Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 27
Föstuflagur f. n&v. 1966 MORGU N BLADIÐ 27 — Nýji geymírirm Framhald af bls. 32 sóknarholur (þar af 2 í Reykjavík) á svæðinu frá Seltjarnarnesi til Hafnar- /fjarðar. Birgir fsl. Gunnarsson (S) vakti í upphafi ræðu sinnar at- ihygli á því, að borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins hefðu í hverjum málaflokki tvennskonar ræður, sem þeir flyttu á víxl. Annarsvegar flyttu þeir gagn- rýni á, að framkvæmdir ýmissa borgarfyrirtækja væru of litlar og í þeim ræðum minntust þeir ekki á fjármál borgarinnar eða fyrirtækja hennar. Hinsvegar flyttu þeir ræður um fjármál borgarinnar, sem yfirleitt væru í þeim dúr að leggjast gegn öllum tiltækum fjáröflunarleiðum, en gættu þess þá vel að minnast ekkert á framkvæmdir borgarinnar. Glöggt dæmi um þetta væri einmitt ræður þeirra um Hita- veitu Reykjavíkur, en á sl. sumri og sumarið 1965 hefðu borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins ein dregið lagzt gegn því að gjald- skrá Hitaveitunnar yrði hækkuð, en þessar tvær hækkanir afnota- gjalda færðu hitaveitunni senni- lega um 25 millj. króna bæði ár- in, þ. e. hérumbil jafnmikíð og kostar að reisa báða hitaveitu- geymanna á öskjuhlíð. Nú væri svo komið í borgarstjórn og það gagnrýnt, að frekari boranir hefðu ekki átt sér stað í borgar- landinu eftir heitu vatni, og átal- ið aðgerðarleysi að öðru leyti. Birgir sagðist vera sammála GuðmUndi Vigf. um það, að ganga ætti til fullnaðar úr skugga um það, hvort unnt væri að fá meira heitt vatn innan borgarlandsins eða í næsta ná- grenni þess. Borholurnar 12, sem nú væru reknar í Reykjavík, hefðu gefið mjög góða raun og vonir stæðu nú til, að yfirstignir hefðu verið þeir tæknilegu erfið leikar ,sem á því hefðu verið að reka holurnar. Nú hefðu verið valdir þrír staðir til frekari borana innan borgarlandsins, þ. e. milli Miklu brautar og Sogavegar, í Blesu- gróf og í Breiðholti á móts við Elliðaárstíflu. Kostnaður við hverja holu væri um 3—4 millj., þannig að samtals myndi kosta um 10 millj. króna að bora þessar þrjár hour. Árangur þeirra borana væri þó mjög óviss, og því hefði framkvæmdafjármagni hitaveit unnar á þessu ári verið beint í framkvæmdir, sem vitað væri að skiluðu öruggari árangri til að bæta þjónustuna við neytendur. Þær framkvæmdir væru hita- veitugeymarnir tveir á Öskju- hlíð, en annar þeirra yrði til búinn í þessum mánuði, Kyndi- stöðin við Árbæ, en til hennar yrði varið um 10 millj. á þessu ári auk verkefna við aðveitu og tengiæðar. Reksturskostnaður stóra gufu- borsins væri mjög mikill og að ýmissa áliti þyrfti hann að hafa verkefni sem næmu eins árs skammti áður en hann yrði sett- ur í gang, en árlegur reksturs kostnaður væri 25—30 millj. króna. f*á gat Birgir þess, að nú væri komin á fót samstarfsnefnd um j arðhitarannsóknir með sveitar- — /Jb rótfir Framhald af bls. 30 ing. Meðaltal 10 beztu er þó 6.66 metrar. ★ Stangarstökk í stangarstökki er Valbjörn i sérflokki með 4.40 m. Næstir koma Páll Eiríksson 4.00 og Kjart an Guðjónsson með 3.65. Þetta verður að kallast léleg breidd (vægast sagt) á öld trefjagler- stanganna. Meðaltal 10 beztu manna er 3.38 m. Það eru því ekki nema þrír „toppar* sem setja „glóðar- ljóma" á stökkgreinarnar, Sannarlega þarf að taka til höndunum í þessum grein- . . ■ « vtv félögunum á