Morgunblaðið - 15.10.1966, Síða 15

Morgunblaðið - 15.10.1966, Síða 15
Laugardagur 15. ofet. 1965 MORCU N BLAÐIÐ 15 Umferð og slysuhættu NÚ er hættulegasti tíminn í umferðúini. Myrkrið, hálk- an og rigning; allt þetta býður hættunni heim. í októ- ber og nóvembermánuði í fyrra urðu 5 DAUÐASLYS í umferðinni í Reykjavík og fjölmargir slösuðust alvar- lega. Hér fara á eftir 10 atriði, sem við skorum á öku- menn að kynna sér og taka tillit til. Látið yfirfara bifreiðina: >að fyrsta, sem góður og gætinn ökumaður þarf að athuga, er að bifreiðin sem hann ekur, sé í fullkomnu lagi, sérstaklega þarf þó að athuga öryggistæki. >ví mið- ur er það svo oft, að ökumenn athuga ekki að setja snjóhjól babða undir bifreiðina, kaupa ekki keðjur, eða láta yfirfara öryggisbúnaðinn fyrr, en allt er komið í óefni. Hjólbarðar þurfa að vera með djúpu mynstri og þrýstingurinn í þeim réttur. Sem sagt: ef þú hefur ekki látið athuga ljós- in —■ hemlana — stjórnkerf- ið og höggdeyfara og sett keðjur í farangursgeymsluna, þá gerðu það strax, því á morgun getur það verið of seint. Vetrarakstur krefst bæði kunnáttu og æfingar. Akstur í hálku og á sleipum vegum gerir miklar kröfur til leikni og reynslu ökumanna. Mikilvægt er að ökumaður geri sér fyllilega lj óst, hvern ig aka á við erfið skilyr'ði og umferðaröryggið krefst þess að ökumönnum séu ljós nátt- úrulögmálin, sem gilda við akstur í háiku. Ef þú ert ekki vanur akstri í hálku, þá farðu nokkrar stuttar æfingar-ferð- ir og æfðu þig í að beita heml um og stjórntækjum bifreið- arinnar Reiknaðu með margfalt lengri hemlunarvegalengd: Ef þú þarft að hemla eða hægja ferðina snögglega, hafðu það hugfast að heml- unarvegalengdin á hálum vegi getur orðið t. d. 10 sinnum lengri, en á góðum sumar- vegi. Ef bifreiðin skrikar til, á að snúa stýrinu til þeirrar hliðar sem afturhlutinn leit- ar til. Allt of margir ökumenn treysta því, að þeir geti sam- tímis stýrt og hemlað. Tengdu ekki vélina frá, en gættu þess vandlega að vélinn „hemli ekki“ þannig, að bifreiðin skriki til. Haltu rúðunum hreinum: Hafðu-það fyrir fasta venju að hálda rúðunum vel hrein- um. Einhvern næsta morgun þegar þú kemur út, getur ver ið hrím á rúðunum eða bif- reiðin ef til vill að mestu leyti hulin snjó. Hafðu það þá fyrir fasta venju að hreinsa vel allan snjó af öll- um rúðum, stefnumerkjum, ljósum, skrásetningarmerkj- um og endurskinsflötum. Ef snjór er, athugaðu þá hvort ekki hafi myndast snjóköggl ar í „skítbrettinu", sem tor- veldað geta veitingu fram- hjóla. Gleymdu ekki að hafa ætíð meðferðis gluggasköfu ■svo þú þurfir ekki áð nota hendurnar til að skafa i snjó eða móðu af rúðum. Við þetta sezt fita á rú'ðuna og hætt er við að hringir rispi þær. tiltölulega mjög aflmiklar og láta vel að stjórn, þannig að ökumaðurinn áttar sig síður á hraðanum en þegar um eldri gerðir bifreiða er að ræða. Sá ökumaður, sem ekur með jöfnum hraða, þarf sjald an að hemla og á veturna verða ökumenn að hafa það hugfast að hafa lægri meðal- hraða en á sumrin. Ökuhraðann skal m. a. miða við: a. Gerð ökutækis, stærð og ástand þess. b. Staðhætti og gerð vegar. c. Færð og veðurlag. d. Hversu mikil umferð er á veginum. Skilyrði þess að ökuhráði sé í samræmi við öryggiskröf ur er að akbrautin sé auð og hindrunarlaus á jafnlöngu svæði og stöðvunarlengd nem ur. f myrkrinu leynast margar hættur: Flest slys verða í skamm- deginu. í