Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 19
Föstudagur 4. nóv. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 19 — Trú min Framhald af bls. 15. fari að uppljóma veröldina með einhverjum framtíðarspám eða getum um hva'ð framundan sé. Sjálfur veit ég ekki hversu löng mín framtíð kann að verða. Ég er maður að byrja sjötugs aldurinn og þá fer nú að halla undan fæti fyrir flestum. Ég hygg gott til þess að sjá afkom- endur mína setjast að á minni eignarjörð. Það er þegar komið í ljós, að svo verður a.m.k. nú um skeið. Hver skilyrði þeim verða sköpuð í nútíma þjóð- félagi, get ég ekki sagt um. í dag er landbúnaðurinn talinn af sumum, dragbítur á hagvöxtinn. Það má vel vera, að þetta sé hægt að sanna tölulega, en til eru verðmæti, sem ekki verða reiknuð í krónum og aurum. En nóg um það. Mér hefur reynzt íslenzk mold gjöful, ef vel er að henni búið, þó sjálfur hafi ég ekki gert það eins vel og þurft hef*;. Oft heyrir maður það á orði haft, að nú sé ungt fólk á villu- götum meir en nokkru sinni áð- ur. Hver er skoðun þín á því máli? Viðmiðunin kemur alls staðar fram. Þjóðinni hefur fjölgað og allt þetta gerir hlutina stærri ásýndum. Mér þykir lík- legt, að sömu eða svipaðar þrár bærist í brjóstum unga fólksins nú og þegar við vorum ungir, en tímarnir hafa breytzt og við- horfin eru öll önnur. Leiðinda atvik koma fyrir, en hætt er /ið, að þar gjaldi margir. fárra. Ýmislegt kann ég ekki við. Kannske valdur þar um hrörn- andi hugur og vaxandi elli. Gos- drykkja þamb og bítlaöskur er í mínum augum ekki menningar fyrirbæri. En tek það þó sem táknrænt dæmi breyttra tíma. Oft verður góður hestur úr göld- um fola. Það er enginn dauða- dómur á æskuna í mínum augum þó hún sé nokkuð villt, aðeins að ekki séu framin óþokkabrögð. Ég legg áherzlu á það, að orka þarf að fá útrás og þó nokkur umferð sé á unga fólkinu er ég ekki maður til að fordæma það. Sjálfur var ég glaðsinna, þegar ég var ungur. Hvað um horfurnar heima í Húnaþingi? Finnst þér unga fólkið hafa hug á að hverfa burt úr héraðinu? Hér talar reynslan sínu máli. í héraðinu hefur ekkert fjölgað nú um skeið, þrátt fyrir tilvist kauptúnanna, sem þó hafa dreg- ið til sín nokkuð af fólkinu. Þetta er ljóst dæmi þess, að þétt- býlið sogar til sín fólkið, og það ei til vill meira en góðu hófi gegnir. Ég er að vísu ekki hræddur við landssig við Faxa- flóa í eiginlegri merkingu, þott KEFLAVÍK: — Pólska konan Krystina Sovinska, sem kom fyr- ir skömmu með Loftleiðavél til Keflavíkur og var komin mjög nærri því að fæða barn sitt í flugvélinni, en þó varð ekki af þvi, og tókst að flytja konuna í sjúkrahúsið í Keflavík. Nú er konan farin með barn sitt til Bandarikjanna og leið báðum vel ©g var Kristína mjög hrifin af móttökum og öllum viðurgern- jngi í sjúkrahúsinu og hjá Loft- leiðum. Áður en hún fór bað hún um að koma á framfæri þakk- iæti sínu til allra þeirra mörgu tem studdu hana og aðstoðuðu á ýmsan há-tt og með miklum og kærkomnum gjöfum, þar tU. nefndi hún sérstaklega Kvenfé- lagið, stúlkurnar í símastöðinni ©g Önnu Bjarnadóttur kaupkonu, •em gáfu henni bæði föt og fé og margt annað sem kom sér vel á þessu ferðalagi hennar. Þá bað hún einnig að flytja sérstakar þafckir til Jóns K. Jóhannssonar iæknis og Ragnhildar ljósmóður og al-Is starfsfólks og stofusystra fólkið þyrpist þangað. Hitt dreg ég í efa, að hollt sé þjóðarlíkam- anum svo stórt höfuð, sem hér er. En eru það ekki fyrst og fremst hinir auknu möguleikar til athafna, sem draga folkið í þéttbýlið? Ég tel að hér sé um samverk- andi orsakir að ræða. Meira og fjölbreyttara félagslíf, fleiri tækifæri til að vinna sér inn fjármuni og njóta þar ávaxt- anna á hvern þann hátt sem menn orka. En ég held þó, að það hljóti að vera talsvert atriði fyrir þjóðina, að ekki lendi allt öðru megin á bykkjunni. Ég álít, að verið sé að stíga stórt og giftu- drjúgt skref, með þeim áætlun- um sem nú eru gerðar um upp- byggingu hinna ýmsu landshluta utan Faxaflóasvæðisins. Þessar áætlanir þurfa að vera vel og skipulega unnar, þannig að