Reykjavíkursvæð- inu. Aðalverkefni þeirrar nefnd- ar væri að fá boraðar 8 rann- sóknarholur (þar af 2 í Reykja- vík) á svæðinu frá Seltjarnar- nesi til Hafnarfjarðar. Það væri að sjálfsögðu alltaf álitamál, þegar takmarkað fjár- magn væri fyrir hendi, hvernig haga ætti röð framkvæmda. Borgarráð myndi nú næstu vik- ur fjalla um fjárhags og fram- kvæmdaáætlun Hitaveitunnar fyrir árið 1967 og þvi væri eðli- legt að tillaga Guðm. Vigfússon- ar kæmi til meðferðar í sam- bandi við þá áætlunargerð. Flutti Birgir af því tilefni svohljóðandi tillögu: Borgarstjórn ítrekar þá fyrri afstöðu sína, að nauðsynlegt sé með borunum og öðrum rana- sóknum að fá kannað til hlítar, hvort möguleikar séu á því að afla aukins heits vatns í borgar- landinu sjálfu eða næsta ná- grenni þess til virkjunar fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Að öðru leyti er efni tillögu borgarfulltrúa Guðmundar Vig- fússonar vísað til borgarráðs til meðferðar í sambandi við fram- kvæmda og fjárhagsáætlun hita- veitunnar fyrir árið 1967. Guðmundur Vigfússon (K) fylgdi úr hlaði tillögu, er hann flutti þess efnis, að nauðsynlegt væri að hefja á skipulegar rann- sóknir á því, hvort unnt væri að afla aukins vatnsmagns í borgar- landinu eða nágrenni þess fynr Hitaveitu Reykjavíkur. Taldi borgarfulltrúinn það fjárhags- lega hagkvæmt að afla þess vatns, sem unnt væri í borgar- landinu sjálfu. Hann átaldi og það, sem hann kallaði aðgerðarleysi í málefnum hitaveitunnar og taldi að hraða ætti framkvæmdum hennar meir en gert hefði verið. Kristján Benediksson (F) gat þess að skoðanir fræðimanna væru mjög skiptar um það, hvort verulegs árangurs væri að vænta við frekari boranir í Reykjavík. Þá taldi hann framkvæmdir hita- veitunnar hafa dregizt á ýmsum sviðum og sagði að geymirinn, sem nú er risinn á Öskjuhlið kæmist líklega ekki í notkun á þessu ári. Beindi hann síðan til borgarstjóra fyrirspurnum um það, að hvaða leyti hitaveitan myndi standa betur að vígi nú í vetur til mæta kulum en í fyrravetur. Guðmundur Vigfússon (K) tal- aði á ný og kvað Alþýðubanda- lagið hafa samþykkt hækkun hitaveitugjalda í júlí 1965. Hann átaldi þá stefnu banka og ríkis- valds að heimilis ekki nægileg lán til hitaveitunnar, svo að hún gæti staðið að nauðsynleg- um framkvæmdum. Birgir ísl. Gunnarsson (S) las úr fundargerð borgarstjórnar frá því í júlí 1965, sem sýndi að Alþýðubandalagið og þá Guðm. Vigfússon hefði greitt atkvæði gegn tillögu um hækkun hita- veitugjalda þá, en taldi það gleðileg sinnaskipti, að hann teldi sig nu hafa verið samþykk- an þeirri gjaldskrárhækkun og mætti þá vænta þess, að eftir ár yrði hann einnig samþykkur þeirri gjaldskrárhækkun, sem hann greiddi atkvæði gegn á sl. sumri. Þá benti BÍG á, að í framkvæmdaáætlunum hitaveit- Þingrof og kosn- ingar í Hollandi? Haag, 3. nóv. NTB-AP. ROBERT Schmelzer hefur gefizt upp við tilraun sína til stjórnarmyndunar í Hollandi og hefur verið undanþeginn frekari tilraunum í þá átt. Stjórnar- kreppan í landinu hefur nú staðið yfir í þrjár vikur og er óliklegt talið að hún leysist í bráð. Júlíana Hollandsdrottning bað Schmelzer 18. okt. sl. að reyna stjórnarmyndun, fjórum dögum eftir að Josep Cals og ráðuneyti hans baðst lausnar eftir að fjár lagafrumvarp stjórnarinnar var fellt á þingi. Schmelzar er for- ystumaður kaþólskra á þingi og hefur reynt að efna