Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. nóv. löfrísf MUKtiUN&LAÐIÐ Nýr flugvöllur vígður á Raufarhöfn i dag EF flugveður verður í dag, verð- ur vígður á Raufarhöfn nýr flug- völlur, en tilkoma hans hefur verið íbúum á Raufarhöfn mikið kappsmál á undanförnum árum. Er nýi flugvöllurinn staðsettur á hrauninu um 4 km sunnan við Raufarhöfn. Verkið hefur staðið í um 244 mánuð. Undirstaða flugvallarins er hraun, sem var ýtt upp og slétt, og síðan borið ofaní. Flug- völlurinn er um 1200 metra lang- ur og um 500 metrar að breidd, og snýr sem því næst í norð- austur og suðvestur. Getur Fokker Friendship F.í. lent á þessum velli. Á Raufarhöfn var sjúkraflug- völlur, og lá hann á höfðanum austan við kauptúnið. Var orðið nauðsynlegt að leggja þann vöil niður, þar sem hann hindraði frekari hafnargerð á Raufar- höfn. Sá flugvöllur var mun minni en hinn nýi eða um' 500 metrar að lengd. I>að var Ólafur Pálsson verkfr. sem teiknaði flugvollinn, en verk Vörður, Heim- dullur, Óðinn SKORAiD er á félagsmenn að gera skil á heimsendum happ- drættismiðum í Landshappdrætt- inu nú þegar. Skrifstofan í Sjálfstæðishúsinu er opin til kl. 10 í kvöld, sími 1 71 00. stjóri var Júlíus Þórarinsson. Yfirumsjón með verkinu hafði Haukur Claessen, hjá flugmála- stjóra. Viðstaddir vígsluna í dag, ef af henni verður, verða þingmenn | Norðurlandskjördæmis eystra, flugráðsmenn og samgöngumála- ráðherra, Ingólfur Jónsson. Verð ur farið í Fokker Friendshipvél F.í. ST AKSIEIKAR I GÆR var hæðin yfir Græn- landi farin að færast mjög í aukana og hreyfðist SA yfir ísland, en lægðardragið yfir landinu lét undan síga. Á Vestfjörðum og annesjum nyrðra var komin snjókoma og var vægt frost, en sunnan lands lægði vestanáttina og skúrirnaf eyddust, er á dag- inn leið. Islenzku öryggis- Ijósin viðurkennd á siglingaöryggisnefnd ÍMCO í FRÉTTAAUKA útvarpsins í sl. mánuði, þar sem skipaskoðunar- stjári, Hjálmar R. Bárðarson, ræddi um öryggisráðstafanir á sjó, drap hann á sérstök ljós- merki fyrir fiskiskip að veiðom með herpinót og kraftblökk. Hann kvað íslenzka aðila hafa lagt mikla vinnu í, að fá þassi Ijós viðurkennd á alþjóðavett- vangi, þannig að erlend fiskiskip þekktu þessi ljós og virtu þau í reynd. Sagði hann að þetta statf hefði þegar borið árar-gur, Norðmenn hefðu sjálfir tekið upp þessi sérstöku ljós, og Rúss- ar og fleiri þjóðir viðurkenndu þau. Þessi sérljós hafa verið til at- hugunar og umræðu í sérstökum nendum Alþjóða-siglingarmála- stofnunarinnar (IMOO), og fyrir nokkrum dögum voru þau tekin fyrir til ákvörðunar í siglinga- öryggisnefnd þessarar stofnunar í London. Að því er Hjálmar R. Bárðar- son tjáði Mbl. í gær, voru þessi öryggisljós samþykkt hjá fyrr- greindri nefnd, og hafa þau þar með hlotið fyrstu alþjóðlegu viðurkenninguna. Lionsféla2;ar á Akranesi selja perur Akranesi, 3. nóv.: — LIONS-klúbbur Akraness hefur undanfarin ár selt Ijósaperur mcð þeim hætti, að félagsmenn ganga í hús að kvöldi til, og bjóða hús- mæðrum eða húsbændum einn eða tvo poka af perum. Þessi verzlun hefur gengið ágætlega og verið vinsæl, enda rennur allur ágóði til tækjakaupa fyrir sjúkra hús Akranes. í kvöld, föstudag, mega Akur- nesingar búast við heimsókn frá Lion, og taka þá vissulega vel á móti sölumönnum'sem áður, og styrkja þar með gott málefni. Dagheimilið Lyngáss rætt í borgarstjórg - Borgin styrkir vangefna með 1 milljón á þessu ári Á fundi borgarstjórnar í gær urðu nokkrar umræður um starfsemi • dagheimilisins Lyngáss fyrir vangefin börn á vegum Styrktarfélags van- gefinna. Styrmir Gunnarsson (S) kvað nauðsynlegt að koma fjárhags- málum dagheimilisins á fastan grundvöll og lagði til að tillögu Sigríðar Thorlacius (F) um að Reykjavíkurborg greiddi rekstr- arhalla dagheimilisins á þessu ári, og færi um það eftir sömu reglum og gildir um dagheim- ili Sumargjafar, yrði vísað til borgarráðs til meðferðar enda lægju fyrir glöggar upplýsingar um það a'ð hve miklu leyti rík- ið hefði staðið við sinn hlut í greiðslu á tilkostnaði við rekstur. heimilisins. Borgarfulltrúinn sagði að Reykjavíkurborg hefði á tíma- bilinu 1962—1965 greitt til dag- heimilisins 2,4 millj. auk 565 þús unda til lóðarlögunar og í fjár- hagsáætlun yfirstandandi árs væri átælað 1. milljón króna til vangefinna. Síld tíl Sigluijoiðor Siglufirði 3. nóv. ÞAÐ þykja nokkur tíðindi hérna þegar síld berst