Morgunblaðið - 28.10.1966, Page 8

Morgunblaðið - 28.10.1966, Page 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Fostudagur 28. okt. 1966 Harðar deilur um launamál lækna í Efri deild i gær Framl:; til Ríkisspítala aukið um 60% - IVfliklar framfarir á sviði heilbrigðis mála, en mörg verkefni framundan f GÆR spunnust harðar deil- ur í efri deild Alþingis milli ráðherranna Magnúsar Jóns- sonar og Eggert Þorsteinsson- ar annars vegar og Alfreðs Gíslasonar hins vegar um launamál lækna og heilbrigðis þjónustu almennt. Við lok um „ræðnanna tók heilbrigðismála ráðherra, Jóhann Hafstein, til máls. Deilur þessar urðu í sam- bandi við frumvarp um breyt ingar á lögum um almanna- tryggingar þess efnis að gjald fyrir vitjun eða viðtal skuli ákveðið með reglugerð en ekki ákveðið í lögum. Alfreð Gíslason (K) réðst harkalega að fjármálaráðherra fyrir ummæli hans um kjaramál lækna í fjárlagaræðu hans fyrir f*' * ítft/f/, skömmu og veitt b ’ ist jafnframt al- í mennt að yfir- '"stjórn heilbrigð- \ ismála. Þing- _ j; maðurinn kvað & fjármálaráð- herra hafa talað um „fantatök" [ilækna í sam- bandi við þessa samninga, en læknar á íslandi hefðu aldrei hótað verkfalli. Fjárlagaræða ráðherrans er tal- andi tákn um afstöðu núverandi ríkisstjórnar til heilbrigðismála í landinu, sagði ræðumaður. 1961 gerðu læknar í þjónustu Sjúkrasamlags Reykjavíkur kröfu um bætta starfsaðstöðu og bætt launakjör. Hvernig var brugðizt við? Forveri núverandi félagsmálaráðherra dembdi á þá þvingunarlögum. Hins vegar var ekkert gert til þess að firra sjúkl inga vandræðum. Læknar vildu vinna fyrir sjúklinga en ekki SR. Vegna óbilgirni gagnvart kröfum lækna hefur þjónustu við sjúkl- inga hrakað. Ungir læknar vilja •kki gagna í SR og þess vegna "•skortir það heimlislækna. Það hefur bjargazt vegna þess, að nokkrir miðaldra héraðslæknar hafa látið af störfum út á landi og flutt í bæinn. Ég skora á félagsmálaráðherra að athuga ástandið í Sjúkrasamlagsmálum Reykjavíkur og raunar öllu tryggingarkerfi landsins. Er nokkur meining í því að stjórn SR líti á sína starfsmenn, læknana, sem höfuðóvini. Ef við níðum niður læknana launalega séð bitnar það á sjúklingum í Reykjavík. Framlag ríkissjóðs til heil- brigðismála er lítið og þyrfti að tvöfalda og raunar þrefalda. Stjórnin telur eftir svo til hverja. krónu sem fer til heilbrigðis- mála sbr. fjas í fjárlagaræðu Magnúsar Jónssonar um aukinn tilkostnað við Landsspítalann. Ríkisstjórnin hefur ekki kynnt sér heilbrigðismálin en ef um væri að ræða hafnarbætur eða annan hégóma mundu ráðherr- arnir skammast sín fyrir, að hafa ekki vit á þeim málum en öðru gegnir um heilbrigðismáL Eggert G. Þorsteinsson (A). Alfreð Gíslason hélt því fram, að læknadeilan hefði ekki snúist um kjör heldur starfsaðstöðu. Þetta var alveg \ ^'®? þrautreynt og • 'Æ itg það kom í Ijós á I óyggjandi hátt, þetta var 5 kjaradeila. Læknar stað- | i festu þetta með ■ ■ samfelldum upp sögnum ú r starfi„ þegar þeim hafði verið boðinn endur- skoðun á starfsaðstöðu. Ég sé ekki mikinn mismun á því fyrir sjúklingana sjálfa hvort boðað er til verkfalls eða vinna lögð niður á skipulagðan hátt. Til heilbrigðismála hefur aldrei ver- ið varið meira fé á fjárlögum en í tíð núverandi ríkisstjórnar. Magnús Jónsson (S). Ég furða mig á því, að Alfreð Gíslason skyldi geta flutt þá endemis- ræðu, sem hann flutti hér áðan, vitandi að hann fór með rangt mál. Á síðustu árum hefur verið gert meira átak í heilbrigðis- málum en nokkru sinni fyrr. Ef þingmaðurinn vill athuga fjár- lagafrv. og lántökur vegna