Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 15
Fðstutfagur 4. nðv. tMf MORCUNBLAÐtB Trú mín er sú, aö handán við tölur og aura, séu verðmæti, sem ekki má gleyma Viðtal við Halldór Jónsson, bónda á Leysingja stöðum í Húnaþingi EKKI eru ýkja margir áratug- ir síðan, að það þótti nokkrurn tíðindum sæta, ef sveitabóndi norðan úr landi sást á Reykja- víkurgötu. Var talið víst, að sá, sem tækist slíka ferð á hendur, hlyti að eiga brýnt erindi. Marg- ir urðu því til að ganga á vit þessa ferðalangs og leita hjá hon um frétta frá þeim fjarlægu byggðum, sem ýmsum, er þá byggðu Suðurnes, voru mjög framandi. Ekki mun það til frétta talið i dag, þótt norðlenzkur bóndi heimsæki höfuðborgina, en ekki er ég viss um, að öllum borgar- búum sé fullkunn framvinda hins daglega lífs í þeim héruð- um, er svo fjarri liggja. Margir telja eflaust, að þetta skipti þá ekki svo miklu máli, en sé kruf ið til mergjar, er það ljóst, að fámennri þjóð er fátt nauðsyn- legra en að hver þegn hafi sem víðtækasta þekkingu á högum og háttum fólksins, sem í land- inu býr og hver einstaklingur vaxi til skilnings á viðfangsefn- um og þörfum næsta manns. Á þann hátt verður samstaðan meiri og baráttan fyrir bættum og batnandi hag heilli og auð- unnari. Ég sit hér andspænis Halldóri Jónssyni bónda á Leysingjaslöð um í Húnaþingi. Hann er nú gestur í borginni og þrátt fyrir miklar annir, gefur hann sér tíma til að spjalla við mig dá- litla stund. Ég hef oft áður átt því láni að fagna, að vera gest- ur Halldórs og hans ágætu konu heima á Leysingjastöðum og haft af því bæði gagn og ánægju. Nú langar mig til að spyrja þig frétta heiman úr héraði, Halldór. Um tíðarfar á þessu liðna sumri er það að segja, að seint voraði, spretta var heldur léleg og heyskapur því minni en í meðalári. Þess ber þó að geta, að í mínu héraði nýttust hey vel, hraktist engin tugga svo mér sé kunnugt um. Haustið hefur ver- ið mjög stillt og rólegt, frekar svalt og jörð er þegar tekin að frjósa lítils háttar. Snjólaust er þó með öllu og horfur á því sviði því sæmilegar. Sauðfjár- slátrun var mikil í haust hjá okkur Austur-Húnvetningum. í sláturhúsi Kaupfélags Húnvetn- inga á Blönduósi náði sauðfjár- slátrun rúmlega 44 þúsundum. Gert er ráð fyrir að slátra á fimmta hundrað nautgripum og þúsund hrossum. Þetta er mikið blóðbað og ættu af því að koma miklar tekjur, en hvort þær nægja til að standast þær greiðsl ur, sem gera þarf skil, það er önnur saga, en út i hana fer ég ekki hér. Þú sagðir áðan, Halldór, að slátrað yrði þúsund hrossum. Eru þetta folöld og gamalhross eða er verið að ganga á stofninn? Ég hygg að ekki sé um fækk- un að ræða. Það er að vísu get- gáta, en ég hygg að bessi þús- und hross séu því nær eingör.gu folöld eða það sem úr gengur af eðlilegum ástæðum. Nú hafa ýmsir Húnvetningar horfið að því ráði að vera aðeins með eina búgrein, annað hvort sauðfé eða nautgripi. Hvernig virðist þér þessi búskaparhátt- ur hafa reynst hjá þeim bænd- um, sem þetta hafa gjört? Sérhæfing er kjörorð tímanna í dag, en á þetta er komin of- stutt reynsla hér hjá okkur, til þess að af því sé hægt að draga neinar áyggjandi ályktanir. Það er auðsætt, að það er iéttari búskapur að hafa eina tegund heldur en margar og lítt viðráð- anlegur á annan hátt fyrir ein- yrkja. Hins vegar verður grunn- urinn breiðari undir fjölþættum búskap og þá auðveldara að færa til milli búgreina bregðist ein frekar annarri. Mjólkurverðinu hafa menn kviðið, sökum