hjól- in grípi rétt hvert inn í annað og ekki kvarnist tennurnar. Telur þú ekki, Halldór, að það hafi neikvæð áhrif á viðhorf ungs fólks til ákveðinna staría, hvort sem það nú er búskapur eða eitthvað annað, ef það elsr upp í þeim anda, að hvergi séu lakari möguleikar til lífsbjargar7 Eru ekki litlar líkur til að son- urinn hafi hug á að staðfestast á sinni föðurleifð, sé honum í upp- vextinum sagt það sem óyggj- andi sannindi, að hvergi eigi hann meira strits eða lakari af- komu að vænta? Aldrei hef ég talið það neinu máli til framdráttar, að vera sí- felt að berja sér og draga aðeins fram hinar neikvæðu hliðar. Kenn þeim ungu hvern veg hann skuli ganga og hann mun ekki af honum víkja. Það segir sig sjálft, hver áhrif það hefur á æskufólk, ef það heyrir sífellt á orði haft, að hvergi séu lífshættir lakari en þeir sem það á við að búa. Raunhæft mat á kjörunum er auðvitað það æskilegasta. Þessi flutningur til þéttbýlis staðanna er vandamál, sem fleiri þjóðir e.i íslendingar einir eiga við að glíma. Áður fyrr var það tii- finningamál fyrir mér, að ég sá sá eftir hverju býli, sem í auðn fór. Nú lít ég þessi mál nokkuð öðrum augum. Ég held að við höf um í dag þörf fyrir nokkurs konar samfærslu byggðanna, þannig, að við megum ekki halda um of í þau býli, sem eru mjög afskekkt og ef til vill harð- býl. Þjóðfélagið kostar miklu til að leggja þeim til þau gæði sem nauðsynleg eru og sameig- inleg mega teljast, svo sem síma, rafmagn og vegi og ég tel, að þjóðin hafi - ekki ráð á að gera þetta svo, að full not verði að. Því held ég að hagkvæmara sé að taka lönd til ræktunar niðri í frjósamari byggð, nærri u.m- ferðaæðum. Hér er að vísu um í sjúkrahúsinu. Krystina var mjög hrifin og þakklát fyrir alla hjálpsemi og vináttu sem hún varð hér fyrir og lagði af stað héðan glöð og ánægð með sinn íslandsfædda son til nýrra heim- kynna vestan hafs. — hsj. Leiðrétting MEINLEG prentvilla varð í kvik myndagagnrýni blaðsins í gær um myndina „Sumarnóttin bros- ir“ í Hafnarfjarðarbíói. Þar stóð eftirfarandi: „Þetta er fyrst og fremst gam- anmynd þótt ýmis atriði hennar vekji menn til alvarlegra þenk- inga, eins og náttur er góðra gamanmynda, þar sem hrein skrípalæti ráða þar ríkjum“. Átti þarna að sjálfsögðu að standa: . . . þar sem hrein skripa- læti ráða ekki ríkjum .... að ræða viðkvæmt mál. Átt.haga tryggðin bindur fólkið og auð- vitað er ekki hægt að banna því búsetu hvar sem það vill vera, en mér finnst eðlilegt, að bjóð- félagið geti minna fyrir það gert. Jafnframt verður að taka það fram um jarðir, sem gefa mikið af sér í náttúruverðmæt- um, sem svo æðarvarp, selveiði og trjáreka, að það er hagfellt fyrir þjóðarbúið að þær haidis; byggð, þó afskekktar séu. Telur þú ekki að fólkið úti á landsbyggðinni hafi möguleika til sæmilegra lífshátta og hóflegrar lífsnautnar? Hvað er hóflegt? Það sem þótt.i hóflegt í dag, þykir orðið lélegt á morgun. Kröfurnar vaxa með hverju ári sem líður. Ef til vill kemur þetta fyrst á land í kaup- stöðunum og við sjávarsíðuna og þá fyrst og fremst í höfuðborg- inni, en við fylgjum dyggilega í kjölfarið, þorpin út á landinu og sveitamennirnir. Við sem erum bændur og búa- lið í þessu landi vonum að sam- dráttur þessa atvinnuvegar sé stundarfyrirbæri, þó er það eng- an veginn gott, að svo skuli nú vera, því það eyðileggjast óhjá- kvæmilega nokkur verðmæti, en þó álít ég áð það sé betra en dreifa byggðinni vítt og breitt, þannig, að við ráðum ekki við að koma heim á hvert býli þeim gæðum, sem krafizt er í dag og öllum eru nauðsynleg. Sjálfsagt verður þetta allt inn- an tíðar reiknað hagfræðilega í rafeindaheilum það sem við kemur krónum og aurum. En min trú er sú, að handan við krónur og aura séu verðmæti. sem ekki má gleyma. Nauðsynlegt tel ég að ungt fólk sé menntað og vel upplýst. en mætti ég þó benda á pað. að lesa og nema bækur er ekki ein- hlítt, það er til nokkuð. sem nefnt er uppeldi, það sem ensk tunga kallar — edueation — og það þarf að taka föstum tökum, bæði af heimili og skóla, ef ekki á að verða