Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLADIÐ
Föstudagur 4. nóv. 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar; Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innarJands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
SAMKEPPNISHÆFNI
ÍSLENZKS IÐNAÐAR
*
Þegar
turninn
féll
Myndin er tekin um leið og
kirkjuturninnn á kaþólsku
kirkjunni í Emmet, Michican
í Bandaríkjunum hrundi til
grunna. Eldur kom upp í
turninum eitt óveðurskvöld
og fengu 150 slökkviliðsmenn
ekkert við ráðið. Ekki er vit
að um eldsupptök.
Ungbarnadauði og meðaialdur
- og fleiri fréttir frá S.Þ.
HVERGI í heiminum er ung-
barnadauði jafnlítill og á Norð
urlöndum. Rúmlega 08 af
hundraði allra fæddra barna
lifa fyrsta æviárið. Hinn ó-
hugnanlegi mismunur á þess-
um löndum og vanþróuðu lönd
unum kemur m.a. fram í því,
að 20 af hverjum 100 fæddum
börnum í mörgum löndum
Asíu og Afríku deyja áður en
þau ná eins árs aldrL
Þessar upplýsingar er a'ð
finna í hinni kunnu árbók
Sameinuðu þjóðanna yfir
manntal og fólksfjölgun,
Demographic Yearbook, 1965.
Þar kemur fram, að í Svíþjóð
er ungbarnadauði minnstur í
heiminum, eða 12,4 á hverja
1000 íbúa. Næst kemur Hol-
Land með 14,4, síðan Finn-
land með 17,4. Varðandi önn-
ur Norðurlönd liggja einungis
fyrir tölur frá 1064, en þá var
ungbarnadauði í Noregi 16,8 á
hverja 1000 íbúa, á Islandi
17,7 og í Danmörku 18,7. í
Bandaríkjunum voru þessar
tölur árið 1065 24,7 og í Sovét-
ríkjunum 28,0.
Mestur er ungbarnadauðinn
í Gabon eða 229 á hverja 1000
íbúa. Efri-Volta 182, Kongó
(Brazzaville) 180, Tyrkland
165, Indland 139 og Chile 114.
Víða í Mið-Ameríku og kari
bísku eyjunum hefur ung-
barnadauðinn minnkað á síð-
ustyu árum, t.d. í Dóminíska
lýðveldinu, Mexíkó, Nicaragúa
og Panama.
Hár meðalaldur
í Noregi og Svíþjóð
Stúlkur, sem fæðast í Nor-
egi, Svíþjóð eða Frakklandi,
eiga í vændum flest æviár —
eða rúmlega 75 ár. Drengir,
sem fæðast í Noregi, Svíþjóð
eða Hollandi, eiga í vændum
rúmlega 71 æviár. Á öðrum
Norðurlöndum er meðalaldur-
inn sem hér segir: Danmörk
70,3 fyrir drengi, 74,4 fyrir
stúlkur; Finnland 64,9 fyrir
drengi og 71,6 fyrir stúlkur;
ísland 70,7 fyrir drengi og
75,0 fyrir stúlkur.
í Bandaríkjunum er meðai-
aldur kvenfólks 73,7 ár og
karlmanna 66,9 ár. í Sovét-
ríkjunum eru samsvarandi töl
ur 73 og 65 ár.
Börn sem fæðast í ýmsum
löndum Afríku eiga ekki í
vændum nema 40 æviár. Það
á við um Kongó (Brazzaville),
Ghana, Guineu og Tógó. Meðal
aldur indverskra karlmanna
er 41,9 ár og kvenfólks 40,6
ár. í Kambodju eru samsvar-
andi töluur 44,2 og 43,3 ár, og
í Thaílandi 48,7 og 51,9 ár.
Árbókin leiðir einnig í ljós,
að æ fleira fólk gengur í
hjónaband. Árið 1965 voru
skráðar 9,2 giftingar á hverja
1000 íbúa Bandaríkjanna, og
hafði hlutfallið aldrei fyrr
verið svo hátt. í Danmörku
hækkaði það úr 7,8 upp í 8,5
á árunum 1960—1965. Á öðr-
um Norðurlöndum varð vart
sömu tilhneigingar.
