Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 253. tbl. — Föstudagur 4. nóvember 1966 LAMPA ÚRVAL Ljós & Hiti Sími 15184 Biðskák Friðriks ræður úrslitum um hvort landid teflir i A-riðli í SJÖUNDU umferð Olympíu skákmótsins á Kúbu tefldu ís lendingar við Indónesíu. Ingi Ekki semst við Rússa SAMNINGAR um saltsíldarsölu til Rússlands, sem hófust í marz mánuði sl. varðandi sumarveidda síld, og samningar um haust- og vetrarsíld, sem hófust í haust, hafa engan árangur borið, þar sem Rússar gefa kost á verði, sem er langt undir söluverði til ann- arra kaupanda. Munu litlar líkur á því að samningar takist að svo stöddu um haust- og vetrarsíld, að því er Sveinn Benediktsson tjáði Mbl. í gær. tapaði fyrir Wotulo, Guðmund ur Pálmason tapaði fyrir Lien Hong, og Gunnar Gunnarsson tapaði fyrir Suwandhio. Skák Friðriks fór í bið. Önnur úrslit í þessari síð- ustu umferð urðu þau, að Júgó slavía vann Austurríki 2V2 gegn %, en ein skák fór í bið. Tyrkland er með tvo vinninga gegn einum vinning Mexicó, en ein skák fór í bið. Staðan er því þannig: 1. Júgóslavía 20 og 1 bið. 2. ísland 12% og 1 bið. 3. Indónesía 12% og 1 bið. 4. Austurríki 12 og 1 bið. 5. Tyrkland 11% og 1 bið. Af stöðu þessari má sjá að biðskák Friðriks ræður úrslit- um um, hvaða land tefli ásamt Júgóslavíu í A-riðli. Eldur í bát á reginhafi Skipverjum tókst að byrgja eld- inn - Skemmdir nokkrar bátnum Ólafsfirði, 3. nóv. ELDUR kom upp í v.b. Æskunni frá Siglufirði í gær, er hann átti skammt eftir ófarið til Ólafs- fjarðar. Tókst að hefta út- breiðslu eldsins, og var hann slökktur er báturinn kom til Ólafsf jarðar. Báturinn var að sækja síld til Ólafsfjarðar, og ætlaði að sigla með hana til Patreksfjarðar, en þar höfðu nokkrir menn tekið bátinn á leigu. Er báturinn átti skammt ófarið til Ólafsfjarðar kom upp eldur í vélarhúsi báts- ins, en tókst skipverjum að byrgja eldinn. Þegar lagzt var að bryggju á Ólafsfirði var slökkviliðið kvatt út, og tókst bráðlega að ráða niðurlögum eldsins. Einhverjar skemmdir munu hafa orðið á vélarhúsi og stýris- húsi af völdum eldsins, en bátn- um var siglt aftur til Siglufjarð- ar í dag. >ó þótti tryggingarfé- laginu tryggara að fá bát frá Ólafsfirði til þess að fylgja bátn- um. — Jakob. Myndin sýnir hvernig Rússajeppinn og Volkswagen-bifreiðin voru útleiknar eftir áreksturinn. (Ljósm. Mbl. Heimir Stígsson). Alvarlegt Keflavík umferðaslys I 1 gær Þrir bilar i árekstri - þrermt slasast illa en konan þó mest, mun hún hafa hlotið slæmt fótbrot og aðra á- verka — piltarnir meiddust einn ig talsvert mikið. Tvennt var í Vauxhall bifreiðinni og einn 1 f DAG, um kl. 13,30 varð al- varlegt umferðaslys í Keflavík, þegar þrjár bifreiðir rákust sam an á gatnamótum gamla Flug- vallarvegar og Hafnargötu. — Vauxhall bifreið ók í austur um inn að beygja inn á Hafnargötu, sem er aðalbraut, er Volkswagen bifreið ber að, sem ekur norður Hafnargötu, og jeppa-bifreið í sama mund, sem ekur vinstrameg in suður götuna. Volkswagenbif reiðin lendir fyrst hægra megin framan á bifreiðinni, sem kom ofan Flugvallarveg og kastaðist síðan yfir götuna og lendir á I jeppanum, sem var utarlega vinstra megin. Hér sést hvernig fólksbifreiðin leit út