Morgunblaðið - 19.10.1966, Síða 11

Morgunblaðið - 19.10.1966, Síða 11
Miðvikudagur 19 okt. 119<?!> MORGUNBLADIÐ tl — Leikdómur Pramháld áf bis. 17. arins, , hugkvæmni hans og dirfska, skilningur hans á leik- húsinu og tengslum þess við manQlífið, gera hinn litla kjarna verksins í meira lagi hugstæðan. Hann hleður utan á sig æ víð- tækari merkingu og skírskotar til áhorfandans me'ð sífellt nær- göngulli hætti, unz hann stendur í rauninni í sporum leikaranna og spyr sömu spurninga — án þess að fá svör. Hann er ein- ungis frj órri reynslu ríkarL James Saunders hefur verið í læri hjá Pirandello og öðrum þeim framúrmönnum í nútímaleik ritun, sem leitast við að leysa upp hefðbundin form leiksviðs- ins og brúa bilið milli lífsins og listarinnar, milli leikhúsgesta jg leikenda. í þessu skyni beitir hann ýmsum brögðum, sem sum hver eru í billegasta lagi og til þess eins fallin að vekja hlátur áhorfenda eða ganga fram af þeim. Ræða Lísu um frjálsar ástir, svo dæmi sé tekið, kann eð ofbjóða brezkum góðborgur- um, en hún sætir litlum tíðind- um á íslandi. En þar sem höf- undi er fuil aivara nær hann máttugum áhrifum, ekki sízt með leiknum i-nnan leiksins í eeinna þætti þar sem „leikarinn" og einbúinn renna saman og vekja þá tvíræ'ðu tilfinningu, að leikur og líf séu sama tóbakið, hvort tveggja kunni að vera sjón- hverfing. Leikritið vekur sem sagt marg- ar spurningar, en svarar fám. I»að er sjálf andrá sköpunarinnar eða túlkunarinnar á sviðinu sem skiptir höfundinn mestu máli: það sem er að gerast og hvernig það gerist. í vissum skilningi lif- ir hvert atvik leiksins sjálfstæðu iífi, án tillits til þess sem á und- an er gengið eða á eftir kemur. í því samhengi eru naktar stað- reyndir og dauðir hlutir látnir tala sínu skýra og þó margræða máli. Myndirnar, sem leikararnir draga upp í einræðum sínum, eru fágætlega áþreifanlegar og öðlast næstum sjálfstætt gildi, og á það ekki sízt víð um lýsingar Rús. Þær hríslast um taugar áhorf- andans, umlykja han.n éins og þvöl þoka, þar til töfrarnir rofna og nýtt atvik, ný stemning tekur við. í heild orkaði sýningin á mig eins og ljóð, þar sem mynd- ir og líkingar hláðast upp og magna hver aðra, án þess mað- ur geri sér fulla grein fyrir merk ingu einstakra atriða. Saunders er maður orðsins, leikur sér með orð og hugtök eins og sjónhverfingamaður. Á- • deilan er honum rík í huga, hann hæðist óspart að mannlífinu og mannfólkinu, fordómum þess og skammsýni, em bak við háðið skynjar maður kviku viðkvæmra tilfinninga. Framar öðru er hann þó „málaæi“ í orðum: það eru myndirnar í verki hans sem eink um greypast í minniinguna. Persónusköpunin 1 „Næst skal ég syngjá fyrir þig“ er einföld og skýr. Hér er í rauninni einungis um að ræ’ða tilteknar manngerð- ir: hinn skapandi listamann (leikstjórann) sem á þann draum æðstan að koma reglu á náttúr- una og ljá mannlífinu merkingu; lærdómsmanninn sem lætur sér nægja að henda á lofti hugtök og skilgreiningar, dýrkar efann ef- ans vegna, en er laus við sálar- kveljandi spurningar; túlkand- ann sem vill komast inn í hlut- verk sitt og skila því þannig að það veki samúð og skilning; og loks tvær venjulegar, áhyggju- lausar manneskjur sem lifa fyrir líðandi stund og gera sér enga rellu út af æðri sjónarmiðum eða dýpri merkingu. Mörkin milli þessara manngerða, eins og þeim er raðað upp hér, eru oft óglögg, enda er höfundurinn sífellt að brjóta sínar eigin leikreglur og rugla áhorfendur í ríminu. Kevin Palmer hefur sett þenn an viðsjárverða og vandasama sjónleik á svfð af stakri alúð og mikilli hugkvæmni, þannig að hvert smáatriði virðist vera þaul hugsað, enda fátt um dauða kafla í sýningunni. Og