J sameinuðu Alþingi s.l. mið-
vikudag gerði Bjarni
Benediktsson, forsætisráð-
herra, málefni iðnaðarins og
verðbólgunnar nokkuð að um
talsefni að gefnu tilefni. Vakti
forsætisráðherra athygli á
þeim erfiðleikum, sem á því
eru fyrir innlendan iðnað,
sem framleiðir fyrir lítinn
markað, að keppa við fjölda-
framleiðsluiðnað stærri þjóða,
og sagði síðan. „Reynslan hef
ur sýnt, að við verðum að
hafa margskonar iðnað í
landinu, og þess vegna er mik
ið á sig leggjandi að hafa iðn
aðinn. Við lærðum það á
stríðsárunum, að það getur
verið lífsnauðsyn að hafa eig
in iðnað, og dæmi sanna, að
ef íslenzkur iðnaður fellur í
rústir, hækka erlendir fram-
leiðendur vörur sínar. Þess
vegna er íslenzkur iðnaður
einn þáttur í því að halda hér
uppi sérstöku þjóðfélagi, en
hann kostar það, að við verð-
um að hafa hærra verðlag
en ella. Mennirnir, sem
skamma ríkisstjórnina fyrir
verðbólgu, og segja hins veg-
ar að það sé verið að drepa
iðnaðinn með erlendri sam-
keppni, heimta meiri verð-
bólgu, þeir heimta meiri verð
hækkanir en ríkisstjórnin hef
ur talið verjanlegar“.
Forsætisráðherra hélt síð-
an áfram og sagði: „Auðvitað
er það því miður dýrara og
erfiðara að framleiða fyrir
lítinn markað en stóran. Þess
vegna á íslenzkur iðnaður
erfitt með að keppa við er-
lendan fjöldaframleiðsluiðn-
að. Þetta merkir ekki að við
eigum að leggja niður iðnað-
inn, heldur einungis það, að
menn verða að gera sér ljóst
í hverju vandamálin eru fólg
in. Menn eiga ekki að fjasa
alltaf út í bláinn, tyggja upp
sömu tugguna dag eftir dag
eins og þessi háttvirti þing-
maður (það er Þórarinn Þór-
arinsson) gerir skilningslaust,
eins og tæki, sem kennt hef-
ur verið að segja nokkur orð,
eða páfagaukur, sem hefur
ekki nema 10 orða forða, og
heldur að í honum sé öll
vizka lífsins fólgin. Því mið-
ur er það svo, að íslenzk
tollalöggjöf er ekki fullkom-
in, og sjálfsagt er að reyna
að bæta hana; þetta eru gaml
ar syndir. Núverandi ríkis-
stjórn er að reyna að láta leið
rétta þetta, og ég efast ekki
um að háttvirtur þingmaður
mundi vilja leiðrétta þetta
líka, ef hann fengi einhverju
ráðið. Þetta getur létt fyrir
iðnaðinum, og auðvitað verð
ur samkeppnin auðveldari
vegna fjarlægðarinnar. Það
getur vel verið að það borgi
sig eins vel, eða betur, að
framleiða vöru hér vegna
fjarlægðarinnar; það fer eft-
ir tækniþekkingu okkar og
dugnaði, eftir því hvort kom-
ið verður við fullkominni
fjöldaframleiðslu eða ekki“.