álagðra gjalda á síðasta vori, en ef til vill er nú að koma í ljós, að það er tæplega eins hættulegt og menn bjuggust við, þar sem innvigtunargjaldið er greitt að nokkru aftur. Hins vegar er mik il óvissa í þessum málum og sést ekki hvernig þau ráðast fyrr en á næsta ári, jafnvel nokkuð áliðnu. Bændur munu eiga að fá þetta svokallaða grundvallar verð fyrir sauðfjárafurðir, en um sölu á nautgripakjöti munu ekki vera bjartar horfur. Hvort bændur fækka búpen- ingi í haust verður ennþá ekki sagt um. Forðagæzlumenn hafa ekki metið heybirgðir og fóður þörf í héraðinu. Það falla mörg vötn til sjávar í Húna’"»tnssýslu. Hvað er að frétta af veiðiskapnum í sumar? Já, mörg vötn og góð falla þar til sjávar og undanfarin ár hafa árnar verið okkur gjöfular. Þær hafa verið leigðar út og þannig komið drjúgur skildingur inn í héraðið. En í sumar hefur hér skipt sköpum, flestar árnar hafa brugðizt. Ekki er þó vatnsleysi um að kenna í sumar? Tæplega held ég það sé, en ýmsum getum má að þessu leiða. f því efni er þó enn sem komið er engin vissa til. Bera mætti mál á, að um oíveiði væri að ræða undanfarin ár, sýnist mér þó ólíklegt að svo sé. Þá mætti einnig geta þess til, að ungviði hefði farist í ruðningi, en ekki virðast mér miklar líkur fyrir því a.m.k. síðastliðinn vetur sök um þess að þá voru stöðug frost og jafnviðri. Sumir vilja kenna þetta laxveiðum Dana við Grænland og víst er það, að netaför sjást á töluvert miklu af þeim fiski, sem hér veiðist. Þess er vert að geta, að Víði- dalsá hefur staðið miklu fremst af húnvetnsku ánum í sumar og Blanda gengur næst henni, en Laxá á Ásum og Miðfjarðará, sem verið hafa einna laxaauð- ugustu árnar og meðal beirra beztu á landinu, hafa verið mjög lélegar í ár. Mundi ekki aukið klak geta bætt hér nokkuðum, jafnvel þó Grænlandsveiðarnar yllu minnk andi laxagengd? Ég er dálítið boginn að svara þessu. Fræðimaður er ég ekki og því betra að snúa sér til veiði málastjóra varðandi upplýsing- ar um þau mál, en sem leikmað- ur vildi ég segja það, að við höfum tæplega ráð á að koma upp dýrum mannvirkjum vegna klaksins, og dýrum rekstri, til þess að ala upp fiskstofn handa Dönum, eða öðrum veiðiþjóðum, reynist tilgátan með Grænlands veiðarnar rétt. Það er okkur Húnvetningum mikið alvörumál hversu fer um árnar. Það er ekki einungis það fé sem fyrir þær fæst frá land- eigendum. Heldur engu síður hitt, að gegnum þessi samskipti skapast kunningsskapur og þar af leiðandi áframhaldandi sam- vinna milli okkar sveitamann- anna og kaupstaðarbúanna og sumir þeir góðu menn, sem við árnar hafa dvalið, eru meðal beztu vina okkar. En nú eru árnar orðnar svo dýrar, Halldór, að það er ekki hægt fyrir hinn venjulega mann, að veita sér þan munað að væta þar öngul. Já, Þorsteinn. Ég þekki nú skoðanir þínar á þessu máli. En fleira er orðið dýrt í dag. Allar skemmtanir, ekki síður venju- legir dansleikir, en yndisstund við veiðiá, kosta talsvert fé. Dæmi munu til þess, að teknar hafa verið kr. 175.00 í aðgangs- eyri fyrir einstakling á venju- legu sveitaballi. Fleira fylgir þar í kjölfarið. Þurrbrjósta geta menn ekki verið, hvaða vökvun sem þeir kjósa sér nú. Þessu til viðbótar kemur svo ferðakostn- aður með bifreiðum, oftast að næturlagi. Vel kann svo að fara, Halldór Jónsson Leysingjastöðum að ekki megi á milli sjá, hvort gengur nær pyngjunni, að reyna að draga lax á land eða fara á dansleik og hlusta á „öskur- hljómlist“. Verður það að fara eftir persónulegu mati hvers