til stjórn- arsambands við flokk svonefndra andbyltingarsinnaðra kalvínista. — Titan 3 Framhaid af bls. 1 þar sem bandarískt herskip beið og tók það upp. Eldsneytisgeymirinn fór á braut um 269 km. frá jörðu. Af gerfitunglunum komust aðeins þrjú á braut — eitt týndist ein- hvers staðar á leiðinni, en eftir- litsstöðvar fundu það seinna. Gerfitunglin áttu öll að gegna mismunandi hlutverkum. Tilraun þessi var fyrsti liður í umfangsmiklum tilraunaflokki til undirbúnings því að koma út í geiminn mönnuðum geimvís- indastöðvum. Er fyrirhugað, a'ð sú fyrsta komist út í geiminn árið 1969. unnar fyrir þetta ár hefði verið gert ráð fyrir lántöku að upphæð 65 millj. króna, en þrautreynt væri, að lán fengist aðeins að upphæð rúmlega 50 millj. króna. Horfast yrði í augu við þá stað- reynd og allt fjas um að ekki hefði enn verið framkvæmt fyrir þá peninga sem á vantaði væri óraunsætt. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, svaraði fyrirspurn Kristj áns Benediktssonar um það að hve miklu leyti Hitaveitan væri betur undir það búin nú að mæta kuldaköstum en sl. vetur og sagði að skv. upplýsingum Hita- veitustjóra mundi geymirinn á Öskjuhlíð komast í gagnið í þess um mánuði. Bygging geymanna væri á undan áætlun og útlit fyrir að seinni geymirinn yrði tekinn í notkun síðla vetrar. Kyndistöðin væri komin mun lengra áleiðis en borgarfulltrú- inn hefði viljað vera láta og mik- ið fé verði fest í tækjum hennar. Toppstöðin við Elliðaár kemst í gagnið í þessum mánuði og verð- ur notadrýgri en í fyrra. Þessi atriði verða til þess fallin að bæta þjónustu við neytendur sagði borgarstjóri og auk þess verða allar holur fullnýttar í vet- ur en á það skorti nokkuð sl vetur vegna tæknilegra erfið- leika. Drottning verður nú að fá ein- hvern annan til að reyna stjórn- armyndun — en fréttamenn hall ast að því, að kreppan verði ekki leyst öðru vísi en með því að rjúfa þing og efna til kosn- inga á ný. Þangað til verður þó a.m.k. að koma á bráðabirgða- stjórn, — til þess að undirbúa kosningarnar og sjá um fram- kvæmd þeirra og er einna líkleg- ast, að Cals sjálfur reyni að mynda slíka stjórn. Kína Framhald af bls. 1 verið háð innan flokksforyst- unnar að undanförnu. Lin Piao sagði í ræðu sinni, að sigur hefði unnizt í hinni miklu „menningarbyltingu al- þýðunnar", en menn yrðu fram- vegis að vera á verði gegn þeim öflum, sem vildu leiða Kínverja aftur inn á braut kapitalisma. Kvað hann aðila þessa beita hin- um svívirðilegustu ráðum til þess að koma fyrirætlunum sínum í framkvæmd, en ekki yrði hætt baráttunni fyrr en þeir væru úr sögunni. Dagblað Alþýðunnar í Peking segir í dag um síðustu kjarn- orkutilraun Kínverja, að hún hafi verið „kjarnorkuvopnakúg- urunum“ í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum geysilegt áfall. Afrek þetta sem helzt megi líkja við kraftaverk hafi hinsvegar vakið von og eflt stolt allra kúgaðra þjóða. Fregnir frá Moskvu herma, að stjórnarblaðið „Izvestija“ hafi í dag sagt frá því, að komið hafi til harðra átaka í Peking í gær, milli Rauðu varðliðanna, sem reyndu að rá'ðast inn í bylting- arsafn borgarinnar, — og starfs- manna safnsins. Töldu varðlið arnir sig hafa séð, að í safninu væru færri og minni myndir af Mao Tze tung en ýmsum öðrum byltingarleiðtogum. Varðliðarnir hefðu kært þetta til yfirmanna sinna með þeim ummælum, að