Forsætisráðherra vék þá að
verðbólgunni og sagði: „Það
hefur gengið illa að ráða við
verðbólguna hér á landi,
vegna þess að menn hafa ekki
fengist til þess að skoða hvert
vandamál út af fyrir sig, og
átta sig á því. Þetta er ekki
einfalt reikningsdæmi eins og
margir virðast halda. Menn
verða þá að gera sér ljóst,
að þótt það borgaði sig að
hleypa inn takmarkalaust er-
lendum vörum viljum við
ekki gera það. Við viljum
taka á okkur kostnaðinn af
því að halda uppi allsterk-
um iðnaði hér á landi. Þeir
sem segja að þetta sé hægt
án meiri kostnaðar, án þess
að þjóðin taki á sig þá byrði
sem þessu fylgir, eru að
blekkja sjálfan sig, eru að
blekkja þjóðina og gera
vandamálin erfiðari. Það verð
ur að skoða iðnaðinn frá öðr
um sjónarmiðum en þeim, að
telja fólki trú um, að við með
okkar mjög þröngu markaði,
getum keppt við erlenda
fjöldaframleiðslu. Auðvitað
geta verið sérstök atvik, sem
gera það mögulegt, og auðvit
að þar, sem fjöldaframleiðsla
kemur ekki til, og eins ef
við getum haft gagn af fjar-
lægðinni, er mjög eðlilegt að
íslenzkur iðnaður sé sam-
keppnisfær, og þá á að vera
hægt að halda þannig á mál-
um, að þeir geti keppt við
aðra“.
SJÖMANNAVERK-
FALL í PERÚ
gins og Morgunblaðið skýrði
frá í gær, er nú skollið
á sjómannaverkfall í Perú og
samkv. fréttum er búizt við
að verkfallið standi lengi.
Hin mikla veiði við Perú,
og þar af leiðandi stóraukin
framleiðsla þeirra á fiski-
mjöli, er ein af meginástæð-
um þess að verðið á íslenzku
síldarmjöli hefur fallið mjög
á undanförnum mánuðum.
Nú fyrir skömmu bönnuðu
Norðmenn síldveiðar til
bræðslu, og hafði sú ákvörð-
un strax þau áhrif að verð-
ið á síldarmjöli hækkaði ör-
lítið. Það er því ekki alveg
loku fyrir það skotið að sjó-
mannaverkfallið í Perú hafi
sömu áhrif, og það leiði til
þess að verðlag á fiskmjöli
hækki. Um það verður auð-
vitað ekkert sagt að svo
stöddu, tíminn leiðir það í
ljós, en vissulega höfum við
þörf á því að einhverjar verð
hækkanir verði á þessum mik
ilvægu útflutningsafurðum
okkar.
BRAKAR /
KOMMÚNISTA-
FLOKKNUM
pins og Morgunblaðið skýrði
frá í g*r, stendur flokks-
þing kommúnista nú fyrir
dyrum, og að venju brak-
ar mjög í helztu innviðum
kommúnistaflokksins þegar
slík fundarhöld eru í vænd-
um.
Á fundi í Sósíalistafélagi
Reykjavíkur s.l. þriðjudags-
kvöld, þar sem kjósa skyldi
fulltrúa á flokksþingið, fóru
leikar svo að 10 af núver-
andi miðstjórnarmönnum
kommúnistaflokksins þóttu
ekki þess trausts verðir, að
þeir yrðu kjörnir á flokks-
þingið, og féllu þeir- allir í
kosningu, en 3 aðrir mikils-
metnir forystumenn komm-
únistaflokksins náðu kosn-
ingu með naumindum.
Eftir þetta fulltrúakjör á
fundi Sósíalistaflokks Reykja
víkur, standa leikar þannig
að Brynjólfur Bjarnason, með
lærisveina sína, Eggert Þor-
bjarnarson og Pál Bergþórs-
son, hefur unditök á flokks-
þinginu, og getur farið sínu
fram að vild.
Þessi átök í kommúnista-
flokknum sýna glögglega, svo
skömmu eftir hinn svonefnda
landsfund Alþýðubandalags-
ins, að ástandið í þessum
stjórnmálasamtökum báðum
er enn óbreytt, þar hriktir í
öllu, og enn eru allar líkur
á því, að upp úr sjóði fyrr en
síðar.
Osló, 2. nóvember NTB.
í LíOK september voru skráðir
5000 atvinnulausir menn —
3100 karlar og 1900 konur — í
Noregi. Þetta er lægsta tala at-
vinnuleysingja þar í landi í
þessum mánuði í 15 ár.