Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstu&agur 4. nóv. 1966 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMl 35735 OG 34406 SE N DU M IV1AGIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftirlokun simi 40381 siM' 1-4444 \mtim Hverfisgötu 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifaliS. Sími eftir lokun 31100. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,M Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzin innifalið í leigugjaldi Sími 14970 BÍIALEIGAM VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. BÍLAIEIGA S/A CONSDL CORXINA Sími 10586. ét' Kr. 2,50 á ekinn km. 300 kr. daggjald RAUÐARÁRSTfG 31 SlMI 22022' . B O S C H Háspennukefli 6 volt. 12 voit. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9- — Sínn 38820. Áfengislögin S. M. skrifar: „Kæri Velvakandi — Fyrir nokkru síðan var lagt fram á Alþingi stjórnarfrum- varp um breytingu á Áfengis- lögunum. Frumvarp þetta er samið af nefnd 7 alþingis- manna, og hefur hún unnið að undirbúningi og samningu þess í tvö ár. Hætt er við, að fleir- um fari eins og mér, að þeim finnist bezt eiga við frumvarp þetta máltækið gamla „Fjöllin tóku jóðsótt, fæddist lítil mús", því það ber því miður um of þann vott káks og hringlanda- háttar, sem svo mjög hefur einkennt aðgjörðir í áfengis- málum, svo að segja alla tíð, síðan áfengisbannið var afnum- ið. En ég ætla að hafa sem fæst orð um músina, sem nefndin fæddi af sér, en kannski þá þeim mun fleiri um jóðsótt hennar. I>ar er nefni- lega skemmst frá að segja, að við undirbúning frumvarpsins hefur nefndin unnið afburða gott starf og safnað að sér gögnum um áfengisvandamálið slíkum, sem líklega hefur aldrei áður verið safnað saman á einn stað. Gögn þessi fylgja með frumvarpinu sem fylgiskjöl. Nefndin hefur leitað álits fjölda einstaklinga og stofnana, og verð ég að segja, að í álitum þessum virðist mér fjallað um, eða drepið á svo að segja hvert það atriði, sem einhverju skiptir í þessu sambandi. Sem sagt, þessi gagnasöfnun nefndarinnar er með miklum ágætum, en úrvinnsla gagnanna því sem næst engin. En það væri hinn mesti skaði, ef það grundvallarverk, sem þarna hefur verið framkvæmt, væri látið grafast í „Alþingistíðind- um“ og ekki meira að hafzt. Ég vildi því mega leyfa mér að koma því á framfæri, hvort ekki væri rétt að komið væri á fót nýrri nefnd, sem héldi áfram verkinu, þar sem starfi nefndarinnar lauk. Þá vildi ég einnig leyfa mér að bera fram tillögur um, hvernig nefnd þessi ætti að vera skipuð. Legg ég til, að hún verði skipuð þrem embættismönnum, en síð- an leyft að ráða sér fastan starfsmann. Þegar síðast var framkvæmd heildarendurskoðun á áfengis- löggjöfinni var sú endurskoð- un framkvæmd af nefnd, sem í áttu sæti m. a. fulltrúi veit- ingamanna og fulltrúi bindinis- manna. Nú hefur verið fjallað um þessi mál af þingmanna- nefnd. Ég held, að tími sé til kom- inn, að um mál þessi sé fjallað á vegum hins opinbera af nefnd embættismanna, sem til einskis taka tillit nema embætt isheiður síns og hæfir eru til að fjalla um þessi mál, án þess að til komi hagsmunaviðhorf, þröngsýnisviðhorf, eða önnur þau viðhorf, sem óeðlileg eða óheppileg mega teljast. En nefndin ætti svo auðviað að ganga á vit þeirra lærðra og leikra, svo og félagasamtaka, sem eitthvað hafa um þessi mál að segja. Sá, er þetta ritar er ekki bindindismaður í venjulegri merkingu þess orðs. En hann er áhugamaður um það, að menn umgangist áfengi, eins og siðaðir menn og að allt verði gert, sem mögulegt er til að bægt sé frá þeim voða, sem fylgir óhóflegri áfengisneyzlu. Virðingarfyllst, S. M. “. ■+T Dýr heiði?. „Skytta skrifar okkur og biður. viðkomandi aðila að greina frá því hvort bóndinn að Fornahvammi hafi leyfi til þess að taka 150 króna gjald af rjúpnaskyttum, sem ganga á Holtavörðuheiði. Annar bréfritari skrifar og biður hafnarverkamann þann, sem kom á Lögreglustöðina um miðjan september og sýndi þar gullúr, sem hann kvaðst hafa fundið þann sama dag, að gera vart við sig aftur. Segir bréfritari, að auglýst hafi verið eftir úrinu í Mbl. á sama tíma og fundarlaunum heitið. Skor- ar hann á finnanda að gefa sig fram. Hafnarfjarðarvegxtr Við áttum von á því að hafizt yrði handa við lagningu nýs Hafnarfjarðarvegar á