæki ykkur
ekki þá, bætir hann við.
segir hann þá, — var sérlega
gaman að spila. Japanir hafa
eins og ég, mestan áhuga á
klassískum verkum t.d. Bach
og Beethoven, svo við áttum
einkar vel saman, ég og jap-
anska þjóðin. í Indlandi spil-
aði ég undir berum himni,
sem mér fannst sérstaklega
unaðslegt.
Eins og aðrir erlendir lista
menn, sem spilað hafa með
Sinfóníuhljómsveit íslands
hælir Campoli bæði hljóm-
sveitinni og hljómsveitarstjór
anum, sem hann segir vera
fyrsta flokks.
— Ég hef heyrt að þér
hafið verið undrabarn, hr.
Campoli?
— Já, það er vist, en það
er langt síðan, segir fiðlu-
snillingurinn hæversklega.
Alfredo Campoli fæddist í
Róm, sonur kónsertmeistara
í hljómsveit Santa Cecilia og
konu hans, sem var mikilhæf
dramatísk sópransöngkona í
byrjun þessarar aldar. Hann
var undrabarn og hlaut
snemma mörg gullvérðlaun og
silfurpeninga. 13 ára gamall
var hann beðinn um að hætta
alveg þátttöku á alþjóðlegum
samkeppnisvettvangi, því að
honum var alltaf sigurinn vís.
— Hvenær fluttust þér til
Englands?
— Þegar ég var fimm ára
var móðir mín ráðin til að
syngja í Covent Garden í
London í 2 ár, og fluttumst við
þá þangað foreldrar minir og
ég. Við ílengdumst í London
og fengum seinna enskan borg
ararétt.
Og Campoli heldur áfram:
— Ég á margar fiðlur, allar
eru þær góðar, en þó er ein
því er það að 3 heimsfrægir
menn hafa haft hana með
höndum.
— Spilið þér oft á þessa
fiðlu?
— Nei, það kemur sjaldan
fyrir, ég geymi hana í banka.
Ég hef hana ekki heima af
því að ég er að spara. Það er
dýrt að tryggja. Með því að
geyma hana í banka kostar
hún mig ekki nema 15 shill-
inga á viku. En ef ég geymdi
hana heima kostaði hún mig
5 pund á viku. Fiðlan, sem ég
er með hérna heitir Rocca og
er mjög góð. Hún er að vísu
bara 2000 punda virði (420000
ísl. kr.), en mjög hljómfögur.
— Að hvaða leyti er Stradi-
variusfiðlan sérstaklega góð?
— Gæði hennar liggja í
verðmætinu. Sú fiðla eru mín
ellilaun. Ég fæ engin önnur
og Campoli brosir.
— Hver erú yðar áhugamál,
hr. Campoli?
— Þau eru einkum tvö. Ég
spila gjarnan bridge og svo
hef ég gaman af að taka ljós-
myndir og kvikmyndir. Á ís-
landi er ég búin að taka 70
ijósmyndir.
— Ég hef tvisvar komið til
Rússlands ’56 og '58. Um þær
reisur mínar gerði ég kvik-
mynd í litum og fléttaði inn
í hana tónlist eftir rússnesk
tónskáld. Fyrir þá mynd fél-’
ég sérstaka viðurkenningu
Englandi, fyrir beztu myr
gerða 1959, af enskum áhuga-
manni um kvikmyndagerð.
Og þá er samtalið úti við
manninn, sem hefur hlotið
fjölda gullverðlauna og silfur
peninga fyrir fiðluleik, kvik-
myndagerð og leikni í að spila
bridge.
— s.ó.l.
Fiðlusnillingurinn Alfredo Campoli.
IVIót norrænvta
hagfræðinga
FJÁRMAGN til efnahagslegrar
ummyndunar í smærri iðnaðar-
löndum, var aðalviðfangsefni 19.
Helsinki daagna 25.—27. ágúst.
Rædd voru hin margvíslegu
vandamál ummyndunar atvinnu-
lífs, byggðar og samfélagshátta,
sem eru samfara iðnvæðingu og
öðrum hagvexti. Mótið sóttu um
400 þátttakendur frá sex hag-
fræðafélögum, þ.e. einu í hverju
Norðurlandanna nema Finnlandi,
þar sem félögin eru tvö, finnsku
mæiandi- og sænskumælandi
manna. Stóðu finnsku félögin fyr
ir mótinu af myndarskap og
rausn. Göran Stjernschantz,
bankastjóri var aðalstjórnandi
mótsins.
Erik Lundberg prófessor í
Stokkhólmi flutti inngangserindi
mótsins um samhengið milli efna
hagslegrar ummyndunar og hag-
vaxtar og helztu jafnvægisvanda
'b'n, sem upp koma í því sam-
i. Lagði hann sérstaka á-
u á að meta aðstöðu hinna
jiiri þjóða í þeirri tækniþró-
un, sem ,nú á sér stað.
Jörgen H. Gelting, prófessor í
Árósum, flutti erindi um þýð-
ingu hinna ýmsu fjáröflunarleiða
og hlutverk fjármagnsmarkaðar
ins. Johan Melander, bankastjóri
í Osló fjallaði um þýðingu hins
alþjóðlega fjármagnsmarkaðs fyr
ir ummyndunarþróun hinna
smærri iðnaðarlanda. Dr. Lars
Nabseth frá Stokkhólmi ræddi
um möguleikana á að hafa áhrif
á skiptingu fjármagnsins milli
atvinnugreina og landshluta 1
samræmi við stefnu hins opin-
ebra í efnahagsmálum. Loka-
erindið flutti Nils Meinander
prófessor í Helsinki, þar sem
hann leitaðist við að draga við-
fangsefni ráðstefnunnar saman 1
heildarmynd. Eftir hvert erindi
fóru fram almennar umræður.
Fyrirlestrar og umræður móts-
ins koma bráðlega út í bókar-
formi.
Mót norrænu hagfræðafélag-
anna eiga rúmlega hundrað ára
sögu að baki sér, hófust með móti
í Gautaborg árið 1963. Undanfar
ið hafa þau verið haldin á
þriggja ára fresti. Formaður
Nationalökonomisk Forening í
Danmörku, Kristian Möller,
bankastjóri, bauð til næsta móts
í Kaupmannahöfn árið 1969. Hag
fræðafélag íslands, eða fyrirrenn
arar þess, félög hagfræðinga og
viðskiptafræðinga, hefur enn
ekki staðið fyrir norrænu móti,
en hefur átt’fulltrúa á mótunum.
Fulltrúar þess að þessu sinni
voru Ólafur Björnsson prófessor
og Bjarni B. Jónsson, deildar-
stjóri, formaður Hagfræðafélags-
ins.
Frá Hagfræðafélagi
tslands.
ATHUGIÐ!
Þegar miðað er við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaöinu en öðrum
blöðum.
Abyggilegur maður
óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina.
Tilboð, merkt: „Strax — 4909“ sendist afgr. Mbl.
fyrir 18. þ. m.
Bezt ú aug'ýsa í Morgunbiaðinu
Mötunevti — Söluskálar — Veitingastofur
Til sölu:
1. Sænskt hitaborð, mjög vandað.
2. Amerísk kaffikanna með termostatív,
tekur 10 gallon.
3. 24 stólar, mjög fallegir.
4. 9 borð. — 5. Ýmis áhöld til veitingareksturs.
Upplýsingar í símum 52209 eða 19683.