safnið væri sennilega hæli fyrir endurskoðunarsinna og væri rétt ast að afhöfða starfsmenn þess Loks er þess getið í fregn frá Hong Kong, að dagblað þar í borg hafi skýrt svo frá, að bæld- ar hafi verið .niður vopnaðar uppreisnir á tveimur stöðum í Kina, önnur í Sinkiang, ekki langt frá landamærum Sovét- ríkjanna, hin á Hainan eyju í Tonkin-flóa. í Sinkaing hafði að því er blað ið segir riddaralfðssveit úr kín- verska hernum reynt að flýja yfir til Sovétríkjanna en mistek- ist og þá gert uppreisn og tek- ið af lífi marga starfsmenn kommúnistaflokksins. Á Hainan eyju hafi hinsvegar staðið að uppreisninni þrír herforingjar sem fengið höfðu nóg af fram- komu Rauðu varðliðanna. NÚ ER kominn talsveröurl myndarbragur á Norrænahúsí ið, sem rís sem óðast á lóð-^ inni fyrir neðan Háskóla ís- lands. Er ráðgert að steypal það upp í fulla hæð eftir tværk til þrjár vikur. Mjög takmarkí að verður hægt að vinna inni ’ í húsinu í vetur, nema að sér l stökum verkefnum, en á vorij komanda verður aftur hafiztí handa af fullum krafti. Sam-j kvæmt tímaáætlun á húsið að! vera tilbúið vorið 1968, enl raunveruleg bygging þess J hófst í maímánuði sl. (Sv. Þ.) | — Þýzka stjórnin Framh. af bls. 1 sér í „pókerspilið" í Bonn, eins og hann komst að orði. Haft er fyrir satt, að dr. Er- hard hafi dregið sig í hlé í gær- kveldi og hyggist dveljast í ein- veru um hríð og hugsa hvað verða megi til bjargar stjórn- inni. Er þó vart búizt við tillög- um frá honum fyrr en eftir helgi. • Talsmaður Frjálsra demó- krata, sagði í kvöld, að flokkur- inn væri reiðubúinn til viðræðna um hverja þá tillögu, sem fram kæmi til lausnar stjórnarkrepp- unni, — einnig tillögu um hugs- anlegt samstarf Sósíaldemó- krata og Frjálsra demókrata. Kvað talsmaðurinn ekkert til fyrirstöðu slíku samstarfi. enda þótt meirihluti flokkanna á þingi yrði aðeins sex atkvæði. Fregnir frá Moskvu herma. að stjórnarblaðið „Izvestija" hafi rætt stjórnarkreppuna í Bonn og sagt, að dr. Erhard yrði nú neydd ur til að fara frá, þar sem þyrfti að gera hann að blóraböggli hinnar vonlausu stefnu Bonn- stjórnarinnar. Mennirnir við Rín, sem legðu á ráðin um stefn una gætu ekki viðurkennt, hvorki fyrir sjálfum sér né öðr- um, að stefna þeirra væri röng — þvi yrðu þeir að varpa Erhard fyrir borð — en enginn skyldi vænta þess, að breyting yrði á stefnu flokksins í framtíðinni, þó svo hann fari frá. — Nobelsverðlaun Framhald af bls. 1' við Harvardháskóla og New York-háskóla. Árið 1928 hóf hann starf við Chicago háskóla og varð prófessor þar árið 1931. Þar hefur hann starfað síðan, u.þ.b. hálft árið — hinn hluta ársins starfar hann sem prófessor við líffræðistofnun í Florida. Hann hefur síðasta áratuginn unnið að rannsóknum á sameindum og hefur AP eftir samstarfsmanni hans, að kenningar hans haft lr«;t grundvöll að nútíma sam- eindaHffræði. Með þessum kenningum sé reynt að skýra ýmis vandamál líffræðinnar á grundvelli eiginleika sam- eindanna, — og hafi þær haft mikil áhrif, ’ ekki að- eins í efnafræði og liffræði, heldur einnig í ýmsum öðrum vísindagreinum. Mulliken hefur sett fram kenningu um brautir rafeinda í sameindum, sem er mikilvæg vegna þess, að hún auðveldar vísindamönnum að segja fyrir um eiginleika sameinda með hliðsjón af eiginleikum frum- eindanna, sem sameindirnar mynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.