eftir áreksturinn Þrennt var í Volkswagenbif- reiðinni, kona og tveir synir henn ar og meiddust þau öll alvarlega, 20 ökumenn teknir n klukkustund UM þessar mundir standa yfir ýmsar aðgerðir lögregl- unnar til þess að reyna sem kostur er að draga úr hinurn tíðu umferðarslysum í skamm deginu, og hefur hún í þeim tilgangi, m.a. beitt ratsjá sinni mjög mikið. Má sem dæmi bandi nefna, að því sam- fyrradag var lögreglan með ratsjá sína í rétta klukkustund, eða frá 5,30 til 6,30 á Háaleitis- braut, og tók hún þá hvorki meira né minna en 20 öku- menn fyrir of hraðan akstur. Fjórir þessara ökumanna voru fæddir 1948 og því aðeins með ársgömul ökuskírteini. Nýi geymirinn á Oskjuhlíð í notkun í þessum mánuði - Samstarfsnefnd um jarðhita- rannsóknir á Reykjavikursvæðinu Það kom fram á fundi borg- arstjórnar í gær að annar geymirinn, sem nú er í smíð- um í Oskjuhlíð verður vænt- anlega tekinn í notkun í þess um mánuði og ennfremur verður toppstöðin við Elliða- ár tekin í notkun á ný inn- an skamms. Geir Hallgríms- son, borgarstjóri sagði að þetta tvennt mundi verða til þess að bæta þjónustu Hita- veitunnar við borgarbúa í vet ur. Þá kom það fram í ræðu Birgis ísl. Gunnarssonar (S) að komið hefði verið á fót samstarfsnefnd um jarðhita- rannsóknir með sveitarfélög- um á Reykjavíkursvæðinu og væri aðalverkefni þeirrar nefndar að fá boraðar 8 rann- Framhald á bls. 2V. jeppanum og slapp það fólk með lítil meiðsli. Allir bílarnir skemmdust mjög mikið og mun Volkswagenbifreið in vera gjörónýt eftir útliti henn ar að dæma. Allt voru þetta G- bilar. Ekki mun hafa verið um neina ölvun að ræða í sambandi við slysið. Hafnargata er aðal- braut með 45 km. hámarkshraða. — h s j. Opið til kl. 10 í kvöld Skrifstofa Landshapp- drættis Sjálfstæðisflokks- ins í Sjálfstæðishúsinu. verður opin til kl. 22 í kvöld. Nú eru aðeins fjór- ir dagar þar til dregið verð ur. Notið tækifærið og ger- ið skil í dag! Stdrtjdn er verbúöir brenna í Olafsvík Fjögur misstu þar samastað sinn, ásamt öllu innbúi STÓRBRUNI varð hér I Ólafs- vík í dag, en þá brunnu ver- búðir Halldórs Jónssonar og Kirkjusands hf. til kaldra kola. Eldurinn kom upp um kl. 12 á efri hæð í norðvestur enda húss- ins, en þar er búið. Enginn mað- ur var inni, er eldurinn kom upp, en maður sem var að fara úr húsinu í mat, varð fyrst elds- ins var, og gerði aðvart. Slökkviliðið kom á vettvang og hóf þegar slökkvistarf. Tókst að bjarga út mestu af veiðar- færunum, sem voru í geymslu á neðri hæð hússins. Á hinn bóginn tókst ekki að bjarga út neinu af innanstokksmunum fólksins sem bjó í húsinu, en það voru ung hjónaefni og tveir aðkomumenn, sem stunda sjó- róður héðan. Verbúðirnar voru timburhús, en á steyptum grunni, og brunnu þær mjög fljótt upp. Snerist slökkvistarfið aðallega um að verja kirkjuna, sem stendur að- eins örfáa metra frá verbúðun um, en eldurinn stóð á hana Voru verbúðirnar brunnar ti grunna um kl. 3 í dag. Mikið tjón hefur orðið aJ völdum brunans, sjálft húsiö ei metið á aðra milljón krónur, er einnig brann þarna eitthvað ai veiðafærum, og eignir folKsms eins og áður segir. Eru með 3 skákir tap- aðar gegn Indónesíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.