og eins hvernig hann hagar vali sínu. Þá langar mig til að spyrja um annað. Hvernig er með veiði vötnin inn á heiðunum. Þekkir þú til þeirra? Er ekki hægt að gera þar leikvettvang þeirra, sem ekki telja sig hafa ráð á straumvatninu? Ég bý nokkuð langt frá heið- unum, en átti þar þó mörg spor á yngri árum og naut þeirra stunda í ríkum mæli, sem ég átti þar leið um, enda þótt oft andaði köldu og ekki væri áfalla laust. Þa var farið um heiðarnar á hestum, en nú er færleikurinn f jórhjólaður, ekki ferfættur. Sennilega líður innan tíðar að því, að í fjallleitaferðum verða matarfélög, þar sem matseldina annast blómlegar heimasætur og sjálfsagt verður „barinn" að fylgja svo hægt sé að fá kokk- teil fyrir matinn. En veiðin í vötnunum? Já, það var veiðin, sem við vorum að tala um. Ég hljóp víst dálítið út undan mér. Þetta hef- ur stundum hent mig um dag'- ana. Já, en það var nú líka hug- myndin, Halldór, að koma sem víðast við. í sumum þessum vötnum er mikil og góð veiði, misjöfn að sjálfsögðu. En með opnun heið- arveganna fyrir ökutæki. niá bú ast við því, að beir, sem eru af- skiptir um veiði í ánum, fari þarna um og jafnvel, án leyfis, hlutaðeigandi yfirvalda stundi veiðiskap í vötnum. Slíkt hefur skeð á afrétti okkar Húnvetn- inga t.d. Auðkúluheiðinni. Kom ið hefur til orða, að við yrðum að mynda veiðifélag um vötnin á heiðinni, aðliggjandi sveiiir, sem eignarheimild hafa á afrétta löndunum. Að sjálfsögðu mundi það kosta vöktun á vötnunum og ef sæmilega gengi að rækta vötnin upp, jafnvel skipta um tegund í þeim sumum, þar sem silungurinn er ekki nógu vænn eða álitlegur til frameldis. Svo við hlaupum nú ur einu í annað. Ég veit að þú ert bóka maður Halldór, það hef ég séð á þínu heimili. Þú átt óvenju mikið af góðum bókum bæði innlendum og erlendum. En nú hef ég heyrt marga bændur halda því fram, að bús- annirnar væru svo miklar, að tómstundir til að sinna bóka- lestri eða öðrum hugðarefnum væru hreint engar. Hvað segir þú um þetta? Til hvers safnar þú bókum, ef enginn tími vinnst til að njóta þeirra? Svarið er ákaflega auðvelt. Ég hef verið fremur latur maður og unnið takmarkað. Þetta hefur gefið mér töluverðan tíma og því sem bætt er við þann tíma, sem stolið er frá vinnunni, læt ég hiklaust ganga út á svefntím- ann. Hvernig þetta er hjá öðrum skal ég ekkert um segja. Menn taka störfin svo ólíkt og þatt eru þeim misjafnlega huglæg Ýmsir leggja allan sinn metnað í að vinna sínu búi sem mest gagn, aðrir hafa áhuga fyrir fleiru en búskapnum einum saman og ég er þeirrar skoðun- ar, að bændamenning og sveita- menning eigi ekki mjög langt eft ir, eins og við höfum skilið hana, ef þeir menn hverfa algjórlega úr sögunni, sem lesa og grúska. Telur þú þá, að sá bóndi, sem ekki les eða eyðir sínum tínia þannig, muni búa betur? Um það vil ég ekki dæma, þó er sennilegt, að sá sem gefur sig allan að búskapnum, leitar sér einhliða fræðslu að því er hann snertir og leiðir ekki hug- ann að öðru, hafi skilyrði til betri árangurs en hinn, sem aflar sér alhliða þekkingar, því að sjálfsögðu dreifir það kröft- unum að vera að fást við fleiri hugðarefni, þótt til menningar horfi. Er ekki ævistarf hvers og eins fyrst og fremst leit eftir lífs- hamingju? Að sjálfsögðu er það svo, að ævi hve.rs einstaklings er leit að lífshamingju. Hún finnst í mis- jöfnum myndum og'menn geri sér misjafnar hugmyndir um það í hverju hamingjan er fólg- in. Eins hamingja er það að vinna allar stundir, annars er þð