Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 24
24
MORGUNP’ 4ÐIÐ
Föstudagur 4. nóv. 1966
Bric Ambler:
Kvíðvænlegt feröalag
Brytinn brosti gremjulega. —
Þetta er skip, herra minn, en
ekki leigubíll. Við flytjum farm
og ferðumst eftir áætlun. Þér
eruð ekki veikur, og......
— Ég hef þegar sagt, að
ástæða mín er góð og gild. Ef
þér viljið lofa mér að tala við
skipstjórann.......
— Það þýðir ekkert að vera
að þrátta um þetta, herra minn.
Ég efast ekkert um getu yðar
og vilja til að borga fyrir bát
frá höfninni. En því miður er
það ekki aðalatriði málsins. Þér
segist ekki vera veikur en hafa
yðar ástæður. En þar sem yður
geta ekki hafa dottið í hug þess-
ar ástæður fyrr en á síðustu tíu
mínútunum, þá megið þér ekki
reiðast ef ég segi, að þær geti
ekki verið sérlega mikilvægar.
Leyfið mér að fullvissa yður
um, að ekkert nema sannaðar
ástæður, sem gilda líf og dauða,
geta nægt til að stöðva skip
vegna farþega. Vitanlega, ef þér
getið komið með einhverja slika
ástæðu, skal það vera mér
ánægja að leggja þær fyrir skip-
stjórann tafarlaust. Ef ekki það,
þá er ég hræddur um, að þér
verðið að bíða þangað til við
komum til Genúa.
— Ég fullvissa yður.......
Brytinn brosti meðaumkunar-
lega5 — Ég efast ekki um, að þér
séuð sannfærður um ástæðu yð-
ar, en því miður verðum við að
hafa eitthvað meira að fara eft-
ir en fullyrðingar einar.
— Gott og vel, sagði Graham,
— fyrst þér heimtið nánari grein
argerð, skuluð þér fá hana. Ég
er nýbúinn að komast að því,
að hér um borð er maður, sem
á það eitt erindi hér að myrða
mig.
Brytinn setti upp skilnings-
lausan svip. — Einmitt, herra
minn.
— Já, ég.......Eitthvað í svip
mannsins þaggaði niður í hon-
um. — Ég þykist vita, að þér
hafið komizt að þeirri niður-
stöðu, að ég sé annað hvort brjál
aður eða drukkinn, lauk hann
máli sínu.
— Alls ekki, herra minn. En
hvað hann hugsaði lá í augum
uppi. Hann var að hugsa, að
Graham væri bara einn þessara
mörgu vitleysinga sem hann
komst stundum í kynni við i
starfi sínu. Þeir voru óþolandi,
af því að þeir töfðu svo fyrir.
En hann var umburðarlyndur.
Það þýddi ekkert að fara að
verða vondur við brjálæðing.
Auk þess var eins og að brjál-
semi þeirra undirstrikaði enn
betur hans eigin andlegu heil-
brigði og greind, — þessa and-
legu heilbrigði, sem hefði ált
að vera búin fyrir löngu að
koma honum í stjórn skipafélags
ins. Og svo gat orðið gaman ao
segja frá þessu þegar hann kæmi
heim til sín. „Hugsaðu þér,
Beppo! Þarna var Englendingur,
sem ekkert sýndist vera að, en
var í rauninni snælduvítlaus!!
Hann hélt, að einhver ætlaði að
myrða hann! Hugsaðu þér bara!
Þetta gerir viskíið, skilurðu. Ég
sagði við hann......“ En í bili
varð að láta undan honum og
fara að honum með lagi. — Alls
ekki, herra minn, endurtók
hann.
Graham tók að missa stjórn
á skapi sínu. — Þér spurðuð um
ástæður og þær 4iafið þér feng-
ið.
— Og ég hlusta vandlega,
herra minn.
— Banat. B-A-N-A-T. Hann
er Rúmeni. Hann........
— Andartak, herra minn.
Brytinn tók blað upp úr skúffu,
fór yfir það með pennanum og
athugaði nöfnin vandlega. Svo
leit hann upp. — Það er enginn
með þessu nafni hér um borð,
herra minn.
— Ég ætlaði að fara að segja,
þegar þér tókuð fram í fyrir
mér, að maðurinn ferðast á
fölsku vegabréfi.
— Hver þá........?
— Það er maðurinn, sem kom
um borð í dag.
Brytinn leit aftur á blaðið
Káeta númer níu. Það er hr.
Mavdrodopoulos. Hann er grísk-
ur kaupsýslumaður.
— Já, það kann að standa á
vegabréfinu hans. En rétta nafn
ið hans er Banat og hann er
Rúmeni.
Brytinn var enn kurteis, enda
þótt það kostaði hann mikla fyr-
irhöfn. — Hafið þér nokkrar
sannanir fyrir því, herra minn?