þessu sumri, en af því varð ekki — því miður. Stórfelld laót er hins vegar að malbikun þeirri, sem fram fór á vegum Vegagerðar- innar á kaflanum frá Kópavogi að Engidal. Umráðasvæði Vega gerðarinnar er ekki stærra á þessum vegi — því miður. Annars hefðum við sennilega fengið nýtt malbikslag á allan veginn. Hafnfirðingar virðast ekki hafa haft bolmagn til þess að leggja malbik á spottann frá Engidal og suður úr nema þá að Bæjarútgerð þeirra taki verkið að sér við tækifæri. Mér er sagt, að það muni taka fjögur ár að leggja nýja veginn yfir Kópavogshálsinn og ljúka honum. Þetta verður mikið mannvirki með marg- faldri akbraut og brúm — svo að æskilegt hefði verið að hefja framkvæmdirnar í sumar eins og ráðgert var. Þeir Kópavogsmenn munu eiga 10 milljónir af „benzínpeningum“ til þess að hefja verkið, en ekkert bendir samt til þess að fyrsta skóflustungan verði tek- in í bráð. Hafnarfjarðarvegur- inn er orðinn einn hættulegasti akvegur hér um slóðir og á- standið er því með öllu óvið- unandi. ★ Grænir og gulir Baltika-ferðalangarnir létu vel af reisunni — og eng- inn kvartaði yfir vínþurrð. Hvort þetta þýðir, að lítið hafi verið drukkið — eða óvenju- miklar birgðir hafi verið í skip- inu fylgdi ekki sögunni. En þetta ferðalag hefur orðið mönnum kærkomið umræðu- efni í haustrigningunum — enda ekki á hverjum degi að Karlakórinn okkar syngur úti um allan heim. Og aðrir kórar eru væntanlega gulir og græn- ir af öfund. Slæmar hvatir Á. G. skrifar: „Kæri Velvakandi — oft hefur mig langað til að skrifa þér nokkrar línur en aldrei orðið af því fyrr. Það sem ég vil vekja athygli á er „sadistaháttur" sem örlar alltaf meira og meira á, sérstaklega kemur þetta fram við dýrin því þar eiga þessir aumingjar minnst á hættu. Unglingur suður með sjó vann það ódæði að setja kött inn í bakarofn og steikja hann lifandi, einnig að hengja kött upp á aftur- löppunum og reka í gegn með glóandi járntein ásamt mörgu öðru svo sem að skjóta örvum með nöglum í dýr sem voru á beit. Það bar til í Keflavík í sumar að dúfa fannst ósjálf- bjarga í götunni því búið var að skera báðar lappir af og maður heyrir svo til daglega um misþyrmingar á dýrum. Og nú spyr ég. Hverskonar lýð erum við að ala hér upp? og hvað verður langt þangað til við friðsamir borgarar getum ekki farið óhultir út á götu? Eða dettur nokkrum í hug að þessi sadistaháttur einskorðisfc við dýrin? Og þó svo væri, hvers eiga dýrin að gjalda? Nei góðir borgarar við verðum að taka fyrir þetta strax með róttækum aðgerðum. Við vilj- um áreiðanlega fæst okkar að þetta friðsæla yndislega land verði að glæpabæli. Nú skulum við athuga hvaðan líklegt er að fyrirmyndirnar komi. Ég er þeirrar skoðunar að kvikmynd- ir og sjónvarp eigi þarna stóran hlut að. Við erum ekki búin að sjá hvað allar þesséir glæpa- myndir hafa á þjóðina. Við förum að sjá það eftir 10—15 ár. Þá verða þeir sem nú eru börn fullorðnir. En hvað veld- ur því að helzt aldrei sjást hér í kvikmyndahúsum hug- Ijúfar og göfgandi myndir? Er það vegna þess að fólkið vill þessar glæpa- og lauslætis- myndir eða er ekki lengur fá- anlegar aðrar myndir frá þess- um svokölluðu siðmenntuðu þjóðum? Góðir lesendur tökum höndum saman og reynum að göfga hugi æskunnar. Með þökk fyrir birtinguna. ‘ A. G. Við Gnoðavog Til sölu er glæsileg 5 herbergja efri hæð í 4ra fbúða húsi við Gnoðarvog. íbúðin er í ágætu standi með nýlegum teppum. Tvennar svalir. Sér hiti. ÁRNI STEFÁNSSON, HRU Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Sími 14314. Verzlunarhúsnæði við Suðurlandsbraut Til leigu er ca. 100 ferm. verzlunarhúsnæði (jarð- hæð) ásamt 50—100 ferm. lagerplássi ef vill. Einnig 100 ferm. skrifstofuhæð. Til greina kemur að leigu- taki sjái um innréttingu. Upplýsingar í síma 10898 eftir kl. 19. Bílaval Laugavegi 92. — Símar 18966 - 19168 - 19092. Ford Fairlane ’66, keyrður 6 þús. km. Volvo Amazon ’66 2ja dyra keyrður 6 þús. km Moskvitch ’66 keyrður 8 þús. km. Fiat station 1100 ’66 keyrður 8.500 km. Renault R 10 ’66 keyrður 6.500 km. ★ Vörubifreiðir Benz 1418 ’65 flutningabifreið. Benz 1413 ’65 með krana ásamt stóru úrvali annarra bifreiða. Úrvalið er hjá okkur. Bílaval Laugavegi 92. — Símar 18966 - 19168 - 19092.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.