heil- brigðismála getur hann sann- færzt um þetta. Framlög til Rík- isspítalanna eru aukin um 60% á fjárlagafrv. Ég harma, að það er læknir, sem hefur viðhaft slík ummæli. En það er kannski tákn rænt fyrir þann anda, sem sums staðar virðist örla á hjá þessari ágætu stétt. Ég tek ekkert aftur af því, sem ég sagði um þessi mál í fjárlagaræðu minni. Ég harma það að viss hluti læknastéttar- innar hefur notað aðstöðu sína til að knýja fram samninga, s e m - annars Ihefðu ekki ver- ið gerðir. Það væri vissulega afiM' gleðiefnL e f hægt væri að borga læknum þau laun, sem þeir fóru fram á, þ. e. 1 milljón til eina og hálfa milljón í árstekjur. En það get- ur varla talizt mikil óbilgirni að ganga ekki að slíkum kröfum. Það var haft á oddinum í byrj- un, að það væri starfsaðstaðan, sem skipti máli, en það kom svo á daginn, að það var aukaatriði, Málin stóðu þannig, að lækn- arnir ætluðu að ganga út af spít- ölunum. Miðað við það, að ríkis- stjórnin hlaut að gæta hagsmuna sjúklinganna á spítölunum og að læknarnir höfðu gengið út en yfirlæknar einir eftir um skeið var ekki um annað að ræða en fallast á það, að læknar brytust undan launakerfi ríkisins. Það er hins vegar sízt til uppsláttar fyrir þá, sem þarna áttu hlut að máli að ráðast á ríkisstjórnina fyrir þetta. En þetta mál er hægt að rekja nánar ef þess er óskað. Að lok- um hlýtur það að koma niður á almenningi í landinu þegar notuð er sérstök aðstaða til þess að brjóta niður það kerfi sem á löglegan hátt hefur verið komið á. Alfreð Gíslason (K) Hve margar þúsundir Reykvíkinga hafa ekki sjúkrasamlagslækni? Hversu heilbrigð er afstaða stjórnar SR til læknanna? Og raunar hve langt er kölkunin komin á þessu sviði? Ég þarf ekki að svara Magnúsi Jónssyni. Hann situr við sinn keip. Það sýnir okkur betur en nokkuð annað hvernig skilning- ur á heilbrigðismálunum er. Öll framkoma ríkisstjórnarinnar og ráðherranna nú sýnir hve mikil þörf er á endurskoðun heilbrigð- ismála. Ekkert sérstakt ráðu- neyti fjallar um þau heldur er þeim stjórnað úr einu horni í dómsmálaráðuneytinu. Eggert G. Þorsteinsson (A). f öllum ummælum sínum hefur Alfreð Gíslason verið með svig- urmæli í garð stjórnar SR. Hvers vegna vilja læknar ekki vinna hjá SR? Það er hollt að menn viti hið sanna. Hér þurfa til að koma skýr svör. Magnús Jónsson (S). Það er leiðinlegt að standa í karpi við Viðurlög við landhelgis brotum hert verulega Umræður í Meðri deild Á FUNDI neðri deildar í gær var lagt fram frumvarp um veit ingu ríkisborgararéttar. Að þessu sinni er gert ráð fyrir, að 23 fái ríkisborgararétt. Var frv. vísað til annarrar umræðu og nefndar. Þá var og lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um bann við botnvörpu veiðum. Meginefni breytingar er að sektir hækka allverulega, eða um 50%. Er þar átt við skip, sem stærri eru en 200 rúml. brúttó. Einnig er gert ráð fyrir, að gera megi skip, eða hluta úr skipi upptækt auk sektar. Jóhann Hafstein (S): Hóttvirt ur 5. þingm. Austf. hefur á und- anförnum þingum lagt frv. um breytingu á lögum þeim, er hér um ræðir. Hefur það komið fram, að nauðsynlegt er, að gerð ar séu endurbætur á lögum rnn þessi mál, og hefur einkum þótt nauðsynlegt að koma fram ýms- um endurbótum á viðurlögum við brotum gegn þeim. Þótt við- urkennt sé, að það ákvæði, að sektir skuli miðaðar við gull- gengi kr., hafi tryggt, að sektir fylgi breyttu verðlagi, er aug- ljóst, að hækka þarf sektir, bæði sakir þess, að landhelgin hefur stækkað verulega, og eins hafa sip stækkað og veiðarfæri fullkomnazt. Þá er það einnig nokkurt vanda