— Ef þér hafið samband við
Haki foursta hjá tyrknesku lög-
reglunni mun hann staðfesta orð
mín.
— Þetta er ítalskt skip, herra
minn, og við erum ekki í tyrkn-
eskri landhelgi. Um svona mál
getum við ekki haft samband
við aðra en ítölsku lögregluna.
Og auk þess notum við ekki loft
skeytatækin nema í sambandi
við skipstjórnina. Þetta er
hvorki Rex né Conte di Savoia,
skiljið þér. Þetta verður að bíða
þangað til við komum til Ge-
núa. Lögreglan þar mun svara
yður viðvikjandi þessu vega-
bréfi.
— Mér er fjandans sama um
vegabréfið hans, sagði Graham
reiðilega. — Ég er að reyna að
segja yður, að maðurinn ætlar
BLAUPUNKT
Hann kveikti sér í vindlingi og
reyndi að hugsa skipulega. Hann
hefði átt að fara beint í skip-
stjórann. Það gat hann enn gert.
Og sem snöggvast datt honum í
hug að láta af því verða. Ef
hann...... nei, það mundi
verða þýðingarlaust og auðmýkj
andi í þokkabót. Jafnvel þótt
hann næði í skipstjórann og
gæti komið honum í skiining um
þetta, mundi hann sennilega
taka sögunni með enn minni sam
úð. Og enn hafði hann enga
sönnun fyrir máli sínu. Jafnvel
þótt hann gæti talið skipstjóran-
um trú um, að eitthvað værj
satt í sögunni, og hann sjálfor
væri ekkert geðveikur, þá yrði
svarið það sama: „Enginn fer
að myrða yður hér um borð. Hér
eru of margir á ferli“.
Of margir á ferli, þó, þó!
Þetta fólk þekkti ekki Banat.
Manninn, sem gekk inn í hús
lögregluembættismanns um há-
bjartan dag, skaut manninn og
að myrða mig.
— Og hvers vegna?
— Af því að honum er borgað
fyrir það, Skiljið þér nú?
Brytinn stóð upp. Hann hafði
sýnt af sér þolinmæði, en nú
var tími til kominn að vera ein-
beittur. — Nei, herra minn, ég
skil það ekki.
— Ef þér ekki skiljið það, lof
ið mér þá að tala við skipstjór-
ann.
— Þess gerist engin þörf,
herra. Ég skil málið nægilega.
Hann leit í augu Grahams. — Að
mínu áliti eru til tvær velvilj-
aðar skýringar á þessu máli.
Annað hvort hafið þér tekið
þennan Mavrodopoulos fyrir ein
hvern annan, eða þá að yður
hefur dreymt illa. Ef það fyrra
er staðreyndin, ræð ég yður til
að endurtaka ekki orð yðar við
neinn annan. Ég skal þegja, en
ef herra Mavrodopoulos skyldi
heyra þetta, þætti honum vegið
að mannorði sínu. En ef það síð
arnefnda er sannara, ættuð þér
að leggja yður stundarkorn. Og
svo skuluð þér muna, að enginn
ætlar að myrða yður hér um
borð. Til þess eru ofmargir hér
á ferli.
— Já, en skiljið þér ekki....?
æpti Graham.
— Jú, ég skil, svaraði bryt-
inn harkalega, — að það er líka
til illviljaðri skýring á þessu
öllu saman. Þér getið vel hafa
fundið þessa sögu upp vegna
þess, að þér þurfið af einhverj-
um persónulegum ástæðum að
komast í land. Og ef sú er raun
in, þykjr mér það leitt. Sagan er
ekki nema til að hlæja að henni
En hvað sem öðru líður, þá en
stanzar skipið í Genúa en ekki
fyrr. Og nú verðið þér að hafa
mig afsakaðan, því að ég þarf
að komast að mínu verki.
Graham gekk aftur til káetu
sinnar, ofsareiður.
— Jig fékk dásamlegt veður í sumarfrnnu ■
allan tímann.
■ pao rignui
konu hans og gekk svo út, kald-
ur og rólegur — svona maður
lét sér ekki allt fyrir brjósti
brenna. Farþegar höfðu fyrr
horfið af skipum á hafi úti.
Stundum hafði líkin rekið á
land, stundum ekki. Stundum
höfðu fengizt skýringar á hvarf
inu, stundum ekki. Hvað yrði til
þess að setja hvarf eins ensks
verkfræðings (sem auk þess
hafði hagað sér einkennilega)
af skipi úti á sjó, í sarriband
við grískan kaupsýslumann að
nafni Mavrodopoulos? Alls ekk-
ert! Og jafnvel þótt lík verk-
fræðingsins ræki á land, áður
fiskarnir hefðu gert það
óþekkjanlegt og það kæmi í ljós,
að hann hefði verið dauður áður
en hann fór í sjóinn, — hver gat
þá sannað neitt uppá hr. Mavi-
rodopoulos — ef þá annað væri
eftir af honum en askan af vega
bréfinu hans? Enginn.
