Morgunblaðið - 15.10.1966, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.10.1966, Qupperneq 11
Laugardagur 15. okt. 19OT MORGUNBLADIÐ 11 aS sigra og sannar þegar i upp- hafi foringjahæfileika sina. Þannig naer hann greifunum á sitt vald og færir út hertoga- dæmið. (Hann giftist í trássi við bann páfa og í óþökk konungs síns. Þetta leiddi til tveggja orrusta við fyrri óvini hans, sem konungur nú studdi gegn honum, en í báðum þessum orrustum sigraði Vilhjálmur. Hann situr því valdamestur herforingja á meginlandinu, er til deilnanna kemur um brezku krúnúna. Það eitt hefði þó ekki nægt honum til fylgis í hina miklu herför. Hann öðlast bæði samþykki páfa til herfararinn- ar og konungs Frakka. Hann hyggir herförina upp sem árás gegn drottinsvikara, manns, sem gengið hafði á gefna eiða, Þetta er jafnframt heilagt stríð. einskonar pílagrímsferð, þar sem kirkjumál á Englandi voru ekki að skapi páfa. Og síðast en ekki sízt lofar hann fylgismönnum sírmrn lendum og völdum á Englandi. Margt voru þarna lausbeizlaðra æfin- týramanna, vanir hermenn og rótlausir málaliðar sem þysti í æfintýr, auð og völd. Það var því ekki af drottinskærleikan- um einum, srtn haldií var i her förina til Englands. ★ Ein gleggsta heimild fyrir herför Vilhjálms hins sigur- sæla til Englands er refillinn mikli í dómkirkjunni í Bayeux f Frakklandi, eða Bayeux-tepp- ið. Þessi mikli refill er 70,34 m. á lengd og hálfur meter á breidd. Hann er saumaður með keðjuspori í útlínum og flat- saum í fyllingu myndanni. Þessi saumur er nefndur forn- íslenzkur saumur, og að sögn Björns Th. Björnssonar list- fræðings, sem ritað hefir um ref ilinn allýtarlega grein og skýrt myndirnir, hefir saumur þessi hvergi haldizt nema hér á landi. Nýlega fengu myndsér- fræðingar Natiönal Geographic Society að taka nákvæmar lit- myndir af reflinum öllum og er hann birtur í ágústhefti tíma- rits samtakanna nú í ár. Ref- illinn er talinn gerður 11 árum eftir orrustuna við Hastings. Talið er að hann hafi verið gerður að tilhlutan Odo biskups hálfbróður Vilhjálms og lætur því að líkum að sagan á honum er túlkúð einhliða frá sjónar- miði Normanna. Refillinn er til einkaður Matthildi drottningu Vil'hjálms. Þótt heimildin sé frönsk, er ekki talið ósennilegt að refillinn sé unninn á Eng- landi og bendir handbragðið til að hann sé unninn í Kant- araborg. Talið er að jafnvel unglingar hafi unnið að verk- inu, því sjá má víða viðvan- ingslegt handbragð þar sem getur að líta myndir goð- sagnakennds eðlis og úr dæmi •ögum. Myndsagan er gerð fyrir óbóklærðan almenning og sýn- ir Harald hafa svarið Vilhjálmi trúnaðareið til stuðnings til valdatöku á Englandi, hafandi engan rétt til að láta krýna sig sjálfan til konungs. Englending ar vitna hinsvegar gjarna til engilsaxneskra annálahöfunda, þar sem segir að Játvarður hafi falið Haraldi ríkið, og trúa að hann hafi dáið fyrir land sitt er hann var að verja það fyrir innrásarmönnum. Refillinn er einstætt verk sinpar tegundar og sýnif líf og starf fólks á öndverðum mið- öldum, skipin plægja hafið. riddarar-þeysa til orrustu, kast alar, ix>rgir og glæstar hallir eru aðseturstaðir riddara og hertoga. Teppið hefir gengið í gegn um mikla hrakningasögu van- þekkingar og lítilsvirðingar, en á einhvern undarsamlegan hátt hefur það jafnan bjargazt. Nú hefir þvi verið komið fyrir f biskpshöllinni við dómkirkj- una í Bayeux í vönduðum skáp um undir gleri. Skáparnir eru lýstir með sérstökum ljósum, sem forða eiga því að litir teppisins fölni. Hér gefst ekki tækifæri til að rekja einstaka þætti þessar- miklu myndasögu en látið nægja að vísa til áðurgreindra heimilda. ★ Vilhjálmur bastarður verður ókvæða við er hann fréttir að Haraldur hafi látið krýna sig til konungs. Hann tekur þegar um vorið 1066 að búa sig undir mikla herför. Floti Normandy er næsta lítill og engan veginn búinn til jafn mikillar herferð- ar og hér skal gerð. Það er því þegar tekið til óspilltra mál- anna að byggja skip og hvert einasta fljótandi far er gert upp og þvi ýtt á fl'ot. Jafnframt þessu safnar Vilhjálmur liði og tryggir sér fylgi páfa og kon- Síðcri grein um orrustunu við Hustings ungs. Geysimikinn útbúnað þarf til fararinnar, en erfiðasta vandamálið er þó að koma hest um riddaranna yfir sundið. í ágústmánuði úm sumarið hefir flotanum verið safnað að mynni Dives-árinnar, snemma í september er siglt norður til St. Valéry við mynni árinnar Somme. Þar er lengi beðið veð- urs, en norðanstormur hélzt stöðugt. Þann byr notar Har- aldur harðráði einmitt -til