minnkandi velfarn- aður. Þú hefur ferðazt nokkuð víða, Halldór, og gert víðreistara en margur íslenzkur bóndi, þar sem þú hefur farið alla leið vestur á Kyrrahafsströnd. Á þann hátt hefur þú án efa fengið nokkra innsýn í lífshætti fólks ólika þeim, sem lifað er hér 1 þessu kalda landi. Vegfarandi, sem fer um í flýti á erfitt með að gera samanburð. Til þess þurfa menn að hafa nokkra viðdvöl í landinu og kom ast ofan í ástandið, kynnast fólkinu og kynnast landinu miklu meira en ég hafði tök á. Hitt er annað mál, að það getur víkkað sjóndeildarhringinn dálítið inn á við, ef maður ferðast með opin augu. Þrátt fyrir ágætar viðtökur í hófi frænda og vina þar vestra var þó heimþrá farin að gera vart við sig, til míns lands, minnar þjóðar og fjölskyldu. Enn ekki verður því neitað, að nokkur voru viðbrigðin, að koma frá sólríkri strönd Kali- forníu hér upp á Keflavíkurflug- völl hulinn hrími og snjó. Þó fannst mér lang kuldalegast að fljúga yfir hafið austan og vest- an við Grænland og suðurodda Grandlands sjálfan. Það fannst mér töluverð reynsla að horfa niður yfir þau hafþök. Og manni skilst betur hve kaldrænan ná- granna við eigum, þegar maður hefur farið yfir þær íseyði- merkur, sem þarna sáust. Nú ferð þú senn til þíns heima. Já, og kveð Reykjavík með vinsemd og hlýhug. Ég kann vel við mig þegar ég er hér á ferð. Hún er í mínum augum engin Sódóma, heldur falleg borg, sem mikið hefur verið gert fyrir. En það gefur auga leið, að í jafn ört vaxandi borg er ekki hægt að fullnægja öllum þörfum og uppfylla allra kröfur í einu. Segja má að þjóð okkar hafi stokkið úr tíundu öldinni og inn í 20. öldina miðja og er þá nokkur furða þó hún komi dá- lítið hart niður. Af því þú vilt nú ekki að aðrir hæli þér, Halldór, mundir þú sjálfsagt ekki taka það val upp I fyrir mér* segi ég þú værir skáld. Um það hef ég þó mínar hugmyndir. En hagmæltan má þó telja þig án neins undanslátt- ar. Nú væri mér það mjög kær- komið, ef þú í lokin gæfir mér nokkrar ljóðlínur. Hagmælska og skáldskapur er sitt hvað í mínum augum. Hag- mælskan hefur verið íslenzku þjóðinni í blóð og merg borin frá upphafi Islandsbyggðar, hvernig sem það er nú til kom- ið. Ég hef haft þessa áráttu eins og margir íslendingar, að hnoða leirinn. Það geri ég fyrir sjálfan mig, sjaldan að ég láti nokkuð af því heyrast. Þetta er dæmt til að deyja og ég hef aldrei ætlazt til að það lifði. Þetta er slæmt fyrir mig, því stærsta skáld okk- ar segir: „Sá deyr ei, er heimi gaf lífrænt ljóð sá lézt er reis þögull frá dísanna borði“. Mér finnst gaman að föndra við þetta. Svo skulum við láta því lokið. Þú hlýtur, Halldór minn, að gefa mér ljóðlínu. Ég held ég hafi ekki neitt, sem á slíka hluti. Ég tel það hálf- gert vandræðamál að vera að nokkru fikti við listagyðjuna, annað hvort er að gefast henni allur á vald eða ekki. Er nú ekki listagyðjan um- burðarlynd við þá sem unna henni, þótt í ófullkomleika sé? Ég hef nú aldrei verið hrifinn af umburðarlyndi, það hefur ekki verið mín sterka hlið. Þegar ég hef föndrað við þessa ljóðagerð hefur helzt verið að lokinni önn dagsins, kvöld- stundirnar hafa verið mer drýgstar, og ósjaldan er nokkuð liðið nætur þegar maður leggur frá sér blað eða bók. Jæja, það er þá bezt þú fáir er- indi úr lengra kvæði, sem senni- lega verður aldrei fullgert. Sólris um fagrar og breiðar byggðir boðandi nýjan dag. Lífsgeislar speglast í daggardropum, sem dreymir um sólarlag. Fuglarnir hefja morgunmessu og moldbúar fara á kreik. Allt, sem að vornóttin færði friðinn, fagnar á nýjan leik. Þorst. Stór flygill Stór, mjög vandaður, vel með farinn og lítið notaður flygill, gerð BÖSENDORFER, til sölu strax. Upp- lýsingar í síma 20 180 kl. 18 til 19 í kvöld. Fluttur í Dómus Medica Lækningastofa mín er flutt í Dómus Medica við Egilsgötu. — Viðtöl eftir umtali. Viðtalsbeiðnir í síma 11684 kl. 9—-1. Guðjón Guönason Sérg.: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. Pólska konan komán með barnið vestur Sendir þakkir hingað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.