myrkri er mjög erf- itt að dæma um réttar fjar- lægðir og ástand vegarins. Vertu þess fullviss að ljósin Nauðsynlegt er að hreinsa framrúðuna vel, hafi snjóað um nóttina. Höfuðatriði er, að bílstjórinn hafi næga og góða út- sýn út um rúður bílsins. Hafðu síðan tvær hliðarrúð- ur opnar og rúðublásarann á, svo að móða setjist ekki á rúðurnar og takmarki útsýn ið. l Okuhraðinn miðast fyrst og fremst við aðstæður: >að er staðreynd að flest umferðarslys verða vegna þess að ökumenn miða öku- hraða ekki vi'ð aðstæður. Oft stafar þetta af því að ýmsar nýjustu gerðir bifreiða eru á bifreiðinni, sem þú ekur, séu rétt stillt og vertu ekki spar á notkun hinna löglegu ökuljósa. >ú verður að gæta þess vel að blinda ekki öku- tæki sem kemur á móti þér eða aka með háu ljósin á eft- ir bifreið, þannig að ökumáð- urinn fái endurskin af fram- rúðunni. Eina aðferðin til að forðast blindu af ljósum öku- tækja er að horfa til hliðar við þau, eins og hægt er, Á mynd þessari má sjá muninn um. Góðir hjólbarðar með góðu um, einkanlega í hálku. en alls ekki beint í ljósið, og' auðvitað verður að draga verulega úr hraðanum. Ef þoka er eða skafrenn- ingur og skyggni slæmt, þó bjart sé af degi, ber að láta ökuljósin loga við akstur, jafn Vel háu ljósin. Hin háu ljós blinda ekki í dimmviðri, jafn vel þó bjart sé að degi. En gleymdu ekki þegar þú stöðv ar við gatnamót að slökkva á ökuljósunum og láta stöðu- ljósin loga. Hættulegir staðir: >ú verður að hafa það hug fast að akbrautin er hálust á brúm, í brekkum og beygjum, og þar sem sólbráðin er mest. Hemlunarvegalengdin er háð ofaníburði vegarins og hann getur breyzt frá einum kíló- metra til annars á vegum sem þú ekur eftir. Verndið börnin í umferðinni: Á hverjum vetri slasast fjöldi barna í umferðinni, mörg hver mjög alvarlega. >að er staðreynd, að þegar snjórinn kemur leita börnin oft út á götuna, meira en ella til leikja á sleðum og skíð um. Fyrstu níu mánuði árs- ins slösuðust í umferðinni hér í Reykjavík 78 börn sem voru fótgangandi og auk þess 42 hjólreiðamenn, sem flestir á góðum hjólbarða og slæm- munstri, geta oft forðað slys- hverjir eru börn á aldrinum 6 til 12 ára. Afskiptaleysi almennings af börnum, sem eru að leik úti á akbrautinni innan um iðandi bílaumferð er svo til algjört. >etta verð- ur að breytast strax. Leggðu fram þitt til þess að vernda börnin í umferðinni og beina leikjum þeirra frá akbraut- inni inn á örugg svæði. Hafðu nægt bil á milli öku- tækja: Suma mánuðina verða flest ir árekstrar með þeim hætti, að ekfð er aftan á bifreið. Gættu þess að aka aldrei svo nálægt annari bifreið að hætt sé við árekstri, þó bifreiðin á undan þér snögghemli. Fyrstu hálku dagana á haust inn verða flestir árekstrar vegna þess að ökumenn hafa ekki nógu breitt bil milli öku tækja og reikna ekki rétta stöðvunarvegalengd. Og að síðustu þetta: Láttu ekkert koma þér á óvart. Þegar þú kemur út ein hvern næsta morgun, geta all ar rúður á bifreiðinni verið hrímaðar og gefa þér vís- bendingu um, að hálka sé á götunum og þá verður það að vera þér Ijóst, að vetrar- akstur krefst bæði kunnáttu og æfingar. Okuferðir enda að' jafnaði vel. Stundum verða slys, raunar hryggilega mörg, og þá getur heimkoman orðið á þann veg, sem myndin sýnir. Akir varlega, ak- ið með gætni, forðizt slysin. Hollast er heilum vagni heim að aka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.