sigl- ingarinnar suður með Eng- landsströndum. En þetta er heilagt stríð, til þess jafnframt farið að frelsa barabara frá villi síns vegar. Skipun er gefin um að herinn falli fram á bæn og biðji um byr. Og vindurinn snýst til austlægrar áttar og þegar næstu nótt heldur flotinn úr hofn. Haraldur konungur Guðina- son hefir um sumarið beðið með flota við suðurströndina og stöðugt búizt við árás Vil- hjálms, en þá kemur Haraldur harðráði og breytir öllum varn- aráætlunum hans. Að sönnu hafði hann verið hættur vörn- um við suðurströndina sökum þess að vistir fyrir her hans og flota voru upp gengnar og bændur í liði hans teknar að ókyrrast þar sem þeir þurftu að fara heim til uppskeru- starfa. Hefði hann'getað beðið við ströndina er ósennilegt að Vilhjálmur hefði nokkru sinni náð að stíga á land með her sinn. Aðeins lítill hluti herliðs Haraldar voru atvinnuhermenn. Suðurströnd Englands er því óvarin er Vilhjálmur leggur flota sínum að Pevensey,. smá- bæ vestan við Hastings. Ridd- aralið og herflokkar Vilhjálms halda til Hastings og þar byggja þeir sér herkastala úr timbri, en siðar lét Vilhjálmur gera hann af steini. Vilhjálmur bastarður tekur þegar a'ð herja nágrenni Hastings og sáfna vist um fyrir herinn. Var þar ekki farið um mildum höndum, en íbúarnir píndir og drepnir. Gerði Vilhjálmur þetta til þess að lokka Harald konung sem fyrst á sinn fund, því hann var engan veginn viss um sigur, fengi Haraldur tóm til að safna nægu liði, Þá hafði her Harald- ar goldið talsvert afhroð i orr- ustunhi við harðráða og jarlar konungs misst mikið lið í orr- ustum þeim, er þeir áttu á Norð ur-Englandi áður en orrustan við Stamford Bridge var háð. Hinn 1. október bárust Har- aldi Guðinasyni bo'ð um að her Vilhjálms bastarðar væri stig- inn á land. Þá voru 450 km milli herjanna og her Haraldar orrustuþreyttur. Samt var þeg- ar haldið af stað og herinn þrammaði dag eftir dag. Har- aldi var það efst í huga að bjarga héruðum sínum og þegn- um frá drápi og eyðileggingu. Hefði hann beðið svo sem viku lengur og safnað meira liði og hvílt sinn eigin her, eru mestar líkur til að hann hefði getað „Standið fastir fyrir", öskraði herbiskupinn Odo og hálfbróðir Viihjálms, er liann geystist fram þar sem brestur hefir orðið í liðið. Hann sveiflar kylfunni og lemur frá sér, en það vopn notuðu þéir bræður. „Horfið á mig! Eg er enn á lífi og fyrir náð Drottins mun ég enn hrósa sigri“. Þessi mynd á Bayeux-teppinu sýnir Vilhjálm bastarð lyfta hjálminum til sönnunar þvi að hann sé ekki fallinn. menn þess tíma. Hitt voru 5000—6000 bændur misjafnlega vopnum búnir hvaðanæfa að úr landinu. Hirðmenn Haraldar konur^gs voru klæddir leðri og hringa- brynjum, báru stóra tréskyldi með járnbryddingum og hjálma með nefhlíf. Handleggir og fæt- ur voru óvarðir. Normannar voru einnig í hringabrynjum með hjálma og riddararnir börðust með löngum sverðum, lensum eða spjótum, meðan hinir norrænu stríðsmenn sveifl uðu hinum miklu strfðsöxum sínum og gátu í einu höggi fellt bæði mann og hest. Nor- mannar höfðu einnig á að skipa þjálfuðum bogmönnum og vel búnu fótgönguliðL haft tvöfalt stærri her en Vil- hjálmur og auk þess úthvíldan eftir erfiði margra vikna. Hinn 13. október staðnæmd- ist her Englendinga á Senlac- hæ'ðinni um 10 km norðvestur af Hastings. Herinn var skipað- ur 2000 þjálfuðum atvinnuher- mönnum, sem að mestu voru hirðmenn konungs, norrænnar ættar og einhverjir beztu her- Herirnir voru báðir komnir að Senlac-hæðinni að kvöldi hins 13. október. Ein heimild segir að her Englendinga hafi eytt nóttinni fyrir orrustuna í söng og gleðskap, en franski herinn hafi legið á bæn. ★ Orrustan hófst um kl. 9 að morgni hins 14. okt. Herjunum var þannig skipað að Haraldur var í miðri sinni fylkingu með hirðmönnum sínum, en útífrá annar lfðstyrkur og myndaði þetta eina breiðfylkingu. Vii- hjálmur skipaði bogmönnum sínum fremsþ síðan velbúnu fót gönguliði og aftast voru riddar- arnir. Til beggja handa vax leiguherinn franski, en Nor- mannarnir í miðju undir stjórn Vilhjálms sjálfs. Orrustan hófst með því að 'bogaskyttur Vilhjálms hófu skothríð, en þeir urðu að skjóta upp móti brekkunni og lítill ár- angur varð af. En nú fengu fót- gönguliðar Vilhjálms að kenna á varnarliðunum á hæðinni. Þeir steyptu sér yfir þá og-báru hverskonar vopnum. Orrustan geysaði villt lengi dags og stríðs öskrin drukknuðu í vopnabrak- inu og dauðahrópum hinna fali- Framli. á bls. 19. Orrustan við Hastings fyrir réttum 900 árum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.