Morgunblaðið - 15.10.1966, Side 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
LaugardaEfur 15. okt. 1966
FRÁ ALÞINGI
Ný mál á Alþingi
AUK þelrra stjórnarfrv., sem
lögð hafa verið fram á fyrstu
dögum Alþingis og Mbl. hefur
hefur þegar getið um, hefur
ríkisstjórnin lagt fram frv. um
breytingu á lögum um lax- og
silungsveiði. Er það samhljóða
frv., sem lagt var fram á síðasta
Aíþingi en varð ekki útrætt. Þá
hefur stjórnin lagt fram frv. um
heimild fyrir ríkisstjórnina til
þess að ábyrgjast lán fyrir Flug-
félag íslands hf. vegna kaupa
félagsins á farþegaþotu. Oerir
frv. ráð fyrir, að sé lánveitandi
opinber erlend lánsstofnun megi
ábyrgð ríkissjóðs vera sjálfskuld-
arábyrgð, en um nokkurt skeið
hafa þær einungis verið svo-
nefndar einfaldar ábyrgðir. Mun
Flugfélagið eiga kost á láni hjá
Export-Import bankanum í Was-
hington til þessara flugvéla-
kaupa.
Ennfremur hefur verið lagt
fram stjórnarfrumvarp um stað-
festingu á bráðabirgðalögum um
lánsábyrgð vegna kaupa á síldar
flutningaskipi svo og frv. um inn
heimtu gjalda með viðauka og
er þar um að ræða framlengingu
á þvi sem nú er.
6 mál lögð fram af þing-
mönnum Framsóknarflokksins.
Þingmenn Framsóknarflokks-
ins hafa lagt fram tvö lagafrv.
og fjórar þingsályktunartillögur.
Frv. eru um breytinagr á vega-
lögum og umferðarlögum, en
þingsályktunartillögurnar um
endurskoðun laga um jarðakaup
ríkisins, um endurkaup Seðla-
bankans á framleiðslu- og hrá-
efnavíxlum iðnaðarins, um að
framfylgt verði lögum um það
hlutverk Seðlahankans að
tryggja atvinnuvegunum hæfi-
legt lánsfé, og um athugun á
breyttri héraðsdómaskipan.
Frumvarp kommúnista um
húsnæðismál.
Þrír þingmenn kommúnista
hafa flutt frv. um breytingu á
lögum um Húsnæðismálastofnun
ríkisins, þar sem gert er ráð fyrir
að niður verði felld vísitölubind-
ing húsnæðislána.
Gunnar í Fornahvammi á rjúpnaveiðum.
Gott útlit með rjúpnaveiði
BLAÐIÐ átti í gærkvöldi tal
við Gunnar Guðmundsson,
bónda og rjúpnaskyttu í
Fornahvammi, og spurðist
fyrir um útlitið með rjúpna-
veiðarnar. Hann kvað feikna
hug vera í mönnum og voru
þegar komnir til hans milli
30 og 40 rjúpnaskyttur til
gistingar og fleiri voru vænt-
anlegir í dag upp eftir.
Fyrir tæpri viku var Arnþór
Garðarsson, fuglafræðingur, á
fertS í Fornahvammi og leit eftir
STOFNFUNDUR samtaka sveit-
arfélaga i Austfjarðakjördæmi
var haldinn í Neskaupstað dag-
ana 8. og 9. október s.l. Þar var
rætt um sameiningu sveitarfé-
laga. Var einkum fjallað um
möguleika á breytingum hreppa-
marka og sýsiumarka á Austur-
landi og framtíðarskipan sveit-
arstjórnarumdæma í fjórðungn'-
um. Erindi héldu þeir Unnar
Stefánssor. viðskiptafræðingur
og Bjarni Þórðarson bæjarstjóri,
en þeir eiga báðir sæti í Sam-
einingarnefnd sveitarfélaga.
Fundurinn kaus fimm menn í
nefnd til að ræða málið milli
funda og varð nefndin sammála
um að gera tillögu að svofelldri
ályktun. Var hún einróma sam-
þykkt:
.Stofnfundur Samtaka sveitar-
rjúpu. Sagði hann að útlitið
væri hvað bezt á landinu í fjöli-
unum kringum Fornahvamm af
því sem hann hafði skoðað, en
fyrir norðan mun mikið af ung-
um hafa farizt í áhlaupinu, sem
gerði þar í júní í sumar.