það sem meira er, hann hefur náð þeim tökum á leikendum, að þeir skila því sem þeir eiga til. Ævar Kvaran var ótvírætt maður kvöldsins í hlutverki ein- búans. Var unun að sjá hvernig hann skilaði þessu erfiða verk- efni. Raddbeiting hans, svip- brigði og látbragð allt lagðist á eitt um að skapa persónu sem tók huga manns allan. Fast á hæla Ævari kom Gunn- ar Eyjólfsson í hlutverki „leik- stjórans", Rús. Náði hann einnig öruggum tökum á vandasömu vfðfangsefni, og er sérstök á- stæða til að geta meðferðar hans á löngum uppmálandi köflum, sem hann flutti af þvílíkri kynngi og hnitmiðaðri ögun, að myndirnar bókstaflega lifnuðu fyrir sjónum leikhúsgesta. Sigurður Skúlason lék hlut- verk Dusts, „lærdómsmannsins“, og gerði undragóða hluti þegar þess er gætt að hann hljóp inn í hlutverkið með tíu daga fyrir- vara. Hann er enn við leiknám, og gætti að sjálfsögðu hjá hon- Gunnar Eyjólfsson (Rús) og Ævar Kvaran (einbúinn) i seinna þættL Jockey NÆRFÖTIN eru þekkt um allan heim fyrir snið og gæði. N Ý SENDING KOMIN. H ERRADEILD Laugavegi — Pósthússtræti. um nokkurs viðvaningsbrags í limabuiði og framsögn, en í heild skilaði hann hlutverkinu með sóma og átti oft mjög góða spretti. Texti hans var erfiður og furðulegt hve vel hann komst frá honum. Hér er á ferðinni mikið efni, ef nokkuð má ráða af þessari frumraun. Sverrir Guðmundsson og Anna Herskind léku minni hlutverk, sem þó gera miklar kröfur. Mér fannst þau bæði standa ság bet- ur á lokaæfingu en á frumsýn- ingu, og má vera að taugaóstyrk ur hafi staðið þeim fyrir þrifum á sunnudagskvöldið. Sverrir lék Meff af miklu fjöri, en skemmdi túlkunina með óðagoti sem ó- nýtti margar góðar setningar og dró úr áhrifum margra skemmti legra leikbragða. Anna lék Lisu af kankvísi og talsverðu öryggi, en hún virtist ekki vera fylli- lega í essinu sínu á sunnudags- kvöldið, leikur hennar var þving aðri og tilþrifaminni en á loka- æfingu. Una Collins gerði snjalla leik mynd, sem var eins fábrotin og verða mátti, en mjög í anda leiksins. Oddur Björnsson þýddi leik- ritið á munntamt mál (nema hvað hann ofnotaði hjálparsögn- in „munu") og hefur það ekki verið neitt áhlaupa- verk, því textinn er víða mesta torf og mikið um hugtök sem íslenzkan á blátt, áfram engin orð yfir. Hefur Oddur valið þá sjálfsögðu leið að halda orðum frumtextans í íslenzkri mynd þar sem engin brúkleg íslenzk orð var að finna. í öðrum til- vikum hefur hann gripið til orða sem eru lítt kunn og ekki á- rennileg, eins og þegar hann þýð ir „identity" með „samsemd“. En hvað á að gera? Sýningunni var vel tekið og leikendur lengi hylltir og inni- lega að lokum. Sigurður A. Magnússon. uö auglýstng i utbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. Dansskemmtun fyrir starfsmenn Véltækni h.f. bæði nýja og gamla verður haldin í Tjarnarbúð uppi föstudaginn 21. okt. kl. 9 e.h. Skemmtinefndin. Tilboð óskast í að lagfæra lóð við Túngötu 14 (Hallveigarstaðir). Útboðsgagna skal vitja á Teiknistofu Skarphéðins Jóhannssonar Laugarásvegi 71. NOKKRA DUGLEGA sendisveina vantar í nokkra daga. Þurfa að hafa reiðhjól eða skelli- nöðru. — Upplýsingar á skrifstofunni sími 17100. HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆDISFLOKKSINS. Dömur Hin margeftirspurðu rúmteppi og púðar nvkomin. Stuttir og síðir greiðlusloppar. Frottesloppar. — Nýtt úrval alls konar gjafavara. Hjá Báru Austurstræti 14. rOLABIS HF. AUGLÝSIR Norskar og þýzkar eldhúsinnréttingar. GAGGENAU raftæki. Skozk góifteppi. FYRIR VERZLANIR. Alls konar innréttingar skipuiagðar af erlendum sérfræðingum. Leitið tilboða. Pol ris hf. Hafnarstræti 8 Simi 21085.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.