hingað í land x nóvembermánuði. Þetta gerðist þó í dag, en þá kom síldveiði- skipið Stígandi frá Ólafsfirði með um 100 tonn síldar hingað. Fer mestur hluti síldarinnar í frystingu hjá frystihúsum SR og Isafoldar, en að einhverju leyti í bræðslu. Stefán. , Mikill hluti barnanna I Lyng- ási eru á skólaskyldualdri og er því eðlilegt að ríkið taki þátt í þeim kostnaði áð sama marki og gagnvart fullhraustum börn- um. Benti borgarfulltrúi á að nokkuð hefði á þetta skkort. Sigríður Thorlacíus (F) rakti nokkuð starfsemi Lyngáss og kvað nauðsýnlegt að borgarsjóð- ur greiddi að þessu sinni rekstr- arhalla heimilisins. Aðrir sem til máls tóku voru Sigurjón Björns- son (K), Páll Sigurðsson (A) og Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri. IXIafnakall viðhaft um skipun nefndar Á fundi neðri deildar í gær bar það til tíðinda, að Jóhann Hafstein bar fram tillögu um að frv. um verðjöfnunargjald af veiðarfærum skyldi vísað til sérstakrar nefndar, sakir þess að mjög skiptar skoðanir væru um það, í hvaða nefnd frv. ætti að fara. Urðu menn ekki á eitt sátt ir um málið, og er gengið skyidi til atkvæðagreiðslu, var krafizt nafnakalls. Tillag- an var samþykkt me'ð nítján atkv. gegn 16, en Lúðvík Jós- epsson sat hjá. Þeir, sem kjörn ir voru í téða nefnd, eru: Jónas G. Rafnar (S), Matthí- as Bjarnason (S), Axel Jóns- son (S), Birgir Finnsson (A), Jón Skaftason (F), Ingvar Gíslason (F) og Lúðvík Jós- epsson (K). Pdfagaukur Framsóknarmenn hafa i upp- hafi þessa Alþingis endurflutt tillögu sem þeir hafa flutt nú í mörg ár um endurkaup Seðla- bankans á afurðavíxlum iðnað- arins. Það var vissulega rétt sagt hjá forsætisráðherra sl. miðviku dag þegar hann sagði um þenn- an tillöguflutning. „Menn eiga ekki alltaf að fjasa út í bláinn, tyggja upp sömu tugguna dag eftir dag, sem þessi háttvirti þingmaður gerir skilningslaust, eins og tæki sem kennt hefur verið að segja nokkur orð, eða páfagaukur sem hefur ekki nema 10 orða forða, og heldur að í honum sé öll lífsins vizka fólgin“. Iðnaðarmálaráðherra Jó hann Hafstein hefur margsinnis bæði á Alþingi og á öðrum vett fangi gert ýtarlega grein fyrir þessu máli, en svo sem kunnugt er eru endurkaup á framleiðslu- „ víxlum iðnaðarins þegar hafin. Iðnaðarmálaráðherra ítrekaði enn á Alþingi sl. miðvikudag ummæli sín um þessi mál, og sr_5i hann þar: Nýjar lánareglur „Ég furða mig á tali hátt- virts þingmanns um þessa þings- ályktunartillögu, sem hann flyt- ur hér ár eftir ár, og ég hlýt að draga þá ályktun að honum sé alls ókunnugt um efni þessa máls. Hann segir að reglur Seðlabankans um endurkaup af- urðavíxla, séu of þröngar, þær eru\ þegar farnar að gera gagn, þótt ekki sé það mikið. Hann segir, að það sé hægt að veita iðnaði endurkaupalán eins og sjávarútveginum, en stað- reyndin er sú að iðnaður er ekki sambærilegur við útveg í þessu sambandi. Það liggja oft stórar birgðir í frystihúsum og fisk- vinnslustöðvum, og það er hægt ' að fylgjast með þeim, og taka veð í þeim til tryggingar. Þessa aðferð er aðeins hægt að hafa gagnvart iðnaði, ef hann er stór í sniðum og liggur með miklar vörubirgðir. En þetta ér ekki hægt í hinum víðgreinda ís- lenzka smáiðnaði, en kannski er hægt að finna leiðir til endur- kaupa víxla iðnaðarins, aðrar en þær sem gilda hjá útvegi og landbúnaði". Ldn til vélaiðnaðar „Ég hef getið þess að Fram- kvæmdabankinn fór inn á þá leið að kaupa víxla vélaiðnaðar ins, sem hann hefði lánað. Hins vegar er erfitt að taka veð í slík um Iausafjármunum, og hefði því Framkvæmdabankin farið in á þá leið að taka upp samn- inga víð tryggingafélögin og tryggja víxlana. Þegar þessi hátt ur var kominn á keypti Seðla- bankinn þessa víxla, og er þar fengið nýtt form, sem ekki þekk ist hjá útvegi né landbúnaði. Ég vil í lokin leggja áherzlu á að endurkaupaform á sama grund- velli og til útvegs og landbúnað- ar kemur ekki til með að gagna iðnaðinum í heild, og þess vegna er Seðlabankinn að reyna að skapa og finna út nýjar lána- reglur, sem gera honum mögu-v. legt að aðstoða iðnaðinn með sínu fjármagni. Það þýðir ekki að koma með tillögu eins og þessa út í bláinn, aðalefni máls- ins er að reyna að finna raun- verulega úrlausn þessa máls svo að iðnaðurinn geti fengið meiri rekstrarlán frá Seðlabankanum sjálfum, heldur en hann hefur fengið til þessa“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.