mál, að það getur verið erfitt að koma fram refsiábyrgð gegn skipstjóra. Má í því samb. minna á Millwoodmálið, sem lauk, eins og öllum er kunnugt með því, að skipstjóri slapp. Hann anzaði því engu, þótt honum væru birtar kærur, og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að höfða refsimál gegn skipstjóra, þar eð nauðsynlegt væri að heyra vitn- isburð hans fyrir rétti. Hins vegar leit Hæstiréttur svo á, að hægt væri að dæma í sjálfu málinu, þ.e. fiskveiðibrotinu. Nú er farið inn á nýjar leið- ir í þessu sambandi, þannig, að hægt er að höfða mál gegn eig- endum skipsins, umboðsmönn- um þeirra eða umráðamönnum þess. Þá er það nýmæli, að við upp töku verðmæta fellur niður veð- réttur eða aðrar kvaðir, sem hvíla kunna á verðmætunum. Er það gert til að taka af öll tvímæli í þessu sambandi. Ég vona, að þetta frv. verði nægjanlegt svar við óskum hv. 5. þingm. Austfj. og einnig að það verði til varnaðar of mik- illi ásókn í ísl. landhelgi, en hún er orðin talsvert vanda- mál. Lúðvík Jósepsson (K): Ég fagna frumvarpinu og þakka, að fallizt er að mestu á tillögur mínar í þessu máli. Þó þykja mér ekki nægjanlegar hækkan- Framhald á bls. 21 þennan þingmann. Það vantar verulega á, að læknastéttin njóti þeirra samúðar, sem hún þarf á að halda. Aðgerðir til þess að bætá úr læknaskorti dreifbýlis- ins eru að renna út í sandinn vegna kröfugerðar lækna í Reykjavík. Jóhann Hafstein (S). Ég vil ekki hlusta þegjandi á það sem Alfreð Gíslason hreytti út sér í garð heilbrigðismálastjórnar- innar. Það voru vissulega ómak- ^H»leg ummæli. Öll fljöggjöf stjórn- | arráðs íslands er úr sér gengin log er til endur- Iskoðunar. En heilbrigðismála ráðuneytið hef- ur sem sinn ráðuneytisstjóra valinkunnan sæmdarmenn og að auki deildar- stjóra. Auk þess er, samkv. lög- gjöf, landlæknir til ráðuneytis um heilbrigðismál á hverjum tíma. Endurskipulagning á ráðu- neytum hefur verið til athugun- ar og ég hef sjálfur í Lækna- blaðinu komið fram með hug- mynd um sérstakt heilbrigðis- málaráðuneyti. Þingmaðurinn hefur sínar tillögur um það sjálf sagt þaðan. Ég vil þakka Alþingi fyrir það, að það hefur verið örlátt á sívaxandi og örar hækk- anir á framlögum til heilbrigðis- mála. Gífurlegar framkvæmdir hafa staðið yfir á því sviði en samt vantar gífurlega á í þeim efnum og er mér þar efst í huga geðveikraspítali, sem kostar mörg hundruð milljónir. En á síðustu árum hafa verið sett ný sjúkrahúsalög, sem marka tíma- mót á því sviði og ennfremur ný læknaskipunarlög, sem einnig marka tímamót á sínu sviðL Þessi löggjöf hefur verið undir- búin í „horninu“ í dómsmála- ráðuneytinu. Læknamálin valda miklum áhyggjum en mér virðist því erfiðara að ná viðunandi lausn á þei mmálum, sem af minni hálfu hefur verið sýndur meiri vilji til þess. Fasteignasáían Hálúni 4 A, Nóatúnshúsið Sími 2-18-70 77/ sölu m.a. Ný 4ra herb. endaíbúð full- búin. Sérstaklega fallegar harðviðarinnréttingar. 4ra herb. nýleg jarðhæð við Laugalæk. 3ja herb. endaíbúð í Vestur- borginni. Herbergi fylgir í risi. Laus fljótlega. 3ja herb. íbúð við Mjölnis- holt. Hagstæð kjör. Laus nú þegar. 3ja herb. 90 ferm. 1. hæð á Seltjarnarnesi. Sérhiti, sér- inngangur. 2ja herb. íbúðir við: Fálkagötu, Haðarstíg, Sam- tún, Langholtsveg, Mos- gerði, Freyjugötu og víðar. Hilmar Valdimarssou Fasteignaviðskipti. Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaður. Þér getið nú keypt föt á 1405 kr. Seljum í dag og næstu daga fatnað á unglinga frá 12 til 16 ára. GEFJUN - IÐUNN Kirkjustræti 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.