að lesa og grúska o.s.frv. Hvert menn snua sér í þessu efni geri ég enga athugasemd við, menn þurfa aðeins að vera í samræmi við sjálfan sig, það held ég að gefi beztu útkomuna. En ýmsir bændur telja, að bú skapurinn útheimti hvíldarlaust strit, sem þeir inna af höndum nauðugir, en ekki vegna þess, að með því séu þeir að veita sér aukna lífsfyllingu. Hvað er um það að segja? Jú, víst er það, að sumsstað- ar getur búskapurinn nálgast strit, enda þótt véltækni nútím- ans hafi breytt til mikilla bóta starfsháttum manna og stáldjöfl arnir vinni erfuðstu verkin. En á vissum árstíðum, svo sem vor og haust hjá sauðfjárbændum, munu fæstir geta unnt sér mik- illar hvíldar. Og því er óhætt að slá föstu, að hvergi má, siá mikið slöku við ef vel á að fara. Ég er einn þeirra manna, sem aldrei hef barmað mér yfir bú- skap, enda talinn mfiúll á loft.i af þeim, sem bezt þykjast til þekkj a. Mér leiðist að aðrir hæli mér, en er ánægður með og þykir engu lakara að vegsama mig sjálfur. Mér finnst flest bústöi'f nú leikur móts við það sem áður var. Hitt er svo annað mál, að þetta segir ekki allt um fjár- haginn, en út í það ætla ég ekki að fara. Aðeins segja það, að ég er nokkuð ánægður fyrir sjálfs mín hönd, enda við sveitabænd- ur þekktir að því að gera ekki mjög háar kröfur. Hvað vilt þú segja um þjóð- trú og þjóðsagnir, Halldór? Þú hefur lesið margt um þau efni og átt þar góðan bókakost. Það er nú meira en lestur. Ég er hálfgert aldamótabarn og þá voru á hvers manns vörum þjóðsögur og ævintýri. Fyrsta kærastan, sem ég eignaðist var roskin vinnustúlka á heimili for- eldra minna. Þá voru þar svo- kallaðar rökkurstundir, ég sakna þeirra alltaf síðan. Þetia var á veturna, tímabilið milli þess sem dagbirtan hvarf og þar til ljós var kveikt, en þá eymdi eftir af fyrri tíma armóð að ljósmeti var heldur sparað. Sum- ir fengu sér blund, aðrir tóku til og sögðu sögur. Þessi gamla kærasta mín var mjög sögufróð og hafði góða frásagnahæfileika. Nú, lengi býr að fyrstu gerð, og þó ég sé allra manna óskyggn- astur á slíka hluti, þá vil ég engan veginn neita því að eitt- hvað dulrænt geti verið til. Það er svo margt sem maður veit ekki. Þetta hefur allajafnan loð- að við mig síðan og með aldrin- um breytzt í það að hafa áhuga fyrir sögulegum fróðleik. Mér varð dálítið illt við um daginn, krakkar komu heim og sögðu að st#inn niður við Hópið væri að velta. Þennan stein hef ég kallað Huldustein og stund- um gortað af því að í honum byggi vinkona mín, sem ég öðru hverju hefði samband við. Sann- leiks gildi þess skulum við láta liggja milli hluta, en ég er ekki viss um að það sé hollt fyrir okkur að gera allar vættir land- rækar. Forfeður okkar bönnuðu að siglt væri að landi með gap- andi höfðum og gínandi trjón- um. Vafalaust trú, en er hún nokkuð óholl? Því ekki að virða þær vættir, sem verið gætu manni til hollustu, og bezt gæti ég trúað því, að velgengni mína, næst konu minni, megi ég þakka því, að ég hef reynt að misbjóða ekki þessari trú. Mennirnir láta stórt af þekkingu sinni, en hún er sem sandkorn á sjávarströnd við það, er verða mun. Telur þú ekki, að trúin sé mönnum styrkur í lífsbarátt- unni? Trú er styrkur, því má slá föstu. Almennt séð hefur reynsla tímanna sýnt það. Hvernig hugsar þú svo til kom- andi daga, miðað við þá tíma, sem þú hefur lifað? Varla finnst mér nú sann- gjarnt, að ætlast til þess af ein- földum bóndamanni, að hatin Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.