Gunnar sagði áð þeir hefðu
verið í göngum síðastliðinn mið-
vikudag, fimmtudag og föstudag
og hefði hann þá verið efstur í
Snjófjöllunum. Kvaðst hann
hafa séð mikið af fugli. Sama
hefðu aðrir þeir er efstir gengu
haft að segja. Ekkert var þá af
rjúpu niðri á móunum, öll uppi
í grjóti, enda þá gott veður. í
félaga á Austurlandi, haldinn í
Naskaupstað 8. og 9. október
1966, lýsir stuðningi við hug-
myndina um stækkun sveitarfé-
laga og telur tímabæra þá at-
hugun, sem nú fer fram í „Sam-
einingarneínd sveitarfélaga",
stjórnskipaðri. Fundurinn telur
þó fráleitt að sameina núver-
andi sveitarféiög með valdboði,
heldur verði það að gerast með
fullu samþykki viðkomandi
aðila. Fundurinn telur eðlilegt,
vegna gerbreyttra samgangna og
þjóðfélagshátta, að taka til end-
urskoðunar núgildandi laga-
ákvæði um héraðsstjórn, með
það fyrir augum, að núverandi
kjördæmi verði gerð að héraðs-
stjórnarumdæmum með meira
sjálfsforraði og fjárráðum en
sýslufélögm haía nú.“
fyrrinótt snjóaði í fjöll þar efra
og er nú mjög skörp snjórönd
um miðjar hlíðar. Rjúpan held-
ur sig í röndinni kvölds og
morgna, a.m.k. meðan frost er,
en færir sig nokkru ofar á dag-
inn.
Gunnar á von á fjórum mönn-
um frá Noregi í næstu viku og
munu þeir dveljaist hér í eina
viku eingöngu til þess að skjóta
rjúpu.
Dvölin í Fornahvammi kostar
600—700 kr. yfir sólarhringinn
með veiðileyfi. Fer kostnaður
eftir því hve mikið menn eru
nesta'ðir.
Perusala Lions-
manna í Kefia-
vík
LIONSKLÚBBUR Keflavíkur
hefir sína árlegu ljósaperusölu í
dag. Láonsfélagar hefja peru-
söluna eftir hádegi í dag og
munu þeir heimsækja hvert hús
í Keflavík og nágrenni.
Perusala þessi er gerð til
ágóða fyrir margvíslega líknar-
starfsemi, sem klúbburinn
beitir sér fyrir. í fyrra var ágóða
perusölunnar varið til kaupa á
sjónprófunartækjum fyrir skól-
ana í Keflavík og nágrenni og
segulbandstæki fyrir blinda, svo
og til jólagjafa til vistmanna á
elliheimilinu og sjúkrahúsinu.
Perusala Lionsfélaganna hefir
gengið mjög vel undanfarið og
verður svo vonandi enn.
VHja stœkkun
sveitarfélaga
Sunnlendingar
Breyttur brottfarartími frá Reykjavík í Rangár-
vallasýslu á leiðum Jónasar Guðmundssonar.
Frá 15. okt. verður farið klukkutíma fyrr en venju-
lega, eða kl. 17,30 (hálf-sex), alla virka daga.
Laugardaga kl. 13.00 (eitt) — Annar timi óbreyttur.
Jónas Guðmundsson.
Járnsmíðavélar
Til sölu tveir rennibekkir, rafsuðuvélar, Argo suðu
tæki, bandsóg, hefill o. fl. vélar og verkfæri. —
Upplýsingar í smiðjunni að Laugarvegi 71, sími
11849 á laugardag og sunnudag milli kl 1—3.
Rofmognstæhnifræðingur
óskast til starfa. — Upplýsingar hjá deildarstjóra
veitukerfisdeildar, Hafnarhúsinu, 4. hæð.
Rafmagnsveita Reykjavíkur.
Volkswagen eigendur
Ncímslceið
sem veitir tilsögn í viðgerðum á smá gang
truflunum svo og almennrí meðferð bíls-
ins verður haldið í Ökukennslunni s.f„
Vesturgötu 3, og hefst það þriðjud. 18. þ.m.
Kynnist bílnum vðar og verið fær um að
framkvæma smá viðgerðir, svo sem: skipta
um kerti, platínur, viftureim. benzíndælu,
háspennukefli, þurrkublöð o. s. frv.
Upplýsingar í símum 19896, 21772 og
34590 á kvöldin.
Kona óskast
til heimilisaðstoðar, hluta dags á lítið heimili í
Austurborginni. — Allar heimilisvélar og herbergi
með sérinngangi. — Skrifið í póstnólf 491 fyrir
25. október nk., merkt: „Hjálparhelia'*.
STÚLKA
vön vélritun óskast. — Upplýsingar
í síma 15977.
Skrifstofustúlku
vantar nú þegar á sýsluskrifstofuna
á Biönduósi.
Sýslumaður Húnavatnssýslu.