Honum datt í hug skeytið,
sem hann hafði sent frá Aþenu.
„Heima á mánudag", hafði hann
sagt. Heima á mánudag. Hann
leit á umbúðalausu höndm? á
sér og hreyfði fingurna. Á tránu
daginn yrði hann dauður og far-
inn að rotna, ásamt þessari ein-
ingu, sem hét Graham. Steph-
anie yrði sorgbitin, en hún
mundi fljótt jafna sig. Hún var
seig og skynsöm. En hún mundi
nú ekki fá mikið eftir hann.
Hún yrði að selja húsið. Hann
hefði átt að vátryggja sig hærra.
Hefði hann bara vitað þetta
fyrirfram! En vitanlega voru
þessi tryggingafélög til vegna
þess, að menn vissu ekki fyrir
fram! En úr því, sem komið var,
gat hann ekki annað gert en von
að, að það tæki sem fljótast af
og yrði ekki mjög sárt.
Hann skalf og fór aftur að
bölva. En svo tók hann sig sam-
an í einu kasti. Hann varð að
hugsa upp einhver úrræði. Og
ekki einasta sjálfs sín vegna og
Stephanie. Hann átti verk að
vinna. „Það er óvinum okkar
í hag, að þegar snjór bráðnar
og regnið hættir, verði flota-
styrkur Tyrkja óbreyttur frá því
sem nú er“. Og þeir munu ein-
BLAUPUNKT
SJÓNVÖRP, tnargar gerðir
þekkt fyrir m.a.:
ic Langdrægni
ic Tóngæði
it Skarpa mynd.
Hagstætt verð. — Hagkvæmir
greiðsluskilmálar. —
Afsláttur gegn staðgreiðslu.
/
unnai SfygeÍMóon kf.
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Símnefni: »Volver« - Sfmi 35200
skis svífast til þess, að svo verði.
„Einskis svífast! Að baki Banat
stóð þýzki njósnarinn í Sofia
og að baki honum aftur Þýzka-
land og nazistarnir. Já, hann
varð að finna eitthvert úrræði.
Ef aðrir Englendingar gátu dáið
fyrir föðurland sitt, þá gat hann
eins vel lifað fyrir það. En þá
kom önnur setning Haki ofursta
upp í hugann: „Þér hafið betri
aðstæður en hermaðurinn. Þér
þurfið ekki að verja nema sjáif
an yður. Þér þurfið ekki að
ganga fram fyrir skjöldu. Þér
megið flýja án þess að bera
bleyðiorð“.
Jæja, ekki gat hann nú flúið,
úr því, sem komið var, en að
öðru leyti var þetta ekki nema
satt. Hann þurfti ekki að ganga
fram fyrir skjöldu. Hann gat ver
ið kyrr í káetunni sinni, fengið
mat sinn þangað, haft dyrnar
læstar. Hann gat líka varið sig,
ef út í það færi. Já, sannarlega.
Hann hafði skammbyssuna frá
honum Kopeikin.
Hann hafði sett hana í tösk-
una hjá fötunum sínum. Nú
þakkaði hann guði fyrir að hafa
ekki afþakkað hana og vó hatia
í hendi sér.
í Grahams augum var byssa
áhald, sem byggðist á vísinda-
legum útreikningum og gat gert
manni fært, með því að þrýsta
á einn hnapp, að hitta mark á
löngu færi. Hún var ekki annað
en vél, svipuð og ryksuga eða
skurðarvél, hvorki merkilegri
né ómerkilegri. Hún átti sér
ekkert þjóðerni og enga holl-
ustu. Hún var hvorki virðingar-
vekjandi né táknræn um nokk-
urn hlut nema getu kaupandans
til að borga andvirði hennar.
Áhugi hans á mönnunum, sem
áttu að hleypa af þessum ávöxt-
um kunnáttu hans, eða veiða
fyrir þeim (og svo var alþjóða-
hyggju húsbænda hans fyrir að
þakka, voru sömu mennirnir oft
í báðum þeim hlutverkum) —
þessi áhugi var tiltölulega lítill,
og hafði alltaf verið. Fyrir hon
um, sem vissi, að jafnvel fjög-
urra þumlunga kúla gat framið
mikla eyðileggingu, voru þessir
menn og mundu alltaf verða
taugalaus núll. Og að þeir
skyldu ekki vera það, var hon-
um stöðugt undrunarefni. Af-
staða hans gagnvart þeím var
jafn skilningslaus og hjá kynd-
aranum í líkbrennslustöð er til
grafarinnar, og hátíðleika henn-
ar.